Vísir - 26.04.1962, Blaðsíða 15

Vísir - 26.04.1962, Blaðsíða 15
Fimmtudagurinn 26. apríl 1962. /'SIR 15 CECIL SAINl-LAURLNl = íCAROUNt CHERlt) 19 — Minnstu ekki á hana. laun heyrir ekkert. Hún er í heim- sókn hjá frændfólki í Poitou og hefur fengið lungnabólgu, svo að hún kemur ekki : bráð. Við erum einar. Lofaðu mér nú að hjálpa þér að hátta. Án þess að bíða eftir svari reis Inez upp og hjálpaði henni að afklæðast. Svo lyfti hún upp rúmteppinu og dró hana til sín og faðmaði hana að sér, og Karolína gleymdi sér við atlot hennar, að fölva sló á minninguna um ævintýrið í skóginum, það var sem daufur forleikur að þeirri sælu að hvílast hjá Inezi. Eftir afturkomuna í klaustrið var Karolína gerbreytt. Henni var sama um allt og hún gekk um eins og í leiðslu og fór þetta auðvitað ekki fram hjá skóla- systrum hennar. — Stundum neytti hún vart matar, stund- um tók hún gíruglega til fæð- unnar. Oft kom það fyrir, að hún kipptist við í kennslu- stund, ef kennarinn vék sér að henni með einhverja spurningu. Hún hafði þá verið víðs fjarri i huganum. Og samt fannst henni, að hún hefði aldrei verið ham- ingjusamari. iiun gerði ser enga grein lyrir, að meðal skólasystranna voru margar, sem gerðu sér grein fyr- ir hversu varið var vinfengi hennar og Inezar, en þegar litið var á hana með háðsbrosi á vör eða jafnvel verið með hnjóðsyrði í návist hennar, svo að hún glöggt mátti heyra, varð hún hvorki reið eða skömmustuleg, því að hún sá blátt áfram ekkert 1 ljótt við þau bönd ástar, sem knýttu hana við Inezi, en henni var nautn að samvistunum við hana. Hið eina, sem hún hafði áhyggjur af var, að Antoinette kæmi aftur. Það var'nú komið fram á útmánuði — þrír mánuðir liðnir frá jólum. Systir María Angela kom og skírði þeim frá líðan hennar og gaf í skyn, að hún mundi brátt koma aftur í klausturskólann. Stundum sagði hún þær fréttir, að henni hefði versnað aftur. Eitt sinn, á bæn- arstund við messugerð, gat Karo lína ekki bægt frá ósk um það, að Antonette yrði svo veik, að' hún kæmi ekki aftur í skólann. I En dag einn var endir bund- | inn á þetta allt, því að morgun I nokkurn safnaði priorinnan sam- an ölium nemendum á skóla- vanginum. Kvað hún nú mundu verða gengið í kirkju og hlýtt messu og bað hún þær að minn- ast Antoinctte Massé í bænum sínum, því að hún væri dáin. Þetta var Ijómandi fallegan vordag. Ekkcrt ekki einu sinni þessi tilkynning skyggði nema st'itta stund á gleði hinna ungu stúlkna. í frístundum voru þær glaðar að leik sem jafnan — allar nema Karolína I-Iún var ekki með í leik og glcði — dró sig í h!é. Henni fannst, að hún ætti sök á dauöa Antoinette. hún hafði óskað þess, að henni versnaði, og nú var hún dáin. Hún sá föileitt andlit hennar fyrir hugskotssjónum sínum og henni fannst hún heyra hana mæla lágum, ‘döprum rómi: „Þú mátt ekki halda, að ég . sé þér fjandsamlega.“ Þegar Karolína stóð þarna ein, í þungum þönkum, var allt í einu snert við öxl hennar, og hún kipptist við. Hún vaið þess aftur vör, að sólin skein í heiði, og hún heyrði hlátur skólasystr- anna. Það var Marie-Angéla, sem snortið hafði við henni, og nú horfði á hana rannsakandi aug- um: ,,Þú ert eins og viðutan, stúlka mín, — eins og pú lifir í ein- hverjum draumaheimi Og þú ert beri gleði lífsins vitni skapar- svo dapurleg á svip, þótt allt anum til lofs og dýrðar. Nunnan tók undir hönd henn- ar og leiddi hana burt með sér. — Komdu, við skulum ganga spölkorn. Guð mun vafalaust gefa okkur þrek til þess að sigr- ast á sorg þinni, ef þú sýnir mér trúnað. Hún leiddi Karolínu inn í lauf skála, þar sem skólastúlkunum var annars bannað að koma. Hún settist á steinbekk og bauð Karolínu að setjast hjá sér. — Hefur einhver angrað þig, vina mín? Ég bið yður að spyrja mig eltki — mér —, Karolína þagn- aði skyndilega. — „Mér þykir þetta svo leitt“, var það kennske það, sem þú vildir sagt hafa? Það hlýtur að vera gcð vinstúlka, scm hefur gert þér á móti, mjög kær. Ég licfi veitt því athygli, að þið Inez eruð mjög góðar vinstúlkur. Var það hún? Hafið þið deilt? Það koma oft -upp smádeilur milli vinstúlkna. Það er Inez, — er það ekki? Karolína .þagði. Andartak kom heift fram í .augu nunnunnar, en hún stillþi sig og rnælti í sama blíðurómi, en dálftið skjálfradd- aðri: — Svaraðu mér, vina mín. Ég 1 ; er þér vinveitt og vil hjálpa þér, en segðu nú allt af létta ,allt — — Það lítur út fyrir, systir, að þér óskið einhverra upplýs- inga frá Karolínu, var allt í einu sagt. Kannske ég geti svarað. Inez stóð allt í einu fyrir fram- j ar. þær. Hún hlaut að hafa farið ■ í humáttina á eftir þeim. Hún virtist ekki reið, en horfði með ströngu rólegu tilliti á nunnuna, | sem reis á fætur, og var á svipin, ! eins og hún hefði aðhafst eitt- hvað rangt, og án þess að svara 1 hinni ósvífnu spurningu Inezar, benti hún í áttina til skólavangs- ins og mælti. Það er nóg talað. Farið til I skólasystra ykkar, börn. Inez hlýddi og gengu þær sam hliða Karolína og hún. Á leið í teiknitímann hvfslaði Inez að henni: — Ég veit, að þú gerir þér grein fyrir, að þú þarft ekki að trúa systur Mariu-Angelu fyrir neinu. Og þegar þú skriftar, T A R I N IN SPITE OF K.UE.\N'S ÞEOTESTS, TA.KZAN ANÞ SAW FLATT WEfTE LE!7 TO THE AKENA. T&UWFETEKS HEKALC7EP THE FOK.THCOAMNS EVENT TO THE POPULACE. Johm CílAWO Dnir.*'bVútn "."Í'.Vtur* Syndli "now^tauntep THE <INS,"|'VE FECIFEF THAT ONLV ONE THE FIGHTINS— SWr'tJííf fjí.VAvítí *g:vy'i Þrátt fyrir mótmæli Kurans voru Tarzan og Sam Platt leiddir út á leikvanginn, þar sem þeir eiga að berjast fyrir lífi sínu og er allri þjóðinni tilkynnt um þennan við- burð. Þegar bardaginn skyldi hefjast kallar Ura konungur á fangana oog segir: — Ég hef ákveðið að aðeins annar ykkar skuli berjast, — þú "yOU;" HE LEEKEI7, FOINTINS TOTHE AFE-WAN. ''WITH ONLV A K.NIFE \" 0-g,-jblO þarna, segir hann og bendir á Tarz an. Og þú færð aðeins að hafa einn hníf. 8arnasagan öS hafsion — U — Þegar Kalli stóð þarna í öngum sínum og sá hafið nálgast óðum, tók hann allt í einu eftir hafsíunni, þar sem hún sveif fyrir neðan þá. Blátt ljós fór að skína út frá kúpl- inum, og því lengra niður sem þeir hröpuðu, því sterkara varð ljósið. „Guði sé lof. Þetta ljós var einnig í kúplinum, þegar hafsian hóf sig á loft. Það getur aðeins haft eina merkingu ...“ Kalli flýtti sér aftur til káetunnar. Vísindamaðurinn stóð og vann við eitt af tækjun- um. „Hafsían min hagar sér ná- kvæmlega eins og ég hafði gert. ráð fyrir,“ sagði hann. „Hið hraða ' fall hefur gefið henni aukna orku. Mig skyldi ekki undra, þótt bláa ljósið væri kviknað á ný. Og við munum ekki brotna i spón, heldur þvert á móti hífast aftur á loft.“ Það var á því augnabliki, sem Kalli kom askvaðandi inn: „Hafsian er orðin blá,“ hrópaði hann. „Það táknar auðvitað, að við hækkum aftur flugið, og það vil ég *ekki hafa. Komdu út gamli vinur,“ sagði hann við stýrimanninn. „Við skul- um sjá þetta bölvað apparat hrapa í sjóinn.“ Oft hugsa ég um það, hvað mað- ur ætti að gera við tímann ef mað- ur liefði ekki sjónvarpið. segðu þá prestinum ekki neitt um okkur, mig og þig, þótt hann reyni að hafa eitthvað upp úr þér. Þú þarft ekkert að óttast. Hálfum mánuði síðar gerðist ung stúlka herbergisfélagi þeirra. Hún hafði áður verið i herbergi með tveimur telpum. Þessi stúlka, Eugéne de Senoire, var dóttir þingforstans í Macon, lítil stúlka og dökkhærð. Hún var nýkomin í klaustrið og hafði vakið athygli fyrir fjör sitt og hnittileg tilsvör, en níðyrt gat hún verið, svo að sumum svéið undan. Hún var ein hinna fáu, sem Inez talaði við. Og eftir að hún varð svefnherbergis félagi þeirra virtist vinátta þeirra fara hratt vaxandi. Kvöld nokkurt, er Karolína fór nokkuð seint í háttinn, heyrði hún, er hún var í þann veginn að opna dyrnar, að þær deildu Eugénie og Inez. — Ég sætti mig ekki lengur við þessar kapellu-heimsóknir þínar, hrópaði Eugénie — og að systir Marie-Angela spilli milli okkar. — Þig mun iðra, að þú hefur hlaupið á þig, sagði Inez rólega, og hélt svo áfram: — Þú veizt, að ég vil allt gera til þess að gera þig ham- ingjusama. Hefi ég ekki þegar sýnt það. — Með því, að láta stelpu- kjánann róa, ha? Ég vil ekki hana lengur hér, —- þú verður að fá systur Mariu-Angelu til að flytja hana. Þú hugsar ekki rökrétt. Þú krefst þess, að ég biðji systur Mariu-Angelu, en jafnframt að ég slíti tengsl við hana — en geri ég það fæ ég ekki að vera hér lengur. Svona, gráttu ekki! Karolína opnaði dyrnar. • — Nei, sagði hún við Eugenie, gráttu ekki — ég skal sjá um, að ég þurfi ekki að valda ykkur ónæði framar. Hún sneri sér að Inezi. — Ég hlustaði á tal ykkar. Láttu þér ekki detta í hug, að þú getii\ kvalið mig, eins og þú kvaldir Antoninette. Við höfum ekkert frekar um að ræða. — En ég þarf við þig að tala, hrópaði Eugenie, enn grátandi, — þú , þú ert — Óljóst var hvor byrjaði, en þær voru á augabragði komnar í vhár saman, og beittu óspart nöglunum. Karolína stóð betur að vígi þar sem hún var al- klædd, og hafði betur, og varð Eugenie að kalla á Inezi sér til hjálpar, en hún hafði staðið við dymar með hæðnisglotti á vör. — Inez, Inez, hrópaði Eugenie.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.