Vísir - 10.05.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 10.05.1962, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 10. maí 1962. VISIR Isafold varð ráðherra efni meirihlutaflokksins á þingi. Eftir að þessi úrslit voru sím- uð til stjórnarinnar ytra, bjugg- ust allir við að konungur mundi skipa hann þá þegar, en svo varð ekki. Tilnefning Björns hafði farið fram 24. febr., á öskudaginn, og kölluðu því and- stæðingarnir hann „öskudags- uðu þá mynd af „annarri for- setaför“ og settu á póstspjald, og var hún hvorki sérlega smekkleg eða smellin. k Getið nokkurra tíð- inda úr þeirri för. Sterling hreppti andviðri all- mikil alla leiðina og kom ekki ■ .. Hannes Þorsteinsson ráðherra“, því að þeim varð auð vitað afar illa við þetta val. ★ Forsetar þingsins boðaðir á konungsfund og fara utan. í stað þess að skipa Björn þegar, kom skeyti frá konungi 28. febr., er boðaði forseta þingsins (Björn Jónsson, Krist- ján Jónsson og mig) utan á fund hans sem allra fyrst til að ráðgast við hann um horfurnar („forhandle om Situationen“), en þetta kom af þvl, að það hafði brugðizt, sem konungur hafði búizt við, að 3 væru til- nefndir, heldur aðeins einn. — Voru margir andstæðir því, að þessum boðum konungs væri sinnt og kölluðu það „utan- stefnur", og Björn mun í fyrstu hafa helzt hugsað sér að fara hvergi, heldur krefjast þess að fá skipunarbréf, samkvæmt til- nefningu meirihlutaflokksins, en svo mun hann hafa áttað sig á því, að óhyggilegt væri að „hundsa“ svo eindregin tilmæli Konungs, og gæti það kostað hann ráðherradæmið, svc að ut anför forsetanna var ráðin með Sterling, er fór héðan beina leið til Hafnar 21. marz. Magnús Ólafsson ijósmyndari tók mynd af oss, er vér vorum komnir út í skipið, og kom húr síðar á póstspjaldi. Einhverjir „vinir“ Björns og okkar Kristjáns teikn til Hafnar fyrr en laugardags- kveldið 27. marz, fullum sólar- hring síðar en búizt var við. Lá Björn oftast í káetu sinni mest- alla leiðina og var lítt á flakki, en er talað var við hann, virt- ist hann vera allmjög utan við sig og úti á þekju, en um morg- uninn sama daginn sem við komum til Hafnar var Björn kominn snemma upp á þiljur og spígsporaði þar fram og aft- ur, klæddur selskinnsbrókum og með stóra selskinnsskó á fótum, eins og Eskimói, og sagði að sér hefði verið gefinn þessi búningur. Spurðum við Kristján hann, hvort hann ætl- aði að stíga á land í Höfn í þessari ,,múnderingu“, og kvað hann já við því. Þótti okkur þessi fyrirtekt karls harla kyn- leg og brostum að. Veit ég og trauðla, hvað karl hefur hugs- að með sér með þessum apa- skap, nema vekja eftirtekt á sér hjá „danskinum", að hann væri nú kominn þarna norðan úr kuldanum sem eins konar Eski- nóahöfðingi, til að taka við æðsta embætti ísslandsins (ís- lands) af hendi konungs. Þá er ■iiglt var inn Eyrarsunu, tók karl mjög að ókyrrast og auðséð að hann var í miklum „spenningi", er hann var kominn svo nærri takmarkinu. Sögðum við Krist- ján honum þá, að sjálfsagt væri að neita öllu samtali við danska Úr endurminningum Hannesar Þorsteinssonar um forsetaförina 1909 blaðasnata, að minnsta kosti áð- ur en vér hefðum hitt konung að máli, og skyldum hafa það sem neitunarástæðu, og féllst Björn á, að það væri algerlega rétt og sjálfsagt. Undir eins og skipið varð landfast við tollbúðina, brást ekki grunur vor, þvi að þá varð varla þverfótað þar fyrir blaðasnötum, er þyrptust utan að okkur og spurðu tíðinda með ákefð mikilli, en við Kristján visuðum þeim öllum á bug, eins og um hafði verið talað, en áð- ur en við vissum af, höfðu þeir afkróað Björn inni í reykinga- sal og sátu þar I hnapp utan um hann með blýantana á lofti og hann farinn að leysa frá skjóðunni og virtist kunna vel við sig, stóðst ekki „mátið“ lengur. Gátum við þó loks slit- ið hann frá snötunum, með því að kalla til hans, að bíllinn, sem ætti að flytja oss til Hotel Kongen af Danmark, væri kom- inn og biði, en hálfnauðugt var honum auðsjáanlega að fá ekki að tala meira. Varð honum og hált á þvi siðar að tala heldur margt og sumt ógætilega við blaðasendlana. Á sunnudaginn (28. marz) kom Rosenstand skrifstofustjóri konungs á Hotel Kongen af Danmark með skilaboð frá kon- ungi, að vér kæmum til viðtals á Amaliuborg kl. 414. Ekki stóð sú áheyrn lengur en um 20 min útur. Vér stóðum þar frammi fyrir konungi, ég I miðið, Björn til vinstri, en Kristján til hægri. Bauð konungur oss velkomna með stuttu ávarpi, en því næst tók Björn til máls og skýrði stuttlega frá markmiði farar- innar, en við Kristján skutum inn setningum á milli til frek- ari skýringar. Því næst óskaði Bjurn að mega segja fáein orð „prívat", og leyfði konungur það. Fór Björn þá að tjá sig um, að honum hefði aldrei ver- ið illa við Dani, heldur miklu fremur elskað þá, og til dæmis um hið dansklundaða hugarfar sitt vildi hann geta þess, að mágkona sín, biskupsfrúin gamla, og tengdadóttir sín væru báðar danskar og honum eink- ar kærar, ennfremur hefði danskur læknir, Sylvester Sax- corph, bjargað lífi sinu (við upp skurð) og danskur skipstjóri einnig við strand Scotlands i Eæreyjum, svo að hann ætti dönskum mönnum sannarlega mikið að þakka. Konungur hlustaði á þetta rólega, en þó með nökkrum undrunarsvip, en við Kristján áttum erfitt með að stilla okkur um að brosa að þessum ástæðum gamla manns- ins fyrir vinfenginu við Dani. Konungur svaraði þessu prívat- ávarpi Björns engu, og var svo áheyrninni lokið um leið og konungur gat þess, að forsætis- ráðherra hans (Neergaard) mundi ræða við oss síðar um sambandsmálið. En þessar full- yrðingar Björns við konung um Danavináttu voru sprottr.ar af því, þótt barnalegar væru, að Björn hugði, og eflaust með réttu, að hann hefði verið af- t'luttur við konung og talinn rammasti Danahatari („Dansk- æder“), enda var það sagt full- um fetum ( níðgrein um hann (og einnig um Kristján og mig), er þá var nýlega komin út í Dlaðinu Vort land. Við Kristján létum okkur engu skipta þessar blaðaskammir, en Björn varð mjög smeykur við, að þetta kynni að hrinda honum frá ráð- herradæmi, og vildi þvi rétt- læta sig fyrir konungi sjálfum, sem vitanlega var hégómi, sér- staklega á þennan dálítið bros- lega hátt, sem hann gerði það. Ég gæti flutt nokkru ýtarlegra ágrip af þessari ræðu Björns, en þetta, sem hér er getið, var aðalefni hennar. En alveg i sömu átt hné allt samtal Björns við danska blaðamenn ,bæði áð- ur og eftir að hann varð ráð- herra, að hann væri og hefði á- vallt verið hinn mesti Danavin- ur, og komst þá einu sinni út í þann óheppilega samanburð á Danmörku og íslandi, eins og Danmörk væri herragarðurinn, en Island hjáleigan, og var ekki lengi verið að síma þau ummæli heim til Islands, auðvitað dá- lítið úr lagi færð. Á þriðjudagsmorguninn 30. marz kl. 9l/2 komum vér á ráð- stefnu til Neergaards forsætis- ráðherra um sambandslögin, og stóð hún yfir í 1 ]/2 klukkustund. Höfðum vér áður komið oss saman um, hvernig orða skyldi 1. gr. frv., og lögðum hana fyr- ir Neergaard, en hann leit að- eins lauslega á hana og sagði, að þar væri farið fram á „Per- sonal-Union“, sem auðvitað gæti ekki komið til mála. Ann- ars lét Neergaard þess getið við oss sem eins konar einka- mál, að það hefði aldrei verið ætlun dönsku nefndarmann- anna, að ísland yrði fullvalda ríki („suveræn Stat“), og hefði I'nútur Berlin þar rétt fyrir sér. Annars hef ég í skýrslu um for- setaförina í Þjóðólfi 16. apríl skýrt nákvæmlega frá umræð- sjálfur undir skipunarbréf sitt sem ráðherra, og átti Hannes Hafstein fyrst upptökin að þeirri reglu, sem þá var fylgt og síðan, og þótti mikil bragar- bót, að danski forsætisráðherr- nann kom þar ekki nærri. Það- an fóru þeir Björn og Kristján í heimboð til dr. Valtýs, en af skiljanlegum ástæðum var ég þar ekki og fyrtist ekkert við það. k Um Bjöm sem ráðherra og heilsubilun hans. Síðar um daginn komu ýms- ir blaðamenn á hótelið, þar sem vér vorum, og óskuðu áheyrn- ar hjá „hans Excellence", og þá er þjónninn flutti Birni þau til- mæli orðrétt, þá íslenzkaði hann jafnharðan: „já, já, hágöfgi, há- göfgi", og þá er blaðamaður- inn kom og spurði, hvort hann mætti ekki óska honum til ham- ingju, hvort hann væri ekki skip aður ráðherra, þá heyrði ég, að Björn játti þvi og bætti við: „Ja, nu er det sket“, þ. e. æv- intýrið, sem Einar Hjörleifsson tók síðar að rita um, að það væri gleðilegt, er slík ævintýri gerðust enn með þjóð vorri. Og sannarlega var það einkennilegt „ævintýri", að Björn skyldi verða ráðherra, en sjálfum hon- um varð það til lítillar ham- ingju og hefur eflaust stytt ald- ur hans um nokkur ár. Hann var auðsjáanlega þá orðinn veiklaður maður á sál og sik- ama og þoldi ekki þann „spenn- ing“, sem því fylgdi, fyrst að ná embættinu og síðan að gegna því. Varð þetta sérstaklega aug- ljóst þegar eftir skipunina, því að þá gekk karl stundum í eins konar Ieiðslu, eins og hann vissi hvorki i þennan heim né annan og gæti engu sinnt, en Skopmynd af forsetaförinni, Björn á baki Hannesar og teymlr Kristján á eftir sér. or4m um vortim við Neergaard um sambandsmálið og hversu upp- ástungum vorum var fjarri tek- ið m. fl., sem ég leyfi mér að vísa til í þeirri grein um árang- ur eða réttara sagt árangurs- leysi fararinnar frá því sjónar- miði. Ar Björn skipaður ráðherra. Á miðvikudaginn 31. marz kl. 11 fórum vér allir í áheyrn til konungs og voru.n þar hálfa klukkustund í einkaskrifstofu hans, að þvi er ég ætla. Minnt- st konungur þar á Skúla Thor- oddsen, ríkisráð o. fl. Þaðan ók- um við í Islenzka ráðuneytið, og þar vorum við Kristján vott- ar að þvi, að Björn ritaði þar annað veifið var hann allur á ferð og flugi, eins og hann væri ör af víni, með miklum orða- flaum. Var auðsætt, að taugar hans voru teknar mjög að bila, enda varð hann þegar um sum- arið eftir að vera langan tíma á hressingarhæli i Gilleleje á Sjálandi, eftir læknisráði, og mátti þá ekkert aðhafast; skán- aði þá að vísu i ’oili, en náði aldrei heilsu. Þetta verða menn að taka til greina, er menn líta á ýmsar óheppilegar og hrana- legar ráðstafanir í ráðherratíð hans, að þar var frekar öðrum óhollum ráðunautum um að kenna, er notuðu sér veikleika mannsins, er cft og einatt gat ekki talizt „compos mentis“ Framh. á 10. siðu. 1 1 i I l.l 1 . ' f1 :) M I ! f ! t I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.