Vísir - 11.05.1962, Blaðsíða 16

Vísir - 11.05.1962, Blaðsíða 16
VÍSIR Föstudagur 11. maí 1962. ierkjasolo fyrir Ekknasjóð Hin árlega merkjasala Ekkna- sjóðs íslands verður n.k. sunnu- dag. Merkin verða afhent í Sjálfstæð- ishúsinu uppi frá kl. 9 árdegis. — nefndin biður foreldra í Reykjavík að leyfa börnum sínum að selja merki fyrir þetta góða málefni. Undanfarin ár hefur sala þessara merkja gengið ágætlega vegna dugnaðar barnanna. Fé því sem inn kemur ár hvert er jafnan úthlutað til þeirra ekkna, sem helzt hafa fjárstyrks þörf, og hafa þessir pen- ingar oft komið að góðum notum. En til að þeir komi að gagni sem nemur þarf fólk líka að bregðast vel við þegar börnin leita á náðir þess og kaupa af þeim merki. Hér er um gott málefni að ræða og mannúðarstarf, sem almenningur ætti að leggja lið. Nýr bótur í fyrradag kom til Hafnar í Hornafirði nýr vélbátur, sem smíð aður hafði verið í Vestmannaeyj- um. Bátur þessi, sem heitir Haraldur og hefir einkennisstafina SF-70, er 36 lestir á stærð, frambyggður. Hann mun verða látinn stunda tog veiðar tii að byrja með. Miklar framkvæmdir standa nú yfir hjá Vatnsveitu Reykja- víkur. Er nú verið að vinna að því að bora fyrir vatni hjá svo- nefndum Bullaugum rétt fyrir austan Grafarholt í Mosfeiis- sveit, undirbúa nýja leiðslu og gera mjög stóran nýjan vatns- geymi i Öskjuhlíðinni rétt hjá gamla Golfskálanum. Nú þegar hafa tvær holur verið boraðar hjá Builaugum, sem gefa svo ..H !■«*■ I" MWI mikið vatn að mikill Iækur renn- ur frá þeim meðan honum hefur ekki verið veitt í pípur. Myndin sem hér fylgir var tekin í morgun, í Vatnsgeymis- stæðinu hjá gamla Golfskálan- um, þar sem unnið hefur verið að því að sprengja djúp gróp í kiettana, en geymirinn á að vera að mikiu Ieyti neðanjarðar. Þorbjöm efstur Kvennamorð í Alsír Dagurinn í gær var einn mesti blóðsúthellingadagur í hryðjuverka- j sögu OAS í Alsír. Voru alls 55 drepnir, fiestir skotnir til bana á J götum úti, og voru þar af 20 konur. 1 Vekur grimmdaræði OAS vaxandi hrylling, einnig meðal fólks af Evrópustofni, ekki síst vegna þess, að æði þeirra bitnar nú jafnt á kon- um sem körlum, en þær hafa þar til fyrir nokkrum dögum fengið að fara óáreittar ferða sinna. Samtímis og þessi hryðjuverk voru unnin í gær var hert á ráð- stöfunum til að stemma stigu við þeim. í Oran var Erópufólki bann- að að aka í bifreiðum nálægt hverf um Múhameðstrúarmanna og þeir varaðir yið að fara inn í Evrópu- hverfin. Haldið var áfram húsleit og handtökum. í einu hverfi voru allir karlmenn 17 — 75 ára teknir: til yfirheyrslu. Gert var upptækt mikið magn af vopnum og skotfær- um — og frönskum einkennisbún- ingum, sem OAS-menn höfðu kom- izt yfir í ránsferðum. ► Otlagar hverfa heim Fyrstu útlagarnir frá Alsír sem dvalizt hafa í Marokko komu heim í gær. Þar munu vera um 40.000 serkneskir útlagar, en í Tunis um 110.000. Starf er hafið til þess að greiða fyrir heimkomu þessa fólks. ^ Múhammed V á fundi De Gaulle Mohammed V konungur í Mar- okko er í opinberri heimsókn í Frakklandi og ræddi í gær í 5 klst. við De Gaulle forseta — um Alsír. Þeir ræðast við í dag á ný. Brauzt inn í „vitlaust" hús Það gerist nú spenn- andi hver verður afla- hæsti bátur í Grindavík og þar með á landinu. í Stal raforku Það þykir vafalaust nokkrum tíð- undum sæta, þegar menn gerast sekir um að stela rafmagni! En þó hefur þetta gerzt oftar en einu sinni og oftar en tvisvar hér í Reykjavik á tiltölulega skömmum tíma. í fyrradag var maður nokkur dæmdur í sakadómi Reykjavlkur fyrir þessar sakir. Ákærður hafði tengt rafleiðslu við raflögn í húsi sínu með þeim hætti að raforku- eyðslan kom ekki fram á mæli. Með þessu athæfi sínu taldist á- kærður hafa gerzt sekur um þjófn- að. Einnig hafði hann brotið gegn reglugerð um raforkuvirki, þar sem hann hafði ekki heimild til að tak- ast á hendur rafvirkjun. Ákærði var dæmdur í 3 mánaða fangelsi skilorðsbundið og til máls- kostnaðargreiðslu. gærdag var Áskell hæst ur með 914 tonn og 480 kíló og Þorbjörn næst- ur, með 911 tonn og 150 kíló. í gærkvöld kl. 8 kom Áskell inn með 2 tonn og 400 kíló og er nú með 916 tonn og 880 kíló. Klukkan hálf ellefu í gær kom svo Þorbjörn inn og var með 10 tonn og 600 kíló. Þorbjörn er því orðinn 4 tonnum og 770 kílóum hærri, með 921 tonn og 650 kfló. Bátarnir eiga nú eftir fjórar lagnir, en þeir hætta veiðum þann 15. maí. Eins og augljóst er af því hvað munurinn Þórarinn Ölafsson, skipstjóri á Þorbirni, er nú kominn tæp- um 5 tonnum yfir harðasta keppinaut sinn. er lítill, er engan veginn útséð um hvor verður hærri þegar vertíð lýk- ur. Nýlega henti það óhapp einn ágætan borgara Reykjavíkur að brjótast inn í vitlaust hús. Ætlaði inn í sitt eigið hús, en ienti óvart i öðru. Til að skýra þetta mál betur þarf að taka fram, að maður þessi hafði eignazt sumarbústað í ná- grenni bæjarins, eða nánar til tekið í Elliðakotslandi. Og það sem enn merkilegra var, að hús þetta hafði hann eignazt án þess að hafa séð það. Einn góðan veðurdag á dögunum, það var skömmu eftir flóðin miklu þar uppfrá, lagði sumarbústaðareig andinn af stað til að skoða þessa nýju eign sína. Og af því að það er alltaf leiðinlegt að ferðast ein- samall, tók hann frænku sína með sér. En líklega hefur verið orðið skuggsýnt þegar þau voru þarna á ferð, því áður en varði duttu þau ofan í forarvilpu, þar sem aur og eðjan náði þeim í mittisstað. Ekki varð þetta þeim samt að fjörtjóni, heldur brutust þau upp úr pyttin- unij að vísu forug mjög, blaut og illa til reika, en samt ekki ver haldin en svo að þau gátu haldið ferð sinni áfram. Og skammt undan var líka hinn langþráði sumarbústaður, svo nú var um að gera að hraða för sinni Framhaid á bls. 5. Frjálslyndir og kratar unnu á Úrslit i bæjarstjórnarkosningun- um í Engiandi og Wales urðu þau, sem við var búizt, að íhaldsflokk- urinn glataði fylgi, en Frjálsiyndi flokkurinn og Verkalýðsflokkurinn unnu á. íhaldsflokkurinn tapaði 531 sæti og meirihlutaaðstöðu í 36 bæjum, en hinir tveir flokkarnir bættu að- stöðu sína nokkuð jafnt. Frjáls- lyndi flokkurinn bætti við sig 339 sætum og Verkalýðsflokkurinn 335. Sárafátt á kommúnistafundi „Oft var þörf en nú er nauð- syn, að vel sé smalað á kjördag- inn“, var kommúnista nokkrum að orði, þegar hann gekk út úr Austurbæjarbíó f gærkvöidi að loknum almennum kjósenda- fundi kommúnista. Ástæðan fyrir því, að maður- inn gat ekki orða bundizt, var sú, að fundurinn var dæmalaust daufur og fundarsókn skammar lega lítil. Sýndi hún ljóslega, að almenningur er að átta sig á hinu glæsiiega og þjóðhættulega athæfi kommúnista og snýr við þeim bakinu. Og í morgun staðfestir Þjóð- viijinn, hve fundurinn var fá- sóttur, því að á mynd þeirri, sem blaðið birtir af honum á fremstu síðu, blasa við auð sæti í tugatali. Má nærri geta, að ljósmyndarinn hefir reynt að „skreyta“ fundinn eins og hægt var en meira gat hann ekki en þarna kemur fram.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.