Tölvumál - 01.12.1988, Blaðsíða 6

Tölvumál - 01.12.1988, Blaðsíða 6
tækni. Nú eru félagar skráðir sem fulltrúar fyrirtækis eða stofnunar. Aðildargjöld miðast við að fyrirtækið greiði þau og eru af þeim sökum of há fyrir einstaklinga. Stjórnir SÍ hafa ítrekað reynt að fjölga félögum með því að hvetja fleiri fyrirtæki til að gerast félagar og þau sem þegar eru aðilar að skrá fleiri starfsmenn í félagið. Árangur af þessu útbreiðslustarfi hefur varla verið merkjanlegur. Félagar eru um 800. Það er einungis brot af öllum þeim sem nota nútíma upplýs- ingatækni í sínu starfi. Sennilega innan við 5%. Til dæmis um hversu illa félaginu gengur að ná til fólks má nefna að ráðgjafar og kerfis- hönnuðir eru að mati fróðra manna 50% fleiri en allir félagar í SÍ. Þá eru ekki taldir stjórnendur, kennarar, tæknimenn og allir þeir fjölmörgu aðrir sem hafa áhuga á tölvum og upplýsingatækni. Skipulagi félagsins á að breyta. Allir sem þess óska eiga að gerast félagar sem einstaklingar fyrir lítið gjald. Fyrir gjaldið eiga þeir að fá aðildarblaðið Tölvumál tvisvar í mánuði. Þeir eiga auk þess að njóta betri kjara á ráðstefnum, námskeiðum og annarri þjónustu félagsins. Fyrirtæki eiga að vera aðilar sem slík fyrir hærra gjald en einstakl- ingar. Tekjur félagsins eiga ekki að vera næstum eingöngu af félags- gjöldum eins og nú er. Ráðstefnur gefa mörgum félögum góðar tekjur. Með því að koma upp einni stórri ráðstefnu á ári og tölvusýningu má vafalaust hafa góðar tekjur. Þá á Skýrslutæknifélagið að láta meira að sér kveða en nú er. Einu sinni voru uppi hugmyndir um að stofna fagráð í upplýsingatækni innan vébanda SÍ, eins konar "akademíu". Úr því hefur þó ekki orðið en hugmyndin er enn í fullu gildi. Ekki væri heldur vanþörf á að stofna gerðardóm á vegum félagsins. Til hans mætti senda ágreiningsmál til úrskurðar. Verkfræðingafélagið hefur slíkan gerðardóm og er hann talinn hin mikilvægasta stofnun sem meðhöndlar nokkur ágreiningsmál sem rísa við verklegar fram- kvæmdir á hverju ári. Þegar deilur rísa um verksamninga, kaup hugbúnaðar og rekstur upplýsingakerfa er engan slíkan aðila að finna sem gæti fellt úrskurð. Það sem undirrituðum hefur þó verið mestur þyrnir í augum er hversu takmörkuð útbreiðsla Tölvumála er. Blaðið kemur út í 1000 eintökum. Áskrifendum hefur lítið fjölgað á síðustu fjórum árum. Blaðið fer að sjálfsögðu til félaga SÍ og síðan er það sent til aðila sem talið er að eigi að láta sig varða nýjustu tækni. Áhrif blaðsins eru nokkru meiri en upplag og stærð gefa til kynna. Ástæðan er markviss dreifing og að það fjallar um málefni sem mikill áhugi er á. Ritnefnd vill hins vegar ná til fleiri lesenda. Miðað við hversu almenn tölvunotkun er orðin ætti lágmarksupplag að vera um 3 þúsund blöð. Til þess að ná þeirri útbreiðslu verður félagið sjálft að brjóta af sér þá hlekki sem 6 TÖLVUMÁL

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.