Tölvumál - 01.09.1989, Blaðsíða 5

Tölvumál - 01.09.1989, Blaðsíða 5
Tölvumál september 1989 Sumarferö Heimsókn SÍ í Mjólkursamsöluna 29. júní síðastliðinn tókst í alla staði vel þó mæting hefði mátt vera betri. Tæplega tuttugu félagar heimsóttu fyrirlækið og nulu leiðsagnar forráðamanna MS um sali þess. Var heimsóknin í alla staði vel undirbúin af þeirra hálfu og stórfróðlegt að kynnast hvemig tækninni er beitt við vinnslu mjólkur. Vel er búið að starfsmönnum og fyrirtækið til fyrirmyndar að flestu leyti. • Hafi MS þökk fyrir ánægjulegt heimboð! NordDATA Nær tuttugu íslendingar sóttu NordDATA í Kaupmannahöfn að þessu sinni og var ráðstefnan að mörgu leyti vel heppnuð. Þó voru áberandi sölufyrirlestrar undir fölskum merkjum og olli það okkur sem þá sóttu nokkrum vonbrigðum. Skipulag var að flestu leyti gott. Nokkrir íslendingar tóku beinan þátt í sjálfri ráðstefnunni, en Haukur Oddsson og Þorgeir Pálsson héldu ágæt erindi, auk þess sem þrír félagar okkar stjómuðu hver sínum hluta ráðstefnunnar. Danir voru óánægðir með dræma þátttöku og var það álit manna að nauðsynlegt væri að endurskoða form ráðstefnunnar m.a. til að mæta aukinni samkeppni um athygli tölvufólks og stjómenda. Næsta NordDATA verður í Svíþjóð að ári og Noregi ári síðar. Breytingar á stjórn NDU Lilja Ólafsdóttir lét af störfum sem formaður NDU á aðalfundi þess í Kaupmannahöfn. Voru henni þökkuð giftudrjúg störf fyrir NDU og skal tekið undir þær þakkir hér. Okkur er eftirsjá að Lilju. Við sæti hennar í stjóm NDU tók Hjörtur Hjartar og nú Kjartan Ólafsson þegar Hjörtur fer til Rotterdam. Ef undan eru skildir fulltrúi okkar og Dana, þá er stjóm NDU skipuð konum. Formaður er Carl Johan Gerlach frá Danmörku. IMB PS/2 og RÁÐ á skrifstofu SÍ Keypt hefur verið IBM PS/2 tölva fyrir skrifstofu okkar og RÁÐ hugbúnaður fyrir bókhald og félagatal. Er þetta mikil endurbót frá því sem verið hefur. Gunnar Ólafsson hjá GJJ sf og Jón Sigurðsson hjá Víkurhugbúnaði sf sýndu félaginu mikinn velvilja þegar leitað var eftir afslætti og endurkaupum á eldri búnaði. Kunnum við þeim bestu þakkir fyrir aðstoðina. Árshátíð SÍ? Ég hefi lengi haft áhuga á því að haldin yrði árshátíð SÍ í tengslum við desemberráðstefnu SÍ eða aðalfund. Að lokinni ráðstefnudagskrá síðla dags yrði gert stutt hlé en síðan boðið til kvöldverðar með viðeigandi ræðuhöldum og skemmtiatriðum. Þama gæfist einstætt tækifæri til að eiga góða stund í hópi góðra félaga. Hér er því varpað fram að fyrirtæki noti tækifærið og sameini árshátíð sína, árshátíð SÍ. Ég vil hvetja félaga SÍ til að láta áhuga sinn eða andstöðu í ljós. Hafiðsamband! Félagar SÍ eru hvattir til þess að hafa samband við formann eða skrifstofu út af málefnum sem varða félagið. Sérstaklega er skorað á þá sem telja sig hafa þörf mál fram að færa sem koma mætti á framfæri í tímaritinu eða á öðrum vettvangi. Þá eru ábendingar um starfið vel þegnar. Sími skrifstofu SÍ er: 2 75 77 Sími formanns á vinnustað: 68 80 90 Sími formanns heima: 5 11 87 5

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.