Vísir - 10.05.1962, Blaðsíða 3
\
Fimmtudagur 10. maí 1962.
VISIR
3
J
Þórarinn Ólafsson, skipstjóri á Þorbimi frá Grindavík er
35 ára gamall og hóf skipstjórnarferil sinn 24 ára.
Löndun úr Þorbimi
Myndsjá Vísis blrtir í dag nokkr
ar myndir, sem teknar voru s.l.
nótt í hinu skemmtilega athafna
plássi Grindavík. Það var fram-
úrskarandi ánægjulegt að koma
þangað og hitta að máii hina
harðsnúnu sjósóknara. — Það
blakti ekki hár á höfði og staf-
aði Iogni á sund og vog og
mátti þá sjá algjöra andstæðu
þess sem verður þegar Ægir
karl yglir brún og gerir inn-
siglingu til Grindavíkur svo
háskalega að ekkert má út af
bera svo ekki bíði annað verra.
Vetrarvertíðin í Grindavik
Nótt í Grindavíkurhöfn. „Fuglamir tímdu ekki að fara að sofa af því að fegurðin var svo mikil“.
Grindavík:
Bezta verstöðin
hefur gengið vel. Gæftir voru
fremur stirðar framan af, en
góðar í marz og apríl. Afli dá-
góður en engin aflahrota og
sagði Þórarinn Ólafsson skip-
stjóri á Þorbirni að undantekn-
ing hefði verið að aflaðist yfir
20 tonn í róðri. Netatjón hefur
ekkert verið og netanotkun
mjög í hófi. Adólf Oddgeirsson
á Áskeli sagðist hafa tekið um
borð alls 324 net frá byrjun.
Hann hefur aflað um 760 tonn
í netin, þannig að veiðzt hafa
rúm tvö tonn f net sem þykir
dágott.
Nýting aflans hefur verið með
ágætum og sagði Þórarinn að
þeir hefðu aldrei komið með
jafnbetri fisk að landi, enda
undantekningalitið vitjað um
netin daglega.
Grindavík er vaxandi þorp,
sem á mikla framtíð fyrir sér,
en fyrr en síðar verður að hefj-
ast handa um stórfelldar um-
bretur á höfninni og þó sérstak-
lega innsiglingunni til hennar.
Adólf Oddgeirsson, skip-
stjóri á Áskeli frá Grenivík.
Hann er 48 ára gamall og
átti á þessu ári 30 ára skip-
stjómarafmæli.
Magnús Guðmundsson, vigtarmaður. Miklu meiri afli á
Iand í Grindavík en nokkru sinni fyrr. Fleiri bátar gerðir
út og jafnari afli.