Vísir - 10.05.1962, Blaðsíða 10
w
VISIR
(með fullri dómgreind), og er
því ekki .étt að saka hann um
það, heldur þá, er betur máttu
vita og vita áttu, að hann var
ekki orðinn fær um heilsunnar
vegna að gegna þessu embætti.
Nú geta ef til vill sumir ætlað,
að ég segi þetta af því, að ég
hafi séð ofsjónum yfir því, að
Björn hlaut hnossið, en því fer
harla fjarri, því að ég hafði
enga ágirnd á þessari hefðar-
stöðu og kom ekki til hugar að
seilast eftir henni eða ætla, að
ég kæmi þar til greina, og ég
hygg ekki, að Kristján Jónsson
hafí í það sinn heldur haft
nokkrar tilhneigingar í þá átt.
*
Vonbrigði Skúla.
En það var annar maður, sem
eflaust undi þessum úrslitum
illa og hafði víst gert sér mikl-
ar vonir um að verða fyrir val-
inu, og það var Skúli Thorodd-
sen, sem fyrst hafði vakið á-
greininginn i sambandslaga-
nefndinni og taldi sig því nokk-
urn veginn sjálfkjörinn að verða
næsti eftirmaður Hannesar
Hafsteins, og var það að vissu
leyti eðiilegt. En því var svo
háttað, að Skúli hafði jafnan
verið og var enn nokkuð ein-
angraður meðal flokksmanna
sinna, þótti óviðfelldinn, ein-
rænn og lítt til forystu fallinn,
og hafði þvi sáralítið fylgi. Ég
efast einnig um, að hann hefði
orðið heppilegri ráðherra en
Björn, þrátt fyrir allt.
Fimmtudaginn 1. apríl vorum
vér allir forsetarnir í áheyrn
hjá Kristjáni krónprins, og var
hann hinn alúðlegasti, sýndi oss
drengina sína, talaði um hesta
o. m. fl. Um kveldið var ég i
Folketeatret og sá þar hina
frægu norsku leikkonu Jóhönnu
Dybvad, er lék aðalhlutverkið i
leiknum „Hvem var hun?“, og
minnist ég ekki að hafa séð
jafnsnilldarlegan leik. Ég kom
einnig á fleiri leikhús, sá t. d.
„Dollarprinsessen“ í nýja leik-
húsinu á Vesturbrú, þar léku
Elsa Frölich og Gerda Krum,
og var mikið látið af þeim leik
um þær mundir f Höfn. Ég kom
einnig í Scala og Cirkus, en
þótti fremur lítið varið í það,
sem þar var sýnt. Mjög furðaði
mig á þvi, hversu Danir gátu
hlegið hátt og hjartanlega dátt
að skrípalátum fíflanna (Klovn-
erne) í Cirkus, sem mér fannst,
að hálfvita börn aðeins gætu
haft gaman af það var naum-
ast hægt að brosa að þeim
heimskupörum og fíflalátum, en
Danir eru öðruvísi gerðir en vér
fslendingar, ekki jafnalvarlegir
og „kritiskir“.
☆
Heimkoman úi forsetaförinni.
Þröng ð götunum.
Eftir rúma vikudvöl í Höfn
lögðum vér af stað heimleiðis
með Sterling á pálmasunnudag
(4. apríl) og komum til Reykja-
víkur á páskadagskveldið 11.
s. m., eftir rétta 3 vikna fjar-
veru. Var þá svo mikil þröng
af fólki, er véi stigum á land.
að vandræði voru að komast
gegnum hana. Urðu nokkrir
kunningjar Björns að taka hann
til varðveizlu og ryðja honurr
braut og iá við sjálft. að þeir
kæmu honum ekki ómeiddum
heim til hans, þvi að mann-
fjöldinn þyrptist að hvaðanæva
og ætlaði að gera aðsúg aö
honum, en sumir æptu að hon-
um, því að fólk var orðið svo
æst út af fréttum þeim, er hing-
að höfðu borizt um ógætilegt
samtal hans við danska blaða-
menn, er að sumu leyti var þó
ýkt og úr lagi fært, sem áður
er getið; en nú var talið, að
hann nefði unnið sér til óhelgi
með þvi rausi. Og er hann var
kominn neim til sín, safnaðist
.nikill mannfjöldi saman í Aust-,
urstræti fyrir framan fsafold,
og var þess krafizt að hann
kæmi fram og gerði grein fyrir
gerðum sínum, en honum hafði
verið ráðlagt að halda 'þá enga
ræðu, heidur láta sem minnst á
sér bæra, því að aasingin i fólk-
inu væri athugaverð. Kom hann
allra snöggvast fram á svalirn-
ar, er talaði ekkert, bauð að-
eins „góða nótt“ og gekk inn
aftur, og varð svo ekki meira
af þeirri sýningu, en mannfjöld-
inn dreifðist smátt og smátt og
þóttist vera svikinn um skemmt
un þá, er menn höfðu gert sér
vonir um. Fyrsta þættinum í
„ráðherraævintýri“ Björns Jóns
sonar var nú farsællega Iokið.
Landsbankafarganið.
Eins og búast mátti við, leið
ekki á löngu áður en styr mik-
ill reis út af embættisráðstöf-
unum Björns Jónssonar og það
þegar á þessu sumri. Skipaði
hann þá 3 manna nefnd til að
rannsaka allan hag Landsbank-
ans, og var jafnframt hlífðar-
Iaust gefið í skyn, að hann
hefði tapað stórfé vegna illrar
stjórnar Tryggva Gunnarssonar
og eftiriitsleysis gæzlustjór-
anna, er þá voru séra Eiríkur
3riem og Kristján háyfirdóm-
ari. Kom þessi ráðstöfun ráð-
herra mjög flatt upp á almenn-
ing, því að menn bjuggust við,
að hún væri ekki gerð að á-
stæðulausu, og fóru þá margir
að taka fé sitt út úr bankanum,
og varð þetta þvf ísjárverður
hnekkir á iliti bankans.
Spannst út af þessu hinn mesti
gauragangur. En það er nú öll-
um kunnugt fyrir iöngu, og
var að vísu mörgum þá þegar,
að allt þetta fargan gegn Lands
bankanum var sprottið af löng-
um undirróðri Björns Kristjáns-
sonar, er stöðugt Iá í eyrunum
á nafna sínum að reka Tryggva
frá stjórn bankans, er væri kom
inn á heljarþrömina sakir þekk-
ingarleysis hans I bankamál-
um, hlutdrægni og jafnvei fjár-
dráttar. Neytti Bjöm Kristjáns-
son þess, að Björn Jónsson var
talinn hlýðinn og ósjálfstæður
og trúði nafna sínum eins og
nýju neti, en Björn Kristjáns
son hugsaði aðeins um sjálfan
sig, að setjast i sæti Tryggva
eins og fastákveðið var milli
þeirra nafnanna, þá er Tryggvi
væri úr sögunni. Um hitt hugs-
aði Björn Kristjánsson minna,
hversu allt þetta fargan mundi
hafa óþægilegar afleiðingar fyr-
;r „vin“ hans. ráðherrann, bæði
fyrir ' embættisstjórn hans og
heilsufar ekki síður. sem Birni
Kristjánssyni hefur verið vel
kunnugt um. hvers’: liáttað var
og að það var mikii samvizku
sök að espa Björn Jónsson or
spana til sifkra örþrifaráða.
Tryggvi, Kristján og
Eiríkur reknir.
Eftir mikla fyrirhöfn og lát-
lausan undirróður Björns Krist-
jánssonar kom svo loks aðal-
hvellurinn 22. nóv., þá er
Tryggva og báðum gæzlustjór-
unum var með tilkynningu frá
ráðherra vikið frá stjórn bank-
ans með mjög harðorðum um-
.nælum og Björn Kristjánsson
settur framkvæmdarstjóri þá
samstundis, en bankanum Iokað
í miðjum starfstíma hans af
Kiemens landritara og Jóni Her
mannssyni skrifstofustjóra. Fór
þá afhending fram fyrir luktum
dyrum. Þóttu þetta heldur en
ekki tíðindi í bænum og mælt-
ist yfirleitt ekki vel fyrir, enda
svo harkalega að þessu farið,
eins og hinir brottreknu stjórn-
endur væru glæpamenn, sann-
ir að sök. Tryggvi gamli tók
þessu furðu rólega, þótt reiður
væri, en hann hafði búizt við
þessu áður, svo að þetta „reið-
arslag“ kom honur ekki eins
óvænt eins og gæzlustjórunum,
sérstaklega Kristjáni, aldavini
ráðherrans og nýkomnum með
honum úr forsetaförinni i sátt
og samlyndi, enda varð hann
afar reiður, sem von var, en
séra Eiríkur fór hægar, af því
að hann var meiri stillingar-
maður. Skömmu síðar komu
hingað 2 danskir bankaeftirlits-
menn frá Landmandsbanken til
að rannsaka ailan hag bankans,
og fundu þeir ekkert sérlega at-
hugavert og töldu bankann vel
tryggan. Mæltist sú danska end
urskoðun ilia fyrir.
Mótmælafundur og æsing
gegn ráðherranum.
Hinn 1. des. var mótmæla-
fundur haldinn á Lækjartorgi,
og skoraði aðalræðumaðurinn,
Knud Zimsen, þar á ráð-
herra að segja af sér, og var
því næst gengið í þéttri fylk-
ingu suður að bústað ráðherra
í Tjarnargötu, en þar varð ekki
neitt úr neinu, enda múgurinn
forystulaus.
Þess skal getið, að fyrir mjög
eindreginn bænarstað ráðherra
Iofaði ég honum að vera annar
gæzlustjóri í bankanum ásamt
Jóni Hermannssyni, en aðeins
desembermánuð eða fram yfir
nýárið, meðan mesta uppþotið
væri að sjatna, en annars vissi
hann vel, eins og kom fram I
Þjóðólfi, að ég var mótfallinn
svona íöguðu hátterni, enda
sagði ég honum það hiklaust,
að ég ætlaði ekki að skipta mér
af þessu fargani, þótt ég þenn-
an mánaðartíma tækist þetta
starf á hendur í vandræðum
hans, meðan hann væri að út-
vega sér annan, en starfi þessu
sagði ég af mér 5. jan. 1910,
eins og ég hafði ráð fyrir gert.
Fékk ráðherrann þá séra Guð-
mund prófast Helgason f minn
stað, en að mánuði liðnum sagði
bæði hann og Jón Hermanns-
son af sér gæzlustjórastarfinu,
og nenni ég ekki að rekja þá
sögu lengra, því að það kemur
ekki þessum minningum við. En
mál þetta ailt varð Birni Jóns-
syni til hinnar mestu óþurftar,
jg mun hann síðai hafa séð, að
hann fór þá ullgevst fyrir ginn
ngar og undirróður óvandaðra
skúmaskotaspilta.
Fimmtudagur 10. maí 1962.
Fegurðarsamkeppnin 1962
LOKAÚRSLIT
fara fram í Austurbæjarbíói n.k. laugard. kl. 7.
Valin Ungfrú ísland 1962
Valin Ungfrú Reykjavík 1962
Meðal skemmtiatriða:
Tízkusýning — Skopþáttur, Karl Guð-
mundsson — Einsöngur, Guðmundur
Jónsson óperusöngvari — Akrabotik og
twistfimleikar, stúlkur úr Ármanni —
Og margt fleira.
Glaumbær og Næturklúbburinn
Krýningarhátíð ásamt tízkusýningu.
Hljómsveit Jóns Páls ásamt Elly
Vilhjálms.
Skemmtiatriði til kl. 2 e. m.
Miðasölur í Austurbæjarbíói, Bókabúðum
Lárusar Blöndals og Glaumbæ.
Munlð cað fegurðursamkeppnin
fer aðeins fram n.k. laugardag
AÐALFUNDUR
í Skógræktarfélagi Reykjavíkur
verður haldinn miðvikudaginn 16. maí 1962
kl. 8.30 síðdegis í Breiðfirðingabúð, uppi.
Dagskrá venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
<(§> MELAVðlLUR
REYKJAVIKURMÓT
í kvöld (fimmtudag) kl. 8,30 keppa
FRAM — ÞRÓTTUR
Dómari Haukur Oskarsson.
Heimsókn oð—
Framh. af 4. síðu.
húsa hefur nú lagt blessun sína
yfir umsókn mína og ég geri
þess vegna ráð fyrir að hún
verði afgreidd af réttum aðilum
á næstunni.
— iTekurðu líka að þér veizl-
ur í heimahúsum?
— Já, óg hef gert taisvert
af þvi eftir að starfsemin í Há-
bæ hófst. Annast þá bæði heit-
an mat eða kaldan eftir óskum,
sé einnig um snittur eða smurt
brauð eftir þvi sem hver vill.
Undanfarið hefur verið talsvert
að gera í þessu efni einkum í
sambandi við fermingarveizlur.
Ég vil í þessu sambandi taka
fram að ég hef fengið til sam-
starfs afbragðs matreiðslumann,
Hallbjörn Þórarinsson, sem
kann fag sitt til hlítar og býr
til mjög góðan mat. Það er lika
von mín að í Hábæ takizt mér
að veita viðskiptavinum mínum
þá þjónustu og þann viður-
gerning í mat og drykk sem þeir
óska eftir og eru ánægðir rne'ö.
Þ. .!.