Vísir - 26.04.1962, Blaðsíða 16

Vísir - 26.04.1962, Blaðsíða 16
: VISIR Fiqimtudagurinn 26. apríl 1962. Mikilvæg ræða Macs Harold Macmillan forsætisráð- herra Bretlands er kominn til New York og flytur þar mikla ræðu í dag um alþjóðamál. Flytur hann hana í boði Félags ritstjóra í N. Y. Er ræðunnar beðið með eftirvænt- ingu. Við komuna til N. Y. neitaði Macmillan að segja neitt um það, að Bandaríkin hafa nú byrjað kjarnorkusprengingar í lofti á nýj- an leik, en hann kvaðst hlakka til að ræða við Kennedy, persónuleg- ar viðræður væru ávallt gagnlegar, og nóg væru viðræðuefnin nú. — Macmillan fer til Washington á morgun og munu viðræður hans og forsetans taka alls 5 klst. Á laugardag dvelst Macmillan hjá Kennedy í Glen Ora í Middleburg, Virginia, þar sem er sveitasetur Kennedys forseta, og munu þeir ljúka þar viðræðunum að viðstödd um ambassador Breta í Washing- ton David Ormsbye-Gore. Síðdegis ekur Macmillan til Washington og flýgur þaðan til Kanada og ræðir við Diefenbaker um aðild Bret- j lands að Efnahagsbandalagi Ev- j rópu og gerir honum grein fyrir viðræðunum við Kennedy. Ræddu orkubúskap ímorgu Ljósmyndari Vísis tók þessa mynd í hátíðasal Háskólans í morgun, er Jakob Gíslason setti aðra ráðstefnu Verkfræðinga- félags íslands. Klukkan 9:30 í morgun var sett | í hátíðasal Háskóla íslands önnur ráðstefna Verkfræðingafélags fs- lands, að viðstöddum forseta ís-1 lands, Ásgeiri Ásgeirssyni og borg- arstjóranum í Reykjavík og var sal-! urinn nær fullskipaður. Forseti ráð- j stefnunnar, Jakob Gíslason raforku j málastjóri, setti ráðstefnuna með [ stuttu ávarpi, og bauð gesti vel- komna. Ræddi hann stuttlega mikilvægi orkumála fyrir þjóðarhag og mögu- leika á að nota orkulindir okkar til stóriðju. Orkan væri ein þeirra meg instoða sem hagur okkar byggist á og því nauðsynlegt að fylgjast sem bezt með á því sviði. Sérstaklega taldi hann ástæðu til að þakka Norðmönnum góða samvinnu á þessum sviðum, þrátt fyrir það að stóriðja sem hér kynni að rísa, myndi nær örugglega verða í sam- keppni við þá. Einnig þakkaði hann raforkumálaráðherra, Ingólfi Jóns- syni, og ríkisstjórninni vinsemd í garð ráðstefnunnar. Þungt vatn hagstæiasta stóríðjan Fyrsti ræðumaður var Sigurður Thoroddsen, verkfræðingur, sem ræddi vatnsafl íslands. Næst tal- aði Eiríkur Briem, rafmagnsveitu- stjóri, um verð á raforku til stór- iðju. Dr. Gunnar Böðvarsson ræddi þá um jarðvarma til hitunar og iðnaðar. Um orkubúskap íslendinga töl- uðu þeir Jakob Gíslason, raforku- málastjóri, Glúmur Björnsson, hag- fræðingur, og verkfræðingarnir Dr. Gunnar Böðvarsson og Jakob Björnsson. Dr. techn. Frederik Vogt talaði um orkuþörf stóriðnaðar. — Enginn stóriðnaður virð- ist jafn vel fallinn til reksturs á íslandi sem vinnsla þungs vatns, sagði dr. Gunnar Böðv- arsson á ráðstefnu verkfræð- inga í morgun. Dr. Gunnar skýrði þó frá því að niðurstöð- jt í Ghana hefur verið lagt fram lagafrumvarp um að hækka úr 5 árum í 10 og jafnvel 20 ár heim- ildina til að kyrrsetja menn í fanga búðum — án þess að taka mál þeirra fyrir í rétti. ur athugana á stórvinnslu þungs vatns, sem gerðar hcfðu verið orkuráðsfféfnan á vegum OEEC, kjarnfræði- nefndar og raforkumálaskrif- stofunnar væru mjög hagstæð- ar. Hins vegar væri markaður fyrir þungt vatn enn mjög óviss og því væri ekki gerlegt að taka endanlega afstöðu til múlsins. í skýrslu nefndar OEEC frá marz 1962 er talið að markaðsmálin muni óviss fram að 1965, en þá megi gera ráð fyrir að málin taki að skýrast. Hráefnið er vatn, sem nóg er til af, sagði dr. Gunnar, og verð mæti þunga vatnsins er 2-3000 krónur á kílö. Flutningskostnað- ur er þvl hverfandi. Byggingar- kostnaður verksmiðju sem vinn- ur um 100 Iestir af þungu vatni á ári mun talinn um 700 millj. króna. Árið 1958 gerðu brezkir sér- fræðingar samanburð á vinnslu- kostnaöi þungs vatns við elds- neyti á Bretlandi annars vegar og við jarðvarma á íslandi hins ; Ráðstefna þessi er önnur í röð- vegar. Þeir töldu vinnslukostn-. inni af ráðstefnum Verkfræðinga- að á Bretlandi um 4.000 krónur : félags íslands, en sú fyrri var hald- pr. kíló, ef miðað er við 10 ára i in árið 1960, og er fyrirhugað að fymingu tækja. Með sama fyrn- j halda slíkar ráðstefnur annað hvert ingartíma var áætlað verð á ís-! ár. * • iandi kr. 3.500. Sagði dr. Gunn- j ar að nú væri vinnsla þungs j Ráðstefnan heldur áfram eftir há vatns 15-20% hagstæðari hér á ! degið í dag og mun Ijúka seinni landi en í Bretlandi. I hluta dags á morgun. Btthvað annað en gggggggSðSS&jj ; • : • : •' ... • Ljðsmyndari Vísis tók þessa mynd í morgun í portinu hjá Timburverzlun Áma Jónssonar Laugaveginum og sýnir hún trésmiði vera að setja þilplötur inn í bíla sína. austantjaldsvaran Ásókn trésmiðn í finnskar þiiplötur Það var uppi fótur og fit með- al trésmiða bæjarins í morgun, en þeir höfðu haft fregnir af því að timburverzlun Áma Jóns- sonar ætlaði að selja nokkurt magn af finnskum harðtex-piöt- um, en fram til þessa hafa ein- göngu fengizt hér austantjalds- plötur, þar sem viðskiptin eru bundin. En finnsku plötumar em bæði miklu betri vara og auk þess ódýrari, þar sem ein plata af þeim kostar kr. 69,50 en samsvarandi pólsk plata kr. 94,00. Þegar timburverzlunin var opnuð kl. 8 í morgun höfðu um 50 húsgagna- og húsasmiðir safnazt þar saman, allir með bíla til að taka plötumar. Var talsverður atgangur þar er þeir komu inn á afgreiðsluna og vildu kaupa sem allra mest af þessum ágætu plötum. Timburverzlunin hafði fengið 1600 plötur, en þegar fyrsti : kaupandinn Jón Gíslason tré- , smiður í Bjarkargötu kom að borðinu og sagði „Ég ætla að fá eins margar plötur og mögulegt er“, þá varð það Ijóst, að ó- hjákvæmilegt væri að skammta : sendinguna. Þá vildi kaupandi ! fá að minnsta kosti hundrað plötur en raunin varð sú að hver gat aðeins fengið um 20 plötur. Annar í röðinni var maður frá byggingafélagi verkamanna, sem spurði hvort hann gæti ekki fengið a. m. k. 150 plötur, en hann varð að sæta skömmtun- inni. En allar plötumar seldust 1 upp á tæpri klst. Timburverzlunin fekk þessar finnsku plötur út á Global- kvóta. Enn vom um 1000 plötur eftir úti í Finnlandi og munu þær koma með Tungufossi í maí- mánuði. En þessi aðsókn í morg un sýnir hvert álit almenningur hérlendis hefur á viðskiptunum við austantjaldslöndin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.