Vísir - 25.04.1962, Blaðsíða 2

Vísir - 25.04.1962, Blaðsíða 2
VISIR Miövikuú:^ - 25. apríl 1962. Úlfar Skæringsson ásamt konu sinni Hjördísi Sigurðardóttur og 6 ára dóttur þeirra Áslaugu. Myndin var tekin eftir Heimsmeist- arakeppni atvinnumanna í Denver, Colorado, en Úlfar tók þar þátt, en var heldur óheppinn og datt í sviginu. Úlfar gerir skíðin að atvinnu sinni Fyrir nokkru kom Sigurður Ein- arsson, skiðamaður úr ÍR, frá Bandaríkjunum, þar sem hann dvaldi um nær 2 mánaða skeið. Fréttamaður ræddi við Sigurð um ferðina nýlega og sagðist honum svo frá: ÚLFAR GERIST ATVINNUMAÐUR Ég fór utan í janúarbyrjun og dvaldist allan tímann í Aspen í Colorado-fylki hjá móður minni Hjördísi Sigurðardóttur og manni hennar Úlfari Skæringssyni, sem er skíðakennari í Espen. Úlfar keppir einnig á skíðum og mun fyrsti Is- iendingurinn, sem gerir skíðaíþrótt ina að atvinnu sinni. Hann er tal- inn mjög fær skíðamaður og keppir með hópi fyrrverandi Olympíu- og heimsmeistara. I blaðinu Denver Post var hann talinn einn af 5 hin- um líklegustu í Heimsmeistara- íþróttoáhugi é Húsavík Sigurður Einarsson iceppni atvinnumana, sem fram fór í Denver í vetur, en það háir hon- um nokkuð að hann er ekki laus við hræðslu eftir slysið, sem hann varð fyrir í fyrravetur, en framfarir hans eru geysimiklar og hann ó- þekkjanlegur frá því er hann var hér heima. Skömmu fýrir páska fór hópur Ármenninga £ heimsókn til Húsa- víkur, en þar var haldið hátíðlegt afmæli íþróttafélagsins Völsungar, sem er orðið 35 ára. Fram fóru 4 leikir í handknattleik. Fyrri daginn kepptu Ármenning- ar við Völsunga í 3. fl. karla og töpuðu fyrir heimamönnum 25:28, en kvennaflokkurinn vann Húsavfk urstúlkur 25:14. Síðari daginn unnu Reykjavíkurstúlkur aftur, nú með 26:13 en 3. fl. Ármanns vann 41:30. Mikill áhugi er fyrir íþróttum á Húsavík, einkum handknattleik, en Húsvíkingar geta státað af nýj- um, fuii: omnum íþróttasal, með á- horfendasvæði, sem rúmar 300 á- horfendur, og báða dagana var hús- fyllir er Ármenningarnir léku, enda þótt á Húsavík séu aðeins 1600 íbúar. Móttökur allar voru glæsiiegar Húsvíkingum til mesta sóma. DVÖL Á SKlÐASKÓLA Ég dvaldi I skíðaskólanum, sem Reykjavíkur- móti frestað Knattspyrnumótum í Reykjavík hefur nú verið frestað í a. m. k. vikutíma vegna lélegra vallarskil- yrða á Melavellinum, sem er ein forarvilpa og verður öruggiega ekki nothæfur þann 29. þ.m. en þá stóð til að Fram og KR léku fyrsta leik Reykjavíkurmótsins. KRR ákvað því á fundi sínum í gær, að fresta skyldi mótinu í a. m. k. viku og sjá síðan til hvort ekki verður farið að draga úr bieyt unni í vellinum. Úlfar kennir. við. Hann heitir Stein Ericson’s Ski School, en eigand- inn, sem skólinn er kenndur við varð OL-meistari 1952 og er norsk- ur. , Ég dvaldi þarna í bezta yfirlæti og stundaði skíðin frá morgni til kvölds, æfði mikið með unglinga- fiokki frá Denver High School og lærði mjög mikið við þessar geysi- lega góðu aðstæður. Þarna var sól- skin allan daginn, en á nóttunni snjóaði nokkuð. Viðskiptavinirnir þarna. voru mest ríkt fólk ásamt bezta skíða- fóiki heims, sem leggur leið sína þangað, margt með það í huga að snúa sér að atvinnumennsku. Keppnum er þannig hagað, að keppt er um 8 peningaverðlaun, allt frá 3000 dollurum niður 1 150 dollara, en einnig hefur verið keppt um blla og þannig var það t.d. á Heimsmeistarakeppninni að sigur- vegarinn fékk nýjan Mercury. At- vinnumennirnir fá líka ailan sinn útbúnað ókeypis en verksmiðjurnar senda slíka sem auglýsingu fyrir framleiðslú sína. FRÆG NÖFN Meðal kappanna, sem keppa þarna eru Hinteser, Austurríkismað urinn, sem varð OL-meistari í Squaw Vallay 1960 í svigi og landi hans Staub, sem vann stórsvigið í sömu keppni. Toni Sailer er sagður á leiðinni, sagður þreyttur á kvik- myndaleik að sinni. Toni Spiess hefur og keppt þarna svo og Krist- ian Prata og Moltere frá Austur- ríki. Alit saman frægir skíðamenn. Omedetó gozaimasu Meðal þeirra 25 afmælis- kveðja frá útlöndum, sem Helga fell gefur út í bók tileinkaðri Halldóri Kiljan Laxness sextug- um, auk margra annarra, er bár KR og Valur léku aftur í Is- landsmótinu í handknattleik á mið- vikudagskvöldið, en leikur þeirra ust of seint til að komast í bók- ina, er ein frá Japan, nefnist Omedetó gozaimasu og bréfrit- arinn Sadao Morita. Svo að ekk ert fari nú milli mála, birtum vér myndamót af bréfinu, svo að hver geti lesið það óbrjálað fyrir sjálfari sig. En þeim, er ekki nenna að pæla gegnum Framh. á 10. síðu. var úrslitaleikur um fallið í 2. deild, en Valur hafði óvænt sigrað Víking og náð sömu stigatölu og KR. KR hafði yfirburði í leiknum og £ hálfleik var staðan 11:7, en um miðjan siðari hálfleik voru Vals- menn þó nærri að jafna og komust i 14:13. KR tókst þó að hrista Val af sér svo um munaði og komst I 19:13 og sigurinn varð 21:16, sem var sanngjarnt eftir getu liðanna og gangi leiksins. Valur mun þv£ leika £ 2. deild á vetri komanda, en Fram, FH, Vík- ingur, ÍR, KR og Þróttur, sem nú vann sig upp, skipa 1. deildina. Erlendar fréttir Real Madrid vann um helgina í sþönsku bikarkeppninni gegn Barcelona. Real vann 3:1, en fyrri leik liðanna vann Barce- Iona 1:0 og vann Real því með samtals 3:2 og fer i undanúrslit keppninnar. ► Brasilia vann Paraguay 6:0 í landsleik i Rio de Janeiro að kvöldi páskadags, og ítalska at- vinnuliðið Roma vann búlgarska landsliðið í flóðljósaleik sama kvöld með 2:1. mmáIS Úlfar Skæringsson í svigkeppni. Stíllinn er mjög góður eins og myndin ber með sér og ekkert dregið af hraðanum. GLERFfBERINii ' _______________________________________________________________^ Geysimiklar umræður eru um þessar mundir um hvort leyfa skuli glerfíberstangir í stangar- stökki eður ei. Við höfum aðeins þessar bráðsnjöllu gamanmyndir fram að færa, en þær sýnr glerfíber^töng notaða innanhúss og eins og sjá má getur notkun þeirra verið varasöm.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.