Vísir - 25.04.1962, Blaðsíða 3

Vísir - 25.04.1962, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 25. apríl 1962 3 ViSIR Úr íslandsklukkunni. Frá vinstri: Jón Marteinsson (Haraldur Bjömsson), Amas Arnæus (Rúrik Haraldsson), Snæfríöur Islandssól (Helga Valtýsdóttir) og Jón Hreggviðsson (Lárus Pálsson). Úr Paradísarheimt (Stórhöfðingjar ágirnast hestinn). Frá vinstri, Björn á Leirúm (Haraldur Bjömsson): „Þú setur upp það sem þér sýnist. Ef þig vantar timbur til húsasmíða, þá veskú. Kopar og járn á ég meira en nóg, og silfur einsog skít. Ríddu þeim gráa útað Leirum þegar vel liggur á þér“. Til hægri er Benediktsen sýslumaður (Rúrik Haraldsson): „Ríddu aldrei þeim gráa út að Leirum, og ekki heldur þó hann bjóði þér kú. Þú kemur heim aftur að kvöldi mcð nokkrar skó- nálar“. 1 miðju er Steinar bóndi í Hlíðum (Lárus Pálsson): „Gáið að guði, böm“ anzaði hann. Lárusl Pálssyni. Hér birtist mynd af þeim í þættinum „Á að sclja hulduhest?" sem er 2. kapítuli sögunnar er'þar nefnist Stórhöfðingjar ágirnast hest- Flestir þættir voru nú fluttir úr skáldsögunni Paradísarheimt, sjö þættir, en upphaf sögur.nar sagði Hclga Valtýsdóttir. Ilún lék síðan dóttur Steinars í Hlíð- um undir Steinahlíðum. Rúrik Haraldsson lék Benediktsen sýslumann, Haraldur Björnsson hlutverk Björns á Leirum, og Steinar bóndi var leikinn af MYNDSJA Einn hluti lciksýningarinnar nefndist „Kynntir tveir heiðurs- ípenn og ein kona“, og það voru Framh. á bls. 13 Á Kiljansafmælinu, sem Ragn- ar Jónsson forstjóri Helgafells efndi tll í Háskólabfóinu á 2. páskadag, 60. afmælisdegi Hall- dórs Kiljans Laxness, voru þætt ir þeir úr verkum skáldsins, sem Lárus Pálsson setti saman í suniar eð leið og þá voru flutt- ir uridir stjórn Lárusar á nokkr- um stöðum á landinu undir llllilill mjög skemmtilega valdir, frá- bærlega vel leiknir, vöktu mikla hrifningu gesta. Sannleikurinn er sá, að í sögum Halldórs úir og grúir af leikrænum köflum, sem eru eins og skapaðir til að leika á sviði, setningar og tilsvör svo meitluð lifandi og skörp, að mörgum leikaranum hlýtur að leika hugur á að lifa sig inn í og túlka þau á leik- sviðinu. Þannig varð leikritið Snæfríður íslandssól ekki frum- samið sem slíkt, heldur bútuð sundur sagan íslandsklukkan og tengd saman til að flytjast á leiksviði. Á Kiljansafmælinu í fyrradag voru fluttir fjórir þætti. úr íslándsklukkunni, lcikstjórinn flutti formála skáldsins að sögunni, og í þátt- unum fjórum komu fram aðeins fjórar persónur sögunnar, þrjár leiknar af allt öðrum en þeim, sem léku þau í Þjóðleikhúsinu á sínum tíma. Helga Valtýs- dóttir lék Snæfríði, Rúrik Har- aldsson lék Arnas Arnæus, Jón Hreggviðsson var leikinn af Lárusi Pálssyni og Jón Mar- teinsson af Haraldi Björnssyni. Úr Heimsljósi. Pétur Pálsson Þríhross ávarpar Ólaf Kárason Ljósvíking: „Sú rétta skoðun á lífinu, kalii minn, það er kærleikurinn þrátt fyrir allt. Kærleikurinn er nefnilega það eina sem borgar sig þegar til lengdar lætur, þó hann virðist vera tap í svipinn. Því segi ég það, oddvitahelvítið má skammast sín. I raun og veru hef ég alltaf verið það scm kalla'ð er á útlendu máli sósíalist. Við manneskjurnar eigum að kappkosta að haga okkur eins og ósýnilegu verumar i himingeimnum. Við eigum að sjá Ijós. Það er þetta sem ég kalla skynsemiskristindóm“. Úr Brekkukotsannál. Kaupmaður Gúðmúnsen býður alheims- söngvarann Garðar Hólm velkominn heim: „Ég segi, hef sagt og mun segja: sá fiskur sem ekki syngur um allan heim, það er dauður fiskur. Það má ekki seinna vera, að við hér á íslandi förum að hafa syngjandi fisk — með slaufu. Vel- kominn heim, kæri landi, að þínu forna og nýja borði hér á Löngustétt! Við trúum á þig. Þú ert hinn syngjandi fiskur þessa Iands þó að það sé ég, de la Gvendur, sem segi það! Skál!“ heitinu Kiljanskvöld, en nú m, , m wp 1 wBm |reí|-£| æfðir að nýju í tilefni afmælis |U ' skáldsins. Voru þættir þessir

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.