Vísir - 24.01.1962, Side 5

Vísir - 24.01.1962, Side 5
5 Miðvikudagur 24. janúar 1962 V I S I R •fr Það er alkunna að góð skáld hafa oft apað sig á því að tala og skrifa um pólitík. Nærtækasta dæmið er Kilj- an, sem nú loks hefir skilið að það fer ekki alltaf saman að yrkja vel og hugsa rétt um stjórnmál. En borgfirzkur bóndi einn og skáld gott, Guðmundur Böðvarsson að nafni, hefir ekki ennþá gert sér ljósan þennan sannleik. I Þjóðvilj- anum í morgun birtir hann langa grein um Varðbergs- fundinn í Hafnarfirði á dög unum. Efni greinarinnar er ekki að ræða málefnalega livort þátttaka okkar í Nató sé réttmæt, heldur hitt að kvarta mjög af því tilefni að ræður manna á Varðbergs- Guðmundur Böðvarsson. lagzt kommúnisk héla svo þykk að hann standi enn í sinni stjörfu barnatrú: kommúnisminn er mannúðin uppmáluð. Frá Rússlandi get ur ekkert illt komið. Það er heimsríki vinarhugar og bræðralags manna. ★ Nei, Guðmundur Böðv- arsson skáld og bóndi. Það er ekki hægt að neita bók- festum 'staðreyndum, sem helztu leikendurnir í harm- leiknum hafa staðfest að séu réttar. Er það nokkur furða þótt ungir fslendingar • telji bæði rétt og sjálfsagt að af- flytja þessa ágætu viðskipta- þjóð okkar, sem þú kallar svo, meðan uppi eru á land- inu menn eins og þú, sem reyna að telja löndum þín- Hin í/ódmnn blinda fundinum hafi snúizt að miklu Ieyti um Rússland, ut- anríkisstefnu þess stórveld- is og glæpi valdhafanna, sem þeir hafa nú sjálfir viður- kennt að hafi átt sér stað. ★ Guðmundur Böðvarsson skáld hefur óvenjuhraustan maga, að hann skuli ætla sér þá dul að bera í bætifláka fyrir Rússa og afsaka glæpi þeirra. Það var meira en Jónas Árnason treysti sér til á fundinum. Tvennar gætu verið skýringar. Hinn borgfirzki bóndi hefir kannski það hjartalag, að hann óar ekki við Því þótt sannað sé að valdhafar Rúss lands hafa myrt milljónir manna saklausar, og núver- andi forsætisráðherra Rúss- lands skýrði frá fyrir tæpu ári. Hin skýringin er sú, að hann hafi aldrei komizt upp úr borgfirzku dölunum; að fyrir hans andlegu vit hafi um trú um að glæpamennirn ir séu barnavinirnir beztu? Hvar heldur þú Guðmundur Böðvarsson að þú værir staddur í dag, ef þú hefðir verið sovézkur þegn og skáld en ekki átt því láni að fagna að ævigista þetta kalda land? Skyldu þín beztu ljóð þá ekki enn ókveðin, dýr- ustu ljóðmálin Itæfð í kaldri moldu? ★ Ertu búinn að gleyma Pasternak, Guðmundur? Hún bjargaði — Framh. af bls. 16 bróður síns, skammt frá þar sem þetta gerðist. — Ég sá, að nýlegur blár Tánus kom brunandi að vestan, og að hann stefndi í áttina á krakk ana litlu. Hljóp ég þá til, sagði Guðfinna. — Ég ætlaði að hrifsa sleðann undan bíln- um, en rétt í því að ég kom að litlu krökkunum, datt Magga litla (sem er nágranni Guðfinnu), og í stað þess að kippa sleðanum til kippti ég í fót hennar og dró hana eld- snöggt út í vegkantinn. Hjól- in á bílnum fóru rétt hjá höfðinu á henni, og bíllinn rakst í skíðasleðann, sem hrökk undan högginu. Það, sem á honum var, skyr og fleira úr búðinni, fór í klessu undir hjólum bílsins, sagði Guðfinna. En frásögn hennar var mjög skýr og ljós af þessum atburði. Hún sagðist þó ekki hafa séð hvaða númer var á bíln- ' um. Það var kall, sem ók honum og hann bara ók í burtu, eins og ekkert væri að — og hann bara hló að þessu, ég sá hann hlæja. ★ Guðfinna hafði ekki haft sérstakt orð á atviki þessu heima hjá sér, sagði móðir hennar okkur, frú Bára Þórðardóttir, er við skrupp- um þangað heim síðdegis í gær. Hæðarendi er húsþyrping rétt við vegamótin yfir að Hrólfskálum, nærliggjandi byggð. Þar á Guðfinna heima í litlu timburhúsi. Hún var að lesa undir miðsvetrarpróf í landafræði. — Ég verð að lesa alla bókina yfir, sagði hún er hún leit upp af listr- inum og kortabókinni, sem lá við hlið landfræðinnar. Það er sama og vorpróf, sagði hún. Við óskuðum Guðfinnu góðs gengis í landafræði- prófinu. Flugvöllurinn — Frh. af 16. s. arnir hingað til lands sem valda, samkeppnin við Loft- leiðir. Þessar flugvélar PAN- am eru af eldri gerðum, ekki þotur. KLM hefir einnig lát- ið vöruflutningavélar sínar: koma þar við. — Aftur á j móti hefir flugvélum Loft- leiða fjölgað nijug í lending- unum, þannig að sennilegt er að viðkomur erlendra far- þegaflugvéla séu miklu, minni en tölur skrifstofunnar gefa til kynna. Á sviði bættrar flugþjón- ustu þar syðra við flugvélar og farþega er stöðnun. í þessu er það alvarlegast, að í tvö ár hefir ein aðalflug- brautin, sem tekur stærstu flugvélar, verið lokuð vegna skorts á nauðsynlegu við- haldi brautarinnar. Það mun vera verk varnarliðsins að framkvæma verkið, en um það munu ekki hafa komið fram kröfur til þessa. Keflavíkurflugvelli er ekki stjórnað af flugráði eins og Reykjavíkurflugvelli, heldur heyrir hann og starfræksla hans öll beint undir utanrík- isráðherra, og koma þar ekki aðrir nærri. Lítil veiði f DAG er von á 8 síldarbát- um hingað til Reykjavíkur, en síldveiði var lítil í nótt og eru þessir bátar með rúm Iega 2000 tunnur. Er Rifs- nesið með mestan afla 600 tunnur, Stuðlaberg 500 og Dofri 400. KI. 11 í gærkvöldi spilltist veður á miðunum og eftir bað var cngin veiði hjá bát- unum. í morgun var komið aftur sæniilegasta veður og ætluðu bátarnir að halda kyrru fyrir á miðunum í þeirri von að síldin kæmi upp í ljósaskiptum. Veður- spáin fyrir miðin er óhag- stæð. Frá fréttaritara Vísis. Akureyri í gær. Slökkviliðið á Akureyri hef- ur verið ónáðað talsvert undan- farna daga og verið kvatt út 8 sinnum frá áramótum sem telja verður næsta mikið í ekki fjölmennari bæ. Síðastliðið laugardagskvöld munaði litlu að stórbruni yrði vegna sjálfsíkveikju í hús- gagnaverksmiðjunni Valbjörk, en það er eitt af mestu stórhýs- um Akureyrar og í því ekki aðeins geymd húsgögn heldur og mikið af efnivið hvers kon- ar og olíum. Talið er að kviknað hafi út frá olíublautum svampi, sem stóð á vinnuborði, en á því borði er tekkolía borin á húsgögn. Svampinn hafði gleymzt að fjarlægja af borðinu um kvöld- ið og hann mun hafa orsakað eldsupptökin. Að ekki varð þarna um stór- bruna að ræða má þakka ungl- ingi, sem átti af tilviljun leið framhjá Valbjarkarhúsinu klukkan að ganga 10 á laugar- dagskvoldið. Sá hann bjarma af eldi þar inni og gerði slökkvi liðinu um hæl aðvart. Þegar slökkviliðið kom á staðinn var eldur í vinnuborð- inu, en hafði ekki náð að breið ast út. Hins vegar var mikið reykhaf í húsinu og talsverðar skemmdir af þeim sökum. Slökkviliðinu tókst strax að kæfa eldinn, en taldi að ef nokkuð hefði dregizt að gera aðvart um hann, hefði þarna orðið sá stóreldur, sem það hefði vart ráðið við. í gærmorgun var slökkvilið- ið kvatt að verzluninni Alaska, sem KEA á í Strandgötu, en þeirri verzlun er nú verið að breyta í kjörbúð. Kviknað hafði þar út frá karbiddunk, en slökkviliðinu tókst að kæfa eldinn áður en verulegt tjón hlauzt af. Loks var slökkviliðið kvatt að Víðivöllum 20 síðdegis í gær. Þar hafði gleymzt að rjúfa raf- straum á suðuplötu, en húsið sícian skilið mannlaust eftir. Nokkru seinna átti skólakrakki leið framhjá og sá þá reyk leggja frá húsinu og gerði að- vart um það. Eldur hafði ekki kviknað, en hins vegar mik- ill reykur myndazt. Laugarásbíó sýnir nú rúss- neska mynd, sem nefnist ,,Meðan eld- arnir brenna“. Mun þetta vera fyrsta myndin sem Rússar framleiða fyrir breið- tjald og verður ekki annað sagt en að sú hlið málsins hafi tek- izt vel. Eg tel vissara að byrja á.að lýsa kostum myndarinnar til að verða ekki ásakaður um að taka afstöðu eftir stjórnmál- um. Er þar fyrst að telja, að kvikmyndatakan er afburða góð. Augljóst er, að þar er snillingur á ferðinni. Víða sjást einnig merki góðrar leikstjórn- ar. En það syrtir í álinn þegar komið er að handritinu sem veslings mennirnir hafa orðið að vinna eftir. Þar er á ferðinni einhver samanþjappaðasti kjánaskapur og hálfvitaheim- speki sem mér er kunnugt um að borin hafi verið á borð á landi hér. Myndin fjallar um baráttu Rússa og Þjóðverja í heimsstyrjöldinni síðari. Eins og venja er til í slíkum mynd- um, hverrar þjóðar sem þær eru, er mikið um langar sen- ur, þar sem ekkert annað er að sjá en sprengingar, en þó tekst leikstjóranum að halda þeim í lágmarki. Hann hefir bersýnilega skilið það að ekki er allt undir því komið að sýna fjölda manna skriðandi á mag- anum, og reynir að ná heildar- svip hörmunganna. Hetjan er ungur hermaður, sem slasast hvað eftir annað, en lifir allt af og drýgir miklar hetjudáðir. Kemst hann í lok myndarinnar heim til elskunnar sinnar. Góð- látlegur hershöfðingi gefur þau saman „ríkinu til gagns og ykk- ur sjálfum“. Mynd þessi er gerð samkvæmt hinum svokallaða socialreal- isma, sem er hin opinbera lista- stefna austur þar og á ekkert skylt .við realisma. Það er því engin tilviljun að myndin er bezt þegar hún yfirgefur raun- veruleikann og fæst við drauma fólksins. Svo vel er hún tekin, að ef enski textinn væri tekinn burt er ekki ólíklegt að maður teldi hana góða, þegar ekkert skild- ist. Ó. S.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.