Tölvumál - 01.12.1988, Page 14

Tölvumál - 01.12.1988, Page 14
einmennlngstölvnr. Einnig munu koma fram betri og fullkomnari hjálpartól til forritagerðar bæði fyrir leika og lærða. Loks er að nefna að árið 1989 verðu ár SQL á einmenningstölvur. Bæði á netum og í einkatölvum. Eftir 10 ár - Snotra! Þróun núverandi einmenningstölva hefur öll beinst að því að þjóna þörfum skrifstofunnar og þjónustugreinanna. Með dagbókum, póstkerfum, einkagagnagrunnum og aðgangi að upplýsingum verða notendur háðarl skrifborðsstólnum sínum og tölvunni. Þetta er þróun sem í raun er andstæð hugtakinu einmenningstölva. Þær eru að breytast í skrifstofutölvur! Hér á eftir verður til gamans varpað fram hugmynd að einmenningstölvu sem er sönn einmenningstölva og þjónn notandans. Af ýmsum ástæðum hefur henni verið valið vinnuheitið Snotra! Hvort slíkur gripur verður nokkum tíma framleiddur skal ósagt látið - en er nokkuð ósanngjamt að setja sér árið 1998 sem mark? Tölvan verður á stærð við sígarettupakka og við munum tala við hana um skynj ara ábarkakýlinu. Hún talar við okkur um vaka sem staðsettur er í eyra okkar. Tölvan mun hafa álíka reikniafl og stærstu tölvur í dag og vera tengd símakerfi og gagnabönkum um gerfihnetti. Minni verður a.m.k. gígabæti og lítill geisladiskur geymir allt sem þarf. Með sérstakri vörpunartækni mun hún geta varpað myndum á gleraugu okkar s.s. landa- og bæj arkortum og öðmm myndrænum upplýsingum sem ekki er hægt að koma til skila á mæltu máli. Með samskiptum við gerfihnött getum við séð staðsetningu okkar og fengið leiðbeiningar frá tölvunni um þá leið sem við emm að fara, bæði á myndrænan og mæltan hátt. Með samskiptum um gerfihnött við símakerfi mun hún einnig gagnast okkur sem símatæki, og hafa aðgang að einka- og almennum gagnabönkum. Hún mun ekki þurfa nákvæmra skipana við vegna þróunar í neural- nettækni og gerfigreind, heldur geta ráðið í það sem vlð segjum. Lokaorð Ágætu lesendur. Hér hefur verið stiklað á stómm og reynt að spá í spilin um þá þróun sem verða kann á næstu ámm. Reynslan hefur þó kennt okkur að varlega skyldi fara í spádóma um þróuntölvutækninnar. A faster computer means that the waiting will be faster More memory means larger programs which in turn means longer processing times which again leads to the need for faster computers 14 TÖLVUMÁL

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.