Vísir - 15.02.1962, Síða 15
f'immtudagur 15. febr. 1962
V I S I R
15
^ Bennie C. Hall:
29
Rauðhærða hjúkrunarkonan
draga sig í hlé. Hann væri bú-
inn að vera svo lengi skips-
læknir, að hann gæti ekki un-
að lengi í landi í einu. — En
margt getur skeð, hjartabilun
til dæmis eða að slys verði.
Og hann benti á, að flestir
sjúklinganna væru miðaldra
eða eldri.
— Já, og svo er það skips-
höfnin, sagði Jane.
— Skipverjar allir eru
mestu heilsuskrokkar — og
þó er eins með þá, maður veit
aldrei hvað fyrir kann að
koma. Nei, mesta hættan staf
ar frá fólki eins og frú Pet-
erson, sem telur sig hafið upp
yfir að fara að fyrirskipun-
um skipstjóra. Af því gæti
hæglega leitt að orðið hefði
að setja allt skipið í einangr-
un vegna bólusóttarhættu.
Jane brosti. Hér var sann-
arlega ungur læknir, sem
gerði sér ljóst hver ábyrgð
hvíldi á honum. Edna Blake
var heppin stúlka.
En Jerry Clayton hélt á-
fram:
— Og nú vil ég því við
bæta, að þú komst sem góður
liðsmaður, þegar ég þurfti
mest á honum að halda. Og
— kannske gerir ekkert þótt
það sjáist dálítið meira í
þessa rauðu lokka.
— Þakka þér fyrir, sagði
Jane og brosti á móti.
— O gnú ættirðu að unna
þér svefns og hvíldar fram
undir kvöldið, en það verður
um klukkan 10 sem við verð-
um þar sem eldf jallið Strom-
boli sést bezt, og ef hann bær-
ir á sér er það sjón, sem vert
er að sjá. Þú þarft ekki að
koma hingað til skyldustarfa
fyrr en 11 og ég held vart,
að þú þurfir að vera á, verði
þá nema svo sem tvær stund-
ir. —
— Ég held, að þér veitti
ekki af dálítilli hvíld sjálfum,
sagði hún snortin af allri um-*
hyggjunni. Ég skil ekki í öðru
en að það megi treysta okkur
Polly fyrir öllu svo sem tvær
stundir.
— Ég var nú einmitt að
vona, að þú mundir segja það,
sagði hann næstum kindar-
legur á svipinn, -— það er
nefnilega þannig ástatt, að
gamall skólafélagi minn -\'inn
ur í sjúkrahúsi í Cannes og
hefur boðið mér út, þegar
þangað kemur, — og það gæti
orðið úr því nokkurra klukku
stunda f jarvera.
— Ef ekki er hægt að
treysta okkur Polly ættirðu
að fá hæfari hjúkrunarkonur,
sagði Jane dálítið þóttalega,
eh það fór ekki fram hjá Jer-
ry Clayton glettnin í augun-
um á henni.
— Þú ferð á land í Cannes
og skemmtir þér sem bezt —
við sjáum um, að ekkert ger-
ist hér.
Undir borðum þetta kvöld
var ekki um annað talað en
hve dásamlegt það væri, að
sjá eldsúluna rísa til himins
upp úr Stromboli. Vandeven-
ter skipstjóri sagði, að slík
sjón hrifi alltaf hversu oft
sem hana bæri fyrir augu.
— Já, það er ekki fjarri
að þetta minnir mann á eid-
flaugar, sagði Vandeventer
— og það er umhugsunarefni,
að maðurinn þurfti aldir til
að finna upp eldflaugar og
milljarða til að fullkomna
þær og framleiða, en í nátt-
úrunnar ríki gerist ekki ósvip
að, sem náttúruöflin hafa
hrundið af stað, enn furðu-
legra og tilkomumeira ...
Að kvöldverði loknum gekk
Jane á þilfa^ og að ráði Polly
sveipaði hún um herðar sér
léttu sjali. Allir voru á þilj-
um og hún valdi sér stöðu
við borðstokkinn, þar sem
rúm var fyrir einhvern við
hlið henni. Einhvern veginn
var hún að vona, að Sky Daw
son mundi koma og taka sér
þarna stöðu, og hún var sann
ast að segja ekkert undrandi,
er hann kom og lagði hönd
sína á handarbak hennar.
— Við erum heppin að vera
í fremstu röð til þess að geta
notið þess, ef Stromboli
skyldi gjósa. Það er furðuleg
sjón.
— Hefurðu séð það fyrr?
— Ekki gos, en ég hef tví-
vegis siglt hér fram hjá.
Hann strauk hönd hennar
og færði sína ofar, þar til
hann snerti armbandið, sem
frú Peterson hafði gefið
henni.
— Segðu mér, hvernig stóð
á því, að frú Peterson fór að
gefa þér þetta armband?
Henni fannst rödd hans
hvassari en vanalega.
Jane sagði honum hvað
gerzt hafði.
— En af hverju valdirðu
þetta armband?
Jáne furðaði sig á áhuga
lians, en sagði honum samt,
að hún hefði verið treg til
þess að taka við neinu, þar
sem skartgripirnir virtust svo
verðmætir. — En svo sá ég
armbandið, sem mér virtist
auðsjáanlega vera eftirlíking,
og því valdi ég það.
— Þú kallaðir það eftirlík-
ingu einu sinni áður, — má
ég spyrja hvers vegna þú
hélzt það?
— Nú, það liggur í augum
uppi. Hver sem væri ætti að
skilja, að ekta tópaz gæti ekki
verið svona stór, og það eru
hvorki fleiri né færri en 24
rúbínsteinar — svo að þeir
geta heldur ekki verið ekta.
En mér finnst það fallegt,
þótt þáð sé ekki ekta.
Svo virtist sem Sky væri
skemmt.
— Hvað er svona skrýtið?
— Barnið gott, þú ert
skrýtin. Þetta er engin eftir-
líking. Tópazinn er með reyk-
blæ — mjög sjaldgæfur blær
á honum, og þessir tindrandi
rúbínsteinar eru ekta. Þetta
liggur mér í augum uppi, þótt
ég sé ekki neinn gimsteina-
sérfræðingur. Þú hefðir varla
getað valið dýrari grip úr
skartgripaskríni frú Peterson
— og er þar þó vissulega
margt dýrra gripa.
Jane var alveg orðlaus.
Hún efaðist ekki um, að Sky
mælti í allri einlægni.
— Hvað skyldi frú Peter-
son halda um mig ? Og — þú ?
— Vafalaust, að þú sért
. yndisleg stúlka, en dálítið
i barnaleg, og það finnst mér
1 líka, sagði Sky mjúkum rómi.
! — Vitanlega verð ég að
skila því aftur, sagði Jane
j undir eins, — þegar á morg-
un, en þar sem þú hefur nú
komist að raun um hve ein-
föld ég er, gætirðu sagt mér
allt af létta. Hefurðu nokkra
hugmynd um hve mikið svona
armband mundi kosta ? Þús-
und dollara — kannske?
— Það er áreiðanlega
margra þúsunda dollara virði,
sagði hann, — en þú getur
verið viss um, að frú Peterson
hefur ekkert við þetta að at-
, huga. Fyrst hún gaf þér það
I vill hún, að þú eigir það — og
inú skaltu vera við öllu búin,
því að ég ætla að kyssa þig.
Bíflugan sveim
aði um hin á-
nægðasta eftir
að stýrimannin
um hafði mis-
tekizt að fanga
hana, en nú
vildi hann ekki
gefast upp.
Hann skyldi
veiða hana, hvað sem það kost-
aði... með góðu eða illu ...
dauða eða lifandi. „Komdu nú
hér, góða min . .. svona nú . . .
æ, þarna hafði mér næstum
tekizt það". Stebbi stýrimaður
hoppaði og dansaði upp og nið-
ur á eftir býflugunni, sem
flaug oft yfir plönturnar á akr
inum, svo að þær urðu illa úti,
því að stýrimaðurinn notaði
skó nr. 48 og var ekkert að
hugsa um að hiífa plöntunum.
Stýrimaðurinn stóð nú á önd-
inni af mæði og varð að setj-
ast niður tii að hvíla sig. Hvað
varð nú af býflugunni. Hann
gat ekki séð hana neins stað-
ar, en fannst ennþá að hann
heyrði til hennar einhvers stað
ar rétt hjá sér. Hann ákvað að
láta þessa býflugu sigla sinn
sjó. Það hlaut að koma önnur
seinna. Kannske einhver eldri
og betri viðureignar. Stýrimað-
urinn stífnaði, því að hann fann
að býflugan kitlaði hann á ber-
um skallanum. Hann tók því
sjóhattinn og skellti honum á
höfuð sér og dró hann langt
niður fyrir eyru.
Barnasagan Kalli kafteinn * FLJÓTANDI EYJAN
Konúr. — Alltaf konur. —
Getið þið málarar aldrei
málað neitt annað en kon-
ur?
Þú ert alveg hættur að
kveðja mig með kossi síðan
þú fékkst mótorhjólið.
Það er mikilvægara en að
masa um þetta armband.
Hentu því fyrir borð, ef þú
vilt.
Hann lagði varir sínar að
hennar, ósköp varlega fyrst,
en svo óx ákefð hans, og hún
vafði höndunum um hálsinn á
honum og ullarsjalið seig nið-
ur af hinum jarphærða kolli
hennar. Hún var eins og í
leiðslu, henni fannst sem
hún heyrði einhverja unaðs-
óma í f jarlægð, og í þessari
sæluvímu furðaði hún sig á,
hve rólegur hann var þrátt
fyrir ákefð sína — eins og
hann væri sér þess meðvit-
andi, að hann ætti líka að
vernda hana.
— Ég elska þig svo heitt,
Jane, hvíslaði hann, — held-
urðu að þú getir nokkurn
tíma elskað mann, sem er eins
lítils virði og ég?
— Þú þarft ekki að vera
að gera lítið úr þér, Sky Daw-
son. Ég á þig nú — og héðah
í frá.
Hann þrýsti henni aftur að
sér og hún hvíldi við barm
hans, — hún vissi ekki hve
lengi, en allt í einu var sem
hann stirðnaði og eins og
sprenging kvað við og annar-
leg birta var kringum þau.
Hún áttaði sig ekki á þessn
fyrr en allt í einu, Strcjaibeli