Vísir - 15.02.1962, Side 7
Fimmtudagur 15. febrúar 1962 V t S 1 R 7
í endurbættri setustofu F.U.S. Heimdaliar í V alhöll við Suðurgötu. Þarna sitja nokkrir
forystumenn Heimdallar og ræða málefni félagsins: Frá vinstri: Ragnar Kjartansson fram-
kv.stj. félagsins, Birgir ísl. Gunnarsson form. Heimdallar, Bjarni Beintcinsson lögfr. og
Styrmir Gunnarsson stud. jur. —
Heimdallur — f jölmenii-
asta stjórnmálaféiagið
Heimdallur, félag imgra
Sjálfstæðismanna í Reykja-
vík, er stærsta og öflugasta
stjómmálafélag á fslandi.
Meðlimir þess eru tæplega
þrjú þúsund talsins. Árleg
fjölgun er alltaf mikil. Á
síðasta ári gengu inn í félag-
ið xun 270 manns. Það er
svo kannske tímanna tákn,
að frá áramótunum síðustu
Iiafa um 140 Iátið innrita sig
í félagið. Þetta eru konur og
karlar á aldrinum 16—35
ára.
Heimdallur hefur aukið
og eflt starfsemi sína ár frá
ári. Núverandi stjórn félags-
ins sem kosin var í sl. októ-
ber hefur ekki látið merkið
falla frekar en fyrri stjórnir.
Fjölmargar nýjungar í félags-
starfseminni hafa verið tekn-
ar upp eða eru á prjónun-
um. Helztu nýmælin eru
kvöldráðstefnur þar sem
rætt er um málefni sem eru
ofarlega á baugi. Hefur ein
slík þegar verið haldin,
prýðilega sótt, og er önnur
í undirbúningi. Landskunnir
menn og viðurkenndir á sínu
sviði hafa þegið, boð Heim-
dallar um að halda fyrir-
lestra í félaginu. Hafa nokkr-
ir fyrirlestrar þegar verið
haldnir á árinu, t. d. um þró-
un efnahagsmálanna, varnir
íslands, kommúnismann,
bókmenntir og listir. Fram-
undan er sitthvað auk fyrir-
lestra. Föndurkvöldum
Áskriftasími Vísis
er 1-16-60
kvenna verður haldið áfram
frá því er horfið var á síðasta
ári. Farnar verða kynningar-
ferðir í fyrirtæki höfuðstað-
arins og á sögulega staði.
Bridgekvöld, hraðskákmót,
auk sérstakra skákkvölda
verða reglulega það sem af
er vetri.
Þá má geta afmælishátíðar
Heimdallar, sem verður 17.
þessa mánaðar í tilefni af 35
ára afmæli félagsins. Er um
að ræða veglegt hóf og vand-
að til alls. í tilefni afmælis-
ins verður gefið út allmikið
ritgerðasafn eftir innlenda og
erlenda menn um utanríkis-
og alþjóðamál. Annars er út-
gáfustarfsemi mjög stór
þáttur í starfsemHeimdallar.
Mun félagið á næstu vikum
láta frá sér fara ýmislegt,
sem nú er í undirbúningi.
Loks er að geta setustofu
Heimdallar, • sem nú hefur
verið endurbætt með nýjum
húsgögnum, stækkuðu safni
bóka, bæklinga og blaða, auk
margvíslegrar aðstöðu til
ýmisskonar tómstuhdarstarf-
semi. Þarna liggur frammi
fjölbreytt lestrarefni, töfl,
spil og sitthvað fleira. Verð-
ur rekin sérstök starfsemi í
sambandi við setustofuna
svo sem tónlistar- og bók-
menntakynningar.
Hér hefur verið stiklað á
stóru í yfirliti um starfsemi
Heimdallar. Auðvitað er ekki
hægt að gera sér fulla grein
fyrir fjölbreytni hennar
nema með því að vera með-
limur og taka þátt í starfsem-
inni. Skrifstofa félagsins er
í Valhöll við Suðurgötu.
Sími ,17102.
Núverandi stjórn Heim-
dallar skipa: Birgir ísleifur
Gunnarsson form. Bjarni
Beinteinsson, varaform.,
Magnús Þórðarson ritari,
Magnús L. Sveinsson féhirð-
ir, Einar Sindrason, Jón Sig-
urðsson, Kristinn Ragnars-
son, Páll Stpfánsson, Sigurð-
ur Hafstein, Steinn Lárusson,
Styrmir Gunnarsson og
Ragnar Kjartansson, sem
jafnframt er framkvæmda-
stjóri félagsins.
Krabbameinsfélag íslands
hefur sótt til ríkisstjómar-
innar um gjald af hverri
neftóbaksdós, eða eina
krónu af dósinni.
Prófessor Niels Dungal, sem
sem er formaður Krabbameins-
félagsins sagði blaðinu, þegar
það hringdi í gærmorgun, að
krabbameinshættan færi stöð-
ugt vaxandi.
„Áratuginn 1940—50 voru um
20 tilfelli af lungnakrabba á
íslandi. Á þessum áratug má
gera ráð fyrir, að þeim hafi
fjölgað upp í 500. Sígarettu-
reykingar unga unga fólksins
fara hraðvaxandi og krabba-
meinstilfellin að sama skapi,“
sagði prófessorinn.
Krabbameinsfélagið sótti
einnig um skatt af sígarettum.
Hjálmar
Bárðarson
ikipaskoðun-
irstjóri flutti
þarfa ræðu í
útvarpið í
gærkvöldi kl.
átta. Hann
skýrði þar frá
aðgerðum sínum til umbóta á
útbúnaði gúmbáta, hvatti
sjómenn til að kynna sér leið-
beiningar um notkun þeirra og
vakti athygli á námskeiðum,
sem haldin eru á vegum skipa-
skoðunarinnar. En hvers vegna
er ekki skipstjórum skylt að
láta fara fram á skipum sinum
æfingar í notkun þessara báta
-— eða að minnsta kosti, ef það
er talið nóg, að kynna skips-
höfn sinni allri þær leiðbeining-
ar, sem skipaskoðunin hefur
látið prenta og festar eru upp í
skipunum?
Kvöldvakan í gærkvöldi var
ekkert afbragð. Þar voru auk
hinna tveggja föstu liða, lestrar
Eyrbyggju og skýringa á þjóð-
trú, þrjú efnisatriði, kynning á
lögum eftir Baldur Andrésson,
erindi, sem Hallgrímur Jónas-
son flutti, og ljóðalestur Sigurð-
ar frá Brún. Erindi Hallgríms
kallaði hann Gamla minningu
frá Þorradögum. Hún var all-
sérstæð, en ekki þótti mér hún
gædd slíku lífi í orðfæri og
flutningi, að ég gat hvorki
til að halda nauðsynlegu starfi
um allt landið. Telur Krabba-
meinsfélagið sig þurfa um 1.5
til 2 milljónir króna árlega, hið
allra minnsta. Félagið þarf að
geta haldið uppi virkri starf-
semi í skólum. Nú er til dæmis
læknir, á vegum félagsins, við
sýningar kvikmynda og upp-
fræðslu um krabbameinið.
Styrkja þarf krabbameins-
sjúka til að leita sér lækningar,
sem er gífurlega dýr, og sitt-
hvað fleira. \
„Það á að vera auðveldara
hér en í mörgum öðrum
löndum að draga úr reyking-
um. Tóbaksauglýsingar eru
Hannaðar hér. Það er ekki
óeðlilegt að sami aðilinn og
selur tóbakið sjái einnig um
baráttuna gegn því. Það er
siður að fela krabbameins-
félögunum þessa starfsemi“.
fylgzt svo greinilega með
hrynjandi ljóðanna né orðfær-
inu, að ég gæti gert mér grein
fyrir gildi þessa kveðskapar.
Þá talaði Jón Aðalsteinn
Jónsson um íslenzkt mál, flutti
eripdi sitt skýrt og skemmti-
lega, forvitnaðist um orð og
orðtök og skýrði frá ýmsu, sem
hlustendur höfðu frætt hann á.
Er enginn vafi á því, að þættir
þeirra orð'abókarmanna auka
mjög áhuga og þekkingu á ís-
lenzku máli og örva menn til
að vanda málfar sitt í ræðu og
riti — og til varðstöðu um ís-
lenzka tungu.
Guðm. Gíslason Hagalín.
FLUGIfí
1 Millilandaflugvélin „Gull-
faxi“ er væntanleg til Reykja-
víkur kl. 16.10 í dag frá Kaup-
mannahöfn og Glasgow.
Innanlandsflug:
f dag:
er áætlað að fljúga til Akur-
eyrar (2 ferðir), Egilsstaða,
Kópaskers, Vestmannaeyja og
Þórshafnar.
Á morgun;
er áætlað að fljúga til Akur-
eyrar (2 ferðir), Fagurhóls-
mýrar, Hoi-nafjarðar, ísafjarðar,
Kirkjubæjarklausturs og Vest-
mannaeyja.
Flugfélag íslands h.f.
Handtökur
Nkrumah, hinn einræðis-
hneigði forseti Ghana, hefir
enn látið handtaka tugi manna.
Herma fregnir frá Accra, að
enn hafi 80 manns verið varpað
í fangelsi fyrir andspyrnu við
Nkrumah, og var a. m. k. einn
af þingmönnum stjórnarand-
stöðunnar meðal hinna hand-
teknu.
Innkaupastofn-
unin hluthafl
STJÓRN Innkaupastofnun-
ar Reykjavíkur, forstjóri
Valgarð Briem, hefur skrifað
borgarráði bréf þar sem lagt
er til að stofnuninni v/'rðí
heimilað að gerast hluthafi í
Tollvörugeymslunni h.f.,
með 100,000 króna f.ramlagi
Krabbameinssjúklingiim
hér fjölgar um 2000%
segir prófessor Dungal