Tölvumál - 01.09.1989, Blaðsíða 14

Tölvumál - 01.09.1989, Blaðsíða 14
Tölvumál september 1989 NordDATA 1989 Guðbjörg Sigurðardóttir, tölvunarfræðingur Ráðstefnugestir tóku örugglega heim með sér nýjar hugmyndir Að venju var haldin NordDATA ráðstefna í júní síðast liðnum. Að þessu sinni var ráðstefnan haldin í Kaupmannahöfn dagana 18,- 21. júní. íslendingar hafajafnan sótt þessa ráðstefnu vel og svo var einnig að þessu sinni því íslenskir þátttakendur voru 21 talsins. Margir tóku fjölskyldur sínar með til Kaupmannahafnar enda býður borgin upp á margt skemmtilegt fyrir ferðamenn, ekki hvað síst fyrir bömin. Á ráðstefnunni voru boðnir 182 fyrirlestrar og voru að jafnaði fluttir 6 - 12 á sama tíma. Eins og geta má nærri náðu fyrirlestramir yfir flest þau svið sem tengjast tölvutækni svo að oft var erfitt að velja á milli fyrirlestra sem haldnir voru á sama tíma. Hins vegar er það ljóst að gæði fyrirlestranna vora ákaflega mismunandi og innihald þeirra ekki alltaf í samræmi við það sem gefið var upp í fyrirlestraskrá. Fundarstjóramir (sessionsledereme) lögðu mat á gæði þeirra fyrirlestra sem fluttir vom og er ég nokkuð sammála niðurstöðum þeirra þ.e.: 7% lélegir 58 %í meðallagi 35%mjög góðir Einhver brögð voru að því að fyrirlestrar væru hálfgerðir sölufyrirlestrar og birti Computer World þess vegna athugasemd 25. júní s.l. þar sem dagskrámefnd var bent á að reyna þyrfti að koma í veg fyrir að sölumenn kæmust að með sölufyrirlestra. í heild má segja að ráðstefnan hafi gengið vel fyrir sig og flestir haft bæði gagn og gaman af. Kaupmannahöfn skartaði sínu fegursta því allan tímann var einstök veðurblíða, jafnvel of gott veður til þess að sitja inni í fyrirlestrarsölum og einbeita sér. Ráðstefnugestir taka örugglega með sér nýjar hugmyndir heim, vitandi betur hvað er að gerast á hinum Norðurlöndunum og að þau vandamál sem við erum að glíma við, hér heima, em ósköp svipuð og annars staðar. Næsta NordDATA ráðstefna verður haldin í júní 1990, í Gautaborg og var auðheyrt á forsvarsmönnum þeirrar ráðstefnu að þeir ætla að leggja allt kapp á að vanda til undirbúnings, einkum verður reynt aðvandavaláfyrirlestrum. Svíar munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að fá fyrsta flokks fólk til að flytja fyrirlestra því það er eina raunhæfa leiðin til að ná inn fleiri þátttakendum. Þeir hafa í þessu skyni tryggt erindi frá Bill Gates. Á því leikur enginn vafi að hér á landi em margir sem geta miðlað af reynslu sinni og þekkingu með fyrirlestri á NordDATA. Ég vil því skora á tölvufólk að hugsa málið. Skilafrestur á útlínum fyrirlestra er til 20. nóvember 1989. Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu Skýrslutæknifélagsins. 14

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.