Vísir - 26.04.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 26.04.1962, Blaðsíða 8
VISIR Fimmtudagurinn 26. apríl 1962. .J Otgetandi Blaðaútgatan VTSIR Ritstjórar- Hersteinn Hðlsson Gunnar G Schram Aðstoðarritstjón \>:e\ rhorsteinsson Fréttastjóri- Þorsteinn O "horarensen Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsir.gr ip afgreiðsla .gólfsstræti 3 Áskriftnrgjald et 45 krónut "• mánuðt f lausasclu 3 kt unt Sfmi 11660 (5 linur) Prentsmiðia /Isis - Edd a h.t -------------—----------------------------------t Afmæli Verkfræðinga- félagsins Um þessar mundir er Verkfræðingafélag Islands 50 ára. Á félagsævi þess hefir ísland tekið stórkost- legum stakkaskiptum. Þegar félagið var stofnað bjuggum við enn að frumbýlingshætti. í dag höfum við tekið tæknina meir í þjónustu okkar en fjölmarg- ar aðrar þjóðir. Það er ekki ofmælt, að verkfræðin, tæknin, hafi skapað hér stórum bætt lífskjör og auk- ið velmegun landsins barna hröðum skrefum. Merk- asta hlutverk íslenzkra verkfræðinga síðustu hálfa öldina hefir ekki einungis verið það að stýra tækni- byggingu til sjávar og sveita, heldur hitt, að þeir hafa bent á möguleikana og hvatt til stórræðanna, sem leikmenn vildu oft ekki í Ieggja. Þeir hafa verið sann- ir framfaramenn og áræði þeirra og stórhugur hefir byggzt á traustum fræðagrundvelli. f dag munu vera hér álíka margir verkfræðingar hlutfallslega og á öðrum Norðurlöndum, en þó dvelj- ast 50 þeirra erlendis. Samt er Ijóst, að áframhald- andi uppbygging landsins krefst aukins fjölda tækni- menníaðra manna, og þá ekki síður tæknifræðinga en verkfræðinga. Með því að búa tæknimönnum góð kjör tryggjum við, að ísland mun ekki fara varhluta af verklegri menningu nútímans. Við erum nú stadd- ir á þröskuldi stóriðjunnar; öld hinna ónýttu tæki- færa er liðin. Með háþróaðri verkmenningu mun okk- ur fært að tryggja næga atvinnu í landinu og hag- sæld þjóðarinnar á ókomnum árum. Viðreisnin í beinhörðum tölum Hagstofan hefir reiknað út, að aldrei hefir vöru- skiptajöfnuðurinn verið hagstæðari en þrjá fyrstu mánuði þessa árs. Varð hann þá hagstæður um 192 millj. króna. í fyrra var hann hagstæður, en árið þar áður óhagstæður um 197 millj. króna. Hér hefir orðið gífurleg breyting til batnaðar. Þessar tölur sýna hve gjörsamlega hefir verið skipt um stefnu í efnahagsmálum þjóðarinnar. Áður var stýrt niður á við, út í fenið. Nú hefir skipið verið rétt við. I stað þess að tæmast gildna gjaldeyrissjóðir þjóðarinnar með hverjum mánuðinum. Nú á þjóðin gjaldeyrissjóði að upphæð 704 milljónir króna, en þeg- ar viðreisnin hófst var gjaldeyrisskuld bankanna 216 milljónir króna. Og það er sama á hvern þátt þjóðarbúsins er litið. Alls staðar sjást batamerkin. Sparifé lands- manna fcefir aldrei verið eins mikið og nú, um 620 milljónir. Og skyldi það ekki sýna velmegun almenn- ings, ef hann leggur svo mikið fyrir? Daglega reyna framsóknarmennirnir og komm- únistar að telja fólki trú um það, að viðreisnin hafi mistekizt. En þeir passa sig vandlega á því að birta engar tölur. Það er heldur engin furða. Tölurnar eru nefnilegar allar hagstæðar viðreisninni, en óhagstæð- ar stjórnarandstöðunni. i i í t . 1 l i t » .1 11 1 í ‘, 4 i j j 1 i 1 i ‘ l l i I i l x t j L í l sent Við verðum að hægja ferð- ina, sagði skipstjórinn. Þetta var gamall og reyndur skipstjóri. Hann stóð með mönnum sínum uppi í skipstjórnarklefanum. Þokan var skollin yfir og þeir voru komnir inn á hafíssvæðið. Skipstjórinn ætlaði að gefa fyr- irskipun um að hægja ferðina. En með skipinu var einnig forstjóri skipafélagsins. Hann krafðist þess að haldið væri á- fram með fullri ferð. Hann taldi mikið f veði, hlutabréfaverð á verðbréfamarkaðum. — Hann heimtaði að allt yrði gert til þess að skipið ynni bláa bandið, setti hraðamet í siglingu yfir Atlantshafið. Skipstjórinn komst í vanda, ■ þegar hann fékk fyrirmæli for- stjórans. Loks svaraði hann: Fyrirmælum yðar verður hlýtt, það verður ekkert dregið Ur ferð inni. ★ Vegna þessa gerðist fyrir 50 árum eitt ægilegasta og mesta sjóslys sögunnar. Risafarþega- skipið Titanic geystist með full- um hraða gegnum þokuna um hafið alsett borgarísjökum. Og allt í einu gekk skipið með full- um krafti frá vélunum, tugþús- unda hestafla á einn borgarís- jakann. Þannig er þjóðsögnin um það hvers vegna hið mikla hafskip fórst. Enginn veit þó fyrir víst, hvort sagan er sönn. Forstjórinn Bruce Ismay var með skipinu og hann bjargaðist. Hann kvaðst ekkert hafa skipt sér af skipstjórninni, en hins vegar er það vitað að skipafé- lagið lagði mikla áherzlu á það að met yrði sett. Slíkt yrði skip- inu og félaginu til mikils álits- auka. ★ -Svo mikið er víst, að Titanic sigldi með 21 hnúta hraða á fs- jakann. Þó er álit manna, að mjög litlu hafi munað að skipið slyppi við ísjakann. Höggið kom utan á kinnunginn og vatn foss- aði inn í fimm vatnsþétt hólf skipsins. Það er álit manna, að ef Titanic hefði siglt nokkrum metrum lengra til hliðar hefði það sloppið við áreksturinn. Titanic hefði þolað sjó I tvö hinna vatnsþéttu hólfa, en nú fór það að sökkva. ★ Á skipinu áttu að vera 1316 farþegar og 891 manns áhöfn. Það er engum ofsögnum sagt af því, að mikill glaumur hafi ver- ið um borð. Með skipinu var hópur mestu auðjöfra frá Evr- ópu og Ameríku og með því að þetta var jómfrúarferðin voru sifelld veizluhöld og glasa- glaumur í viðhafnarsölunum. Og rétt í þann mund sem árekstur- inn varð um miðnætti 14. apríl 1912 stóðu dansleikir enn yfir 1 samkomusölunum og það var skálað í kampavíni. Það er vitað hve mörgum var bjargað 393 konum og börnum, 119 karlmönnum úr hópi farþeg- anna og 139 mönnum af áhöfn- inni. En með því ekki er vitað nákvæmlega um fjölda fólks sem var á skipinu er tala þeirra sem drukknuðu áætluð 1490 til 1517. En það eitt er víst, að mikið vantaði á að nægilega margir björgunarbátar væru á skipinu. Björgunartæki voru aðeins fyrir helming fólksins. Það var barizt um rúmið í björgunarbátunum, ? en margir karlmenn sýndu frá- S bært sálarþrek er þeir létu kon- i' ur og börn ganga fyrir um björg < unarrúm. ? ★ Titanic var búið loftskeyta- tækjum, sem Marconi hafði S fundið upp um aldamótin. Fleiri <* stór hafskip voru einnig komin S með slík tæki. Loftskeytamað- <j urinn Phillips að nafni kom til ji skipstjórans og spurði: „Á ég að <[ senda út neyðarkallilð CQD (come quickly, danger). Komið <[ fljótt hætta“. En skipstjórinn ]> svaraði: „Við skulum senda út <[ nýja neyðarkallið SOS (Save ]> our souls) Bjargið sálum okk- <[ ar. Og þetta gerði loftskeyta- ]» maðurinn. Kl. 0,45 var SOS <[ merkið sent út í fyrsta skipti. ]» Það skip sem næst var „Cali- <[ fornian" heyrði ekki skeytin. ]» En skipstjórnarmenn á því voru <[ svo nærri að þeir sáu hvítum ]» eldflaugum skotið. — Þetta er f undarlegt fyrirbæri sögðu þeir, > en gerðu ekkert í málinu. Héldu t aðeins áfram siglingunni. Klukkan 2,20 um nóttina sökk '[ Titanic og það var ekki fyrr en 5 undir morgun sem hjálp barst. , ★ !» Titanic slysið er eitt ægileg- asta sjóslys, sem nokkru sinni hefur orðið. Það er þó ekki hið ]' mesta, því að vorið 1945 fórust s 5220 þýzkir flóttamenn frá ]• Austur-Prússlandi með skipinu Goya 1 Eystrasalti. ,» En þegar Titanic-slysið varð hrukku menn við. Enginn einn atburður hefur orðið jafnmikið < til að vekja upp kröfur um auk- 5 ið öryggi á skipum. \ Titanic-slyssins er enn minnzt > um allan heim og enn halda á- < fram að myndast sagnir um ]> þennan viðburð. <t * < 50 ár síðan Titanic fórst \ { \ V ( ' ) "r * V I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.