Vísir - 05.02.1962, Síða 15

Vísir - 05.02.1962, Síða 15
Mánudagur 5. febrúar 1962 VISIR 15 Bennie C. Hall: Rauöhæröa hi 20 — Þetta var alls ekki eins og þér haldið, svaraði Jane kurteislega. - Þetta er fyrsta skipsferðin mín — þetta er í fyrsta skipti, sannast að segja, sem ég hef farið frá Boston, síðan ég byrjaði að starfa þar. Og þér verðið að játa að Boston og Alexandría eru sem tveir ólíkir heimar. Ég játa að Dawson er aðlað- andi og það var mjög ánægju- legt að vera með honum, en ég held sannast að segja að ég hefði skemmt mér jafnvel með hverjum sem væri því að allt var svo nýtt fyrir mér og ævintýralegt. — Jafnvel með mér? — Nei, það átti ég ekki við, sagði Jane vanræðalega, — þér eruð læknir, ég á við, ég starfa með yður —. Clayton læknir sagði, að það væri alveg óþarft fyrir hana að útskýra þetta, hann skildi fyrr en skellti í tönnun- um. Og hann vildi ekki hvika frá því, að það hefði verið vegna sérstakra hæfileika glæsimennisins, að þau hefðu komið svona seint. Hitt gæti hann ekki skilið, að hún, hjúkrunarkona og læknisdótt ir, skyldi hafa gleymt því, að bólusótt var komin upp í hverfi innborinna, og að skip- ið varð að fara fyrr en ætlað var vegna smitunarhættunn- ar. — En ég gleymdi því ekki, hugsaði Jane með sjálfri sér. — Það var Polly, sem gleymdi að segja mér frá því. En hún varð að þegja, — hún gat ekki brugðizt Polly. Svo að enn einu sinni varð hún að láta sér nægja að svara: — Mér þykir þetta mjög leitt, læknir. — Jæja, sagði Clayton læknir og varð nú örlítið vin- samlegri, — nú komum við til Haifa eftir svo sem f jórar stundir. Langar yður ekki til þess að fara í land og sjá þessa nútíma hafnarborg, fara í búðir kannske? — Engin bólusótt þar eða hvað ? gat Jane ekki stillt sig um að segja napurlega, en skipti þegar um tón: — Ég meinti þetta ekki læknir, en ég hef engan áhuga fyrir að fara í land frekara í þessari ferð, hvorki nú eða síðar. Og hún hafði sagt hið sama við Dawson, er þau hitt- ust á þilfarinu einn morgun. Það var þegar „Madrigal“ var að sigla inn í höfnina í Beirut, og eins og ekkert hefði komið fyrir í Alex- andríu spurði hann hana hvort hún væri ekki að hugsa um að fara í land til þess að skoða sig um. Það hafði vakið nokkra furðu Jane, að Sky virtist ekkert leiður yfir því, sem gerzt hafði í Alexandríu, er þau voru næstum orðin strandaglópar. Hún hugsaði sem svo, að alltaf væri sama misréttið milli karla og kvenna. Fráleitt hefði Sky fengið neinar skammir, eða neinn verið með dylgjur, en hún orðið að líða fyrir þetta. Þó játaði hún með sjálfri sér, að hún væri ekki sanngjörn, því að Sky væri farþegi en hún ekki. En henni var ekki mikil huggun í því. Þótt hún hefði gert allt, sem í hennar valdi stóð til þess að forðast hann, var hún undir niðri dálítið gröm yfir, að hann hafði enga tilraun gert til þess að ná henni á eintal. Hún vissi að hann gaf sig eftir sem áður að kven- farþegunum á skipinu og stundaði pókerspil á hverju kvöldi og fram eftir nóttu og var jafnan heppinn. ' Hann horfði glottandi á hana. — Hefurðu enn áhyggj- ur af þessu, sem gerðist í Alexandríu? Það var annars leitt, að þú skyldir verða af þeirri ánægju að fara í land í Haifa, en þú mátt alls ekki neita þér um að skoða þig um í Beirut, þar sem úir og grúir af Bandaríkjamönnum og Parísarbúum innan um skikkjuklædda Araba. Jane varð þess vör, að Mar- lina Percival nálgaðist, og sagði í ertnistón: — Ég geri ráð fyrir, að þú ætlir í land — og ekki einn. — Já, sannast að segja lofaði ég frú Percival að sýna henni bæinn. Hún er einmana, vesalingurinn. — Ég vona, að þið skemmt ið ykkur vel. Þarna kemur hún. Hún sneri sér undan og gekk hratt frá honum, til þess að leyna því, að hún var sár. Hún furðaði sig á afstöðu Peters Nugents, þegar hún sagði honum, að hún ætlaði ekki í land. Hún hafði gert sér grein fyrir því frá upp- Eru nokkrir sem \ita meinbugi á þessu hjónabandi eða hafa eitthvað á móti því? hafi, að það var erfitt að átta sig á honum, en samt furðaði hún sig á því, að í stað þess að láta í ljós samúð með henni, þá virtist honum það gremjuefni, að hún skyldi hafa tekið það nærri sér sem gerðist fyrir burtför „Madri- gal“ frá Alexandríu. Hann kvað alla hafa verið við beztu heilsu, það hefði læknirinn sagt sér, og að ekkert væri til fyrirstöðu, að hún og Polly færu í land. Og í bakaleiðinni, sagði Peter, yrði ekki komið við í Beirut, og því væri þetta eina tækifærið, sem hún fengi til þess að skoða sig um þar, og engin ástæða til þess að vera með þennan þráa, að neita sér um að sjá eina fal- legustu og sérkennilegustu borgina við Miðjarðarhaf. Jane kaus að þegja, henni fannst allir misskilja sig, og leið svo illa, að hún var smeyk um að hún færi að gráta. En hristi höfuðið ákveðin á svip. — Gott og vel, sagði Peter Nugent, — enginn mun neyða yður, en mér geðjast að yð- ur, Jane, og finnst þér haga Barnasagan Kalli kafteinn * FLJÓTANDI EYJAN 19 Prófessor Blað grænn fór með félagana yfir til raunaakra sína, .sem voru snot- urlega skipu- lagðir og afar hreinlegir. Tommi, sem hafði þagað ó- venjulega lengi, greip fram í fyrir prófessornum og spurði: „Nú höfum við séð heilan hell- ing af indælum og furðulegum blómum og jurtum, nokkrar, sem geta gengið á fótum eins og við, aðrar, sem éta bara kjöt, en eru engar, sem eru hættulegar fyrir kjötæturnar ?‘ „Þegiðu, strákur", hvein í Stebba stýrimanni, „finnst þér ekki nóg um þennan óhugnað, sem við þegar höfum séð?“ En Kalli leit viðurkenningaraugum til skipsdrengsins. „Sjáið til“, sagði hann við prófessorinn, „Tommi er nokkurs konar á- hugagrasafræðingur, og ég skil vel að hann skuli hafa lifandi áhuga á þessu .. .“ „Hver ? Tommi ? Hvenær hefur hann byrjaö á slíku ..?“ æpti Stebbi stýrimaður upp yfir sig. Kalli sparkaði I sköflunginn á hon- um og þaggaði niður í honum. „Þetta var viturleg spurning", sagði prófessorinn brosandi og klappaði Tuma á öxlina. „Jú- jú, ég á slíka villiplöntu, en hana loka ég inni í sérstöku gróðurhúsi". yður barnalega. Ef þér vær- uð í Boston og þér hefðuð vakið allra athygli þar hefði kannske verið talað um yður í vikutíma, en hér gleymist allt að kalla þegar í stað. Þér bara miklið það fyrir yður, sem allir eru hættir að hugsa um. En þótt Jane vildi ekki fara á land var öðru máli að gegna um alla aðra. Undir kvöldið komu farþegar aftur hlæjandi og masandi og virt- LOGFRÆÐINGAR EiNAK SIGURDSSOK, hdl. Málflutningur — Fasteignasala Ingólfsstræti 4. — Sími 16767. Málaflutningsskrifstofa MAGNÚS THORLACIUS Aðalstræti 9. — Sími 1-1875. Páll S. Pálsson hæstaréttarlögmaður Bergstaðastræti 14. Sími 24200 V^ÚFÞÓR ÓUDMUmsON , VeSÍurujctUi /71vhao 23970 INNHEIMTA LÖOFKÆ.‘Ðt&TÖHr ni»n>w mnwm

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.