Vísir - 28.05.1962, Qupperneq 16
VISIR
Mánudagur 28. raaí 1962.
47,1%
Sjálfstæðisflokkurinn fékk
47,1% atkvæða í Reykjavík og
kaupstöðunum. Hann bauð fram
í öllum kaupstöðunum og hlaut
27390 atkv. og 52 bæjarfulltrúa.
í
I kosningunum 1958 hafði i
hann 28131 atkv. eða 50,5%.
Framsókn fékk 9480 atkv. eða
16,3% og 23 fulltrúa.
Kommúnistar fengu 9255 at-1
kv. eða 15,9% og 20 ftr.
Alþýðuflokkur fékk 7619 at-
kv. eða 13,1% og 18 ftr.
Blandaðir listar fengu 4426
atkv. eða 7,6% og 15 bæjarfull-
trúa.
Séð yfir leikfimissalinn, meðan á talningu stóð í gærkvöldi. Talning var langt komin, þegar myndin var tekin.
Sjálfstæíismenn héídu meiríhlutanum í Vest
mannaeyjum, Sauðárkróki og Ólafsfirði
Kommúnistar misstu meirihlutann í Kópavogi
Sjálfstæðismenn héldu
meirihluta sínum í bæjar-
stjórnarkosningum í Vest-
mannaeyjum, Sauðárkróki
og Ólafsfirði, en misstu
meirihlutann, sem þeir
unnu í Keflavík í kosning-
unum 1958.
Kommúnistar töpuðu meirihluta
sínum í Kópavogi enda hrundi fylg
ið af þeim þar. Áður höfðu þeir
4 bæjarfulltrúa af 7 en fengu nú
aðeins 3 fulltrúa af 9. Hinsvegar
héldu kommúnistar meirihluta sín-
um á Norðfirði.
Kosningarbaráttan var mjög
hörð einkanlega í þeim kaupstöð-
um, þar sem Sjálfstæðismenn
höfðu unnið meirihluta i hinum
óvenjulega kosningasigri 1958. And
stæðingarnir vissu að sá sigur
hafði byggzt á því að kjósendur
flykktust að Sjálfstæðisflokknum
til að mótmæla vinstri stjórninni
sem þá var við lýði.
Nú voru þær aðstæður ekki leng
ur fyrir hendi. Til dæmis um hina
hörðu baráttu má nefna að kosn-
ingaþátttaka á Sauðárkróki var
94.1%.
Ef kosningaúrslitin nú eru borin
saman við bæjarstjórnarkosning-
arnar 1958 verður útkoman yfir-
leitt sú að Framsókn hafi bætt við
sig atkvæðum,,m. a. tekið atkvæði
frá kommúnistum en Sjálfstæðis-
flokkurinn misst atkvæði. En ef
samanburður er aftur gerður við
úrslit í Aiþingiskosningum sést að
Framsókn hefur litlu bætt við sig,
jafnvel tapað sumstaðar atkvæð-
um. •
Á Akureyri höfðu Framsóknar-
menn nú 1285 atk. og er þar um
mikla aukningu að ræða síðan í
bæjarstjórnarkosningum 1958 þeg-
ar Framsókn fékk aðeins 980 at-
Höfðu veika von
um meirihluta
Vísir átti í morgun stutt sam-
tal við Guðjór* Sigurðsson
efsta mann á lista Sjálfstæðis-
flokksins á Sauðárkróki, sem
hélt meirihlutanum í bæjar-
stjórn og fékk 4 af 7 bæjar-
fulltrúum. Guðjóni fórust orð
á þessa leið:
Við Sjálfstæðismenn gerðum
okkur aðeins veika von um að
fá haldið meirihiutanum núna
vegna hinna breyttu aðstæðna.
1 kosningunum 1958 höfðum
við unnið meirihluta í bæjar-
stjórn Sauðárkróks í fyrsta.
skipti. Þá voru aðstæður okkur
mjög hagstaéðar, hinir flokk-
arnir voru sundraðir og auk
þess fölu kosningarnar þá í sér
mótmæli g.egn vinstri stjórn-
inni.
Nú var aðstaðan breytt og
höfðu Alþýðuflokksmenn,
kommúnistar og hluti af Fram-
sóknarflokknum sameinast um
I-listann og gerðu sér miklar
vonir um að fú 4 kjörna. Ráku
þeir sterkar og óhugnanlegan
áróður, sem hefur nú orðið
þeim að falli.
Ég er ákaflega ánægður með
úrslitin þó litlu hafi munað og
meirihluti bæjarstjórnarinnar
færir bæjarbúum þakkir fyrir
það traust sem þeir hafa sýnt
honum.
kvæði. En í Alþingiskosningum
1959 fengu
atkvæði og hafa
um síðan þá.
í Hafnarfirði fengu Framsóknar-
menn nú 407 atk. og er þar um
mikla aukningu að ræða síðan í
bæjarstjórnarkosningum þegar
fylgi hafði hrunið af þeim niður í
203 atkv. En í Alþingiskosningum
áður fyrr höfðu Framsóknarmenn
fengið yfir 500 atkv.
I kauptúnunum var einnig hörð
barátta Sjálfstæðismenn héldu þar
meirihluta sínum á Seltjarnarnesi,
Hnífsdal, Blönduósi og unnu meiri-
hluta á Flateyri, en töpuðu meiri
hluta í Njarðvíkum, Stykkishólmi
og Hveragerði.
Kópavogur:
Þorsteinsson
Alþýðuflokkur 271 atkv. 1 fltr.
Framsókn 747 — 2 —
Sjálfstæðisfl. 801 — 3 —
Kommúnistar 928 — 3 —
Auðir og óg. 66
2813 greiddu atkvæði af 3145 á
kjörskrá eða 89,4%. í kosningum
1958 fékk Alþýðufl. 136 (0), Fram
sókn 349 (1), Sjálfstæðisfl. 523
(2), Kommúnistar 1006 (4).
Mynd þessi var tekin þegar bjarnarhúnarnir tveir voru fluttir
úr flugvélinni, inn í afgreiðslu Flugfélagsins.
Grænlenzkir hán-
ar í heimsókn
Keflavík:
Alþýðufl. 458 atkv. 2 fltr.
Framsókn 613 - 2 -
Sjálfsteeðisfl. 816 — 3 —
Kommúnistar 137 — 0 —
Auðir og óg. 43
2067 greiddu atkvæði af 2352 á
kjörskrá eða 88%. 1 kosningum
1958 fékk Alþfl. 500 (2), Fram-
sókn 390 (1), Sjálfstæðisfl. 811
(4), Kommúnistar 83 (0).
Hafnarfjörður:
Alþýðuflokkur 1160 atkv. 3 fltr.
Framsókn 407 — 1 —
Sjálfstæðisfl. 1557 — 4 —
Kommúnistar 378 — 1 —
Auðir og óg., 72
í kosningum 1958 fékk Alþfl.
1320 (4), Framsókn 203 (0), Sjálf-
stæðisfl. 1360 (4) og Kommúnist-
ar 362 (1).
Framh. á bls. 5
S.l. föstudagskvöld lenti Jó-
hannes R. Snorrason flugstjóri
flugvél sinni Reykjavíkurflug-
velli, kom frá Meistaravík á Græn-
landi og hafði meðferðis tvo hvíta-
bjarnarhúna, sem hann hafði
fengið að gjöf þar vestra.
Ekki lá sérlega vel á ferðalöng-
unum í hinum nýja gististað, þeir
reyndu að beita kjafti og klóm,
þegar þeir voru bornir í kössum
úr flugvélinni og inn í skála flug-
félagsins, þar sem þeir hafa dvalizt
síðan og eru ekki á að taka gælum
þeirra, sem láta vilja vel að þeim.
Þeir eru 3ja mánaða gamlir Þeg-
ar Jóhannes var að því spurður,
hvað hann hyggðist gera við dýr-
in, svaraði hann í spaugi að hann
ætlaði að hafa þá fyrir kelturakka
heima hjá sér. Enginn tók það al-
varlega, trúlegra að hann ætli að
láta einhvern dýragarð fá þá. En
Jóhannes fór erlendis í morgun og
ekki hægt að fá frekari fregnir af
dýrunum.