Vísir - 11.05.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 11.05.1962, Blaðsíða 8
8 <//S/R Föstudagur 11. maí 1962. Útgefandi Blaðaútgáfan VISIR Ritstjórar: Hersteinn Pálsson Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri Þorsteinn Ó. Thorarensen Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 45 krónur á mánuði. 1 lausasölu 3 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Innantóm stóryrði eru ekki gagnrýni Á kjósendafundinum í Sjálfstæðishúsinu s. 1. mánudagskvöld sagði frú Auður Auðuns, að það þætti tíðindum sæta í öðrum löndum, ef sami borgaraflokk- ur héldi völdum áratugum saman. Útlendingur einn, sem hér væri vel kunnugur málum, hefði sagt, að engin skýring væri til á þessu önnur en sú, að Sjálf- stæðisflokkurinn hefði borið gæfu til að samlagast breyttum aðstæðum og skilja nýjar kröfur, sem nýir tímar og breyttir þjóðfélagshættir hefðu í för með sér. Þetta álit útlendra manna stingur mjög í stúf við þá gagnrýni, sem andstæðingar Sjálfstæðisflokksins bera á borð fyrir kjósendur í Reykjavík, þegar líður að borgarstjórnarkosningum, og raunar oft endranær. Þessi gagnrýni er svo ósanngjörn og ofstækisfull, að hún hlýtur að missa marks, eins og t. d. þau orð, að Reykjavík sé eins illa leikin og þær borgir, sem verst urðu úti í heimsstyrjöldinni! Hið sanna er, að þótt enn séu vitanlega mörg verkefni óleyst í Reykjavík, er ævintýri líkast hvað gert hefur verið á skömmum tíma. Og jafnframt má það Ijóst vera hverjum hugsandi manni, að þær fram- farir, sem hér hafa orðið síðustu áratugina, hefðu aldrei getað átt sér stað nema samhentur meirihluti úr einum stjórnmálaflokki færi með stjórnina. Tæt- ingsliðið, sem andstöðuna skipar, hefði aldrei getað komið helmingi þess til leiðar, sem Sjálfstæðismenn hafa gert á þessum tíma. Þetta vita Reykvíkingar of- ur vel, og þess vegna hika ýmsir menn annarra flokka ekki við að styðja Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórn- arkosningum, þótt þeir geri það aldrei endranær. Andstæðingar borgarstjórnarmeirihlutans eru alltaf að stagast á því sem ógert er, rétt eins og hægt sé að gera alla hluti í einu og ótakmarkað fjármagn sé til umráða. Ábyrgur meirihluti verður að dæma um það, hvaða verkefni kalli mest að á hverjum tíma, og það ætti ekki að vera ofvaxið skilningi andstæð- inganna, að meira verður ekki gert en fjárhagslegt bolmagn leyfir. Hvernig er stjórn hinna? Þeir, sem kunna að leggja trúnað á skrif Tímans og Þjóðviljans um stjórn Sjálfstæðismanna á Reykja- vík, ættu jafnframt að kynna sér, hvernig stjórn kommúnista og Framsóknar hefur reynzt í öðrum bæjar- og sveitarfélögum víðsvegar um land. Og af því að Alþýðublaðið virðist nú skyndilega hafa feng- ið áhuga fyrir borgarmálum í Reykjavík, gætu þeir, sem orðum þess trúa, skroppið til Hafnarfjarðar og kynnt sér árangurinn af stjórn Alþýðuflokksins þar um áratuga skeið. Sá samanburður yrði Alþýðu- flokknum tæplega hagstæður. Dáist að íslenzkum fiskimönnum Við hittum nýlega að máli þann mann sem hvað mest hef- ur verið talað um hér á landi undanfarna daga. Hann nefnist Bendix Heide og er frá Kristian- sund í Noregi. Hann er hár mað- ur og laglegur, ungur að árum, eða um þrítugt. Tekur hann okkur elskulega en segir: „Sum viðskipti eru þess eðlis að óheppilegt er að vera með þau alltaf í blöðunum. Þó að ég hafi ekkert nema gott af blaðamönn- um að segja, vil ég helzt ræða um annað en viðskipti við þá. Mér kom það einnig nokkuð á óvart að sjá í blöðum hér að ég væri frá Kristiansand. Þeir sem vita hvar sá staður er, sjá fljótlega að hann er ekki beint heppilegur til að vinna síld sem veiðist út aft vesturströnd Nor- egs, en einmitt þar er Kristian- sund. Kannske hefur þetta bara verið prentvillupúkinn." „Hver á verksmiðjuna sem þér eruð hér fyrir?“ „Faðir minn er eigandinn. Verksmiðjan hefur verið í eign fjölskyldunnar frá upphafi. Hann er framkvæmdastjóri hennar, en ég sé um útflutnings og innflutningsdeildina.“ Alls kyns fiskur. „Hvað framleiðið þið í verk- smiðjunni?" „Við vinnum alls kyns sjáv- arafurðir. Við fyrir alls kyns á nokkrum er svo síldarverksmiðjan, sem er í Kristiansund." „Hvað er stærsti hlutinn af fyrirtæki ykkar?“ „Frystihúsin eru stærsti lið- urinn. Það stafar af þeirri ein- földu ástæðu að við getum feng- ið mest af fiski til frystingar. Ef að síldin væri ekki svo árs- tíðabundin, gæti síldarverk- smiðjan ve) verið stærsti hlut- inn.“ „Hvað vinnur margt fólk hjá ykkur?“ „Um 350 manns, þegar flest er. Þetta er þó mjög mismun- andi eftir árstíðum í síldar- verksmiðjunni vinna um 50 manns“. Við höfum veitt þvl athygli að Heide er mjög íþróttamanns- legur I hreyfingum og spyrjum hann um frístundagaman. „Ég iðka flestar íþróttir, svo sem tennis, dýraveiðar, siglingar á seglbátum, fiskveiðar, sem sport, og síðast en ekki sízt,' skíði.“ Alveg ófeiminn. Nú gengur ljósmyndari í her- bergið. Heide setur upp feimnis- svip. „Þarf ég endilega að láta taka mynd af mér?“ „Eruð þér feiminn?" „Takið þið bara myndir. Ég er hræddur um að ég myndi ekki endast lengi I þessum „business" sem ég er í, ef ég væri feiminn." „Ég neyðist til að hafa að engu tilmæli yðar um að tala ekki um viðskipti. Hvað búizt þér við að kaupa mikið af síld hér?“ „Ég veit það ekki enn. Menn tala hér mikið um verkfall þann fyrsta júní, hvort sem eitthvað verður úr því eða ekki. Alla vega getum við keypt miklu meira, ef hægt er að fá það.“ Bendix Heide ,Ætlið þið að nota síldina til einhvers annars en bræðslu?" „Við getum það því miður ekki. Hún er með það mikla átu í maganum að hún er ónothæf til annars en bræðslu, eftir jafn langan tíma og flutningarnir taka. Ef á að nota síld með átu til einhvers annars en bræðslu, þarf að vinna hana svo til beint úr sjónum.“ „Hvernig komið þið í veg fyr- ir að síldin skemmist á leið- inni?“ „Við notum til þess sérstakar efnablöndur. Þær eru notaðar hér á landi líka, í mjög líku formi. Þetta er svo tæknilegt atriði að ég efast um að það taki því að nefna efnin sem f blöndunni eru Fyrir því hafa engir áhuga nema vísindamenn ykkar, og ég hef þegar rætt við þá.“ IVIeiri fiskur við ísland. „Hvernig lízt þér á fiskveiðar okkar íslendinga?" „Það sem mér finnst athyglis- verðast er það að þið virðist hafa meiri fisk í kringum landið en við höfum. Ekki aðeins það, heldur virðist vera minni árs- tíðamunur hjá ykkur. Annars er margt lfkt með aðstæðum ykkar og aðstæðum á vesturströnd Noregs. Þó þurfið þið stærri báta en við, þegar síldin gengur alveg upp í landsteina hjá okk- ur.“ „Hvað notið þið stóra báta?“ ,Á vestursíldveiðum við Nor- eg þurfa þeir ekki að vera stór- ir. En þegar lengra er sótt, svo sem til Islands, taka þeir gjarn- an um 30Q0 hektólítra. Hvort sem þeir salta um borð, eða sigla með aflann til Noregs, er ekki heppilegt að þeir séu minni.“ „Hver er helzti munur á fisk- veiðum okkar og Norðmanna?" ,Ég dáist mjög að því hve afkastamiklir íslenzkir fiski- menn eru, á síldveiðunum. Hér virðist einnig að þið getið veitt í verra veðri en við. Ekki veit ég hvernig stendur á því. Ann- að sem mér þykir mjög merki- legt er hvernig þið notið kraft- blakkir. jað hefur ekki verið verið gert enn í Noregi.“ Framh. á 10 síðu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.