Vísir - 24.01.1962, Qupperneq 2
2
VJfcsXP
t ffn rT! ii—i i—j ^ t
v/////m '//////'Wíx?/////,
v-. y////m///////////m y//////////m ///////
S5m
Steinþór vanit firmakeppnina
fyrir Nye Danske vátryggingafél.
Firmakeppni Skíðaráðsins fór
fram £ hríðarmuggu við Skíða-
skálann í Hvcradölum í fyrra
dag. Keppnin gekk mjög rösk-
lega, hvorki meira né minna
en 105 firmu áttu þarna kepp-
endur, og ekki nema um tveir
tímar fóru í að renna öllum
þessum f jölda niður snævi þakt
ar brekkurnar við Skíðaskál-
ann. Stjórn mótsins var að
miklu leyti á herðum mótsstjór
ans, Sigurjóns Þórðarsonar, for
manns ÍR.
Hliðin í brautinni voru 35,
en hriðin sem var meðan á
keppni stóð háði keppendum.
Fjöldi manns kom uppeftir í
gærdag þrátt fyrir þunga færð
og horfði á keppnina.
„Við erum mjög ánægð með
keppnina", sagði Ellen Sig-
hvatsson eftir keppnina ,,og
þökkum öllum hinum fjöl-
mörgu firmum fyrir ómetan-
lega aðstoð við hana“.
Eftir keppni gengu keppend-
ur og starfsmenn til kaffi-
drykkju í Skíðaskálanum, þar
voru 10 fyrstu keppendum af-
hent verðlaun, en þeir voru:
1. Vátryggingafélagið Nye-
Danske^ Steinþór Jakobss, ÍR.
2. ORA-Kjöt og Rengi, Ásgeir
Úlfarsson, KR.
3. Heildverzl, Hekla, Sigurður
R. Guðjónsson, Á.
4. Sælgætisgerðin Víkingur,
Bogi Nilsson, KR.
5. Sveinn Helgason, heildv.,
Guðni Sigfússon, ÍR.
6. Eagle Star, Vátryggingar,
Þórður Jónsson, Á.
7. Vagnasmiðja Kristins Jóns
sonar, Úlfar J. Andrésson.
8. Heildverzlunin Berg, Hilm
ar Steingrímsson.
9. Eggert Kristjánsson, Mar-
teinn Guðjónsson.
10. Jóhann Rönning, Raf-
virkjaverkst., Ólafur Nilss. KR.
Heimsmeistarakeppnin
í knattspyrnu
Heimsmeistarakeppni í knatt-
spyrnu á að fara fram í vor í
Chile í Suður-Ameríku, en þá
er haust á þeim helmingi jarð-
ar. Hefir nýlega verið dregið
um það, hvernig lönd þau, sem
komast í úrslitakeppni, raða
sér niður. Er þar eins og venju-
lega um að ræða fjóra riðla og
eru fjögur lönd í hverjum
riðli. Fór dráttur nýlega fram
í hinu glæsilega Hilton-hóteli
í Santiago, höfuðborg Chile.
Fjórir riðlar.
í fyrsta riðli eru þessi lönd:
Kolumbía, Úruguay, Sévétríkin
og Júgóslavía.
í öðru riðli eru Sviss, Chile,
Ítalía og Þýzkaland.
f þriðja riðli Búlgaría, Ar-
gentína, Ungverjaland og Eng-
land.
Skotar krefjast
stærri landhelgi
í fjórða riðli eru Mexíkó,
Brasilía, Spánn og Tékkó-
slóvakía.
Ýmsu spáð.
Ýmsu er spáð um úrslitin,
en eitt virðist greinilegt fyrir-
fram, að öll knattspyrnuliðin
munu leggja höfuðáherzlu á að
reyna að fella Brasilíu, sem
annars er talið sterkasta liðið.
Fyrir skemmstu fór fram alþjóðlcgt skíðamót á Olymp-
íuleikvanginum í Garmisch-Partenkirchen í Þýzka-
landi, og var m.a. keppt í norrænni tvíkeppni. Sigur-
vegarinn frá Squaw Valley, Georg Thoma, bar sigur
úr býtum, og er myndin af honum í öðru stökkinu,
en hann stökk lengst allra, 87 og 88 metra. Annar
varð Austurríkismaðurinn Willi Egger, sem stökk
84 og 87,5 metra.
Var George Washington af
norskum ættum?
Amerískur prófessor segist hafa
rakið ætt hans til Noregs.
Skozkir fiskimenn hafa á-
kveðið að halda fjölmenna ráð-
stefnu sem á að fjalla um það,
hvernig þriggja mílna reglan
verði brotin á bak aftur og
stjórnarvöldin fengin til að lýsa
yfir stækkun fiskveiðilögsög-
unnar við Skotlandsstrendur.
Forustu í málinu hefir Mr. I.
Stewart formaður félags fiski-
manna við Clyde-fljót.
Uppi í
landstcinum.
Það er krafa skozkra fiski-
manna, að stjórnarvöldin veiti
þeim ekki minni vernd heldur
en erlendir fiskimenn fá. Er
bent á það, að fiskmenn frá
Frakklandi, Belgíu, Rússlandi,
Póllandi og Norðurlöndum not-
færi sé hina litlu þriggja mílna
landhelgi til að veiða alveg
uppi í landsteinum og jafnvel
inni á Clyde- og Moray-fjörðum,
svo að heita megi að fiskstofn-
inn hafi verið þurrkaður út á
þessum slóðum sem áður voru
veiðisælar.
Ólíkt ferst þeim.
Sérstaklega eru Skotarnir
sárir út í íra. Þeir benda á það,
að írskir fiskimenn fái að veiða
við strendur Skotlands eins og
þeir væru heimamenn, hins-
vegar séu Skotar reknir út fyr-
ir sex mílna landhelgi við ír-
land.
Fiskveiðitímaritið Fishing
News birtir fréttina um þessa
fyrirhuguðu ráðstefnu sem að-
alfrétt í síðasta tölublaði og
sýnir það, hve þýðingarmikið
mál er hér á ferðinni. Skozk-
um þingmönnum hefir verið
boðið að koma til ráðstefnunn-
ar, en þrír skozkir þingmenn,
þeir Sir Willam Duthie, Gordon
Campbell og James Hoy standa
framarlega í sarqtökum sem
berjast fyrir stækkun landhelg-
innar.
Það hefir lengi verið al-
kunna, að frændur vorir,
Norðmenn, hafa reynt að
eigna sér Leif heppna og
landafundi hans. Nú er
komið upp svipað mál, því
að rödd hefir heyrzt sem
segir, að George Washing-
ton, fyrsti forseti Banda-
ríkjanna, hafi verið kom-
inn af Norðmönnum að
langfeðgatali.
Prófossor Albert Welles, sem
er forseti ættfræðingafélags
Bandaríkjanna „The American
College for Genealogícal Re-
gistpy“, hefir lagt fram þær upp-
lýsingar, að George Washing-
ton hafi verið kominn í 33. lið
í beinan karllegg af Þrándi
konungi Haraldssyni í Þránd-
heimi í Noregi. Þá heldur pró-
fessorinn því og fram, að
Washington hafi komið á fund
í félagi norrænna manna í
Bandaríkjunum — Scandinav-
ian Society — árið 1789 og
komizt þar svo að .orði, að
„hann væri mjög hreykinn af
að vera af norsku bergi brot-
inn.‘‘ Washington var heiðurs-
félagi í félaginu.
í norskum blöðum, sem
skrifa um þetta mál, segir með-
al annars svo, að Þrándur kon-
ungur Haraldsson í Þrándheimi
hafi verið fæddur 660, og verð-
ur ætt Washingtons ekki rakin
lengra að sögn prófessor Wells.
Síðar í ættartölu hans era tald-
ir menn eins og Eysteinn
Þrándsson konungs, Göngu-
Hrólfur Rögnvaldsson og fleiri.
í þrettánda lið frá Þrándi kon-
ungi er Barðólfur (Bardolf)
Þorfinsson, sem fæddist nærri
Jórvík á Englandi. Fæðingar-
staður hans kallast nú Warlton
í Kirkby í Ranenforce-sókn. —
Um þær mundir tók ættin sér
nafnið Wassingetum, eftir stað,
sem áður hafði verið nefndur
Vaskeby af norskum mönnum.
Barðólfur fékk auðugt kvon-
fang, en þegar ellinn sótti að
honum gekk hann í klaustur og
gaf kirkjunni mikinn hluta
eigna sinna. Árið 1195 er þess
fyrst getið, að ættin nefni sig
Washington.
Norsk blöð, sem um þetta
hafa fjallað, segja sem svo, að
ef til vill sé ekki ástæða til að
Washington.
breyta norskum mannkynssögu-
bókum af þessum sökum, en
heimildirnar virðist svo örugg-
ar, að rétt muni vera að kanna
málið nánar. Blöðin geta þess
einnig, að Scandinavian Society
hafi verið stofnað í Fíladelfíu
1769 og hafi Washington verið
gerður heiðursfélagi, meðan
hann var enn hershöfðingi í
lýðveldishernum.
Sum blöðin segja, að Norð-
menn ættu að láta sér nægja
að reyna að gera Leif heppna
norskan, þótt þeir reyni ekki
að breyta þjóðerni Washing-
tons, sem legið hefir í gröfinni
í meira en 160 ár.