Vísir - 26.04.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 26.04.1962, Blaðsíða 9
Fimmtudagurinn 26. apríl 1962. 9 V'íSIR Fiskifræðins rarnir bru Þær fréttir hafa borizt nú í vetur vestan af fjörðum, að rækjuveiðar í ísafjarðardjúpi séu sjálfstöðvaðar, þar sem rækju- stofninn sö nú genginn til þurrð- ar. Búast fiskimcnn þar við, að rækjustofninn sé nú svo uppur- inn að ekki sé við neinum rækjuvoiðum að búast næsta áratuginn. Sö þetta rétt, þá er það ljót saga og hörmulegt að slík rán- yrkja skuli geta viðgengizt á vorum tímuni, þegar búast Iiefði r.iált við að vaknaður væri ai- mennur skilningur á nauðsyn íiskverndar. Það er aikunnugt að einn mað ur hefur framar öðrum bent á hætturnar, sem voru samfara rækjuveiðunum á ísafjarðar- djúpi, Bjarni Sigurðsson í Vig- ur. Er nú fram komið margt af því sem hann hélt fram í þess- um efnum. Þegar Bjarni var staddur hér i bænuin fyrir nokkru kom fréttamaður Vísis að máli við hann og bað hann urn að segja nokkuð hvemig ástandið væri nú í þessum efn- um fyrir vestan. HÓFUST FYRIR 25 ÁRUM — Hvenær hófust rækjuveið- arnar í ísafjarðardjúpi? — Það var um 1936 og hóf- ust þær í Hestfirði, sem er grynnstur allra fjarða að vestan verðu við Djúp og eru þar talin bezt uppeldisskilyrði fyrir fisk- seyði. — Fór fljótt að verða vart við að gengi á rækjustofninn? — Rækjan fór ekki að minnka í Hestfirði fyrr en eftir um það bil áratug. Ástæðan fyr- ir því var sú, að það voru ekki nema einn til tveir bátar, sem stunduðu veiðarnar þar fyrstu árin. En jafnvel þó þeir væru ekki fleiri og ekki orðnir nema 4 bátar eftir fimmtán ára veið- ar, var það fljótt sýnilegt að rækjustofninn myndi ekki einu sinni þola þessar veiðar. Fór rækjuaflinn nú að minnka í Hestfirði og bátarnir að flytja sig í aðra firði svo sem Mjóa- fjörð og ísafjörð. LEITAÐ VÍÐA Góð rækjumið reyndust og vera beggja megin Borgareyjar og á víkunum vestanvert við Djúpið að meðtöldu Lóndjúpi allt út fyrir Æðey gegnt Ögur- nesi að vestanverðu við Djúpið, þvert yfir Djúpið grynninganpa á milli. Á þessu svæði skörkuðu svo rækjubátarnir um árabil. Jafnan þótti rækjuveiðin bezt meðfram „Höllunuro“ beggja megin Djúpsins, þar sem grynna tók. Sama máli gegndi um þorsk og ýsuveiðar á þessum slóðum, sem efalaust má rekja til þess, að þorskinum þykir lostæt rækj an og heldur sig þv£ fremur þar sem hún er. Þvi næst var rækjan veidd á tímabili á Vigur og Álftafjarðar miðum, allt til Skutulsfjarðar- miða, með góðum árangri. BÁTUNUM STÓRFJÖLGAR Svo gerist það nú á síðustu ár um, að bátafjöldinn á rækjuveið um jókst stórkostlega og sáu flestir sem kynni höfðu af þess- um málum, að nú stefndi i full- kor.iið óefni. Ég skal t. d. nefna það, að ég hitti Símon Olsen, frumkvöðul rækjuveiðanna, sum arið áður en hann fórst um haustið. Si'mon var ágætismaður og kunningi minn góður, sagði hann að nú væri aðeins stundar bið þangað til rækjan væri ger- eydd. Þetta sá hann og aðrir, að hér væri um algera rányrkju að ræða, sem myndi taka illan enda. En fiskifræðingarnir héldu áfram verndarhendi yfir rækju- veiðunum og það er ekki fyrr en nú, þegar sést, hvernig kom- ið er í ísafjarðardjúpi, sem bil- bugur kemur á þá og hafa þeir nú bannað rækjuveiðar í Arnar- firði til þess að „sama sagan cndurtaki sig ekki þar og í Djúp inu“. — Er þá enga rækju að fá í ísafjarðardjúpi núna? — Á síðustu árum hafa rækju bátarnir verið á þönum eftir henni fram og aftur um Djúpið og firðina, aflinn hefur stöðugt minnkað og rækjan orðið æ smærri og þvl orðið að kasta nokkrum hluta aflans. Nú er svo komið að hún fyrirfinnst aðeins á blett og blett og geng- ur til þurrðar mjög fljótlega á hverjum stað. 1 haust ætluðu um 20 bátar að stunda rækju- veiðar £ Djúpinu frá ísafirði, en fengu svo lftinn afla að þeir eru £ staðinn komnir á lfnuveiðar margir þeirra. ÞORSKSEIÐUM MOKAÐ UPP. En fyrir mér er það ekki að- alatriðið, hvort rækjuveiðarnar stöðvast, heldur Bjarni áfram. Það sem er aðalatriðið fyrir mér og sem ég hef stöðugt ver- ið að benda á, eru hin skað- vænlegu áhrif, sem rækjuveið- arnar hafa haft á ungviði og uppeldisstöðvar fisksins og hvernig þær hafa stöðvað fiski- göngur inn £ Djúpið. Þetta er miklu meira og alvarlegra mál. Og það alvarlegasta er að f þessu efni hafa fiskifræðingarn- ir brugðizt. Þeir sem hefðu átt að hafa forgöngu f að' vernda uppeldisstöðvar fisksins hafa staðhæft gegn vitneskju allra fiskimanna, að rækjuveiðarnar hefðu engin skaðvænleg áhrif á ungviðið. — Vita menn sannanir þess, að rækjuveiðar hafi skaðað ungviðið? — Maður lifandi! Þegar rækjuveiðar hófust á Hestfirði, sem var einmitt ein bezta upp- eldisstöð ungviðisins skiptu þorskseiðin sem komu f vörp- una og drápust á hverjum degi þúsundum saman. Úr hverjum drætti þurfti að kasta útbyrðis svo hundruðum skipti af dauð- um seiðum. Þetta hefur smám- saman leitt til þess, að Hest- fjörðurinn hefur verið gereyði- lagður sem uppeldisstöð ung- viðisins. Sama má segja um alla firðina vestanvert við Djúpið. Afleiðingin kemur greinilega í ljós, — á síðustu 6 — 7 áruin hefur ekki verið hægt að fá smábútung á grunn- um og boður.i, sem liggja að Djúpinu og áður voru hin fiski- sælustu, full af smáfiski. Þetta er bein afleiðing af eyðilegg- ingarstarfsemi rækjuveiðanna. HVERNIG GÖNGUR STÖÐYAST. — En svo sagðirðu að rækjuveiðarnar hefðu stöðvað fiskigengd inn á Djúpið? — Ég skal játa, að ég fór þá fyrst að herða mig og skrifa greinar um þetta mál, þegar rækjubátarnir fóru að skarka f sjálfu Djúpinu á fiskislóðum, Bjami Sigurðsson í Vigur. Bjarni Sæmundsson fiskifræð- ingur lagði á sfnum tíma megin- áherzlu á það að slfkar upp- eldisstöðvar fisksins, sem inn- firðirnir við Djúp eru, væru al- friðaðar. Hér hefur verið vikið út af þeirri braut sem hann benti á og mun sjást æ betur að hér hafa fiskifræðingarnir brugðizt til stórskaða landi og lýð. Það sem ég vil, er aðeins, að það sé fylgt ráðum Bjarna Sæmundssonar og uppeldis- stöðvarnar frióaðar fyrir fullt og allt því að þá hindruðu þeir bein- línis fiskigengdina. — Og hvernig telurðu að þeir stöðvi gönguna? — Ég skal segja þér sögu, sem gerðist fyrir mörgum árum norður f Aðalvík, þar er það dragnótin sem kemur við sögu, en rækjutrollið verkar alveg eins. Þetta ár kom ógurlegt fiskihlaup í Aðalvík og mokuðu menn fiskinum upp á línu. En fiskimennirnir þurftu að fá salt frá ísafirði og koma verkuðum fiskinum um borð í skip sem flutti' hann til Isa- fjarðar. Nú gerðist það að þeir voru búnir að leggja, þeg- ar skip kom frá ísafirði með saltfarm og urðu mennirnir að fara í það að skipa upp saltinu og skipa út fiskinum. Meðan þeir voru að vinna að uppskipuoinni sjá þeir að drag- nótabátarnir lioma siglandi inn á vfkina, hrúgast J»ar inn og skarka með vörpum. Urðu iiski mennirnir í Aðalvík nú áhyggju- fullir og er þeir reru aftur út til að sinna lóðunum voru þeir sannfærðir um að veiðarfæri þeirra væru stórskemmd. Það kom líka á daginn, þeir fengu slíting af lóðum sfnum, mis- jafnlega mikið. En það sem vakti þó mesta athygli þeirra var að þeir drógu inn tóman dauðan fisk. Tálknin á þeim voru full af leir. Þannig höfðu dragnótabátarnir rótað leirnum upp og drepið fiskinn, hann hafði kafnað. Verst af öllu var þó að eftir skark dragnótabátanna var hlaupið búið og fiskur kom ekki á þessi mið langan tíma á eftir. ÓNÓG RANNSÓKN. Ég hef tekið þetta dæmi um dragnótina af þvf hvað sláandi það er, en allir fiskimenn við ísafjarðardjúp vita, að rækju- trollið hefur sömu áhrif. Ég hef sagt við fiskifræðingana í skrif- um rhínum: Komið þegar Djúp- ið er fullt af fiski og sjáið hvað mikið verður eftir af þeim fiski eftir að skarkað hefur verið á botninum £2 — 3 daga. Ár eftir ár hefur sýslunefnd Norður- Isafjarðarsýslu óskað eftir þvf . að slfk rannsókn fari fram. En það eina sem gert hefur verið var að einn sóiarhring var farið fyrir nokkrum árum á einu varðskipanna inn Djúpið, þegar fiskur var þar ekki og gefið það vottorð að aðeins rækja hefði komið í trollið en enginn fiskur. Ég skal taka það fram, að allir fiskimenn við Isafjarðar- djúp nema rækjuveiðimenn eru af langri reynslu sinni á mfnu bandi f þessu og það hefur ver- ið krafa okkar allra, að rækju- veiðarnar væru bannaðar, en fiskifræðingarnir berja höfði við steininn. Það er fyrst nú þegar rækjan er uppurin sem bilbug er að finna á þeim og þeir fara að banna og takmarka rækjuveiðar, en það er gert í þeim tilgangi að geta hafið rækjuveiðar aftur seinna. En þetta er alveg röng stefna, það á að banna rækjuveiðar fyrir fullt og allt þar sem þær eyði- leggja uppeldisstöðvamar og hindra fiskigengd. Auk þessa tel ég líklegt, að rækjan hafi verkað blátt áfram sem agn fyrir fiskinn. Fiskur- inn hefur fylgt henni eftir lfkt og hann fylgir eftir síldargöng- um. Fiskigöngurnar stöðvuðust áður við rækjuna i Lóndjúpinu og maginri á þeim var fullur af rækju. Framh. á 10. síðu. Samtal við Bjarna Sigurðsson í Vigur um eyðingu rœkju i ísafjarðardjúpi og skaðleg áhrif rœkjuveiða /7 f 7 , r t # ,-. ■ y-.T'7';->■ r.-r'.;--', V ''t• • • r> f ■

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.