Vísir - 26.04.1962, Blaðsíða 10
7 ’SIR
Fimmtudagurinn 26. apríl 1962.
w
Fiskifræðinfprnir —
Frtí. af bls. 9
FISKIFRÆÐINGARNIR
HAFA BRUGÐIZT.
— Af öllu því sem þú hefur
sagt verður það greinilegt, að
þú telur að fiskifræðingarnir
eigi sök á því hvernig komið
er, bæði að rækjan hefur eyðzt
og að eyðilegging hefur orðið á
uppeldisstöðvum.
— Já, ég tel að framkoma
þeirra í þessu máli sé mjög al-
varleg og skil ekki hverskonar
andi ríkir meðal þeirra. Þeir
hefðu einmitt eins og Bjarni
Sæmundsson átt að hafa for-
göngu um friðunaraðgerðir, en
ekki að halda verndarhendi yfir
rækjuveiðunum jafn skaðsam-
legar og þær hafa verið. Þeir
hafa heldur ekki hugsað um að
koma á staðinn fyrr en í ótíma
og kynna sér þetta vandamál
frá fyrstu hendi, heldur hafa
þeir Iátið við það sitja að rann-
saka rækjuna „á skrifstofum“.
Þeir eru heldur ekki í sam-
bandi við sjálfa fiskimennina til
þess að geta notfært sér þá
þekkingu sem þeir hafa á þess-
um málum eftir langa reynslu.
Þetta er allt mjög alvarlegt
mál, það er í rauninni sama
kyns og það að geta ekki tekið
af skarið og friðað þó ekki
væri nema um stuttan tfma á
ári hverju eitthvað af hinum
miklu hrygningarsvæðum fyrir
Suður- og Vesturlandi í stað
þess að halda þar áfram taum-
lausri rányrkju um hrygningar-
tímann, sem efalaust á rfkan
þátt í hrörnun fiskstofnsins
kring um Iandið okkar.
ViSskiptavinum vorum í Hafnarfirði viljum
vér benda á það, að
Sögfræðgssbifsfda Árnq Grétars
Finnssonar ,Strandgötu 25,
tðafnarfirði, sími 51177,
* /
hefur nú tekið við umboði fyrir allar deildir
félagsins.
Væntum vér þess að hinum nýja umboðs-
manni verði sýnt sama traust og hinu frá-
farandi umboðsmanni hr. V. Long hefur not-
ið um árabil.
aqlslands?
Ingólfstræti 5. Sími 11700.
KJORSKRA
fyrir Garðahrepp
til sveitastjómar- og sýslunefndarkosninga liggur
frammi í skrifstofu hreppsins til 22. maí n.k.
Kærufrestur er til 2. júní og skulu skriflegar kærur
hafa borist skrifstofu hreppsins fyrir þann tfma.
Sveitastjórinn í Garðahreppi.
OLIVETTI
Aðstoðarmaður
Óskum að ráða aðstoðarmann, 18 — 20 ára, til starfa
við sölu og dreifingu á Olivett-skrifstofuvélum. Um-
sækjandi þarf að hafa lokið Verzlunarskólanámi, eða
hliðstæð menntun. Áhugi á vélum og kunnátta í ensku
og einhverju Norðurlandamáli æskileg. Hér er um
framtíðarstarf að ræða, því vélvæðing á skrifstofum
er að aukast. Olivetti verksmiðjurnar, stærstu skrif-
stofuvélaframleiðendur í Evrópu, koma stöðugt með
nýjar gerðir véla á markaðinn, bæði „mekaniskar".
og „eletróniskar". Umsóknir, með upplýsingum um
menntun og fyrri störf, óskast sendar til vor fyrir 28.
þ. m. Fyrirspurnum ekki svarað i síma.
G. Helgason & Melsted hf.
Hafnarstræti 19 Rauðarárstíg 1
Aðalfundur Nemendasambands
Verzlunarskóla Islands var nýlega
haldinn. Fráfarandi formaður Nem-
endasambandsins, Sigurbjörn Þor-
björnsson, skrifstofustjóri, greindi
frá því að stofnað hefði verið fuíl-
trúaráð innan sambandsins, sem
skipað er einum fulltrúa frá hverj-
um árgangi, er brautskráðst hefur
frá Verzlunarskóla Islands. Árgang
ur sá, er lýkur burtfararprófi frá
skólanum í ár, er 55. í röðinni, en
fyrsti árgangurinn brautskráðist
árið 1907 og voru í honum 10 nem-
endur. Þá var og skýrt frá fjár-
öflun meðal eldri nemenda til
stuðnings byggingasjóði verzlunar-
skólans.
Hið árlega nemendamót sam-
ndsins verður að þessu sinni
haldið í Lídó þann 30. apríl og er
búizt við fjölmenni, sérstaklega af-
mælisárganga.
Stjórn Nemendasambands Verzl-
unarskóla Islands var öll endur-
' jörin ,en hana skipa Sigurbjörn
Þorbjörnsson, formaður, Njáll Sí-
monarsón, varaformaður, Ólafur
Briem, ritari, Örn Valdimarsson,
gjaldkeri og Kristinn Hallsson.
WAit FAGNAÐ
SIM HETJUM
Siglfirzku skíðamennirnir,
sem þátt jku í landsmótinij á
Akureyri, komu heim á annan
páskadag eins og komið hefur
fram í fréttum útvarpsins. —
Hlutu þeir 14 fyrstu verðlaun
af 20 mögulegum.
Á bryggjunni var mættur
fjöldi fólks til þess að fagna
þessum fræknu sigurvegurum.
Bæjarstjóri hélt ræðu fyrir
minni íþróttamanna og þakkaði
þeim framúrskarandi árangur
og jafnframt færði hann þeim
10 þús. kr. gjöf frá bæjarstjórn
Siglufjarðar. Guðmundur Árna-
son þakkaði fyrir hönd Skíða-
félagsins.
Lúðrasveit Siglufjarðar lék
nokkur lög á bryggjunni. Hér á
Siglufirði munu 58 af hundraði
bæjarbúa hafa gengið Skíða-
landsgönguna. ÞRJ
Kaldan
kokkteil
Það verður ekki um Banda-
ríkjamenn sagt, að þeir reyni
ekki allar leiðir til að koma
framleiðslu sinni á framfæri við
kaupendur. Nýjasta nýtt þar í
landi er að fá Martini-kokkteil
frystan. Hann er frystur eins og
„íspinni“, og eiga neytendur að
sleikja hann eða bryðja molann
— eftir því hvað þyrstir þeir
eru.
/jb róttir -
framh. af 2 síðu
Þjálfaranámskeið eru nú haldin
bæði í Danmörku og Noregi og
þangað verða nú sendir 3 menn.
Pétur Bjarnason er á förum til Sví-
þjóðar á námskeið, sem haldið verð
ur 5. til 7.r. aí n.k., en Pétur mun
dvelja nokkru ler.gui þar í landi.
Pétur hefur unnið geysimikið
kennslustarf hjá Víkingi og öðrum
fremur átt þátt í að vinna félagið
upp , handknatJeiknum. Til Dan-
merkur fara á þjálfaranámskeið
tveir menn. beir Matthías Asgeirs-
50n, sem ei þjálfari Keflvíkinga, og ,
Þórarinn Eyþórsson úr Val. Fara t
þeir til Vejle, jg sækja námskeið 1
íþróttaskólans þar í ágústmánuði,
n.k.
„Taugastríð tengdamömmu“ hefir nú verið sýnt átta sinnum
í Iðnó við mikinn fögnuð og þykir flestum sprenghlægilegt
. ekld síður en sú „Tannhvassa“. Næsta sýning verður í kvöld.
> Halldór Pétursson listmálari teiknaði þessa skopmynd úr
') „Taugastríðinu“ og sýnir hún leikarana (frá vinstri): Brynjólf
i Jóhannesson, Arndísi Bjömsdóttur og Guðmund Pálsson.
Fulbright-styrkir
Menntastofnun Bandaríkjanna á
íslandi (Fulbright-stofnunin) aug-
lýsir eftir umsóknum um ferða-
styrki, er hún hyggst veita íslend-
ingum til náms við háskóla eða
aðrar æðri menntastofnanir í
Bandaríþjunur á námsárinu 1962-
’63. Styrkir þessir munu nægja
fyrir ferðakostnaði frá Reykjavík
til þess bæjar, sem næstur er við-
komandi háskóla og heim aftur.
Með umsóknum skulu fylgja af-
rit af skilríkjum fyrir því, að um-
sækjanda hafi verið veitt innganga
í háskóla eða aðra æðri mennta-
stofnun í Bandaríkjunum. Einnig
þarf umsækjandi að geta sýnt, að
hann geti staðið straum af kostn-
aði við nám sitt og dvöl meðan
hann er í Bandaríkjunum. Þá þarf
umsækjandi að ganga undir sér-
stakt enskupróf á skrifstofu stofn-
unarinnar og einnig þarf hann að
sýna heilbrigðisvottorð. Umsækj-
endur þurfa að vera íslenzkir rikis-
borgarar.
Umsóknareyðublöð er hægt að
fá hjá Menntamálaráðuneytinu,
hjá skrifstofu Menntastofnunar
Banuaríkjanna, Laugaveg 13, 2. h.,
og hjá Upplýsingaþjónustu Banda-
ríkjanna sama stað á 5. hæð. Um-
sóknir skulu sendar í pósthólf nr.
1059, Reykjavík fyrir 18. maí n.k.
SAMKEPPNI
um skipulag miðbæjar, i Hafnorfirði
Ósóttar tillögur og skilatrygging er afhent í Bygg-
ingaþjóriustu Arkitektafélags íslands að Laugavegi
18A til laugardagsins 5. maí n. k.
1 Starfsmaður dómnefndar.