Vísir - 05.02.1962, Síða 3

Vísir - 05.02.1962, Síða 3
VÍSJR i Eins og Vísir hefir skýrt frá áður, vinna Frakkar og Italir að gerð jarðganga undir hæsta tind Evrópu, Mont Blanc. Munu göngin stytta leiðina milli París- ar og Rómar til mikilla muna, því að þá verður hægt að, fara „beint“ ef svo má að orði kom- ast. Verða göngin um 11 km. á lengd og byrja ofarlega í hlíðinni hjá Chamanix Frakklands- megin og í Aosta-dal Italíumegin. — Myndir þær, sem hér fylgja, sýna annarsvegar þver- skurð af Mont Blanc, og tindum þar í. kring, svo og e'ru sýndir dalirnir, sem göngin liggja milli. Minni myndin sýnir menn við vinnu í göng- unum. Eru þar notaðar borvélar, sem geta bor- að 100 göt í senn, en þau eru síðan fyllt sprengiefni, sem sundrar berginu, og er grjótið síðan flutt á brott, áður en boruninni er halclið áfram. Hvað er Framh. af 10. síðu. kann ekki að velja á milli bráðdauða og skammlífis í umtali um konu sem dáið hefir á ungum aldri og hnykkir á smekkleysinu með því að telja hana mjög bráð- dauða eða sonur frægasta orðlistarmanns þjóðarinnar háskólagenginn og allt að tarna villist á merkingu sækinn og sóttur, þá er hætta á ferðum. Breiðfylkingu skálda og skældinga lætur maður mæta afgangi, henni veitir hvort eð er ekki af bók fremur en blaðagrein, en aðra eins fjörgapa og Ijóð - þarna hafa hlaupið út und- an sér veitti ekki af að temja betur fyrir sýningu. Það er að vísu hvorki rétt, eftirsóknarvert né fram- kvæmanlegt að banna mönn- um að yrkja eins og menn- ing þeirra eða mannalæti blása þeim í brjóst að gera það, en hitt er aðkallandi nauðsyn að láta engum hald- ast uppi að spilla virðingu bókmenntagreinar með því að kalla hana nafni annarrar eða ræna handa henni tiltrú með því að smeygja henni undir skikkjulaf sér skárri tegundar. Lygaranum er ætíð skömm að skreytni sinni, og ef „modernistarnir“ hafa betri skáldskap að flytja eða betur búinn þá er þeim annað tjón að setja gull sitt — ef gull er — undir vöruheiti hins blandaða silf- urs Borgarfeðga eða eirhófa Símonar dalaskálds. Það læðir auk þess — að öllu öðru óskoðuðu — inn hjá manni efa um getuna, smekkinn og sannsöglina að mennirnir skuli ekki fá sér mark á þessa — að ætla mætti að þeirra dómi — kynbótahrúta bókmenntanna, sem nú er sem óðast verið að sleppa í hjarðir annarra og þeim að þakkarlausu. Eða skilja ekki þessir höfundar að snjallt nafn og málandi, skýrt og minnilegt yfir það af ljóð- rænum verkum óbundins máls, sem betur reynist geymt en gleymt væri ekki einasta auðkenni heldur mætti jafnvel verða sigur- fáni málefnis þeirra hafi það í sér mátt til annars en ó- þrifnaðar? Sigurður Jónsson frá Brún. 33 bílstjórar í meiraprófs - námskeiði Frá fréttaritara Vísis Akureyri í gær . Námskeið til meiraprófs fyr- ir bifreiðarstjóra hófst á Akur- eyri fyrir nokkru og verður til febrúarloka. \ Nemendur eru 33 frá Akur- eyri, Þingeyjarsýslu, Borgar- fjarðarsýslu, Húnaþingi, Ólafs- firði og Vopnafirði. Hafa nem- endurnir þegar lokið aksturs- prófi. Bókleg kennsla fer fram á kvöldin í Túngötu 2. Kennar- ar eru Gísli Ólafsson yfirlög- regluþjónn, sem kennir um- ferðareglur, Vilhjálmur Jóns- son vélaeftirlitsmaður, sem kennir vélfræði og Jóhann Þorkelsson héraðslæknir, en hann kennir hjálp í viðlögum. Áskríftasími Vísis er 1-16-60

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.