Vísir - 25.04.1962, Blaðsíða 16
^AAAA/WWWWVWVWNA
VISIR
Miðvikudagur 25. apríl 1962.
IÞessi faliega mynd er tekin
vi8 fermingu í Neskirkju einn
sunnudaginn fyrir skömmu. —
Prestur er séra Jón Thoraren-
sen. (Ljósm. Vísis I.M.)
AAAAAA/WWWVSAAAAAA.
Hollenzkur sjó-
maður slasast
Holienzkur sjómaður slasaðist
alvarlega á páskadag á ísafirði og
lcomu upp sögur um það, að hann
myndi hafa orðið fyrir árás. Sló
óhug á menn á ísafirði út af þessu,
en við lögreglurannsókn hefur það
nú komið i ljós, að hér var um
slys að ræða, maðurinn hafði fall-
ið og höfuð hans lent á steini í
fallinu.
Hollenzkt skip.
Þetta gerðist á páskadagskvöld-
ið. Var þá haldinn dansleikur í
skíðaskála ísfirðinga á Seljalands-
dal. í höfninni var þá statt lítið
hollenzkt flutningaskip, Lints frá
Amsterdam, sem hafði verið að
lesta fiskimjöl til útflutnings. Þetta
er sama skipið og fyrir nokkrum
dögum varð til að tefja fisklandan-
ir í Ólafsvík, er skipstjóri þess
reitaði að fara frá bryggju.
Gengu í hæinn.
Skipsmenn á hollenzka skipinu
fóru á dansleikinn í skálanum. Var
þar allmikil ölvun. Dansleiknum
lauk rétt fyrir miðnætti og héldu
mer-i til ísafjarðar. Ekki gátu allir
fengið bíla og lögðu margir af stað
gangandi. Meðal þeirra var einn
Hollendinganna, matsveinninn á
skipinu, 25 ára gamall að nafni
Ritepe. Það var hann sem fannst
meðvitundarlaus fyrir neðan veg-
inn og var hann fluttur með sjúkra
bíl á sjúkrahúsið á ísafirði. Kom
í ljós að hann hafði höfuðkúpu-
brotnað. Sjónarvottar hafa nú sagt
lögreglunni, að maðurinn hafi sjálf-
ur fallið út af vegarkantinum og
komið iila niður.
Matsveinninn er nú kominn til
meðvitundar, en man ekkert hvern-
ig atburð þennan bar að höndum.
Framboð Sjálfstæðis-
manna í Kópavogi
Fundur um
skattamálin j
Gunnar Thoroddsen
í kvöld heldur Sjálfstæðis-
kvennafélagið Hvöt fund í Sjálf-
stæðishúsinu, kl. 8,30. Mun fjár-
málaráðherra Gunnar Thorodd-
sen flytja þar ræðu um skatta-
málin og ræða um breytingar
þær sem gerðar hafa verið á
skattalögunum. Þá verða frjálsar
umræður, kvikmynd sýnd og
kaffidrykkja.
Sjálfstæðiskonur eru hvattar
til þess að fjölmenna og mæta
u-imdvtslega.
Framboðslisti Sjálfstæðisfiokks-
ins í Kópavogi við' bæjarstjórnar-
kosningamar 27. maí næstkom-
andi:
1. Þór Axel Jónsson, fulltrúi
Álfhólsvegi 33.
2. Kristinn G. Wiuni, framkvstj.,
Melgerði 2.
3. Sigurður Helgason, lögfr.,
Hlíðarvegi 36.
4. Bjami Bragi Jónsson, hag-
fræðingur, Lindarhvammi 9.
5. Högni Torfason, fréttamaður,
Víðihvammi 16.
6. Aðalheiður Óskarsdóttir,
skrifstofust., Þinghólsbraut 24.
7. Eggert Steinsen, verkfweðing-
ur, Nýbýlavegi 29.
8. Helgi Tryggvason, kennari,
Kársnesbraut 17.
9. Herbert Guðmundsson, skrif-
stofustj., Víðihvammi 32.
10. Sigurður Þorkelsson, pípu-
lagningameistari, Fifuhvammi 23.
11. Birgir Ás Guðmundsson,
kennari, Hlíðarvegi 13.
12. Guðmundur Þorsteinsson,
fasteignasali, Hávegi 15.
13. Bjami Jónsson, verkstjóri,
Hlíðarvegi 30.
14. Einar Vídalín, stöðvarstj.,
Nýbýlavegi 205.
15. Jón Sumarliðason, bifreiða-
eftirlitsmaður, Digranesvegi 12. '
16 Amdís Bjömsdóttir, frú, Ný-
býlavegi 4 A.
17. Jósafat J. Líndal, skrifstofu-
stjóri, Kópavogsbraut 30.
18. Sveinn S. Einarsson, verk-
fræðingur, Víðihvammi 12.
Eigendaskifti
a Sogu
Njáll Símonarson, sem verið hef-
ur fulltrúi hjá Flugfélagi íslands
og séð um auglýsingar og út-
breiðslustarfsemi, er nú að hætta
störfum þar, til að taka að sér
starf framkvæmdastjóra við ferða-
skrifstofuna Sögu.
Eigendaskipti hafa átt sér stað á
ferðaskrifstofunni og er Ólafur
Finsen, forstjóri Vátryggingarfé-
lagsins, formaður hinnar nýju
stjórnar hlutafélo^sins.
Ferðaskrifstofan Saga hefur ver-
ið rekin í þrjú ár og voru aðaleig-
endur hennar Martin Petersen,
Finnbjörn Þorvaldsson og Hilmar
Bendtsen.
Ætlunin er að reka skrifstofuna
framvegis í sama húsnæði í Ing-
ólfsstræti og hún hefur verið í.
Ekki er fyllilega vitað enn hvenær
hinir nýju eigendur taka við.
Bv. Haukur varð afíahæstur
togaranua síðasta ár
Sá togari, sem flutti mestan
afla að landi á síðasta ári, var
bv. Haukur, eign fiskimjölsverk-
smiðjunnar á Kletti, en afli hans
varð 3240,7 lestir.
í síðasta tölublaði Ægis, tíma-
rits Fiskifélags Islands, er yfirlits-
grein um rekstur togaranna á síð-
asta ári, eftir Guttorm Árnason.
Togarar landsmanna eru nú alls 47
að tölu, en sex þeirra fóru aldrei
á veiðar á árinu sem leið, og einn
var ekki nema 13 daga úti og ann-
ar 52 daga, allir aðrir voru a.m.k.
114 daga úti. Flesta daga úti var
bv. Narfi, 355 daga (þar af 218
daga á miðum), en næstur var
Marz, sem var 354 daga úti (248
á miðum). Þriðji var Hafnarfjarðar-
togarinn Maí, sem var 344 daga
úti.
Eins og fyrr segir varð Haukur
. aflahæstur, því að heildarafli hans 1
j varð 3240,7 lestir á 304 úthalds- !
i dögum. Næstur kom svo Narfi, sem ;
veiddi 3101 lest á 355 daga út- ;
haldi og í þriðja sæti varð Ingólf- j
ur Árnarson ,sem fékk 2997,6 lestir ;
á 334 daga úthaldi. Fjórði í röð- 1
inni varð Harðbakur, sem fékk I
2943,1 lest á 324 daga úthaldi og
í fimmta sæti varð Víkingur frá
Akranesi, sem aflaði 2893,2 lestir
á 312 dögum. I sjötta sæti er svo
Marz ,sem fékk 2853 lestir á 354
dögum, en það skip var 1 fyrsta
sæti í fyrra og hitteðfyrra.
Nýtt útflutningsíyrirtæki
í undirbúningi er nú stofnun
nýrrar útflutningsstofnunar í Hol-
landi. Standa að henni þeir Rolf
Johansen heildsali og Ámi Ólafs-
son, sem áður var sölustjóri Sölu-
miðstöðvar Hraðfrystihúsanna í;
Bandaríkjunum og sagt var upp'
fyrir nokkru, ásamt öðrum sölu-
stjóra sama fyrirtækis.
Er hugmyndin að skrifstofa þessi i
fáist við útflutning á hverju því;
sem seljanlegt er 1 Evrópu. Meðal
annars mun ætlunin að fást við \
fiskútflutning.
Einnig er ætlunin að skrifstofa I
þessi sjái um. innkaup í Evrópu
fyrir íslenzkan markað.
Skemmdarfýsn virðist hafa vakn-
að hjá æskulýðnum fremur venju
um páskana og hafa spellvirkjar
víða látið til sín taka á meðan
allur þorri fólks naut hvíldar og
rósemi páskahelgarinnar.
Méðal annars réðust þvílíkir fá-
ráðlingar á nokkur hús í Hafnar-
firði og brutu í þeim rúður án
nokkurs tilefnis eða tilgangs. Verst
léku þessir pörupiltar Vélsmiðju
Hafnarfjarðar, þar sem þeir réðust
bakmegin að húsinu og brutu yfir
20 rúður ásamt gluggapóstunum
og álíka margar rúður í Alþýðu-
brauðgerðinni. Á síðarnefnda staðn
um létu þeir grjótkastið dynja á
húsinu neðan úr fjöru.
Áður hefur verið skýrt frá spell-
virkjum unnum hér í Reykjavík, j
m.a. á sumarbústöðum í Seláslandi, i
svo og rúðubrotum í Gagnfræða-1
skóla Austurbæjar.
Eru það undarlegar hvatir sem
liggja að baki slíkum verknaði og
í rauninni óskiljanlegar öllu venju-
legu fólki.
Nýtt blað
í undirbúningi er útgáfa nýs
blaðs á Selfossi, sem framsókn-
armenn standa að. Er ætlunin að
blaðið komi út hálfsmánaðarlega
og mun það nefnast Þjóðólfur.
Aðalhvatamaður að útgáfu
þessari er Matthías Ingibergsson
apotekari og er talið líklegt að
hann taki að sér ritstjórn, þó að
ekki sé það endanlega ákveðið.
Auglýsingastjóri verður Óskar
Jónsson.