Vísir - 15.02.1962, Side 6

Vísir - 15.02.1962, Side 6
6 V í S I R Fimmtudagur 15. febr. 1962 Um SSl \7illys-jeppar á þjéivegtim landsins. JEPPAR hafa verið nokkuð á dagskrá undanfarið, en þessi merkilegu farartæki, sem eru eins og svo margar tækninýj- ungar síðari ára, afsprengi sið- ustu heimsstyrjaldarinnar. Þeg ar Bandaríkjaher, sem hér var, flutti til landsins herjeppana, þóttust menn strax sjá að þama væru farartæki, sem henta myndu vel hér á landi, þvi jeppanum voru allir vegir og jafnvel vegleysur færar. — Strax við lok heimsstyrjaldar- innar kemur fyrsti jeppinn í eigu Islendings og það fór svo sem margir höfðu spáð, að með tilkomu hans urðu þáttaskil i samgöngum um landið. Þetta var hinn ameríski Willysjeppi og það var Ivar Guðmundsson dálkahöfundur Vikverja Morg- unblaðsins sem fann þetta stutta góða nafn á bílinn, sem var oft til umræðu og frásagn- ir af i dálkum dagblaðanna því svo nýstárlegt farartæki var hann þá. Það voru sérfræðingar Wil- lys Overland verksmiðjanna, sem eftir beiðni herstjórnar Bandarikjamanna áttu að finna upp lítinn bíl, sem gæti farið yfir þær torfærur, sem menn hö.Vu aldrei látið sér detta í hug að nokkur bíll kæmist, og loks að bíllinn skyldi vera mjög sterklega byggður. Ótaldir eru þeir kaupstaðir hér á landi og sveitir, sem komizt hafa í samband við þjóðvegakerfið síðan 1945 og margir af þeim vegum eru þannig til komnir, að upphaf- lega var leiðin ekin á jeppa, og þegar mönnum varð ljóst, að þetta var hægt, var byrjað á því að velta steinum úr slóð- unum svo leiðin yrði aðeins greiðfærari. Seinna komu stór- virkari tæki. Þessu hafa jepparnir flýtt fyrir hér á landi, sem annars staðar, með því að ríða fyrstir á vaðið. Árið 1951 var Agli Vilhjálms syni h.f. falið aðalumboð fyrir Willys Overland verksmiðjurn- ar hér á landi og eitt af höf- uðverkefnum varahlutasöiu fyr irtækisins hefur verið að sjá um að nægilegar birgðir vara- hluta séu jafnan fyrirliggjandi í Willys-jeppana. Willys-jepparnir eru nú flutt ir inn húslausir og smíðað yf- ir þá hér á yfirbyggingaverk- stæði fyrirtækisins. Egils jeppastálhúsin hafa reynzt mjög vel, eru endingar- góð, stílhrein og þrælsterk. Það hefur margsinnis komið í ljós á undanförnum árum, að þótt jepparnir hafi oltið eða lent i slæmum árekstrum, hafa stálhúsin forðað mörgum frá fjörtjóni. Eru þessi hús miklu öruggari en hin erlendu jeppahús. Yfirbyggingaverkstæði fyrir- tækisins hefur árum saman lengt og breytt jeppum á ýms- an hátt. Þeir eru frá verksmiðj um 6 manna bílar. En á verk- stæðum umboðsins er hægt að stækka bílana og gera þá að 9 manna vagni. Hægt er að fá Willys-jepp- ann með dieselvél sem aðra landbúnaðarbíla. En um það eru skiptar skoðanir, þar sem sérfræðingar hafa komizt næst borgi sig ekki fyrir almenning að eiga einkabíl með dieselvél. Til þess að það borgi sig, verði aksturinn að vera mun meiri en almennt gerist, eins og t.d. hjá langferðabílum, strætis- vögnum og leigubílum, sem eru stanzlaust i gangi, enda verður nýting dieselvélarinnar þannig bezt. Elztu Willys-jepparnir eru frá 1942, sem sagt 20 ára, og enn í ftþlu fjöri, en alls munu vera yfir 2.300 Willysjeppar á landinu og fjölgar þeim stöð- ugt. Sækja um lóð undir bílahótei Gísli Sigurbjömsson for- stjóri og Friðsteinn Jónsson veitingamaður, hafa sótt til bæjarráðs um lóð undir bíla- | hótel (mótel). Málið mun vera á undir- búningsstigi. Hafa þeir í huga að þreifa fyrir sér um góðan stað, áður en ítarlegar áætl- anir verða gerðar. • Rússneska stjórnin hefur sent Júgóslövum 10.000 lestir af sem enti, mikið af timbri og lyfjum vegna'þeirra, sem illa urðu úti af völdum landskjálfta á Dal- matíu í janúar. Einn hinna nýju Willys-jeppa, með Egils-húsi. tTSALA ÚTSÆJLÆ Ennþá er hœgt að gera kjarakaup í skófatnaði KARLMANNASKÓR áður 621,00, nú 350,00; áður 534,00, nú 295,00; áður 491,00, nú 250,00. KVENSKÓR áður 497,00, nú 250,00; áður 272,50, nú 175,00. KVENTÖFLUR áður 195,85, nú 125,00. BARNASKÓR áður 234,00, nú 75,00; áður 215,00, nú 125,00. NÆLONSOKKAR nú kr. 30,00. Notið jþetta einstaka tækifæri. SkóbéH Reykjavíkur Laugavegi 20

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.