Tölvumál - 01.12.1988, Blaðsíða 16

Tölvumál - 01.12.1988, Blaðsíða 16
Jenssonar, prófessors. Framkom að nú er hægt að byggj a fullkomin þekkingarkerfi með ódýrum hugbúnaði á einmenningstölvur. í erindi Pálma Hinrikssonar frá Skýrr kom fram að SKÝRR hefur notað tölvuvædda hönnun um skeið og kvað hann reynsluna af þvi mjög góða. Hvatti hann ráðsetefnugesti til að kynna sér þessi mál nánar og taka upp tölvuvædda hönnun. Eins og við var að búast hvöttu þeir Friðrik Friðriksson, framkvæmdastj óri á markaðssviði IBM og Árni J ó n s s o n , deildarstjóri í tölvudeild Radí óbú ðarinnar alla viðstadda til að skoða rækilega þann vél- og hugbúnað sem fýrirtæki þeirra bj óða. Töldu báðir að myndræn notendaskil væru framtíðin en voru báðir á því að ekki yrði að vænta ódýrra tölva frá þeim á næstu árum. Að lokum flutti undirritaður erindi í léttum dúr um framtíð einmenningstölva. Er erindið birt í heild sinni í Tölvumálum. í heild var ráðstefnan vel heppnuð og greinilegt að ráðstefnugestir kunnu vel að meta framlag fyrirlesaranna. Að lokinni ráðstefnunni sem Páll Jensson, formaður SÍ sleit, gafst þátttakendum kostur á að skiptast á j ólakveðjumyfir léttum veitingum áður en haldið var af stað aftur út í hversdagsleikann og myrkrið. Halldór Kristjánsson, ráðstefnustj óri. 16 TÖLYUMÁL

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.