Vísir - 28.05.1962, Síða 8

Vísir - 28.05.1962, Síða 8
8 VISIR Mánudagur 28. maí 1962. Qtgefandi Blaðaútgáfan VISIR Ritstjórar: Hersteinr, Pálsson Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri Axel Thorsteinsson Fréttastjóri Porsteinn Ó. Thorarensen Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 45 krónur á mánuði. í lausasölu 3 kr. eint. — Simi 11660 (5 linur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. >■--------------------------------------------------t Sigur í Reykjavík Sigur Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosn- ingunum hér í Reykjavík var meiri en flestir bjugg- ust við. Kjör hreins meirihluta og eins fulltrúa að auki sýnir að borgarbúar treysta Sjálfstæðisflokkn- um bezt allra flokka til þess að halda skynsamlega á málum borgarinnar næstu fjögur árin. Reykjavík er enn á ný tryggð einhuga og samhent stjórn borg- armála. Tryggt er að þeim framfaramálum, sem á döf- inni eru verður haldið áfram án tafar. Áfram verður unnið að því að búa sem bezt í haginn fyrir borgar- ana og stórmálum, eins og hitaveitunni og gatnagerð- inni hraðað. Nú er öruggt að í Reykjavík verður ekki stöðnun á næstunni, heldur blómlegt athafnaskeið. Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins bjuggust við miklu tapi flokksins í þessum kosningum, þótt þeir létu sem hann væri öruggur um sigur. Þeir hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum. Atkvæðamagn Sjálfstæðis- flokksins er aðeins um 800 atkvæðum minna nú en í kosningunum 1958, þegar það var óvenju mikið og flokkurinn hefir unnið tæp 3.000 atkvæði hér í borg- inni frá síðustu alþingiskosningum. Slík fjölgun sýnir ótvírætt að straumurinn liggur til Sjálfstæðisflokksins. Óskir andstæðinganna um ósigur Sjálfstæðis- flokksins hafa því ekki reynzt á rökum reistar. Þvert á móti hafa nær 3000 Reykvíkingar ljáð flokknum atkvæði sitt frá síðustu kosningum, tryggt ríflegan meirihluta flokksins og farsæla stjórn borgarmála næstu árin. En úrslitin hér í Reykjavík eru ekki aðeins sigur fyrir Sjálfstæðisflokkinn og stefnu hans í borgarmál- um. Þau sýna einnig að kjósendur meta réttilega þann mikla árangur, sem náðst hefir í viðreisn efnahags þjóðarinnar. Þangað liggur straumurinn Nokkrar breytingar urðu á atkvæðamagni flokk- anna úti á landi. Sums staðar unnu Sjálfstæðismenn a Annars staðar töpuðu þeir eins og í Hveragerði og Keflavík. Úrslitin í tveimur bæjarfélögum í nágrenni Reykjavíkur vekja þó mesta athygli, í Hafnarfirði og Kópavogi. í Hafnarfirði bætti flokkurinn við sig tæp- um 200 atkvæðum frá síðustu bæjarstjórnarkosning- um og er það góður sigur. í Kópavogi biðu kommúnistar hinn mesta ósigur og töpuðu meirihlutanum. Er atkvæði voru talin kom í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn hafði mjög aukið fylgi sitt í þessum uppvaxandi bæ — alls um 278 atkvæði. Dómur fólksins í þessum tveimur stóru kaupstöð- um er ótvíræður. Borgararnir hafa fylgzt með hinni öru þróun sem átt hefir sér stað í Reykjavík og kosn- ingaúrslitin sýna að þeim er Ijóst í höndum hvaða flokks forsjá bæjarmála þeirra er bezt komið. ana Brezki kvikmyndastjórinn A1 fred Hitchcock, sem hefur get- ið sér mikillar frægðar, fyrir hinar óvenjulegu leynilögreglu- og hryllingsmyndir er nú að ljúka við nýja kvlkmynd, sem álitið er að taki öllum fyrri myndum hans fram og er þá mikið sagt. Kvikmynd þessi heitir fugl- arnir og er einstök f sinni röð m.a. í þvf að aðalleikararnir eru mörg hundruð fuglar af öllum möguiegum tegundum. Sagan hefst á þvf, að bóndi finnst dauður úti á túni sínu og hafa augun verið kroppuð úr honum. Næst gerist það að fuglahópur ræðst á skólabörn sem eru á leiðinni heim úr skóla sínum. Smámsaman fer mannfólkið að skilja það, að fuglarnir hafa lýst yfir styrjöld við mannkynið. Finnst fuglun- um nóg af þvf komið að mann- fólkið ofsæki þá, skjóti og steiki, nú ætla þeir að snúa hlut unum við. ☆ Bráðlega koma herskarar dökkra fugiasveita þjótandi nið ur úr himnunum og ráðast hvar vetna a mennina, einkum á veika og lasburða. Þetta eru vængjaðar hersveitir hrafna, fálka, svartbaka, arna og spör- fugla. Fuglarnir ryðjast meira að segja niður um reykháfa og brjóta rúður til að komast inn í húsin og ráðast að fóiki i svefni. Allstaðar er fjaðrafok og vængjasláttur. Hvergi geta menn falið sig né verið örugg- ir. Þessi furðukvikmýnd Hitch- cocks er byggð á sögu eftir ensku skáldkonuna Daphne du Maurier. Hitchcock segir að þetta hafi verið ein erfiðasta myndataka sem hann man eft- ir. Hann fékk sér 700 fugla i búrum og hefur ásamt starfs- mönnum sínum varið feikileg- um tíma í að temja þá, það hefur verið leikskóli fyrir fugla. Auk þess hefur ýmsum brögð um verið beitt til að skapa hin ægilegu atriði, þar sem fuglar ráðast á mannfólk, stundum hefur tveimur eða þremur film um verið blandað saman og 1 nærmyndum eru einstaka sinn' um notaðir gerfifuglar og gerfi- goggar, sem höggva í fólkið. Atriðið þar sem fuglahópur ræðst ó skólabörnin er gerður þannig, að flokkur taminna fugla hefur verið æfður í að fljúga rétt hjá börnunum. Síð- Hitchock með eftirlætishrafninn sinn. an kemur nærsviðið, þar sem gervigoggar höggva í börnin. ★ Eitt sterkasta atriðið gerist I kvöldrökkri þar sem fugla- flokkur ræðst á unga stúlku Tippi Hedren. Hún reynir að berja þá frá sér með vasaljósi og eru notaðir við þetta atriði bæði tamdir lifandi fuglar og brúðufuglar. Það er í rauninni ekkert und- arlegt, þó fuglarnir vilji nú hefna fyrir margra alda ofsókn- ir manna, segir Hitchcock. Ég veit ennfremur, segir hann, að ótrúlega mörgu fólki er illa við fugla, hefur innibyrgða ó- beit á þeim. Þegar kvikmyndin mín verður sýnd býst ég við að kattavinum muni fjölga. ★ Aðai-dýratemjari Hitchcocks heitir Ray Berwick. Hann segir að það sé auðveldast að temja. krákurnar og hrafnana, þau hafi mest vit. Hinsvegar er erf- iðast að temja erni og fálka. Það.er hægt að kenna þeim að veiða, eða það kunna þeir raun ar áður. En vit þeirra virðist takmarkað þar fyrir utan. Það er ekki hægt að kenna þeim nein brögð. Grimmastur allra fugla er svartbakurinn eða veiðibjallan. Hann hefur oft meitt fuglatemjara illa. Svartbakurinn tekur kennslu, Berwick hefur t.d. kennt einum svartbak að setjast á axlir manns og ganga með vængja- slætti yfir höfuð hans. Uppá- haldsfuglinn er þó kráka ein. Berwick hefur æft hana í að sækja bíllykla og ýmsa smá- muni Ianga leið og ennfremur gat hann gefið krákunni merki úr 100 m fjarlægð um að hefja sig til flugs og fljúga beint að opi ljósmyndavélar. Magasárlæknui með frystingu Bandaríska tímaritið Time skýrir frá því að ný og vægast sagt furðuleg aðferð hafi verið fundin til að lækna magasár og sár í skeifugöm. Aðferðin er einfaldlega fólgin í því að frysta magann. Hefur banda- ríslcui læknir að nafni Wagen- steen við háskólann í Minne- sota fundið þessa aðfcrð upp og heldur hann og starfslið hans því fram að uppskurðir vegna magasárs verði nú að mestu óþarfir. Wangensteen hafði verið skurðlæknir í 35 ár og fram- kvæmt bundruð magaupp- skurða, en alltaf verið óánægð- ur með árangurinn. Sjúkling- arnir höfðu áfram óþægindi, þurftu að nota töflur til að eyða magasýrum og urðu að borða oft og lítið f einu. Hann komst inn á sporið þegar farið var að nota þá að- ferð fyrir nokkrum árum, að kæla magann til að stöðva blæð andi magasár. Kom honum þá til hugar hvort auðveldasta að- ferðin til að draga úr starfsemi sýrukirtlanna í maganum væri ekki að frysta þá. Wangensteen hóf nú tilraun- ir á 150 tilraunahundum við háskólann og eftir að þeir kenndu sér einskis mcins eftir frystinguna hóf hann tilraunir á sjúklingum með magasár. Frystingin er þannig fram- kvæmd, að sjúklingarnir eru matarlausir í 15 klst. Síðan er gúmmíblöðru með langri gúmmíplpu stungið niður í magann. Blaðran er blásin út og síðan er spíritus er verkar sem frystivöki niður í gúmmí- blöðruna, svo hún kólnar niður í 20 stiga frost. Þannig er mag- inn frystur f klukkustund og er vömbin þá oyðin hörð eins og grjót. Eftir það tekur það þó að- eins 5 mínútur að láta magann þiðna og geta menn þá gengið út úr spítalanum og eftir tvær klukkustundir geta þeir borð- að góða máltíð. Þessi aðferð verkar með tvennum hætti, hún eyðileggur eða dregur úr starfsemi sýru- kirtlanna í maganum, en maga- sár stafa af því að magasýrurn- ar éta magavegginn og í öðru lagi deyfa þær magataugarnar, Framh. á bls. 5

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.