Vísir - 05.02.1962, Blaðsíða 2

Vísir - 05.02.1962, Blaðsíða 2
=M=> Y///ám.W//á. mm n pa =1 mmm n J W///////L M ///// *M!< ÍSb Á myndinni sézt Jolm Uelses, sem stökk 4.88 metra á laug- ardaginn á móti í Madisorí Square Garden, New Yorlt. Tvö undraheims- met um helgina 4,88 m. í stöng og 1,44,3 mín í 800 m. Fréttir liafa borizt af tveim óvæntum hcimsmetum, sem sett voru um helgina. í Christchurch, Nýja Sjá- landi, setti Peter Snell enn heimsmet, og tvö frekar en eitt. í 880 jarda hlaupi hljóp hann á 1.45.1, en millitími var tek- inn á 800 metrunum og reynd- ist hann 1.44.3, ótrúlega góður tími og hvorki meira né minna en einni sekúndu og fjórum brotum betra en fyrra met Belg- ans Roger Moens, 1.45,7 mín. Það hefur ekki skeð síðan 1938 að millivegalengdahlaupari hafi átt 3 heimsmet í einu fyrr en nú að þessi 23 ára OL-meistari frá Rómarleikjunum leikur þetta, en hann setti meimsmet í mílu- hlaupi fyrir rúmri viku, eins og greint hefur verið frá hér á síðunni. I airikt'u tuiaö ÍSÍ móðgað — Hver á sökuna? — HKRR beitir röngum starfsaðferðum. ☆ Frá New York berast og þær fréttir að John Uelses, liðþjálfi í sjóhernum, hafi sett nýtt heimsmet í stangarstökki inn- anhúss. Þetta gerðist á móti í Madison Square Garden, en þar eru brautir sem utanhúss, en yf- irbyggðar. Met Uelses er 4.^8 (utanhúss er metið 4.80), og er hann fyrstur til að stökkva yfir 16 fet, en sjálfur segir hann að 5 metra stökk eigi að geta kom- ið innan skamms. Uelses stökk þessa hæð í þriðju og lokatil- raun sinni. Uelses er annars þýzkur innflytjandi, kom til Bandaríkjanna 1949, barn að aldri og var tekinn til fósturs af frænda sínum, en er nú orð- inn „amerískur“ í hugsunar- hætti, sem og stangarstökksaf- rekið sannar. Á mótunum í Madison Square Garden kast- aði Gary Gubner kúlu 1946, sem er betra en viðurkennt innan- hússmet O Brien (19.23) og Ron Dalaney hinn írski vann 2 mílur á 8.38.4 mín. Fyrsta íþróttamót ÍSÍ í til- efni af 50 ára afmæli sam- bandsins hófst á laugardags- kvöldið, hverfamót í hand- knattleik. Mótið reyndist vera hin mesta móðgun við ÍSÍ, allt hjálpaðist að til að gereyðileggja mótið, einkum þó sú lúalega framkoma Hafnarfjarðarliðanna, sem ekki mættu til keppni vegna smáformsatriða. Eftir því sem Íþróttasíða Vísis hefur komizt næst eru tildrögin sú, að HKRR mun hafa verið falið að sjá um þennan hluta afmælismóts- ins, og ákveðið að hafa hverfakeppni, sem raunar hefur alltaf gefizt illa; síðan var nokkrum mönnum falið að velja og sjá um lið til keppninnar, þar af tvö frá Hafnarfirði, suður og vest- urbær. Birgir Björnsson og Ragnari Jónssyni, sem báðir eru starfandi handknattleiks- FH, var falið að sjá um liðin. „Við fórum fram á að fá að vera viðstaddir er liðin yrðu „dregin út“, en því var svar- að af fulltrúa HKRR með því að skella símanum á." Þar með töldum við okkur lausa, enda sagði maður þessi að 'nóg væri af mönnum í Hafn- arfirði til að sjá um keppn- ina,“ sagði Birgir í stuttu símtali í gær. ÍBH og Her- mann Guðmundsson, fram- kv.stjóri ÍSÍ mun síðan hafa komizt í málið, og leit út Fiiipseyingar hrefjast hreshr- ar nýiewuMm á j%fordur-Mtorneo Þau tíðindi hafa nú gerzt austur á Filipseyjum, að blöð þar hafa skorað á stjórn ina að gera kröfu til nýlendu Breta á norðuströnd Borneo. Var það vikublað eitt, cr fyrst varð til að gera kröfu þessa, cn önnur tóku þegar undir og gekk þetta svo langt, að Sir William Goode, landstjóri Brcta á Norður- Borneo, sá sig tilneyddan að mótmæla þessum æsinga- skrifum blaðanna og benda á, að Filipseyingar gætu ekki með neinum rétti gert tilkall til landa á Borneo. Tóku ýmis blöð í Manila hon- um þetta óstinnt upp og töldu, að hann ætti svo sem að vita betur. Um líkt leyti — í síðustu viku — lét vara- forseti Filipseyja, Emmanu- el Pelaez, hafa það eftir sér í blöðum, að „stjórn lands- ins er ekki búin að ráða við sig, hvað gera skal í máli þessu“. Þykir það ekki góðs viti, að stjórnin skuli jafnvcl vera að hugleiða nýlendu- kröfur. fyrir að allt væri klappað og klárt, en enginn maður var fenginn til að sjá um liðin í keppninni, né velja þau og þar við sat, enginn leikmað- ur boðaður, og enginn mætti til keppni. Það er því grpinilegt að hér hefur verið um grófan misskilning að ræða. Hand- knattleiksráð Reykjavíkur á hér upptökin með alröngum starfsaðferðum, sem ekki sóma jafnreyndum mönnum í félagsmálum og þar sitja. Að leita til tveggja leik- manna í handknattleik og fela þeim að ganga frá hnút- unum er hin mesta ráðleysa. Vitanlega átti HKRR að snúa sér beint til viðkomandi sér- ráðs eða bandalags; í þessu tilfelli ÍBH, og fela banda- laginu að ganga frá málinu. Þetta virðist hafa verið gert að lokum, er Ragnar og Birgir voru úr leik, en þá er sem bandalagið hafi ekki ráðið yfir leikmönnum leng- ur og sterk samtök þeirra um að mæta ekki til leiks orðið ofan á. Hið vinsæla lið Hafnar- fjarðar hefur hér sett stór- an, svartan blett á sinn á- gæta feril í handknattleikn- um, því að þrátt fyrir alls kyns kryt milli HKRR og Hafnfirðinga máttu þeir alls ekki neita að leika á móti, sem ÍSÍ hélt, slíkt var þeirra skylda, og hvað því viðvík- ur að véfengja útdrátt HK RR er það hin mesta firra; Handknattleiksr. ndtar sömu aðferð og önnur ráð, miðar með nöfnum þátttakendanna eru brotnir saman og ruglað vandlega saman í kristal- * vasa miklum, sem er að finna í skrifstofu ÍBR og upp úr þeim hinum sama vasa eru miðarnir dregnir. Að þessu sinni komu lið Hafnarfjarðar í sama riðil, þvert á móti því, sem Hafn- firðingar höfðu óskað sér. BINGO BIMGO I LIDO í kvöld, mánudagskvöldið 5. febrúar kl. 8,30. STJÖRNANDI: SVAVAR GESTS. AÐALVINNINGÚR: — ZAMUSSIÍSSKÁPUR Auk þess fjöldi eigulegra heimilistækja m. a. Standlampar, baðvog, brauðrist, straujárn o. fl. Fjöldi aukavinninga. — Bingóið hefst stundvíslega kl. 8,30. — Dansað til kl. 1.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.