Vísir - 26.04.1962, Blaðsíða 7
Fimmtudagurinn 26. apríl 1962.
VISIR
7
MINNING
Magnús Kjaran
stórkaupmaður
Útför Magnúsar Kjaran stór-
kaupmanns er gerð í dag, en hann
andaðist skyndilega að heimili sínu
hér í bæ þriðjudaginn 17. þ. m.
tæpra 72 ára að aldri. Magnús var
fæddur 19. príl 1890 í Vælugerði
í Flóa. Foreldrar hans voru Tómas
Eyvindsson í Dúðu, Jónssonar í
Sauðtúni í Fljótshlíð Eyvindssonar
og kona hans Sigríður Pálsdóttir,
hreppstjóra á Selalæk, Guðmunds-
sonar.
Magnús ólst upp í foreldrahúsum
hér 1 Reykjavík, ásamt stórum
systkinahóp og var snemma settur
til starfa. Hann lauk fjögra ára
praktísku verzlunarnámi eins og
þá tíðkaðist, og sat einnig í Verzl-
unarskóla Islands fyrsta starfsár
skólans. Kom síðar í Ijós, að þessi
námsundirbúnhigur reyndist hinn
traustasti grundvöllur, er fang-
brögðum var beitt við stærri og
meiri verkefni síðar á lífsleiðinni.
Hér er þó sá undirbúningsskóli
2nn ótalinn, sem mótaði Magnús
neira en flest annað í æsku, að
íans eigin sögn. Hann gekk ungur
ingmennafélagshreyfingunni á
lönd. Innan vébanda hennar hasl-
iði hann sér völl, svo sem títt var
im marga vaska drengi í byrjun
aldarinnar. Áhugamálin og verk-
efnin voru mörg og háleit. ís-1
lenzka þjóðin skyldi rétta sig úr
kútnum. Ný tækni tekin í þjónustu
atvinnuveganna og landið ræktað.
Þó var sú hervæðing hugans, sem
þessi sveit ungmennafélaga ástund-
aði, ef til vill enn þýðingarmeiri.
Drengskapur var dyggð og ætt-
jarðarástin var glædd. „Starfið er
margt, en eitt er bræðra bandið,
boðorðið.........það er að elska,
byggja og treysta á landið", var
boðskapur, sem þessir ungu menn
vildu flytja. Einkunnarorð ung-
mennafélaganna var heldur engin
tæpitunga eða hálfkveðin vísa,
heldur skilorðslaus tjáning og
skuldbinding: Islandi allt.
Það fer ekki á milli mála, að
þeir sem kynntust Magnúsi, veittu
því athygli, að hann bjó alla ævi
að þessum hugsjónum, sem hann
tileinkaði sér ungur og voru hon-
um síðar leiðarljós á lífsleiðinni.
II.
Þegar Magnús Kjaran lézt var
hann löngu orðinn þjóðkunnur
maður og bar margt til: Andlegt
og líkamlegt atgervi, mikil og rík
félagshygga og frábærir skipulags-
hæfileikar. Allir þessir eiginleikar
eiga sinn þátt í, að eftir honum
var tekið og verksvið hans várð
óvenju vítt og margþætt, þegar
litið er um farinn veg.
Magnús var verzlunar- og kaup-
sýslumaður af lífi og sál. I þessu
efni var hann þó í senn bæði af
gamla og nýja skólanum. Staðgóða
vöruþekkingu og verkkunnáttu
hafði hann í veganesti frá lær-
lingsárunum, en hin sívökula við-
leitni hans að vinna að bættum
verzlunarháttum og reyna nýjar
og hagkvæmar leiðir í viðskiptum,
virtist honum beinlínis í blóð bor-
in. Af fyrirtækjum þeim, er Magn-
ús veitti forstöðu um skemmri eða
lengri tíma, skulu aðeins fá nefnd.
Hann gerðist meðeigandi í Verzl.
Liverpool 1918 og rak hana sem
einkaeigandi frá 1925—30. Er það
mál manna, sem til þekktu, að á
þessum árum hafi Magnús bein-
Iínis gerzt brautryðjandi um bætta
vörudreifingu og snyrtimennsku f
allri afgreiðslu. Árið 1930 stofnaði
Magnús sína eigin heildverzlun,
sém jafnan síðan hefir verið kennd
við nafn hans. En erfiðir tímar
fóru í hönd. Heimskreppan mikla
reið yfir og í kjölfar hennar, hér
á íslandi, sigldu gjaldeyrishöft og
einkasölur.
Þetta voru erfiðir tímar fyrir
unga og lítt gróna verzlun, enda
reyndist svo, að ýmsar þær vörur,
er Magnús hugðist verzla með,
urðu háðar hinum ströngustu inn-
flutningshöftum, eða innflutningur
skipti við Svíþjóð. Magnús Kjaran
kom þar nokkuð við sögu sem
stjórnarforipaður Sænsk-ísl. verzl-
unarfélagsins.h.f., en það fyrirtæki
hafði allmikil viðskipti við sænsk
firmu. Magnús var um langt ára-
bil sænskur konsúll hér á landi.
Að lokum nefni ég hér fyrir-
tæki, er Magnús hafði einnig af-
skipti af sem stjórnarformaður um
margra ára skeið, en það er Bók-
fellsútgáfan h.f. Að sjálfsögðu
hafa viðskiptasjónarmið ráðið tals-
Magnús Kjaran.
þeirra var falinn ríkiseinkasölum.
En Magnús hélt velli og fyrirtæki
hans varð brátt velmetið, enda
komu þá í góðar þarfir bjartsýni
hans og hugkvæmni. Um þetta
leyti tók Magnús einnig að sér
framkvæmdastjórn Sambands bak-
arameistara og leysti það starf af
hendi með mikilli prýði, svo sem
vænta mátti.
Áratugurinn eftir 1930 var allri
verzlun hér næsta andstæður, en
1939 dró svarta bliku á loft. Síð-
ari heimsstyrjöldin brauzt út og
miklir erfiðleikar voru fyrirsjáan-
legir á sviði utanríkisverzlunarinn-
ar og voru margir uggandi um
sinn hag, enda sumum starfsemi
Landsverzlunarinnar frá fyrra
striði enn í fersku minni. Þá gerð-
ist það, fyrir forgöngu Verzlunar-
ráðsins, að menn hófust handa um
r “ fljóta ekki sofandi að feigðarósi.
Ástæðulaust væri að bíða eftir
því, að hið opinbera þyrfti að
leysa vandann með stofnun nýrrar
landsverzlunar. Afleiðing þessara
ráðagerða varð stofnun Innflytj-
endasambandsins, sem á ófr-iðar-
árunum annaðist megnið af mat-
vöruinnflutningi til landsins. A-
samt ýmsum öðrum kaupsýslu-
mönnum átti Magnús góðan þátt í
að koma þessum samtökum á fót
og var hann valinn fyrsti fram-
kvæmdastjóri og gegndi því starfi
um margra ára skeið. Ég hygg, að
stofnun Innflytjendasambandsins
verði jafnan talin merkur atburð-
ur, þegar allar aðstæður eru hafð-
ar I huga, og að menn þeir, er
þar voru að verki, verði taldir hafa
unnið gott og þarft verk. I lok sið-
ustu styrjaldar hófust mikil við-
verðu um stofnun þessa fyrirtæk-
is. Mér er þó nær að halda, að af
öðrum þræði hafi hér verið um
hugðarefni Magnúsar að ræða, sem
jaðraði við að geta talizt tóm-
stundaiðja hans eða „hobby“, því
Magnús var mikill þókamaður, sem
ekki aðeins átti margar og dýrar
bækur, heldur las þær líka og
naut þeirra.
III.
Er ég kom heim frá námi, réðst
ég til Verzlunarráðs Islands og
kynntist ég þá fyrst Magnúsi Kjar-
an persónulega sem einum af for-
ystumönnum verzlunarstéttarinn-
ar. Vissulega voru menn þeir, er
ég þar starfaði með, flestir miklir
einstaklingshyggjumenn og var
Magnús þar enginn undantekning.
Hitt varð mér einnig fljótt ljóst, að
hann hafði jafnframt til að bera
mikla og ríka félagshyggju. Hann
skildi vel nauðsyn þess, að hags-
munahópar treystu samtök sín og
ynnu saman þar sem það átti við. j
Munu þetta að nokkru áhrif frá j
starfi innan ungmennafélaganna.
Ýmis trúnaðarstörf voru Magn-
úsi falin fyrir stétt sína. Þannig1
átti hann lengi sæti í stjórn Verzl- j
unarráðs íslands og Félags Isl. stór \
kaupmanna, var virkur og atkvæða ;
mikill þátttakandi í svokölluðum
verzlunarþingum, sem Verzlunar- j
ráðið gekkst fyrir um nokkurt.
skeið. Eru mér og mörgum öðrum i
enn í minni hvatningarræður þær,
er Magnús flutti stétt sinni á þess-
um samkomum, enda var hann
bæði málsnjall og kjarnyrtur.
Magnús lét skólamál verzlunar-
fólks mikið til sín taka. Honum |
var vel ljóst, að mennt er máttur
og að vel menntuð og víðsýn verzl
unarstétt er þjóðinni lífsnauðsyn.
Hann var um skeið formaður
skólanefndar Verzlunarskóla ís-
lands, og hygg ég, að í hinu nýja
skólahúsi, sem nú er risið af
grunni, megi sjá nokkurn árangur
af starfi hans á þeim vettvangi.
-— Félagshyggja Magnúsar kom
fram á fleiri sviðum en beinlínis
innan vébanda verzlunarstéttarinn-
ar, þótt það verði ekki rakið hér.
Þó skal þess getið, að íþrótta-
hreyfingin átti hauk í horni, þar
sem hann var, enda góður íþrótta-
maður á yngri áruni og iðkaði
raunar ,,golf“ til hins síðasta. Um
skeið átti Magnús sæti í stjórn
Rauða Kross íslands og bæjarfull-
trúi var hann eitt kjörtímabil hér
í Reykjavík.
IV.
Ég gat þess hér að framan, að
Magnús Kjaran hefði verið búinn
frábærum skipulagshæfileikum.
Hygg ég, að í sambandi við þá eig-
inleika verði hans lengst minnzt.
Hann var, svo sem alkunnugt er,
framkvæmdastjóri Alþingishátíðar-
innar 1930. Er það mál manna, að j
honum hafi farið það starfúrhendi
með ágætum. Vert er þó að hafa í
huga, að þótt ekki séu liðnir marg-
ir áratugir frá þeim mikla atburði,
var hér margt með meiri frum-
býlingshætti en nú er. Gerði það að
sjálfsögðu verkefni Magnúsar og
samstarfsmanna hans erfiðara, en
því meira ber að meta og þakka
það starf, er Ieiddi til þess, að há-
tíðin varð Iandi og þjóð til sóma.
Að verðleikum varð Magnús
margvíslegs heiðurs aðnjótandi
fyrir þessi störf sín.
V.
Árið 1915 kvæntist Magnús
Kjaran heitmey sinni, Soffíu. Er
hún dóttir Franz sýslumanns
Siemsen. Varð þeim fjögurra barna
auðið: Birgir, alþingismaður,
kvrmtur Sveinbjörgu Blöndal frá
Siglufirði, Þórunn, gift Pétri Ólafs-
syni, forstjóra og bókaútgefanda,
! Sigríður, gift Sigurjóni Sigurðs-
j syni, lögreglustjóra í Reykjavík,
og Eyþór, verzlunarmaður.
Ég vil ljúka þessum kveðjuorð-
um mínum með því að votta frú
Soffíu og fjölskyldu hennar samúð
mína. Minningin um góðan dreng
iifir.
Oddur Guðjónsson.
Aðalfundur Sjálfstæðis-
manna í Árnessýslu
Aðalfundur Sjálfstæðisfélagsins
,,Óðins“ Selfossi var haldinn 14.
þ.m. Þorsteinn Sigurðsson, formað
ur flutti skýrslu fráfarandi stjórn-
ar. Axel Jónsson, fulltrúi fram-
kvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins
flutti erindi um skipulagsmál Sjálf
stæðisflokksins. Þá voru samþ.
lagabreytingar samkvæmt breytt-
um skipulagsreglum flokksins. Fé-
lagssvæði Sjálfstæðisfélagsins „Óð
ins“ var ákveðið Gaulverjabæjar-
hreppur, Sandvíkurhreppur, Hraun
gerðishreppur, ViIIingaholtshrepp-
ur og Selfoss.
í stjórn voru kosnir: Þorsteinn
Sigurðsson, Selfossi, form. Vigfús
Einarsson, Seljatungu, Einar Sig-
urjónsson, Selfossi, Bjarni Ólafs-
son, Króki og Runólfur Guðmunds
son, Ölversholti.
Varastjórnarmenn: Skúli B. Á-
gústsson, Selfossi, Sigurður Guð- i
mundsson, Selfossi, Einar Eiríks-
sori, Miklaholtshelli, Páll Jónsson,
Selfossi og Gunnar Sigurðsson,
Seljatungu.
Endurskoðendur: Einar Pálsson,
Selfossi og Sigurður Ásbjörnsson,
Selfossi
Þá fór fram kosning fulltrúa í
fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í
Árnessýslu og kjördæmisráð Sjálf-
stæðisflokksins í Suðurlandskjör-
dæmi.
Að loknum aðalfundarstörfum
flutti Sigurður Óli Ólafsson, alþing
ismaður yfirlit yfir gang helztu
þingmála, voru síðan almennar um
ræður og tóku margir til máls.
Kom í ljós hjá ræðumönnum mikill
áhugi fyrir Stofnlánadeild landbún-
aðarins og var landbúnaðarráð-
herra sérstaklega þökkuð forusta
hans í því mikla hagsmunamáli
bændastéttarinnar.
Dekkmenn
bundnir
Enskur skipavörukaupmað-
ur hefir látið gera öryggisút-
búnað, sem á að geta hindr-
að, að fiskimenn taki út, þeg-
ar þeir eru að starfa á þilfari
í sjógangi og illviðri.
Maður þessi er búsettur i
útgerðarbænum Peterhead,
og hann fór að hugsa um ör-
yggi sjómanna þar, þegar þrjá
unga menn tók fyrir borð við
mjög svipuð skilyrði á síð-
asta vetri. Lét hann þá útbúa
ólar, sem spenna skal um
brjóstkassa manna, en síðan
er nælonlína notuð til að
Krækja annars vegar í þessa
„spennitreyju“ og hinsvegar i
stjómpall skipsins, stýríshús
eða annað á skipinu, sem
hentugt er til þessa.
Maður sá, sem hér um ræð-
ir, Robert Buchan að nafni, er
hluthafi í nokkrum fiskiskip-
um í Peterhead, og var hann
svo sannfærðui uin, að hug-
mynd sín væri rétt og mundi
bera góðan árangur, að hann
lét útbúa „treyjur" þessar
handa mönnum á ofangreind-
um skipum.
Reynsla er ekki fengin á út
búnaði þessum, er hann hefir
vakið mikla athygli viða á
fiskibæjum Bretlands, eink-
um þar sem hin minni skip
eru gerð út og hættumar em
því meiri fyrir menn, sem á
þiljum vinna í misjöfnu veðrí.
Útbúnaðurinn vegu> aðeins
um 4 pund fyrir hvem mann,
og mun ekki vera til trafala
við vinnu.
i n í i,i