Vísir - 11.05.1962, Blaðsíða 1

Vísir - 11.05.1962, Blaðsíða 1
52. árg. — Föstudagur 11. maí 1962. — 105. tbl. Hér sést þegar áhöfnin á Elgo kemur á bát að borðstokknum á Þór. Skipsmenn neituðu a ðvera lengur um borð í skipinu, þar sem þeir töldu það vera að sökkva. (Ljósm.: Skúli K. Gíslason.) Skilrúm brast, óttuðust væri að sökkva Árangurs- laus lest í gær kafaði froskmaður í Reykjavíkurhöfn í leit að Einari Árnasyni skipstjóra á v.b. Gullþór GK 285, en án árangurs. Til Einars sást síðast sl. föstu- dagskvöld niður við höfn. Hann var þá á gangi við Grandagarð skammt þaðan sem skip hans lá. Á miðvikudaginn lýsti lögreglan eftir Einari, en engar upplýsingar hafa borizt um hann og þykir lík- legast að hann hafi dottið í höfn- ina og drukknað. * Froskmaður leitaði í gær allt í kringum bryggjuna þar sem v.b. Gullþór lá á föstudagskvöldið, en sú leit bar ekki árangur. í morgun hafði ekki verið tekin nein frekari ákvörðun um leit að Einari, en samt búizt við að eitt- hvað verði leitað áfram. 3 Jíldin var fremur stygg í nótt sem leið og erfitt að fást við hana, og gekk bátunum misjafnlega, en margir munu hafa fengið dágóðan afla. Straumar eru miklir. Sfldin vciðist aðallega undir Jökli. ★ Af Akranesbátum fékk Skírnir 1500, Sigurður AK 900, Höfrungur 830 og Sigurfari 600 tn, en þeir komu inn í gær, e ekki von á fleir- um í dag. Nokkrir munu hafa fengið slatta í nótt. Fjórir bátar frá Akra- nesi, sem hættir eru við netin, fóru til síldveiða f gær, og má búast við 'að 11 — 12 bátar af Skaganum verði brátt á síldveiðum. Allmargir bátar hafa landað í Reykjavík og Hafnarfirði. ★ í Reykjavík var verið að Ianda árdegis um 10.000 tunnum úr 9 skipum, þar með talinn afli Hallveigar Fróðadóttur, sem var með 1800 — 2000 tunnur. að Elgo Varðskipið Þór kom ki. 7 í morgun til Vestmannaeyja með norska síldarflutninga- skipið Elgo. Dró hann það alla leið upp að bryggju. Elgo bað um aðstoð í gær- dag, þar sem skipsmenn ótt- uðust að skipið væri að far- ast. Héldu menn í fyrstu að leki hefði komið að skipinu og sjór farið í lestamar og óttuðust að það væri að sökkva. En þegar lestar skips ins vom opnaðar I morgun í Vestmannaeyjahöfn, kom í ljós að enginn sjór var í skip- inu. Það sem gerzt hafði var aðeins að skilrúm sem gekk þvert yfir lestar skipsins hafði gefið sig og var ger- ónýtt. Hér er vafalaust um algera björgun (total björgun) að ræða, þar sem öll áhöfn Elgo fór frá borði og neitaði að fara aftur um borð í skipið til að aðstoða dráttinn. Og voru þá f jórir varðskipsmenn undir forustu Leós Karlsson- ar 2. stýrimanns sendir um borð. Þýðir það að Landhelg- isgæzlan mun fá greitt frá tryggingum matsverð skips- ins. Ónýt vara Síldin f skipinu er mjög illa farin, hefur hún slegizt og velzt til og er öll í mauki. Vestmanna- eyingar munu ekki fást til að kaupa slíka vöru nema fyrir eitt- hvað lítilræði. I>að var rétt fyrir hádegi í gær, sem varðskipið Þór er þá var statt fyrir suðurströndinni heyrði neyðarkallið frá hinu norska skipi. Gaf skipstjórinn á Elgo upp staðarákvörðunina 63,17 N og 15,30 V, en Þór mið- aði skipið jafnframt og komst þá að því að staðarákvörðunin var ekki rétt, reyndist skeika um 29 mílur. Hér sést hvar Þor kemur dragandi með síldartokuskipið Elgi inn í hafnarmynni Vestmannaeyja. um tékknesk vatnshjól í þremur stórum virkjunum VÍSIR Skipt verður um vatns-; hjól í túrbínum þriggja virkjana hér á landi í vor, Grímsár virkjun á Aust- fjörðum, Mjólkárvirkjun og Reiðhjallavirkjun á Vestfjörðum. Vélarnar eru smíðaðar hjá fyrirtæki í Tékkóslóvakiu og eru sér- fræðingar komnir austur til þess að hafa eftirlit með uppsetningu vatnshjólsins í Grímsárvirkjuninni, en vinna við þetta mun nú hafin. Skilaði ekki orkunni Þegar Grímsárvirkjunin var tekin í notkun fyrir um 4 árum kom í ljós, vélarnar skiluðu ekki því raforkumagni, sem gert var ráð fyrir, og var það 200 kw, minna en vera ætti, 2600 kw, en gert var ráð fyrir, að það skilaði 2800 kw. Nú er það jafnan svo, þegar um slíka samninga er að ræða sem hér, og gallar koma í ljós, að viðkomandi fyrirtæki fær tækifæri til að leiðréttinga eða Framhald 3 jI.s 5. Inn á höfnina Þór kom á staðinn, sem er um 140 mílur SA af Vestmannaeyj- um, þremur klst. síðar, hafði þeg ar samband við skipverja á Elgo og óskuðu þeir eftir að yfirgefa skipið. Veður var 7 vindstig á norðaustan og allmikill sjói svo að gaf yfir skiþið. Var nú skipið Framh. á 5. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.