Tölvumál - 01.09.1989, Blaðsíða 10

Tölvumál - 01.09.1989, Blaðsíða 10
Tölvumál september 1989 birtast, getur mögulegur vírus verið búinn að koma sér fyrir í minni tölvunnar. Þá er ráðlegast að slökkva á tölvunni og kveikja síðan á henni aftur. Áhersla skal lögð á að ekki er nægjanlegt að slá á Ctrl-Alt- Del, því margir vírusar lifa það af og haldast áfram í minni, þótt tölvan sé ræst að nýju á þann hátt. Þess í stað er nauðsynlegt að slökkva á tölvunni. Á tölvu sem ekki hefur harðan disk, en er ræst af disklingi, skal alltaf nota sama disklinginn til þess og hafa hann ritvarinn. Sé þessu ráði fylgt algerlega og þeim fyrri einnig, ættu ræsigeiravírusar aldrei að geta borist inn í tölvuna. Séu margar disklingavélar notaðar á sama stað, skal útbúa einn ritvarinn ræsi- diskling fyrir hverja þeirra og merkja hann greinilega sem slíkan. Nauðsynlegt er að eiga öryggisafrit af öllum forritum og gögnum. Þetta er ekki einungis góð öryggisráð- stöfun gegn vírusum, heldur einnig gegn vélarbilunum og eigin mis- tökum. Fáir vírusar eyðileggja gögn á skipulagðan hátt og enn sem komið er eru meiri líkur á gagnatapi af völdum mistaka eða bilana en af völdum vírusa. Hafðu alla þá disklinga ritvarða sem ekki er þörf á að skrifa á. Þetta á fyrst og fremst við um ræsidisklinga á disklingavél. Eftir að þeir hafa verið búnir til í upphafi, ætti að ritverja þá og aldrei að fjarlægja þá vörn. Einnig er mikilvægt að ritverja alla þá diska með forritum sem maður eignast, taka síðan afrit og nota það, en geyma upphaflega eintakið á öruggum stað. Þannig má ná aftur í ósýkt eintak, verði maður fyrir vírussýkingu. Farðu varlega með öll forrit sem þú færð. Það skiptir ekki máli hvort um er að ræða ólögleg afrit af leikjum frá Filippseyjum, eða virðulegt gagnagrunnskerfi. Sé ekki um að ræða forrit sem fengið er beint frá framleiðanda og er ennþá í sínum upphaflegu umbúðum, er það hugsanlega sýkt, en það er ekki unnt að sjá nema með því að beita vírusleitunarforritum. Fáðu forrit frá upphaflegurn höfundi, sé þess nokkur kostur. Því fleiri milliliði sem forritið hefur farið um áður en það kom til þín, því meiri líkur eru á að það sé smitað. Það er mjög erfitt að sjá á forriti hvort það er sýkt, hafi menn ekki þar til gerð verkfæri. Margir vírusar eru auk þess þannig að ekki sést strax hvort um sýkingu er að ræða. Aðrir birta hins vegar strax einhver augljós skilaboð, svo sem hoppandi bolta á skjánum. Fylgstu vel með öllu “óvenjulegu” sem gerist á tölvunni. Eitt fyrsta einkenni vírussýkinga er oft að forrit taka að hegða sér á undarlegan hátt, eða að einhverjir undarlegir hlutir gerast. Meðal “óvenjulegra” hluta má nefna: Tekur lengri tíma að hlaða inn forritum en áður ? Birtast villuboð þegar aðgerðir, sem hafa áður gengið án vandræða, eru framkvæmdar ? Lýsa ljósin á disklingadrifinu eða harða diskinum þegar engin diskavinnsla ætti að vera í gangi ? Virðist minnið í tölvunni skyndilega hafa minnkað ? Hverfa skrár á dularfullan hátt ? Virðist laust pláss á diski minnka skyndilega ? Eykst ónotað svæði á diski allt í einu ? Öll þessi atriði gætu bent til vírussýkinga. Aldrei færa gögn á milli véla á disklingum sem einnig innihalda forrit. Þegar þú færð ný forrit á disklingi, byrjaðu þá á því að ritverja hann. Stingdu honum síðan í tölvuna og taktu afrit til notkunar. Fjarlægðu aldrei ritvömina af upphaflega disklingnum. Sé ekki unnt að afrita hugbúnaðinn, ættir þú ekki að nota hann. Vendu þig á að fjarlægja disklinga úr drifum, strax og þeirra er ekki Iengur þörf. Notaðu forrit til að fylgjast með vírussýkingum. Það tryggir að þú fáir aðvörun strax og vírus berst inn í vélina. mm 10

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.