Vísir - 25.04.1962, Blaðsíða 10

Vísir - 25.04.1962, Blaðsíða 10
IO V l Sl R Miðvikudagur 25. apríl 1962. WHiwmíi '' * maam. Umferðaslysin gerast stöð- ugt, þrátt fyrir sífelldar að- varanir til ökumanna um að sýna varkámi i akstri. Síðustu daga hefur hver áreksturinn eft- ir annan orðið á götum Reykja- víkur og umferðarlögreglan haft mikið að gera við að mæla upp árekstiarstaði. Það er mál þeirra sem kunn- ugastir em, að þorri allra um- ferðarslysa stafi af kæruleysi og ógætni. í nær öllum tilfellum verða slysin af því að umferða- Önnur bifreiðin klemmdist milli bíls og staurs. Árekstur á Bústaðaveginum Hin bifreiðin rann stjómlaust niður í Fossvoginn. lög eru brotin og í allmörgum tilfellum af því að öryggistæki em biluð. Hér birtast nú tvær myndir sem vom teknar fyrir nokkru síðan að afloknum einum á- rekstrinum. Hann gerðist á gatnamótum Bústaðavegar og Réttarholtsvegar. , Önnur bifreiðin ók inn eftir Bústaðavegi með allmiklum hraða. En á sömu stundu kom hin sem sézt á stærri myndinni\ niður Réttarholtsveginn. Bif- reiðastjórinn á þeirri bifreið sem ók eftir Bústaðaveginum tók ekki tillit til þess að hon- um bar að stöðva fyrir bifreið sem kom á vinstri hönd. Varð nú árekstur með þeim hætti að Bústaðavegs-bifreiðin skall á hliðinni á hinni, sem rakst við þetta utan í nálægan ljósastaur og stöðvaðist þar eins og stærri myndin sýnir, illilega skemmd á báðum híið- um. Sex manns voru í henni og meiddust fjórir. ★ En af Bústaðavegs-bifreið- inni er það að segja, að hún rann nú stjórnlaust niður eftir Réttarholtsveginum, var nú hemlalaus og stöðvaðist ekki fyrr en hún var komin niður í Fossvoginn. Þar sem þeirri för lauk var minni myndin tekin. ★ Þessar árekstramyndir eru aðeins svolítil svipmynd úr dag- legu lífi í Reykjavík. Báðar bif- reiðarnar eru nú komnar á verkstæði og verða innan skamms farnar að renna aftur um göturnar. En hér hafði orð- ið tjón svo nam tugþúsundum króna og fjórir menn höfðu meiðzt. Gæti þetta sem svo margt annað ekki orðið mönn- um ítrekuð áminning um að fara varlega í umferðinni. Ahugamál Kvikmynd um Húfnarfjörð 3) Stjórn bæjaríns, og hvernig bærinn annast um hagsmuni bæjar- búa frá vöggu til grafar. Framh. af 7, síðu. hvort tveggja samið upp í skála og fjölluðu að mestu um skáta- lífið, og fékk þar hver sinn skammt. Eitt atriði vakti einkum mikla athygli á varðeldinum, útvarpið, og var dagskrá þess mjög fjöl- breitt, meðal helztu dagskrár- atriða voru tilkynningar fréttir jarðafaraauglýsingar, að ó- gleymdum bilunum sem voru einn stærsti og bezti dagskrár- liðurinn. /.ð sjálfsögðu var út- varpað veðurfregnum og hljóð- uðu einar t.d. svona: „Veður- skipið Húrra, statt 23 og l/2 \ gráðu a.l. frá gasdunknum, til- kynnir, að megnan óþef leggi upp úr bússunur , hans Braga.“ Það sem okkur fannst ein- kennandi fyrir þennan varðeld, var það að allir tóku virkan þátt 1 skemmtiatriðunum og enginn skarst undan að skemmta hvorki sér né öðrum. Eftir að varðeldinum lauk hittum við skálastjórann, Kar) Marinósson, og lögðum fyrir hann nokkrar spurningar. — Hvað eruð þið mörg, sem dveljist hér, Karl? — Við erum núna eitthvað milli þrjátíu og fjörutíu, ann- ars hefur mannskapurinn verið að týnast upp eftir þangað til á laugardag. i — Segðu okkur Karl, hvernig eyðið þið páskavikunni hér? - Allir eru ræstir ekki seinna en hálf tíu, þá er morg- unverður, síðan er tekið til í ! skálanum. I f gott er veður fara J sumir í gönguferð fyrir mat, en j hann er klukkan tólf, milli tvö j og fjögur er lestrartími, því komið er nálægt prófum, um fjögur er kaffi, og eftir það fara margir á skiði eða sitja inni og spila. Á kvöldin höfum við varðeld, og stundum döns- um við eitthvr* frameftir. — Þið eruð ekki í neinum vandræðum með eldamennsk- una? — Nei, eldamennskan hefur gengið vel, við skiptum öllum niður í eldhúsfiokka, sem mat- búa og laga til í skálanum. Nú er kallað á Karl framan úrjeldhúsi og hann spurður hvar rúgbrauðið sé geymt. aftur er kallað og hann spurður hvar fiskbúðingjrim sé sem eigi að vera í matinn á morgunj svo við þökkuðum Karli og kvödd- um. — p. sv. Nýlega var frumsýnd kvikmynd um Hafnarf jörð en hún var gerð á veg- um Hafnarfjarðarkaupstaðar á ár- unum 1957 — 60 og ber heitið „Hafnarfjörður fyrr og nú“. Árið 1957 fól bæjarstjórn Hafn- arfjarðar Gunnari Róbertssyni Hansen leikstjóra að gera kvik- mynd er fjalla skyldi um Hafnar- Omedetó — Framh. af 2. síðu. það allt, skal sagt, að niður- Iagsorð þess eru: „Þegar Japani verður 60 ára gamall heldur hann hátíðlegt „kanreki no iwai“, sem merkir bókstaflega endurburðarhátíð. Það er sögn manna, að afmælis- barnið verði eins árs gamalt cg iifi önnur 60 ár. Hugmyndin mun vera hin sama og að kasta eljibelgnum. Ég vona, að Hall- dór Kilian Laxness verði aftur eins árs gamal) og haldi áfram að skrifa ögur. Aftur óska ég yður „omedetó gozaimasu“ (til hamingju). fjörð fyrr og nú. Gunnar hefur að öllu leyti stjórnað kvikmyndatök- unni, samið handritið og valið tónlistina í myndina. Hann tók og sjálfur nokkurn hluta kvikihynd- arinnar, en aðalkvikmyndatöku- maðurinn var Ásgeir Long. Þá tók Kjartan Ó. Bjarnason stuttan þátt, sem skeyttur var inn I myndina. nokkur hluti kvikmyndarinnar var tekinn erlendis til að fylla upp hina sögulegu hlið hennar, einkum í sambandi við verzlun og siglingar. Er sá þáttur tekinn bæði í Dan- mörku og Þýzkalandi. Efni kvikmyndarinnar er skipt í fjóra meginþætti, en það er annars mjög yfirgripsmikið og fjölbreyti- legt. Efnisskipting er sem hér seg- ir: 1) Sögulegt ágrip, sem í upphafi bregður ljósi á sögu verzlunarinnar á íslandi, frá því landið byggðist, og lýsir samkeppninni milli hér- lendra og útlenzkr? kaupmanna, og endar á þróun Hafnarfjarðar- bæjar fram til okkar tíma. 2) Hafnarfjörður nú á tímum og skipting bæjarbúa eftir störfum, frá stærstu atvinnugreinum til þeirra minnstu. 4) Félagslíf í bænum — sér- kenni bæjarins — og hátíðahöld í Hafnarfirði. Það hefur og vakað fyrir stjórn- anda kvikmyndarinnar að sýna hvernig lífið gengur fyrir sig í ís- lenzkum kaupstað yfirleitt, hVern- ig bæjarfélag myndazt og hvernig íbúarnir eru að meira eða minna leyti tengdir hvor öðrum. Þulir í kvikmyndinni eru þeir Róbert Arnfinnsson, Brynjólfur Jóhannesson, Steindór Hjörleifsson og Guðbjörg Þorbjarnardóttir. Hljómsveitarstjóri er Paul Pam- pichler. •k New York Times gagnrýnir Öryggisráðið í ritstjórnargrein fyrir að skella skul'd á ísrael fyr- ir árekstrana við Genesaretvatn án þess að minnast á ögranir Sýrlendinga. ★ Franska stjórnin hefur sldp- að Omar Nokdad, serkneskan lið foringja, yfirmann alsírska ör- yggisliðsins, sem halda á uppi lögum og reglum í Alsír þar til landið hefur fengið sjálfstæði. I þessu liði verða 60.000 menn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.