Tölvumál - 01.12.1988, Blaðsíða 19
Lína Guðlaug Atladóttir:
MENNTUN STARFSMANNA
í HUGBÚNAÐARIÐNAÐI
Lína Guölaug Atladóttir er viðskipta-
frœöingur og starfar sem markaösráö-
gjafi hjá Félagi íslenskra iðnrekenda.
Eftirfarandi grein er byggö á erindi
höfundar, sem flutt var á ráöstefnu
Skýrslutœknifélags íslands 26. október
s.l. þar sem fjallaö var um hugbúnaö-
ariönaö á íslandi, stööu hans og horfur.
Hugbúnaðariðnaður á íslandi hefur verið vaxandi iðngrein á tímum
upplýsingatækni og hugbúnaðarhúsum fjölgað jafnt og þétt. í dag
eru um 20 fyrirtæki innan Félags íslenskra iðnrekenda og hátt í 40
fyrirtæki til viðbótar starfa í þessari iðngrein. Þar að auki starfa margir
starfsmenn innan tölvudeilda fyrirtækja við hugbúnaðargerð og viðhald.
Helsta auðlind hugbúnaðarfyrirtækja er að sjálfsögðu sá mannskapur
sem þau hafa yfir að ráða og skiptir því mjög miklu máli að starfs-
mennirnir séu bæði færir og vel menntaðir. Afkastageta hugbúnaðar-
fyrirtækja fer að mestu leyti eftir þekkingu og færni vinnuaflsins og
í könnun sem Félag íslenskra iðnrekenda gerði árið 1987 kom í ljós
að 60 - 70 % rekstrargjalda innan hugbúnaðarhúsanna var launakostn-
aður starfsmanna. Fjárfesting í starfsmönnum er því mikil og arðsemi
þeirrar fjárfestingar mjög mikilvæg fyrir fyrirtækin. íslenskir for-
ritarar hafa hingað til verið taldir vel samkeppnisfærir við erlenda
keppinauta, en það má heldur ekki gleyma því að þegar framleiðslan
er fullbúin er leiðin aðeins hálfnuð, eftir er að koma vörunni á markað
og selja hana. Markaðsþekking er því í raun ekki síður mikilvæg
innan hugbúnaðarhúsa. Þátttaka notandans í kerfisgreiningunni skiptir
einnig miklu máli og þarfir neytandans eiga að sitja í fyrirrúmi við
hugbúnaðrgerð. íslensk hugbúnaðarhús þurfa því að búa yfir fjölbreyttri
þekkingu. Á mynd 1 er yfirlit yfir menntun starfsmanna innan hug-
búnaðarhúsa á íslandi. (Heimild: Könnun Félags íslenskra iönrekenda
áriö 1987.)
TÖLVUMÁL 19