Vísir - 15.02.1962, Síða 2

Vísir - 15.02.1962, Síða 2
Fimmtiidagur 15. feþr,úar 19 62 fortíð og framtíð Eftir 50. skjaldarglímuna komu glímumenn, ungir sem aldnir, saman til kaffidrykkju og ræddu áhugamál sitt, glím- una. Margir urðu til að leggja orð í belg. Frægir kappar sögðu frá því sem þeir minntust helzt frá sínum beztu árum á glímu- palli. Glíman, eins þjóðleg íþrótt og hún óneitanlega er, er annars að verða allt of lítið iðkuð og hópurinn, sem æfir hjá Reykjavíkurfélögunum, U.M.F.R. og Ármanni er sannar lega ekki stór miðað við t. d. greinar eins og handknattleik, körfuknattleik og knattspyrnu. Áhorfendur láta sig líka vanta, er mót eru haldin. Er hér ekl^i hægt að bæta úr? Eru reglur glímunnar vel til þess fallnar að laða hugi manna, annað hvort til þátt- töku eða til að horfa á? Reglur -annara íþróttagreina hafa ár frá ári verið að breyt- ast. Annað hvort í þá áttina að gera þær réttlátari, eða bein- línis til að gera leikinn skemmti legri og fjölbreyttari. Þetta er það sem glíman þarf og þarna er verkefnið fyrir þá, sem vilja reisa glímuna við og búa henni þann sess sem hún bjó við áður fyrr. Gamlir glímumcnn rabba saman um gamla daga — — og framtíðina. Þeir eru Ingimundur Guðmundsson, Ágúst Kristjánsson og Þorgeir Jónsson. Lengst til hægri er íþróttafulltrúi ríkis- ins, Þorsteinn Einarsson. Þrjú handknatt' leikslið í vor? Nokkrar líkur eru til að þrjú handknattleikslið verði gestir hér í vor. í fyrsta lagi koma hér Svíarnir LUIGI, mjög sterkt sænskt lið, sem heyr nú baráttu við Heim, sem var hér í fyrra í boði Vals. Annars staðar á síðunni er sagt frá sænsku deildakeppninni, sem er um það bil að ljúka. í öðru lagi munu K.R.-ingar fá hingað danska liðið HELS- INGÖR, fyrst í maí en þeir komu hingað fyrir nokkrum árum. Er hér um aukaheimsókn að ræða. Helsingör er mjög sterkt lið eins og flestum mun kunnugt og er nú eins og mörg undanfarin ár meðal efstu lið- anna í 1. deild. Ew'lendar Sréttir Það voru kúluvarparanum Gary Gubner mikil von- brigði á dögunum, er hann bætti innanhúss heimsmetið í 19.46 metra, að Parry O’Brien skyhli ekki mæta til keppninnar. Ástæðan var sú, að flugvélinni, sem O’Brien kom með seinkaði vegna slæms veðurs og kom hann af þeim sökum of seint til keppni. Gubner varð því að láta sér lynda að vera keppn- islaus. Gubner er aðeins 19 j ára en ekkert smásmíði, veg ur 260 amerísk pund. fNn Gary Gubner. Nú hefur frétzt um liðið FREIBURG, sem mun vera, allsterkt þýzkt lið, og kemur til mála að leiki hér einn eða tvo leiki, en liðið kemur hér við á leið til Bandaríkjanna. Aðalfundur Skíðafélags Reykjavíkur Aðalfundur Skíðafélags Reykjavíkur var haldinn fyrir nokkru. í stjórn fyrir næsta kjör- tímabil voru kosnir: Stefán Björnsson formaður, Lárus Jónsson, varaform. Sveinn Ólafsson, ritari, Brynjólfur Hallgrímsson, gjaldkeri Leifur Múller, Jóhannes Kol- beinsson og Ragnar Þorsteins- son. Töflur Eftirtaldir eru nú markhæstir I. deildinni á Handknattleiks- móti íslands: Mörk Ragnar Jónsson, FH 26 Birgir Björnsson, FH 17 Kristján Stefánsson, FIi 14 Gunnlaugur Hjálmarss., ÍR 14 Hermann Samúelsson, ÍR 13 Reynir Ólafsson, KR 11 Pétur Antonsson, FH 10 , /w '/////;m<'//////,mxr?////A ÁS? cpí DrT pt. ,=n \///////Æl M Örn Hallsteinson, FH 9 Karl Jóhannsson, VR 8 Ingólfur Óskarsson, Fram 8 Örn Ingólfsson, Val 7 Rósmundur Jónsson, Víking 7 Jóhann Gíslason, Víking 7 Björn Kristjánsson, Víking 6 Þess ber að geta, að leik- menn Fram og Vals hafa leikið einn leik en leikmenn hinna fé- laganna 2. Körfuknattleiksmót Í.F.R.N. hófst í dag kl. 1 í íþróttahúsi Háskólans. Kvennafl. Kl. 13.00 Gagnfræðaskóli Vesturbæjar — Hagaskól'i. KL, 13.30 Menntaskólinn í Reykjavik— Flensborg. II. fl. karla: Kl. 14.00 Menntaskólinn í Reykjavík — Gagnfræðaskóli Austurbæjar. Kl. 14.40 Vogaskóli — Gagn- fræðaskólinn við Vonarstræti. Kl. 15,20 Hagaskóli — Gagn- fræðaskóli Verknáms. Kl. 16.00 Gagnfræðaskóli Vesturbæjar — Verzlunarskóli Islands. I. fl. karla: Kl. 16.40 Háskóli íslands B- lið — Menntaskólinn í Rvík B-lið . Kl. 17.30 Menntaskólinn í Rvík A-lið — Menntaskólinn á Laugarvatni. Kl. 18.20 Iðnskólinn — Há- skóli íslands A-lið. Kl. 19,10 Kennaraskóli ís- lands — Verzlunarskóli ís- lands. Leiktími: 1. fl. karla 2X20 mín. II. fl. karla 2X15 mín. Kvennaflokkur 2X10 mín. Esjufjöll á F.l. fundi Esjufjöll verða aðalumræðu- efni á næstu kvöldvöku Ferða- félags íslands í Sjálfstæðishús- inu í kvöld. Esjufjöll nefnist fjalllendi, um 100 ferkm., sem rís upp úr Breiðamerkurjökli og er um- lukið ís og hjarni á alla vegu. Heitir hæsta fjallið Esja og rís 1639 m. yfir sjávarmál. Það munu flestir ætla, sem litið hafa til Esjufjalla á ferð yfir Breiðamerkursand, að þar muni kuldalegt og ömurlegt, en þeir tiltölulega fáu, sem hafa lagt þangað leið sína, hafa aðra sögu að segja. Þeir hafa upplif- að þar stórbrotna náttúrufeg- urð. Þar eru mikilúðleg fjöll og sum fagursköpuð, þar eru háir fossar, hamraflug og himin- gnæfir tindar. Og þaðan er stórkostlegt útsýni til Öræfa- jökuls og Þverártindseggjar. Gróður er þarna ótrúlega fjöl- skrúðugur og það hefur Jón Ey- þórsson staðhæft á prenti, að af undarlegum stöðum á landi voru séu fáir, sem í raun og veru séu furðulegri og for- vitnilegri en Esjufjöll. Sumarið 1951 reistu sjálf- boðaliðar úr Jöklarannsókna- félagi íslands braggaskála í Esjufjöllum í nær 700 m hæð, syðst í s.kl. Skálabjörgum. Þangað er tiltölulega greið leið neðan af Breiðamerkjusandi. í júlí síðastliðnum fór leið- angur til Esjufjalla á vegum Jöklarannsóknafélagsins og var Magnús Jóhannsson útvarps- virkjameistari, fararstjóri. Með honum í för voru m. a. Þorleifur Einarsson, jarðfræðingur, og Eyþór Einarsson, grasafræðing- ur. Fjöldi gullfallegra lit- mynda var tekinn í þessari ferð. Á kvöldvöku Ferðafélagsins í Sjálfstæðishúsinu í kvöld mun Magnús Jóhannsson sýna og skýra litskuggamyndir frá Esjufjöllum og ferðalaginu þangað, en Eyþór Einarsson tala um gróður fjallanna og sýna gróðurmyndir. Á eftir verður sýnd 8 mm litkvikmynd, sem Valdimar Örnólfsson leik- fimiskennari tók af skíðanám- skeiðum þeim, sem hann hélt á vegum Ferðafélagsins í Kerl- ingarfjöllum s.l. sumar. Gefur myndin nokkra hugmynd um það hvílíka paradís skíðafólks er þarna að finna um hásumar, þegar þokkalega viðrar. Að lok- um er myndagetraun. Samkoman hefst kl. 20.30 stundvíslega. Húsið verður opnað kl. 20,00.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.