Vísir - 11.05.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 11.05.1962, Blaðsíða 9
Föstudagur 11. ma-í 1962. 9 VISIR Norðmenn leita aðildar að EBE TTm síðustu mánaðamót sam- þykkti norska Stórþingið, að Noregur skyldi leita aðildar að Efnahagsbandalagi Evrópu. Þann 2. ma‘ afhenti sendiherra Norðmanna í Briissel síðan stjórn Efnahagsbandalagsins tilmæli No.rðmanna um að hefjá viðræðu um aðild að bandalag- inu. Sams konar tilmæli höfðu einnig komið fram frá Bretlandi og Danmörku. Atkvæðagreiðsla um þetta mál fór fram i Stórþinginu seint á laugardagskvöldið, eftir heit- ustu og lengstu umræðu, sem orðið iefir í þinginu um áratuga skeið. Stóð hún í fjóra daga og tók samtals 40 klst. en um 130 af 150 . þingmönnum tóku til máls. Úrslit atkvæðagreiðslunnar urðu þau að það var sa iþykkt með 113 atkv. gegn 37 að leita aðildar. Áður hafði verið felld tillaga um að leita svokallaðr- ar aukaaðildar. Þeir 37 sem greiddu atkvæði gegn aðiid voru þingmenn bændaflokksins, hins svokallaða Miðflokks og nokkrir vinstri- sinnar úr stjórnarflokknum — Verkamannaflokknum, og loks tveir þingmenn úr Sósíaliska þjóðflokknum sem er hópur kommúnista er sleit samband- inu við Moskvu fyrir nokkrum árum. T Tmræöurnar voru mjög æstar, kommúnstar og róttækir Jatnaðarmenn stofnuðu til æs- inga og útifunda í Osló út af málinu, sem er næstum eins dæmi þar í borg. Héldu þessir æsingamenn því fram, að með inngöngu f Efnahagsbandalagið myndu Norðmenn afsala sér frelsinu og sáust kröfuspjöld þar sem því var haldið fram að Noregur yrði við slíka breytingu þýzk nýlenda. Jafnframt þessu hófu hinir róttæku að nýju á- rásir á Atlantshafsbandagið. Æsti þessi úttæki lýður sig á- kaflega upp og var þó tiltölu- lega "ámennur. Sama gerðist í þinginu, a< fulltrúar hinna rauðu áfla höfðu í frammi stóryrði og æsingar Smituðust aörir andstæðingar fullrar aðildar í Miðflokknum af þessu, þótt þeir byggðu and- stöðu sína aðallega á efnahágs- legum atriðum og gerðist það jafnvel að einn foringi Mið- flokksins sem stutt hefur At- lantshafsbandalagið lét þau orð frekara fylgi að tapast et hann á ekki.að hrökklast frá völdum Virtist í fyrstu sem Gerhardsen forsætisráðherra væri svo ugg- andi yfir þessum atburðum, að hann þyrði ekki að taka af skar- ið, en svo tók hann rögg á sig og lýsti því skorinort yfir að Noregur ætti samleið með Evr- ópu. Ef sleppt er æsingnum og öllu þessu óvenjulega hugará- standi, sem Norðmenn komust f er athyglisvert að kynna sér umræðurnar sem um þetta urðu. O"alvard Lange utanríkisráð- herra túlkaði einna skýrast afstöðu stjórnarinnar I málinu Eftir Þorstein Thorarensen falla sem bentu til þess að Mið- flokkurinn myndi nú breyta um afstöðu f landvarnarmálum og snúast gegn NATO. Þó andstaðan sé ekki fjöl- menn, hafa þessar æsingar kom- ið sér illa ryrir Verkamanna- flokkinn. Róttækasti hluti hans hefur snúizt gegn stjórninni i þessu máli og getur það orðið honum hættulegt, þar sem flokkurinn missti meirihluta sinn f sfðustu kosningum og má ábyggilega engu muna o* ekkert í merkilegri ræðu. Hann sagði að ekkert Evrópuland ætti eins örðugt með að standa utan við Evrópubandalagið og Noregur. Við getum ekki staðið einangr- aðir sagði hann. Við þekkjum það úr sögunni að Noregur var áður einangraður og þaðan eru myrkustu blöðin í sögu lands- ins. Að vísu er engin ástæða til að ýkja þetta og ég held þvf ekki fram að það hefjist neitt 400 ára tímabil myrkra mið- aida bótt vit stæðum fyrir utan bandalagið. En hitt er stað- reynd, að framfarir á sviði efna- hagsmálr og menningarmála í landinu eru nú svo örar að það líkist sprengingu og sama er að segja um hin stórbættu lífskjör Þessar framfarir byggjast ekki eingöngu á dugnaði og iðjusemi þjóðar okkar, heldur einnig f mjög ríkum mæli á þvf að við gerðumst þátttakendur f hinni evrópsku þróun þegar á s.l. öld. strunsaði út af fyrstu ráðstefn- unni um Marshall-áætlun, þá lokaði hann dyrum að samstarfi austurs og vesturs um viðreisn- ina. Það var einn að dimmustu dögunum i sögu Evrópu. Það eru hagsmunir Noregs, hélt Halvard Lange áfram, að styðja jafnvægið á meginlandi Evrópu, og það eru einnig hags- munir Bandaríkjanna og Bret- lands. Þegar Bretar ákváðu að Frá umræðunum í norska Stórþinginu. Halvard Lange hélt áfram: — Aðalatriði fyrir mig, þeg- ar ég hugsa um stjórnmálahlið málsins er þetta: — Er hægt að verja það út frá hagsmunum þjóðarinnar, að við leggjum út á aðra leið og stillum landi okkar utan við þá þróun sem þegar er hafin og miðar að því að koma á samfé- Iagi milli Vestur-Evrópulanda. samfélag sem nú mun í fyrsta skipti ná einnig yfir Bretland. Að mfnu áliti er ekki um neina aðra leið að velja. J^ange Iagði áherzlu á það, að allt samstarf Vestur-Evrópu- landanna ætti upptök sín í við- reisnarsamstarfinu. Því var ekki beint gegn neinun öðrum. Þvi var komið á til að uppfylla sam eiginlega þörf. Þessi þörf var fyrir hendi í allri Evrópu, líka í Austur-Evrópu og Rússar hefðu getað tekið þátt f því. En þann dag f júlf 1947 þegar Molotov utanríkisráðherra leita aðildar að Efnahagsbanda- laginu skapaðist ný aðstæða, sem hefur mikla þýðingu fyrir utanríkis- og efnahagsmála- stefnu Noregs. Að lokum sagði Lange utan- ríkisráðherra: — Það eru lífs- hagsmunir okkar að viðhalda sambandinu við hin vestrænu lönd. Hin þjóðernislega tilfinn- ing er mjög sterk meðal okkar Norðmanna, það sýndi sig ekki sízt á stríðsárunum og f hernám inu. En af því má ekki draga þá ályktun að við eigum að loka okkur inni eða loka umheiminn úti til þess að halda þjóðlegum verðmætum okkar hreinum. 'C'g er ekki svo svartsýnn þeg- ^ ar ég hugsa um þjóðernis- legt viðnám okkar. Ég held þvert á móti að reynslan t.d frá hernámsárunum efli traust okkar á það að okkur muni tak- ast að varðveita þjóðernisleg sérkenni okkar, jafnvel við erfið skilyrði, — og hér er ekki um erfiðleika að ræða En fyrst og fremst treysti ég þvf að þjóðmenning okkar muni fá tækifæri til að auðgast og auðga aðra f samskiptum við skyldar þjóðir f álfu okkar Við umræðurnar kom það fram, að andstæðingar aðildar- innar óttuðust áhrif hennar fyr- ir vissar greinar norsks atvinnu lífs, sérstaklega fyrir landbún- aðinn og fyrir heimaiðnaðinn, sem myndi eiga erfitt að keppa við stóriðjulöndin. Hinsvegar voru fulltrúar sjávarútvegsins á þingi yfirleitt mjög bjartsýnir og ákafir fylgismenn aðildar að Evrópubandalaginu. Þeir þóttust sjá blómatfma framundan, þeg- ar þeir fengju tollfrjálsa mark- aði fyrir fiskinn í hinum fjöl- mennu löndum suður f álfu. egn æsingum meðal andstæð- 'Jr inga Evrópubandalagsins beittu fulltrúar stjórnar og aðr- ir stuðningsmenn yfirleitt ró- legri rökvísi og bentu á skýr dæmi þess, hve góð áhrif að- ildin myndi hafa fyrir efna- hagslíf þjóðarinnar. En helztu ágallarnir voru taldir felast í því, að áhrif hinna fjármagns sterku landa myndu verða ó- eðlilega mikil f hinum smœrri og fátækari löndum eins og Noregi. Þessa áhættu kváðust Bandalagsmenn skilja, enda væri það ætlun stjórnarinnar að leita eftir sérákvæðum, sem fjölluðu aðallega um hömlur á það að útlendingar gætu komið sér upp fyrirtækjum í Noregi eða komizt til mikilla áhrifa f efnahags- og atvinulífi með er- lendu fjármagni. Er þessi hætta álitin það mikil, að Norðmenn munu ekki treysta sér til að ger ast aðiljar, nema þeir fái að hafa eftirlit og takmarka að- flutning hins erlenda fjármagns inn í landið. Jafnframt vænta Norðmenn þess, að þeir fái stuðning úr viðreisnarsjóðum Efnahagsbandalagsins, sem eiga Framh. á 10. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.