Vísir - 10.05.1962, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 10. maí 1962.
VISIR
5
Vélasýning í nýjum
sýningarsal
SÍS opnaði í g:er nýinnréttaðan !
sýningarsal í Kirkjustræti og var
hann opnaður í gær með sýningu
á hinum heimskunnu Perkinsvél-
um, sem Dráttarvélar h.f. hafa um-
boð fyrir. Var þarna komið fyrir
sýnihreyflum frá Perkinsverksmiðj-
unum, sem ætiaðar eru til sýninga
og við kennslu. Eru sýnihreyfiar
þessir stórir og þannig gerðir, að
menn geta séð inn í hina ýmsu
vélarhluti.
Vélarnar, sem sýndar eru, eru
dieselvélarnar P 6V 86 hö og P 4
203 63 hö, sem báðar eru gerðar
fyrir notkun í flutningabifreiðum,
en samtals framleiða verksmiðjurn-
ar bílvélar í 6 stærðir. Frá hinni
fyrrgreindu vél er þannig gengið,
að allir hlutir vélarinnar eru skorn-
ir sundur, svo svo að sér inn í öll
lokuð hólf. Vélin sýnir og allt bygg
ingarlag mjög greinilega.
Það eru í rauninni 3 Perkins-
félög ,sem Dráttarvélar hafa um-
boð fyrir, Perkins Engines Ltd. og
systurfélögin Perkins Outboard
Motors Ltd. og Perkins Gasturbines
Ltd., sem framleiða eins og nöfnin
gefa til kynna utanborðsmótora og
gastúrbínur.
Allar eru þessar vélar útbúnar
nýjasta tækniútbúnaði og meðan
sýningin stendur mun reynt að hafa
sérfróða menn sem oftast til stað-
ar til að gefa allar nánari upplýs-
ingar og tæknilegar útskýringar.
Til að tryggja sem bezta þjón-
ustu frá byrjun ,hafa tveir menn
á vegum Dráttarvéla nýlokið við-
gerðanámskeiðum á Perkinsskólan-
um í Peterborough, — þeir Krist-
ján Hannesson og Hreinn Hauks-
son. Tóku þeir sérstajct námskeið
í dieselvélum og annað í utanborðs
mótorum, sem viðskiptavinir munu
væntanlega njóta góðs af.
Forráðamenn Dráttarvéla h.f.
létu í Ijós þá skoðun við opnunina,
að Perkins vélarnar hafi hlutverki
að gegna hér á landi umfram það
að knýja hundruð Massey-Fergu-
son dráttarvélar, sem þær hafa
gert nú í nokkur ár við miklar
vinsældir.
Þessi vélasýning verður opin
nokkra daga, og yfirleitt kl. 17-22
nema n.k. laugardag og sunnudag
kl. 14-22.
Frá hinum nýja sýningarsal verð
ur nánara sagt.
Frá sundmóti Ægis í gær:
Myndin er af þrem fyrstu í 50
m bringusundi: (Frá vinstri)
Sigrún Sigurðard. (SH) sem
varð nr. 2, Hrafnhildur Guð-
mundsdóttir, nr. 1 og systir
hennar Kolbrún, sem varð nr. 3
f keppninni. (Ljósm.: Sv. Þ.).
^KájilMlMllÍÉÉIMÍÉÉMÉ
Sameining
Úr yrbi mesta flugfélaga-
samsteypa heims
og TWA
í Bandaríkjunum fara nú fram
viðræður milli tveggja stærstu
flugfélaganna þar um sameiningu.
Ef af henni verður, kemur þar til
sögunnar stærsta flugfélag, sem
um getur : heiminum, og verður
það svo risavaxið að ekkert annað
kemst í hálfkvisti við það. Félögin,
sem um er að ræða, eru Pan Ameri
can World' Airlines og Trans World
Airlines. Á síðasta ári flutti Pan
American tæplega 3,8 milljónir
farþega á flugleiðum sítium, sem
eru samtals 115,000 kílómetrar, en
Trans World flutti 5,5 millj. far-
þega um 32,000 km. flugleiðir.
Hagnaður varð 10 milljónir dollara
hjá Pan American, en 14 millj. doll-
ara tap hjá TWA.
Mörg flugfélög Bandaríkjanna
hafa að undanförnu haft áhuga fyr-
ir sameiningu, og er um að ræða
allskonar „kombínasjónir", sem til
mála geta komið, en sameining er
ekki samþykkt af flugmálastjóm-
inni, nema sýnt sé fram á, að al-
menningur hafi hagræði af slfkum
breytingum á rekstri flugfélaga.
Bretar eru kvíðnir vegna þessarra
fregna, því að þeir gera sér grein
fyrir, að samkeppni við BOAC á
Atlantshafi mun aukast stórkost-
lega, ef PAA og TWA sameinast í
risafyrirtæki.
Irafoss-stöð —
Framh. af 1. síðu.
kvað það ekki vera, en hins vegar
væri hann yfirvofandi ef ekki yrði
ráðizt í einhverjar virkjunarfram-
kvæmdir á næstunni og þá lægi
stækkun írafossstöðvarinnar bein-
ast fyrir. Á sl. ári þurfti aðeins í
fáum tilfellum að grípa til vara-
stöðvarinnar við Elliðaár, en þó hafi
það komið fyrir þegar á lagið var
mest. Nú megi búast við því þegar
skammdegið faerist í hönd á hausti
komanda að grípa þurfi til vara-
stöðvarinnar í vaxandi mæli, og ef
ekki kæmi ný viðbót á næsta ári
myndi fljótlega draga að því að
varastöðin annaði ekki orkuþörf-
inni, enda væri það ekki hlutverk
hennar að framleiða orku að stað-
aldri, heldur aðeins það að geta
gripið til hennar ef í nauðirnar
ræki.
Að Iokum spurði Vísir rafmagns-
stjóra hvað hann byggist við að
viðbót írafossstöðvarinnar myndi
fullnægja orkuþörf okkar Suðvest-
urlandsbúa lengi, hann kvað þar
erfitt um svör af ýmsum ástæðum,
fyrst og fremst er þetta undir veðr-
áttu komið, hversu mikil úrkoman
verður, og ' öðru lagi fer það eftir
því í hve ríkum mæli orkuþörfin
vex á næstu árum. En hvað sem
því Iíður, sagð' Jakob Guðjohnsen
verðum við að fara að hugsa fyrir
nýrri virkjun.
Kosningar —
Framh. aí 16 síðu.
lyndi flokkurinn kunni að geta
treyst svo aðstöðu sína á þingi, að
stjómarmyndun ylti á henni. —
Úrslit bæjarstjómarkosninganna
kunna að verða hin mikilvægasta
vísbending um stjórnmálahorfum- [
ar á Bretlandi næstu mánuði og .
jafnvel Iengur.
Fréttabréí frá Patreksfirði
Sumardagurinn fyrsti heilsaði
hér með heldur Ieiðinlegu veðri,
allhvassri austlægri átt og úrkomu
en batnaði er á daginn leið. Skátar
gengu þann dag að vanda undir
fána í kirkjuna og hlýddu þar
messu hjá sóknarprestinum Tómasi
Guðmundssyni. Síðar um daginn
Samkeppni —
Framh at 1 síðu
bryggjunni og voru að taka á
móti er Þorbjörn kom að sögðu
að þeir myndu hvorugur hætta
fyrr en þann 15, en þá' er öll
nótt úti, m.a. ráðningarsamn-
ingar skipverja útrunnir.
Fimm hæstu skipin í Grinda-
vík eru þessi:
Áskell 914.480 kg.
í 70 róðrum.
Þorbjörn 911.050 kg
í 69 ró'ðrum.
Þórkatla 875.070 kg
í 70 róðrum.
Hrafn Sveinbjarnarson II.
848.750 kg. í 74 róðrum
Sæfaxi 831.750 kg
í 75 róðrum.
Til samanburðar má geta þess
að í fyrra var Þórkatla aflabrest
með 915.040 kg og Þorbjörn
annar með 914.580 kg, en þá
var Áskell þriðji. Þrátt fyrir svo
jafnan afla efstu skipanna í ár
og í fyrra segir Magnús vigtar-
maður að miklu meiri afli sé
kominn á land nú en þá, og
meiri afli en nokkru sinni fyrr
í Grindavík. Kemur þar til að
þaðan hafa róið fleiri bátar og
eins hitt, að afli er miklu jafn-
ari.
Næstu daga mun Vísir flytja
lesendum sínum nákvæmar
fréttir af hinni hörðu keppni um
aflakóngssætið.
gengust skátar fyrir kaffisölu í
Skjaldborg.
Einstök veðurblíða hefur verið
það sem af er sumri. Logn og sól-
skin flesta daga með 6 — 12 stiga
hita. Gróðri öllum hefur því fleygt
fram. 3. maí brá til norðanáttar
með kalsa veðri og stormi til hafs-
ins en úrkomulaust hér inni að
mestu. Þá kom lítilsháttar nætur-
frost. Jörð er tekin að grænka og
margir farnir að sinna smáblettum
sínum og görðum við hús. — Allir
vegir að og frá Patreksfirði eru
nú opnir, en þeim var sumstaðar
lokað vegna úrrennslis og aur-
bleytu. Undanfarið hefur verið
unnið að Iagfæringu vega í firðin-
um.
Atvinna hefur verið allgóð að
undanförnu við nýtingu sjávarafl-
ans, vegaviðgerðir, byggingarvinnu
o. fl.
Feprðarsamkeppnin -
Framh af 16 síðu.
að aðgöngumiðar fáist með nægum
fyrirvara í Austurbæjarbiói, Glaum
bæ og bókaverzlun Lárusar Blön-
dals, Vesturveri og Skólavörðustíg.
Fegurðarsamkeppnin er nú orð-
in fastur Iiður í skemmtanalífi bæj-
arbúa, og má að þessu sinni búast
við, að keppnin verði hin harðasta,
sem haldin hefur verið. Þess má
geta, að nú í fyrsta sinn er um
helmingur keppenda utan af landi
Dómnsfnúina skipa Jón Eiríks-
•son, læknir Eggert Guðmundsson,
listm^lari, Sigríður Gunnarsdóttir.
"égurða'r-érfræðingur. Ásmunclur
":nar :.un, blaðamaður. Sigurður
Iagnúsnon. fulltrúi Loftleiða Karó-
■ína Pétursdóttir, bókari, og Jóhann
es Jörundsson, auglýsingastjóri.
Kynnir keppninnar verður Jón
Múli Árnason, útvarpsþulur.
Helgi Helgason aflahæstur.
Afli hefur verið tregur. Trillur
eru byrjaðar róðra, en lítið fengizt.
Margir trillumenn eru nú 1 óða
önn að útbúa báta sína. Afli 6
stórra báta, sem héðan hafa róið
frá áramótum, var um s.I. mánaða-
mót 2506 tonn. Aflahæstur á þeim
tfma er Helgi Helgason með 725
tonn. Þá hefur 24 tonna bátur
Freyja róið að undanfömu og er
komin með um 100 tonn.
Fyrsta síldin, sem hingað kemur
á árinu, kom til verksmiðjunnar á
Vatneyri í fyrrinótt. Var það Víðir
II., sem kom þá með um 11 tunnur,
sem fóru í bræðslu. Þá hefur 75
tonna bátur héðan, Jónas Jónas-
son, farið suður á síldveiðar.
Útlend fiskiskip.
Á páskadag kom hingað fyrsti
færeyski báturinn á þessu vori. Var
það nýr og glæsilegur línuveiðari,
Guðmundur að nafni frá Þvereyri.
Fyrsta færeyzka skútan, Sigurfari
frá Klakksvík, kom hér 28. apríl.
Færeyskar skútur hafa verið tfðar
hér á Patreksfirði undanfarin ár,
en fáum mun vera.haldið úti núna,
enda hefur nýi tíminn rutt sér tii
rúms á því sviði eins og öðru hjá
frændum okkar Færeyingum Samt
lágu hér inr.i í gær 3 færeyzkar
skútur. Allt gamlir íslenzkir kútt-
erar. 70 — 80 ára.
Fyrsti vorboðinn hér, segja sum-
ir sér til gamans, séu skútur Fær-
eyinga. Þær koma venjulega á und-
an kríunni Og pað mun rétt vera.
Fyrsti norski báturinn kom
Jiingað 2 maí. Var það Knut Han- j
sen frá Álasundi, gamalþekktur
bátur hér. Nokkrir norskir línu-
veiðarar hafa að undanförnu stund-
að lúðuveiðar í hafinu milli Is-
etjið X
við D
t
lands og Grænlands og að sögn
aflað vel.
Innbrot upplýst.
Brotizt var hér inn í verzlun
Kaupfélags Patreksfjarðar og
verzl. Ó. Jóhannesson á Vatneyri
aðfaranótt páskadags, og stolið um
3000 kr. Málið er þegar upplýst.
Barnaskóla slitið.
1. maí var Barna- og unglinga-
skóla Patreksfjarðar slitið í kirkj-
unni. I skólanum í vetur voru 186
nem. þar af 33 í ungl.skóla. Skól-
inn starfaði í 9 bekkjardeildum. 14
nemendur tóku unglingapróf.
Hæstu einkunn á unglingaprófi
hlaut Ólafur Ólafsson 9,24. Barna-
próf tóku 20. Hæstu eink. á barna-
prófi hlaut Margrét Hera Helga-
dóttir 8,91. Heilsufar í skólanum í
vetur var gott eða þar til að flenz-
an kom um miðjan marz, þá varð
að loka skólanum í viku. Árs-
skemmtun sína hélt skólinn 14. og
15. apríl s.l. og tókst vel. Fastir
kennarar eru 6, og einn stunda-
kennari. Skólastjóri er Jón Þ.
Eggertsson
Hér hafa komið fram 3 listar við
(væntanlegar hreppsnefndarkosn-
ingar 27. maí n. k.:
A-listi Alþy ðuflokkur.
B-listi Framsóknarflokkur.
D-listi Sjálfstæðisflokkur.
Og sömu bókstafir hjá flokkun
um við kjör sýslunefndar.