Vísir - 25.04.1962, Blaðsíða 13
Miðvikudagur . 25. apríl 1962.
VISIR
13
Vauxhall-sýning
Fyrir nokkru hafði bíladeild
S.Í.S. sýningu á nýjum gerðum
af Vauxhallbílum hér í bæ. Eins
og kunnugt er hefir S.Í.S. um-
boðið fyrir þá bílategund en bíl-
arnir eru framleiddir af General
Motorfirmanu bandaríska.
Mestan áhuga munu íslend-
ingar hafa á hinum svonefnda
Vauxhall Victor. Er það fimm
eða sex manna fjölskyldubíll,
fallega gerður með mjög ný-
tízkulegu lagi. Hefir bíllinn
breytt um útlit frá því í fyrra
og gengur mjög í augun. Fá má
hgnn með þremur eða fjórum
skiptingum og er gírstöngin ým-
ist í gólfinu eða á stýrinu. Þá
framleiðir Vauxhall einnig aðra
gerð, svokallaðan ,,Estate“ bíl,
sem er ætlaður fjölskyldum sem
þurfa að flytja varning með
sér.
Victor gerðin er fjögurra
sýlindra vél og á bílnum eru
fjórar hurðir. Mælaborðið er
snoturt og yfirleitt má segja
að bíllinn sé allur óvenju vel
gerður.
Revkingar —
Frh. af bls. 9.
I Svíþjóð hefur læknarann-
sóknarstofnunin framkv. ýtar-
legar rannsóknir á sambandinu
milli tóbaks og lungnakrabba
og hafa miklar skýrslur verið
birtar um sannanir fyrir því að
sígarettureykingar valda krabba
meini.
1 maí 1960 efndi tóbakseinka
sala Svíþjóðar í samráði við
vísindamenn til alþjóðlegs fund-
ar vísindamanna um vandamál-
tóbaksreykinga. Síðustu ár hef
ur hafizt í Svíþjóð víðtæk Dar-
átta gegn reykingum unglinga.
Hafa sænskir sparisjóðir, for-
eldrafélög og tóbakseinkasalan
staðið að baki þespi baráttu.
Síðan það varð ljóst að síga-
rettur eru krabbameinsvaldur
hefur tóbakseinkasalan hætt að
Myndsjá —
Framh. af 3. 'siðu.
Pétur Pálsson Þríhross (i Heims
ljósi), lcikinn af Rúrik Haraids-
syni, Kaupmaður Gúðmúndsen
(Brekkukotsannáll), leikinn af
Haraldi Björnssyni, og loks lék
Helga Valtýsdóttir Toddu
truntu úr Sölku Völku. „Todda
vann á daginn : fiskinum og
brúkaði ógurlegan kjaft, en
breyttist í forkláraðan engil á
kvöldin og hélt guðdómlegar
ræður. Hún var slíkur mælsku-
snillingur að einginn gat hlust-
að á hana og látið sér standa
á sama.“ Því miður getum vér
ekki birt mynd af hcnni í þeim
ham, sem Helga lék á sviðinu
i fyrradag. En hinir heiðurs-
mennirnir sjást hér í mynd-
sjánni, ásamt nokkrum atriðum
öðrum frá þessari eftirminni-
legu leiksýningu.
auglýsa sigarettur, en hefur nú
þvert á móti farið að auglýsa
tilkynningar um skaðsemi
þeirra og sérstaklega beitir hún
sér fyrir auglýsir.gum, þar sem
barizt er gegn sígarettureyk-
ingum unglinga.
★
í Bandaríkjunum hefur fjöldi
vísindastofnana framkvæmt ýt-
arlegar rannsóknir á samhengi
sígarettureykinga og lungna-
krabba. Ríkisstjórnin hefur enn
engar sérstakar ráðstafanir gert
í málinu aðrar en þær að heil-
brigðismálaráðuneytið hefur séð
um það að koma óyggjandi upp-
lýsingum um hættuna til dag-
blaðanna. Bandaríska krabba-
meinsfélagið hefur hinsvegar
staðið fyrir víðtækri upplýsinga
starfsemi sérstaklega meðal ung
linga og stúdenta með bækling-
um og kvikmyndum.
Vestur-þýzka stjórnin hefur
enn ekki gripið til neinna sér-
stakra ráðstafna nema að skatt-
leggja tóbaksvörur og veita fjár
framlög til heilbrigðisstofnana
og félaga er berjast gegn tóbaks
neyzlu. Þar eru menn þeirrar
skoðunar að heppilegra sé að
hefja baráttu gegn tóbaksreyk-
ingum í skólum en að efna til
allsherjarherferðar gegn tóbaks
reykingum. Upp á síðkastið eru
þessi viðhorf þó nokkuð að
breytast og er þess einkum að
vænta að eftirliti verði komið
á með sígarettauglýsingum.
Þannig er upphaf ýmissa að-
gerða heilbrigðisyfirvaldanna út
um heim. bað er ekki mikið sem
enn hefur verið gert, en þess er
að vænta að á næstu mánuðum
hefjist margfalt víðtækari fram
kvæmdir heilbrigðisyfirvalda í
flestum löndum til að hamla
gegn sígarettureykingum
Aðalhndur stórkaupmanna
Aðalfundur Félags íslenzkra
stórkaupmanna var haldinn laug-
ardaginn 14. apríl, í Þjóðleikliús-
kjallaranum. Formaður féiagsins,
Kristján G. Gíslason, setti fundinn,
og minntist 3ja félagsmanna, sem
látizt hafa á sl. starfsári, en þeir
eru Guðmundur Jóhannesson,
Wilhelm Jensen og Andreas J.
Bertelsen. Risu fundarmenn úr sæt
um til að votta hinum látnu virð-
ingu sina. Fundarstjóri var kjör-
inn Egill Guttormsson, stórkaup-
maður, en fundarritari Jón 5.
Hjörleifsson, viðskiptafræðingur.
í skýrslu formanns og fram-
kvæmdastjóra félagsins, um starf-
semi þess á hinu liðna starfsári,
var skýrt frá hinum fjölmörgu
verkefnum, sem stjórn félagsins og
skrifstofa hafa haft með að gera.
Var m. a. sagt frá því, sem félagið
hefir fengið ágengt í verðlagsmál-
um, skatta- og útvarpsmálum, sölu
skattsmálum, tollalækkunarmálum
og mörgum fleiri málum. Jafn-
framt var skýrt frá því, að í ágúst-
mánuði sl. hefði félagið flutt að-
setur sitt í hið nýkeypta hús fé-
lagsins, Tjarnargötu 14, og væri
rekstur félagsins í miklum blóma.
Kom skýrt fram í skýrslu stjórnar-
innar, að nauðsynlegt væri nú
þegar að gera raunhæfar aðgerðir
í þvf að fella niður allar hömlur í
sambandi við verðlag, því að ljóst
væri, að framboð og eftirspurn á
vörum og þjónustu væri nú þannig
háttað, að hag neytenda væri bezt
Suga verklegra
framkvæmda
Verkfræðingafélag íslands
gengst fyrir samningu bókar um
söéu verklegra framkvæmda á
íslandi í hálfa öld og mun hún
koma út á þessu ári.
Útgáfa bókarinnar er eitt af
því, sem félagið gerir til þess
að minnast 50 ára afmælis síns,
en það var 19. þ. m. Enn fremur
gengst það fyrir verkfræðinga-
ráðstefnu, svo sem getið var í
blaðinu nýlega, en margs annars
verður síðar getið.
Höfundar bókar þeirrar, sem
að ofan getur, og er mikið verk,
eru þeir feðgarnir Guðni Jóns-
son prófessor og Jón Guðnason
magister.
Sá kafli bókarinnar er fjallar
um sögu Verkfræðingafélags ís-
landá, hefur verið gefinn út sér-
prentaður fyrir afmælið.
Saga verklegra framkvæmda
á íslandi í hálfa öld spannar yf-
ir mikið framfaratímabil og er
merkisrit, sem mikil vinna hef-
ur verið lögð í að gera sem bezt
úr garði.
KipAllTGeR
RIKISINS
M.s. Herjólfur
fer til Vestmannaeyja og Horna-
fjarðar á morgun. Vörumóttaka til
Hornafjarðar í dag.
FÉLAGSLÍF
borgið með eðlilegri samkeppni á
markaðinum. Slík samkeppni
tryggir neytendum bezt kjör. Þá
var og skýrt frá því að stjóm fé-
lagsins hefði á prjónunum ýmsar
hugmyndir og fyrirætlanir í sam-
bandi við byggingu skrifstofu- og
vörugeymsluhúss fyrir félags-
menn, og væri það mál vel á veg
komið. Ennfremur var sagt frá
mjög góðri samvinnu milli Félags
ísl. stórkaupmanna og stórkaup-
mannafélaga á hinum Norðurlönd-
unum, og væri þessi samvinna si-
fellt að aukast. Þá var og fagnað
hinum öra og mikla vexti Verziun-
arbanka Islands h.f. á sl. ári, og
var í því sambandi m. a. gerð á-
lyktun, þar sem skorað var á
stjórn Seðlabanka íslands og ríkis-
stjórnina að veita Verzlunarbankan
um nú þegar gjaldeyrisréttindi, svo
að Verzlunarbankinn gæti fullnægt
öllum bankaviðskiptum verzlunar-
stéttarinnar. Á fundinum voru
einnig gerðar ályktanir um verð-
lagsmál, toilalækkanir og afnám
geymslufjár á bönkum.
Að lokinni skýrslu formanns og
framkvæmdastjóra ias gjaldkeri
félagsins, Sveinn Björnsson, stór-
’-aupmaður upp reikninga félagsins
og skýrði þá. Kom greiniiega í
ljós, að hagur félagsins hefur auk-
izt mjög mikið á sl. starfsári, og
ber að fagna því.
Annar af fulltrúum F.l.S. í
stjórn íslenzka vöruskiptafélags-
ins s.f., Bergur G. Gíslason, stór-
kaupmaður, skýrði frá starfsemi
þess félags, svo og reikningum
fyrir sl. ár. Guðmundur Árnason,
stórkaupmaður, fulltrúi F.Í.S. í
stjórn Lífeyrissjóðs verzlunar-
manna skýrði frá störfum sjóösins
á sl. ári, svo og skýrði hann reikn-
inga sjóðsins. 1 skýrslu-Guðmund-
ar kom fram, að vöxtur sjóðsins er
orðinn mjög mikill, og hafa mjög
margir sjóðsfélagar fengið úr hon-
um lán. Innborguð iðgjöld til sjóðs-
ins frá stofnun hans nema nú ca.
27 millj. króna, og eru peningar
Lifeyrissjóðsins ávaxtaðir í Verzl-
unarbanka íslands h.f. að verulegu
leyti.
Úr stjórn félagsins áttu að ganga
stórkaupmennirnir, Kristján G.
Gíslason, sem hefur verið formað-
ur félagsins undanfarin 3 ár, og
var hann endurkjörinn einróma.
Aðrir, sem ganga áttu úr stjórn-
inni voru stórkaupmennirnir, Vil-
hjáimur H. Vilhjálmsson. Sveinn
Björnsson, Gunnar Ingimarsson og
Jón Hjörleifsson. Sveinn Björnsson
baðst eindregið undan endurkjöri,
en hinir voru endurkjörnir með
samhljóða atkvæðum. Hannes Þor-
steinsson var kjörinn í stjórnina
til 1 árs. Stjórnina skipa nú eftir-
taldir menn: Kristján G. Gíslason,
formaður, en meðstjórnendur eru
þeir Hilmar Fenger, Vilhjálmur H.
Vilhjálmsson, Friðrik Sigurbjörns-
son, Gunnar Ingimarsson, Jón
Hjörleifsson og Hannes Þorsteins-
son.
Endurskoðendur voru endur-
kjörnir samhljóða þeir Ólafur
Haukur Ólafsson og Tómas Péturs-
son. Vegna þess, að nú stendur
yfir endurskoðun á lögum og upp-
byggingu Verzlunarráðs íslands
var samþykkt á fundinum að fresta
kjöri fulltrúa félagsins í stjórn
Verzlunarráðs íslands, þar til sið-
ar, og fór því kjör þessara fulltrúa
ekki fram að þessu sinni. í fundar-
lok þakkaði formaður félagsins
Sveini Björnssyni samveruna í
stjórn félagsins og fyrir góð störf,
svo og þakkaði hann fundarmönn-
um góða fundarsókn og Agli Gutt-
ormssyni góða fundarstjórn.
STYRKUR
til minningarlunda og skrúðgarða.
Samkvæmt 14. gr. LXX. fjárlaga fyrir árið 1962 er
ætlaður nokkur styrkur til minningarlunda og skrúð-
garða.
Stjórnir þeirra lunda og garða, sem óska styrks safn-
kvæmt þessu, sendi umsóknir sínar til skrifstofu skóg-
ræktarstjóra fyrir lok maímánaðar. Reikningar og
skýrsla um störf s. 1. ár skal fylgja umsókninni.
Reykjavík, 24. apríl 1962.
Hákon Bjamason, skógræktarstjóri.
Tilboð óskast
í nokkrar fólksbifreiðir er verða sýndar í Rauðarar-
porti fimmtudaginn 26. þ. m. kl. 1—3. Tilboðin verða
opnuð í skrifstofu vorri kl. 5 sama dag.
Sölunefnd vanarliðseigna.
Útför dóttur okkar og móður minnar
ÁSU GUÐMUNDSDÓTTUR
ÞRÓTTUR. — Almennur félags-
fundur verður haldinn fimmtudag-
inn 26. þ.m. kl. 8,30 stundvíslega
að Café Höll uppi. Fundarefni: 1.
Framtíð félagsins. 2. Knattspyrnu-
mál. 3. Handknattleiksmál. Æski-
legt að flestir félagsmenn mæti á
fundinum — Stjórnin.
sem andaðist hinn 19. apríl sl. fer fram frá Foss-
vogskirkju föstudaginn 27. apríl n.k. kl. 3 e. h.
Kristín Þorvarðardóttir,
Guðmundur Pálsson,
Álfheiður Ingadóttir.