Vísir - 10.05.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 10.05.1962, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 10. maí 1962. Útgefandi Blaðaútgátan VISIR Ritstjórar: Hersteinn Pálsson. Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri Þorsteinn Ó. Thorarensen Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 45 krónur á mánuði. í lausasölu 3 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vlsis. — Edda h.f. -----------------------------------------------------1 Nú eru kommúnisfar hræddir Það er almennt haft á orði hér í borginni um þessar mundir, að aldrei hafi risið á kommúnistum verið eins lágt fyrir nokkrar kosningar og þessar. Foringjar þeirra eru skjálfandi af ótta við gífurlegt fylgistap. Samkomulagið milli hins svokallaða Alþýðu- bandalags og Kommúnistaflokksins er svo slæmt, að við vinslitum liggur, og margir harðsoðnustu Moskvu- mennirnir segja að ekkert gagn hafi orðið að þessu bandalagi. Það hafi ekki fært flokknum nokkurt fylgi, og nú sitji hann uppi með þá Hannibal og Alfreð, öllum sönnum kommúnistum til sárrar skapraunar. Auk þess eru svo ótal andstæðar klíkur innan sjálfs flokksins. Þá hefur leyniskýrslan til Einars Olgeirssonar, frá íslenzku kommúnistadeildinni í Austur-Þýzka- landi ekki bætt sálarástand foringjanna. Þar hefur almenningur nú séð svart á hvítu, hvernig stjórnar- farið er í ríkjum kommúnista. Þar eru gögnin lögð á borðið af þeirra eigin mönnum, sagt nákvæmlega hið sanna og andstæðingar kommúnista hér hafa allt- af sagt, en Þjóðviljinn kallað „íhaldslýgi“ og öðrum áþekkum nöfnum. Eða hvað segja menn um þessar upplýsingar í skýrslunni, svo aðeins tvær tilvitnanir séu teknar: „Þar sem ástandið er verst má segja, að menn þori vart að setja nokkra sjálfstæða skoðun fram, af ótta við að hún verði röng fundin, flokksfjandsam- leg o. s. frv., viðkomandi verði síðan refsað með ein- hverjum hætti.“ „Um blöð og tímarit hér í landi er hægt að vera fáorður. Þau eru öll undirgefin ritstjórn flokksins, og hinum opinberu ritstjórum er ekki heimilt að birta neitt án leyfis þar til kjörinna flokksstarfsmanna.“ Hvernig ætli íslendingar kynnu við svona stjórn- arfar? Það gæti verið hollt fyrir suma^sem hingað til hafa kosið kommúnista, að hugleiða þá spurningu. Nú er tækifærið Reykvíkingar eigi nú innan skamms að velja sér borgarstjórn. Meðal þeirra, sem bjóða borgarbúum forsjá sína eru kommúnistar. íslenzkir kommúnistar eru í engu frábrugðnir sálufélögum sínum í Austur- Þýzkalandi eða öðrum löndum, og austur-þýzkir kommúnistar eru hvorki verri né betri en aðrir komm- únistar. Hér er um vel skipulögð alheimssamtök að ræða, sem stjórnað er með harðri hendi frá einni mið- stöð — Moskvu. Þegar Reykvíkingar ganga að kjörborðinu eftir rúman hálfan mánuð, ættu þeir að hafa það í huga, að það er raunverulega á þeirra valdi, hvort komm- únistaflokkurinn á íslandi lifir eða deyr. Þótt þetta séu borgarstjórnarkosningar, hafa úrslit þeirra áhrif á næstu Alþingiskosningar um land allt. Nægir í því sambandi að minna á, að það voru borgarstjórnar- kosningarnar í Reykjavík 1958, sem raunverulega gengu af vinstri stjóminnl dauðri. (//S/R Þegar Björn í Fyrir nokkrum dögum komu út hjá Almenna bókafélaginu endurminningar Hannesar Þorsteinssonar þjóðskjalavarðar, en þær höfðu verið geymdar innsiglaðar og mátti samkvæmt fyrirmælum hans ekki opna þær fyrr en á 100 ára afmælisdegi hans 30. ágúst 1960. ★ Hannes Þorsteinsson var um langt árabil meðal þeirra íslend- inga, sem fremst stóðu í stjórnmálabaráttunni. Hann var eigandi og ritstjóri Þjóðólfs, sem var annað aðalblað landsins, árin 1892— 1910, en þetta voru sem kunnugt er stormasömustu ár, sem nokk- urn tima hafa verið 1 íslenzkri stjórnmálabaráttu, kannski að Sturlungaöld undanskilinni. Á þessum árum fór fram barátta um Heimastjórn og síðar um Uppkastið. ★ Og alltaf stóð Hannes þar, sem stormurinn var mestur. Hann og blað hans Þjóðólfur var höfuðandstaðan gegn Birni Jónssyni og ísafold, en síðar gerðist sá merkilegi atburður, að Hannes klauf Heimastjórnarflokkinn og snerist gegn Uppkastinu. Var það megin- orsök þess að Heimastjórnarmenn töpuðu kosningunum og Upp- kastið var fellt. Baráttan um Uppkastið var harðasta stjórnmáia- barátta, sem nokkurn tima hefur verið háð hér I landi og má þá ímynda sér, að hún hefur ekki sizt mætt á Hannesi Þorsteinssyni, sem hafði höggvið á gömul bönd. í þeirri baráttu sameinuðust Hannes Þorsteinsson og Björn Jónsson. ★ Vísir hefur fengið leyfi bókaútgáfunnar til að birta hér kafla úr hinni nýútkomnu bók. Fjallar hann um það, þegar Björn Jóns- son ritstjóri tók við stjórnartaumunum eftir Uppkasts-kostningarn- ar. Verður að gæta þess, að þrátt fyrir það að þeir Hannes og Bjöm hefðu barizt saman i kosningunum voru þeir hinir gömlu höfuðandstæðingar og gætir kala í garð Björns i þessari frásögn. Fyrsta vetrarþingið. Ég kosinn forseti neðri deildar. Alþingi kom saman 10. febr. 1909 og var fyrsta vetrarþingið, sem haldið var. Var óvenjumik- ill troðningur við þingsetning- una, svo að til vandræða horfði, og hafði aldrei áður jafnmikill verið, sem nokkuð hefur eflaust stafað af því, að þetta var nýr og því óvanalegur þingsetning- artími, en þó mest sakir þess, að flokkaskiptingin var nú önn- ur en áður var og að ýmsu leyti harðsnúnari og ráðherraskipti í vændum. Kosningarnar í þing- inu fóru svo, áð Björn Jónsson var kosinn forseti sameinaðs þings, Kristján Jónsson forseti efri deildar og ég forseti neðri deildar. Minni hlutinn skilaði jafnan auðum seðlum við allar kosningar á embættismönnum þingsins, því að atkvæðamunur var svo mikill, þar sem hlutfalls kosning ekki var höfð, að minni hlutinn gat engu ráðið í kosningunum. Hugðu margir, að Hannes Hafstein mundi segja af sér í þingbyrjun, en ekki bíða vantraustsyfirlýsingar, en svo varð þó ekki. Hið fyrsta verk meiri hlutans var að gera dr. Valtý rækan af þingi og fyr- irskipa nýja kosningu á Seyðis- firði. Fór kosning þar fram aft- ur 9. marz 1909 og séra Björn Þorláksson þá kosinn með 13 atkv. meirihluta. Hafði meiri- hlutinn þá 25 þingmönnum á að skipa, en minni hlutinn aðeins 15, að hinum konungskjörnu meðtöldum. Síðar var Valtýr kosinn á Seyðisfirði 1911 og sat á aukaþingi 1912 og á þinginu 1913, en svo var þingsögu hans lokið fyrir fullt og alit. ★ Vantraust samþykkt á ráðherra i neðri deild og hann segir :.f sér. Vantraustsyfirlýsing til Hann- esar, er Skúli Thoroddsen var formælandi að, var samþykkt í neðri deild 23. febr. með 15 atkv. gegn 8, og var þess þá um leið getið, að samhljóða yf- irlýsing yrði samþykkt í efri deild, og kvaðst ráðherrann þá ætla að segja af sér þegar í stað, eins og hann gerði, svo að vantraustið var aldrei flutt í efri ðeild. Ýmsum þótti yfirlýs- ingin gegn Hannesi Hafstein ó- þarflega harðorð, og mundi ég trauðla hafa gefið henni at- kvæði mitt, nema t. d. orðalag- ið í niðúrlagi hennar um víta- verðar stjórnarráðstafanir ráð- herra hefði verið eitthvað mýkra. En ég sem forseti deild- arinnar hafði ekki atkvæðisrétt og gat því engu ráðið um orða- lag yfirlýsingarinnar, en það var auðvitað nægur meiri hluti fyrir henni, þótt ég væri ekki með. ★ Björn tilnefndur ráðherra eftir allmikið þjark. Um Ieið og Hannes Hafstein beiddi kor.ung lausnar mun hann hafa getið þess við hann, eins og hann lét í ljósi munn- lega við meiri hlutann, að hann (þ. e. meiri hlutinn) tilnefndi 3 menn úr flokknum sem ráð- herraefni, er konungur gæti svo valið á milli. Urðu allmiklar um ræður um þetta á flokksfundi og sýndist sitt hverjum, en fylg ismenn Björns, sem hann hafði áður safnað saman um sig ein- an sem ráðherraefni, lögðust fast á móti, að 3 væru tilnefnd- ir, því að þá. þóttust þeir vita, að Björn yrði ekki skipaður. Varð það þá loks ofan á eftir allmikið þjark, að aðeins skyldi tilnefna einn. Var svo gengið til leynilegrar kosningar, og fékk þá Björn flest atkvæði, ég man ekki hve mörg, en nokkuð mörg atkvæði alls dreifðust á aðra, sérstaklega Kristján, Skúla og mig. Var nú rætt um, að þeir sem hefðu greitt þessi atkvæði, greiddu Birni þau við næstu kosningu, og varð það að sam- komulagi, þótt ýmsir væru ekki vel ánægðir með það, því að allir treystu ekki Birni til að takast svo vandasama stöðu á hendur eða töldu hann vel til þess fallinn. Við næstu próf- kosningu fékk hann svo flestöll atkvæði, en aðrir ekki neitt, en einhverjir seðlar minnir mig þó að væru auðir. Satt að segja man ég ekki með vissu, hvort prófkosning fór fram tvisvar eða þrisvar, en hvort sem var, þá var Björn að lokum rétti- Iega tilnefndur sem ráðherra- Lagt af stað í forsetaförina 1909. Hér sjást þeir um borð í Sterling þeir Hannes Þorsteinsson, Björr Jónsson og Kristján Jónsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.