Tölvumál - 01.12.1988, Blaðsíða 10

Tölvumál - 01.12.1988, Blaðsíða 10
T(v)ölvuspá ársins 1989 Halldór Kristjánsson, verkfræðingur: Erindi þetta var ílutt á ráðstefnu Skýrlsutæknifélagsins um bjarta framtíð einmenningstölva og er birt að ósk ritstjóra. Áþeim rúmu tíu árum sem liðin eru síðan fyrstu einmenn- ingstölvumar litu dagsins ljós, hefur mikið vatn mnnið til sjávar. Ekki er enn lát á þeirri þróun sem þá hófst, og enginn getur séð fyrir þá þróun sem verður á næstu tíu ámm. Við getum þó verið viss um að hún mun ekki standa í stað og þrá okkar eftir hraðvirkari og fullkomnari búnaði minnkar ekki. Stefnan er oft mörkuð af sérfræðingum og framleiðendum tölvubúnaðar en mörg dæmi eru um að leikmenn hafi breytt gangi sögunnar. Töílureiknirinn Visicalc, sem var vendipunktur í notkun einmenningstölva, var saminn af tveimur viðskiptafræðinemum sem ekki nenntu að leysa heimaverkefnin sín. PageMaker, sem opnaði nýjar víddir í tölvunotkun, var hugarfóstur prentara sem trúði því að hann gæti notað tölvu til umbrots á prentuðu máli. Þannig mætti lengi halda áfram en þessi dæmi kenna okkur að notendur eiga að hafa mikil áhrif á þróun tölvutækninnar og þá stefnu sem tekin er. Hér á landi hefur tölvueign vaxið örum skrefum þó að nú sé á nokkurt lát. Líklegt er að um 25 - 30.000 einmenningstölvur sem standa undir þvi nafni, séu til hér á landi. Ekki er heldur fráleitt að ætla að um 30 - 40.000 tölvur af öðrum gerðum sé til, þó að þær séu fæstar í mikilli notkun. Allt bendir til sú aukning sem orðið hefur á tölvueign landsmanna á undanfömum árum sé að nálgast mettun og að næstu árinmunu fyrst og fremst verða ár endumýjunar fremur en aukningar. Þetta stafar af samdrætti í efnahagslífinu, en ekki síst því að hinn hefðbundi skrifstofumarkaður er óðum að mettast. Næstu árin munu tilheyra þeim sem finna nýja markaðifyrir hugbúnað til alls konar sérverkefna. Ef við lítum hins vegar á tækniþróunina, þá er ekkert sem heldur aftur af henni, og notendur óska eftir stöðugt öílugaritækjum og betri hugbúnaði. Þetta er eðlilegt þar sem tölvuþekking eykst stöðugt og með aukinni þekkingu eykst vitund manna um það sem hægt er að gera með tölvum. Hér verður reynt að spá í spilin, án ábyrðgar, hvað gerist á næsta ári og í lokin varpað fram ögrandi 10 TÖLVUMÁL

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.