Vísir - 28.05.1962, Page 4

Vísir - 28.05.1962, Page 4
Mánudagur 28. maí 1962. VISIR Bylting í sjávariítvegi Myndin er tekin af hellueiningaframleiðslu Sigurlinna Péturs- sonar við verksmiðjuhús hans við Reykjanesbraut hjá Engidal. 1 LÖGBIRTINGABLAÐINU frá 16. maí sl. er að Iesa svohljóð- andi auglýsingu: „Hinn 7. maí 1962 sótti Sig- urlinni Pétursson, bygginga- meistari, Hraunhólum, Garða- hreppi, Gullbringusýslu, um einkaleyfí á vél, sem gerð er til að beita með fiskilínu, ásamt tilheyrandi gervibeitu. Umsóknin nr. 1270 er til sýn- is í ráðuneytinu. Hinn 10. mai 1962 sótti Sig- urlinni Pétursson, bygginga- meistari, Hraunhólum, Garða- hreppi, GuIIbringusýslu, um einkaleyfi á framleiðslu og sölu á beitu, sem gerð er til að beita með fiskilínu, ásamt tilheýr- andi gerviefnum. Umsóknin nr. 1271 er til sýn is í ráðuneytinu“. Svo mörg voru þau orð. En þetta með gervibeitu hljómaði undarlega í eyrum og það hringsnérist fyrir augunum á blaðamanninum. Jú, þess voru dæmi að t.d. laxar voru veidd- ir á gervibeitu. Hví þá ekki aðrir fiskar. Nú var að leita uppfinninga- manninn uppi og grennslast nánar fyrir um þetta-. í Hafnar fjarðarskránni fannst nafn hans við númer 50924. En þeg- ar þangað var hringt var Sig- urlinni ekki heima, og jafn- framt látið fylgja að hann væri helzt ekki heima nema í mat- artímanum. Svo þegar hringt var í nr. 50924 í matartímanum var Sig- urlinni enn ekki heima og eng- inn vissi hvenær hans væri að vænta. En fyrir náð, var blaða manninum samt vísað á annað símanúmer, sem hugsanlegt væri að Sigurlinni næðist í. Og það tókst. — Hvað getið þér sagt mér um þessar uppgötvanir yðar? Er nokkuð í þær varið? Til hvers eruð þér að þessu? Getið þér lýst þeim fyrir mér? — Á þessu stigi vil ég sem minnst um þær tala. Má það heldur ekki, því ég er ekki einn um hituna. Auk þess eru nýjar uppfinningar alltaf leynd armál, eða ættu a.m.k. að vera það. — Er langt síðan að þér fenguð hugmyndina að þessu? Það getur þó ekki verið neitt leyndarmál. — Ætli það hafi ekki verið á árunum 1934 — 35, sem mér kom þessi möguleiki fyrst í hug. Ég vann þá hjá húsameist ara ríkisins, en hafði verkstæði til eigin afnota um þær mundir uppi á lofti í bókasafni Mennta skólans — íþöku. — Hvað gerðuð þér þar? Teiknuðuð hús eða hvað? — Fékkst við smíðar. Þarna uppi á loftinu í íþöku smíðaði ég tvö skip með rá og reiða og öllu tilheyrandi. — Nei, nú eruð þér að gera að gamni yðar. Iþaka hefur aldrei verið notuð sem skipa- smíðastöð! — Það eru ekki margir sem vita um þetta og hinir myndu ekki trúa því, þó þeim væri sagt. En þetta er dagsanna. Reyndar skulum við kalla skip- in báta, en samt sem áður voru þetta haffær skip. Kennarar Menntaskólans gerðu gys að þessu ciltæki mínu þegar þeir séu að ég var langt kominn með bátasmíðina og sögðu að ég myndi aldrei koma í bátun- Sigurlinni Pétursson um út nema saga þá í sundur. Pálmi Hannesson rektor stóð hjá og kýmdi. Hann sagði að þeir skyldu láta mig um það að koma bátunum út úr hús- inu í heilu líki. — Og það gekk? — Auðvitað gekk það. Ann- ars hefði ég aldrei byrjað á smíðinni i þessum húsakynn- um. Ég reisti bátana upp á rönd og skakkskaut þeim þann- ig út. Það gekk ágætlega. — Hafið þér fengizt við upp götvanir áður? — Ekki get ég neitað því. Ég fékk tvö einkaleyfi viðurkennd 1932 og 1934 á uppgötvunum mínum, en það fór allt í vask- inn. — I vaskinn! — Það er alveg þýðingar- laust að fá einkarétt viður- kenndan á einhverri uppfinn- ingu eftir sig nema maður geti fylgt henni eftir. Og til að geta það þarf maður bæði að hafa bein í nefinu og talsvert af pen ingum. Ég hafði hvorugt á þeim árum. — Hverskonar uppfinningar voru þetta? Önnur var súgþurrkunarút- búnaður á heyi, sá fyrsti sem ég veit til að gerður hefur ver- ið. Kanadamenn voru fyrstir til að hagnýta sér nokkurn hluta þessarar uppgötvunar minnar, þaðan uarst hún til annarra landa og loks hingað til I’slands 'aftur. Það má segja að hún sé komin á flest sveita býli á Islandi. — Eruð þér þá ekki orðinn stórríkur maður? — Nei, það var einmitt sem ég var að segja. Af þvf að ég hafði ekkert bolmagn til að fylgja þessari uppfinningu minni eftir var hægt að stela henni frá mér eftir vild. Eins fór fyrir hinu einkaleyfinu, sem ég fékk viðurkennt tveim ár- um seinna. Það var uppgötvun á loftþéttum gluggaútbúnaði. Hún var síðan til sýnis fjórum árum síðar á heimssýningunni í New York, án þess að mín væri þar að nokkru getið. Ég hafði ekkert nema grínið og gamanið af þessu öllu saman. Sá aldrei aur, og ennþá sfður að nafns míns væri að nokkru getið. — Og nú ætlið þér ekki að láta það sama henda yður aft- ur. — Það veit maður aldrei. Það er ekki það sem ég er að hugsa um .heldur hitt að með þessari nýju uppgötvun minni hef ég þá skoðun að ég sé að gera gagn, ef til vill meira gagn en marga grunar, því ef hún heppnast þá skapar hún byltingu á sínu sviði. Hvorki meira né minna. — Þér segist hafa unnið að henni frá því 1934 — 35? — Ég fór að hugsa um þetta mál þá og það hefur sótt í vax- andi mæli á huga minn sfðan. Árið 1947 smfðaði ég að nokkru leyti vél til að beita með gervi beitu. Vélin vakti það mikla athygli þá að Fiskimálanefnd veitti mér 3 þúsund króna styrk til að halda verkinu á- fram. Það var að vfsu ekki mikill peningur, ekki einu sinni í þá daga, en það fólst í þessu viðurkenning og hún var mér meira virði heldur en sjálfir peningarnir. — Og svo hafið þér haldið áfram? — Já, ég er langt kominn með vélina. Ég fékk járnsmiði mér til aðstoðar, og nú er vélin sjálf ekkert vandamál lengur. En hún byggist að mestu úr gervibeitunni. — Það byggist sem sagt að- allega á gervibeitunni! Og þér trúið þvf í alvöru að fiskarnir láti glepjast af henni. — Ég hef rökstudda trú á því. Sú reynsla sem þegar er fengin hefur gefið góða raun. En það þarf langan tíma og miklar rannsóknir og athugan- ir til að skera úr um þetta. Bæði er það að fisktegundirn- ar eru margar og sama beitan hentar ekki ævinlega hinum mismunandi fisktegundum. I öðru lagi hentar ekki sama beit an alla tíma ársins, þótt fyrir sömu fisktegund sé. Hún vill þessa beiiu á vorin og hina á haustin. Fiskurinn breytir smekk eftir árstíðum. Og það er þrennt sem einkum þarf gaumgæfilegrar athugunar við, það er útlit, litur og bragð beitunnar. Ef þetta er allt f samræmi við ,,smekk“ fiskjar ins, þá er málinu borgið. — Er búið að rannsaka öll þessi atriði til hlítar? — Þetta hefur að mestu leyti verið kannað og reynzt ágætlega. Hitt er svo annað mál að það þarf að fá staðfestingu á þessum tilraunum mínum og þeirri reynslu sem ég hef fengið persónulega. — Og hvernig á að fara að því? — Reyna beituna í stórum stíl áður en ráðist verður f stór framkvæmdir í smíði véla. Það þarf að fá óvilhalla menn til að sannprófa beituna, þar sem gengið verður úr skugga um hvort hún dugar eða dugar ekki. I því efni hef ég hugsað mér að leigja mér trillubát og ráða til mín a. m. k. tvo sjómenn, fara síðan á einhvern stað þar sem við getum stundað fiskveið ar með mismunandi beitutegund um um tveggja mánaða skeið í ró og næði og án hnýsni ná- ungans. Þetta er það sem mig dreymir um í dag, en hvort úr framkvæmd verður er ennþá ekki víst. — Á hverju veltur það? — Á peningum maður. Allt veltur á peningum. Jafnvel triilubátsútgerð í tilraunaskyni kostar peninga En hvar þá er að fá er svo annað mál. Ég geri ráð fyrir að þessi tilraun kosti 60 — 70 þús. kr. enda þótt ég ynni kauplaust að henni sjálf ur. Ég hef hingað til unnið að tilraunum mfnum og uppfinn- ingum án endurgjalds. — Ætlið þér að borga brús- ann sjálfur? — Ég get það ekki þótt ég feginn vildi. Ég er enginn auð- kýfingur. Og það litla fé, sem ég hef undir höndum er fast f byggingaframkvæmdum. Þaðan hef ég lífsframfæri mitt. Nei, ég hef sótt um styrk til Fiski- málasjóðs til þessarra tilrauna. Hvort þeir veita mér hann eða ekki get ég ekki sagt um, eo málin standa þannig nú. — Hverjir eru höfuð eigin- leikar þessarar beitu, sem þér hafið fundi^ upp? — Eins og einkaleyfisumsókn in ber með sér er hún búin til úr gerviefni. Hún er mjög ódýr í framleiðslu, krefst ekki frysti hússgeymslu né yfir höfuð að tala neins sérstaks' geymslurým- is. Það er sama hvort maður geymir hana niður í kjallara hjá sér eða uppi á geymslulofti. Og gefi hún þá raun, sem ég sjálfur vonast eftir og treysti á, þá mun hún ásamt beitingavél- inni, skapa algera byltingu í fisk veiðum, ekki aðeins hjá okkur íslendingum, heldur hjá öllum fiskveiðiþjóðum heims, þar sem beita er notuð til veiða. — Þér segist hafa lífsviður- Framh. á 10. sfðu. Síðasta húsið, sem Sigurlinni hefur reist. Hann reisti það fyrir nokkrum dögum í Silfurtúni við Vífilsstaðaveg. Það er með áföstum bílskúr, samtals 138 fermetrar og það telur Sigur- linni sig geta selt á 270 þús. kr. 800 fermetra lóð fylgir.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.