Vísir - 10.05.1962, Blaðsíða 1

Vísir - 10.05.1962, Blaðsíða 1
52. árg. — Fimmtudagur ÍO. maí 1962. — 104. tbl, 1 Næst síðasti áfanginn í fullnýt- ingu Sogsvirkjunarinnar er nú í und irbúningi, en það er fyrirhuguð stækkun irafossstöðvarinnar, sem á að öllu forfailalausu að taka f notk un seint á næsta ári. 'Sogsvirkjunin hefur þegar boðið út byggingarvinnu við þessa vænt- anlegu stækkun og skal tilboðum skilað ekki síðar en 1. júní n.k!. Jakob Guðjohnsen rafmagnsstjóri skýrði Vísi frá því í morgun að þær framkvæmdir sem hér væri um að ræða, væri að bæta við einni véla samstæðu í írafossstöðina. Þar eru fyrir tvær vélasamstæður, sem hvor um sig framleiðir 15.500 kw, og sú þriðja sem þar á að fara að setja niður framleiðir álíka mikla orku og hinar, þannig að fullvirkj- uð framleiðir írafossstöðin 46.500 kw. Til samanburðar má geta þess að siðasta virkjun Sogsins, þ. e. Steingrímsstöðin, framleiðir 27.000 kw. Rafmagnsstjóri sagði að undirbún ingur undir framkvæmdir myndu að einhverju leyti hefjast í sumar, en vélasamstæðan er ekki væntan- leg til landsins fyrr en með haust- inu og þá hefjast framkvæmdir af fullum krafti. Verkinu á að öllu leyti að vera lokið og vélasamstæð- an að taka til starfa seint á næsta ári. Áætlaður kostnaður við stækk- unina er um 60 miilj. krónur. Þessi stækkun Irafossstöðvarinn- ar er næst sjðasti möguleikinn til að fá orku úr Sóginu Sá síðasti er fólginn í því að bæta nýrri vél í Ljósafossstöðina, sem framleitt get- ur 7000 kw. Með þeirri viðbót eða stækkun yrði Sogið fullvirkjað og ekki meiri orku þaðan að fá. Þessi stækkun Ljósafossstöðvarinnar yrði tiltölulega dýrari en stækkun íra- fossstöðvarinnar, meðfram vegna þess að þar verður að stækka stöðv arhúsið. Vísir spurðist fyrir um það hjá rafmagnsstjóra í morgun hvort bor- ið hafi á rafmagnsskorti hér á orku- svæði Sogsins að undanförnu. Hann Framhald á öls 5 Fundu ekki mæöiveikivott Síðari hluta vetrar var fram- kvæmd að venju skoðun á sauðfé á vegum Sauðfjárveikivarnanna. Var skoðað og reynt að fylgjast sem bezt með fénu í Dölum og á Mýrum, en til frekara öryggis var einnig skoðað í nokkrum hluta Borgarfjarðarsýslu og austan fjalls. Skoðunin var framkvæmd á sama hátt og áður en var nokkru víðtækari, og rannsakað sérstak- lega heilsufar allra grunsamlegra kinda, en hvergi fannst mæðiveiki- vottur. Rannsaka möskva stærð Norska fiskirannsóknaskipið, G. O. Sars, sem verið hefur í Reykja- víkurhöfn undanfama tvo daga, hélt úr höfn í morgun, til athugana á mismunandi möskvavíddum á trolli. Skipið hefur undanfarið ver- ið við rannsóknir við Vestur- Græn land, sem gerðar eru fyrir norska linubátaflotann, en á siðasta ári stunduðu 80 norsk skip Iínuveiðar við Grænland. Tilgangur þeirra rannsókna sem hér fara fram er að rannsaka hvaða möskvastærðir séu heppilegastar til leitt þurft að endurbæta verulega veiðarfæri og tæki, til að halda sama veiðimagni, Telur hann þetta stafa að nokkru af ofveiði og að nokkru af tímabilssvéiflum í fiskV stofninum. Skipið hefur rannsóknir sínar á Faxaflóa og mun síðan rannsaka fleiri fisikimið í kring um landið. Verður það væntanlega hér við land til 13. júlí. Rannsóknir þessar fara fram bæði utan og innan fiskveiðitakmarkanna. G. O. Sars er það fyrsta af mörg um fiskirannsóknarskipum sem hér munu verða á næstunni. Er slðar meir von á skipum frá Englandi, Skotlandi, Þýzkalandi og Kanada. iað sem mest af smáfiski komist Þó aðrir bátar í Grinda- vík séu nú að taka upp net sín og hætta á vertíð inni, halda tveir þeirra þó áfram að reita allt sem mögulegt er. Þetta eru Áskell frá Grenivík og Þorbjöm frá Grinda- vík. Er hér um að ræða hörkuspennandi keppni um það hver verður afla hæsti báturinn yfir allt landið á þessari vetrar- vertíð. En svo mjóu mun ar, að ef annar báturinn gæti komizt í eina fleiri veiðiför en hinn, þá yrði hann viss með sigur. Því vill hvorugur gefa sig. Þannig er keppnin um aflakóngssætið. í gærkvöldi lagði fréttamaður Vísis leið sína suður þangað og þá stóðu leikar þannig að Ás- kell hafði aðeins betur í keppn- inni. Harin pr búinn að fiska 914 tonn og 480 kg, en Þor- björn 911 tonn og 50 kg. í gær dró Þorbjörn á Áskel um 400 kg. Báðir lögðu net sin i sjó á nýjan leik, báðir vitja um I dag, en hvorugur mun sennilega láta þar við sitja og taka upp. Skipstjórarnir svöruðu engu til um það hvenær þeir myndu hætta. Sögðu sem svo: Ætli það verði ekki alveg á næstunni. En menn sem við hittum á Framhald a hls á Dagana 12-19. maí verður haldin í Munchen í Þýzkalandi alþjóðleg læknaráðstefna um meltingarsjúk- dóma, World’s Congress of Gastro- enterology. Ráðstefnu þessa munu sækja læknar frá öllum löndum heims, og þarna munu flytja fyrir- lestra margir af snjöllustu sérfræð- ingum heims á sviði meltingarsjúk- dóma. Héðan frá ísiandi munu tveir ungir læknar fara til að sitja þessa ráðstefnu, þeir Tómas Árni Jónasson og Ólafur Jónsson. Hafa þeir báðir meltingarsjúkdóma að út úr vörpunni. Er ætlunin með þessu að forða ofveiði. Leiðangursstjórinn á G. O. Sars, Brattberg, skírði blaðinu svo frá í gær, að undanfarin ár hefði yfir- sérgrein og luku því námi í Banda- rlkjunum fyrir fáum árum. Ferðalög sem þessi mega teljast bráðnauðsynleg öllum læknum, sem vilja fylgjast með nýjungum í grein sinni, en því miður hafa fslenzkir læknar ekki átt þess kost sem skyldi. í síðustu samningum milli Læknafélagsins og Sjúkra- samlags Reykjavíkur er þó gert ráð fyrij; stofnun sjóðs til styrktar námsferðum lækna erlendis og er það vissulfega spor í rétta átt. Osvald í Tjarnarbæ Eins og kunnugt er, voru fimm litkvikmyndir Ósvalds Knudsens sýndar við mikla aðsókn i Gamla bíói í fyrra. Voru myndimar þó ekki sýndar á bezta sýningartíma, '■eidur aðeins kl. 3 og 7. Nú hefur tekizt samkomulag við forráðamenn Tjarnarbæjar um að sýna kvikmyndir Ósvalds á aðal- sýningartíma, kl. 9, næstkomandi föstudags- og laugardagskvöld. Ættu þeir, sem óhægt áttu um vik að sjá myndirnar í fyrra, að nota þetta tækifæri. Kvikmyndirnar eru þessar: Vorið er komið, Séra Friðrik Friðriksson. Þórbergur Þórðarson, Refurinn ger- ir gr^n í urð og Frá Eystribyggð á Grænlandi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.