Tölvumál - 01.12.1988, Blaðsíða 21
sem flokkast undir "önnur menntun" og það er einnig stærsti hópurinn
sem sinnir sölustörfum.
Heildarfjöldi þeirra sem starfar á íslenska tölvumarkaðnum hefur eins
og fyrr segir farið mjög vaxandi síðustu ár með aukinni tölvuvæðingu
fyrirtækja. í dag má ætla að 3 - 400 manns starfi innan
hugbúnaðarhúsanna, en heildarfjölda á tölvumarkaðnum verður að byggja
að nokkru leyti á ágiskunum. í Skýrslutæknifélagi íslands eru hátt í
1000 meðlimir og starfa líklega um 600 þeirra beint á tölvumarkaðnum.
Þar að auki má gera ráð fyrir 2 - 400 starfsmönnum sem vinna bæði í
tölvudeildum og við sölu á hugbúnaði og vélbúnaði. Gróflega má því
reikna með 1200 manns á þessum markaði. Til samanburðar má geta
þess, að í lauslegri könnun Félags íslenskra iðnrekenda, sem gerð var
fyrir nokkrum árum, um heildarfjölda starfsmanna á íslenska tölvumark-
aðnum, voru niðurstöður þær, að árið 1980 taldi þessi markaður rúmlega
400 starfsmenn, en árið 1984 hafði starfsmönnum fjölgað um 100 %
eða í rúmlega 800 manns.
Að lokum ætla ég að taka sérstaklega fyrir hvernig þróun aðsóknar í
tölvunarfræði Háskóla íslands hefur verið og hversu margra tölvu-
menntaðra starfsmanna má vænta á markaðinn í náinni framtíð.
INNRITUN OG ÚTSKRIFT í TÖLVUNARFRÆÐI HÁSKÓLA ÍSLANDS
1978 - 1988
Frá því kennsla hófst í tölvunarfræði í Háskóla íslands hafa innritast
tæplega 750 manns, en um 170 útskrifast. Um fjórðungur þeirra sem
hófu nám í tölvunarfræði á þessu tímabili hafa útskrifast. Ákveðnar
skýringar geta verið á þessu lága hlutfalli af útskrifuðum nemendum.
Þegar tölvuvæðing hófst fyrir alvöru í íslenskum fyrirtækjum var
mjög mikil eftirspurn eftir tölvumenntuðu fólki. Það er því mjög
líklegt að nemendur hafi hafið störf á vinnumarkaðnum í miðju námi
TÖLVUMÁL 21