Vísir - 24.01.1962, Page 16
YISIR
Miðvikudagur 24. janúar 1962
|w.v.w.%v.v.v.vsv.v.v.v.v.,.v.v.v.v.v.v.,.v.v.v,
Snjórinn í morgun
í
I1 ÞAÐ var allt á kafi í snjó í
■J morgun. Mikil fannkoma
í var hér í bænum £ nótt og
%
.• setti niður svo mikinn snjó
■J að hann var upp í miðja
■J
% kálfa á gangstéttum snemma
jj í morgun. Þó sagði Veður-
£ stofan, sem nú spáir rign-
Umferöin um Keflavíkur-
vðll minnkar stöðugt,
ingu í nótt, að snjókoman
hefðiekki mælzt nema 9 milli
metra eftir nóttina. Senda
þurfti vegheflana fljótt af
stað í morgun, ekki einasta í
úthverfin heldur líka niður
í sjálft Austurstræti og þessa
mynd tók ljósmyndari blaðs
ins þar, snemma í morgun.
Á sama tíma sem flug-
vellir í nágrannalöndum
okkar eru stækkaðir og
öll þjónusta þeirra við
flugvélar og farþega
bætt, skeður það, að
stöðugt minnkar umferð
farþegaflugvéla um hinn
alþjóðlega flugvöll vorn
Keflavíkurflugvöll. —
Á síðasta ári fækkaði
lendingum farþegaflug-
véla í Atlantshafsflugi
um 122. — Er ástandið
í málefnum flugvallarms
alvarlegt sem m.a. kem-
ur fram í lélegu eða engu
viðhaldi á mannvirkjum
flugvallanns.
í stuttri fréttatilk. frá
skrifstofu flugvallarstjórans
þar suður í heiðinni, segir að
1169 farþegaflugvélar hafi
komið við á Keflavíkurflug-
velli á árinu 1961, en þessi
sama tala var fyrir árið
1960 1291, — og hafði þá
einnig fækkað nokkuð frá
því árið þar á undan, — er
blaðinu kunnugt um.
Ekkert hinna stóru flugfé-
iaga hefir lengur viðkomu í
farþegaflugi á flugvellinum.
Flug PANAM þar um er ein-
göngu vegna á'lits og heiðurs
þessa volduga félags, því
ekki eru það farþegaflutning-
FramhaJd á bls. 5
ÞESSI brosleita skóla-
telpa hafði lánið með sér' í
gærdag vestur á Nesvegi,
skammt frá barnaskólanum
þar. Tvö börn, bæði innan
við fimm ára aldur, voru á
skíðasleða á þessari miklu
umferðargötu, laust fyrir há-
degið. Munaði minnstu að
annað barnanna, telpa á að
gizka 3 ára, yrði fyrir bíl.
Virðist það ekki fara milli
mála að þessi tápmikla telpa,
sem heitir Guðfinna Hall-
dórsdóttir, 12 ára, til heim-
ilis að Hæðarenda á Seltjarn-
arnesi, hafi bjargað litlu
telpunni undan bíl.
Guðfinna var að gæta
Framh á 5 <i<'n
Læknirinn, sem framdi lík-
skoðun á stúlku þeirri frá Pak-
istan, sem talið er að hafi bor-
ið bólusóttina til Bradford —
er látinn úr bólusótt. Er tckið
fram, að þar með hafi verið
staðfest, að sjöundi sjúklingur-
inn á Englandi hafi látizt úr
bólusótt frá því hún kom upp
í landinu fyrir um einum
mánuði.
Læknirinn, Joseph Norman
Ainly, var 37 ára að aldri,
kvæntur og átti tvö ung börn.
í sjúkrahúsum landsins
liggja nú 10 sjúklingar, sem
vitað er um með vissu, að
fengið hafa bólusótt.
Það hefir verið staðfest, að
veikin hefir borizt til landsins
með ferðamönnum frá Pakist-
an. — Allir ferðamenn þaðan
eru nú settir í einangrun við
komuna til Englands og bólu-
settir, nema þeir hafi fullnægj-
andi bólusetningarvottorð.
Andúð.
Fulltrúi Pakistan í London
hefir kvartað yfir því, að Pak-
istanfólk í Bretlandi hafi all-
I i '
víða mætt andúð síðan er stað-
fest var, að bólusóttin barst til.
landsins frá Pakistan. — Einn
af starfsmönnum sendiráðsins
kveðst kjósa að fara ferða.
sinna fótgangandi vegná fram-
komu fólks gagnvart sér í al-
menningsvögnum. — Hár-
greiðslukonur hafa neitað
Pakistan-konum afgreiðslu, og
í nokkrum bæjum hefir skríll
gert óp að Pakistan-fólki og
jafnvel gert árásir á það.
Miklar birgðir af bólueíni
berast daglega til landsins.
i