Vísir - 13.06.1962, Page 1

Vísir - 13.06.1962, Page 1
VISIR 52. árg. — Miðvikudagur 13. iúní 1962. — 132. tbl. Fundur í dag um síldveiðikjörin Bilið milli deiluaðila í síldveiði- ! kjaradeilunni hefur ekkert minkað j enn. -— Nýr sáttafundur verður haldinn í dag. Eins og getið var £ Vísi í gœr boðaði Landssamband íslenzkra út vegsmanna til almenns fundar síld- arútvegsmanna til þess að ræða ástand og horfur vegna stöðvunar síldveiðiflotans. Fundurinn var haldinn í gær- kvöldi í fundarsal LÍÚ og var mjög fjölsóttur, og mikill ein- hugur ríkjandi meðal útvegs- manna. Á annað hundrað fulltrúar báta- eigenda víðs vegar að af landinu sóttu fundinn. Forráðamenn LÍÚ j skýrðu frá samningaumleitunum j þeim, sem fram hafa farið að und- anförnu og hvernig þær stæðu og síðan voru þau mál rædd. Síðasti sáttafundur var haldinn sl. föstudag og náðist enginn ár- angur. Þegar Vísir ræddi við LÍÚ í morgun og spurði um fundinn í gær og horfurnar, fékk hann þær upplýsingar, að bilið milli deilu- aðila hefði ekki mjókkað neitt, og lögð var áherzla á algeran einhug útvegsmanna. Sáttasemjari mun boða aðila í deilunni á fund síðdegis í dag, að þvf er Vísi var tjáð í morgun, er hann ræddi við LÍÚ. pgj i ininiuwmnw •:•>■ •• •:••• > ' 44 V-íslendingar hér í hópferð Mikið var um að vera á af- greiðslu Loftleiða milli klukkan j fimm og sex í morgun. Komu þá tvær flugvélar frá félaginu, vestan um haf og voru með þeim 44 manna hópur Vestur-íslendinga, ! sem hingað eru komnir í hópferð. Með fyrri vélinni var átta manna j hópur, en þeirri síðari 36 nianna hópur. Fjöldi manna beið á flugvellin- um að taka á móti ættingjum. Hitt ist þarna margt fólk, sem aldrei hafði sést áður eða þá fyrir löngu síðan. Talsverður hluti af fólkinu er fæddur hér á landi, en hefur yfirleitt ekki komið til íslands um ! áratuga skeið og margt aldrei. j Flest er fólkið á efri árum. Ferð þessi er skipulögð af All- Ways Travel Bureau í Winnipeg. Forstjóri skrifstofu þeirrar er Art- hur Anderson, sem er Svíi að ætt. Er hann fararstjóri ferðarinnar, en með honum er meðeigandi hans, Alister Stewart, sem verið hefur þingmaður fyrir fylki sitt á Kanada þingi, um 15 ára skeið. Aðeins um tíu af öllum hópnum munu búa á hótelum meðan staðið er við hér á landi. Hefur því ekki verið skipulagt neitt af ferðum fyr ir hópinn sameiginlega. Þó mun allur hópurinn fara í ferð um Reykjavík og nágrenni á morgun, í boði Þjóðræknisfélagsins. Að henni lokinni situr hópurinn kaffi- boð borgarstjórans í Reykjavík í Þessa dagana er unnið að því að gera Sæbjörgu „sjóklára“. Á myndinni sézt önnur vakt- in, ásamt stýrimanninum Herði Þorsteinssyni, sem ver- ið hefur aðalkennari á sjó- vinnunámskeiðunum. Einnig er á myndinni kokkurinn, frú Ámína Hjálmarsdóttir. Skip- stjóri á Sæbjörgu verður Þröstur Sigtryggsson. Ljósm. I. M. Athyglisverð starfsemi Æskulýðsráðs Veturinn fimmtíu og átta hóf starfsemi sína hér í borg sjó- vinnunefnd Æskulýðsráðs Reykjavíkur, skipuð fulltrúum ýmissa félagasamtaka er að sjávarútveg lúta, ásamt full- trúum Æskulýðsráðs. Nefnd þessi hefur beitt sér fyrir sjó- vinnunámskeiðum fyrir pilta, sem hafa gefið mjög góða raun. Á námskeiðum þessum, sem hefjast í byrjun desember og standa til loka maímánaðar, er drengjunum kennt ýmislegt er sjómennsku varSar, svo sem hnútabindingar, splæsa tóg og vír, bæta net, einnig hjálp í viðlögum, undirstöðuatriði í vélfræði og stýra eftir kompás. Námskeiðunum lýkur svo með stuttri ferð út á Faxaflóa i boði Landhelgisgæzlunnar. í maímánuði er drengjunum gefinn kostur á að æfa sig í róðri, er lýkur svo með þáttt. þeirra í róðrakeppni Sjómanna- dagsins. Undanfarin sumur hefur ver- ið gerður út skólabátur og gefst piltunum kostur á að vera til sjós í þrjár vikur. Sú nýbreytni hefur nú verið upp tekin að ráða drengina í samfellda vinnu allt sumarið og drengjunum skipt í þrjá flokka, Framh. á 5. síðu. húsakynnum borgarstjórnar við Skúlatún. Næstkomandi mánudag heldur svo Þjóðræknisfélagið sinn árlega gestafagnað að Hótel Borg. Verður allur þessi hópur þar, sem gestir Framh. á bls. 5. Flotaheimsóknin á Seyðisfírði Hópur Vestur-íslendinga gengur út úr seinni vélinni í morgun. Farþegalisti bis. 9. í gær komu tvö þýzk skólaskip, Graf Spee og Hipper til Seyðis- fjarðar og stendur flotaheimsókn þessi í tvo daga. Þýzki sendiherr- ann Hirschfeld og starfsmenn frá sendiráðinu komu einnig austur, til fundar við hina þýzku sjóliða. Þá skipaði þýzki sendiherrann Pét ur Blöndal ræðismann Þýzkalands á Seyðisfirði. Hafði sendiherrann boð inni í skólahúsinu í gær fyrir yfirmenn af skipunum og ýmsa Seyðfirðinga sem boðið var þang- að. Tóku þar til máls Hirschfeld sendiherra og Erlendur Björnsson þæjarstjóri. , Hin þýzku skip koma hingað, eftir 4 y2 mánaðar skólaferð til Suð ! ur-Ameríku. Síðast höfðu þau við- J komu á Azor-eyjum. Annað þeirra sigldi norður fyrir land en hitt'i fyrir sunnan og mættust síðan á | Seyðisfirði. Ástæðan fyrir því að Seyðisfjörður var valinn til heim- sóknar er sú, að þar er bezta höfn á Austfjörðum. Sjóliðarnir hafa fengið landvist- arleyfi og sjást víða á götum Seyðisfjarðar. Eru þetta allt ungir og prúðir menn. Þeim hafa verið Framh. á bls. 5 í gær voru 10 ár liðin síðan Loftleiðir hófu reglubundið flug yfir Atlantsliafið til Ev- rópu og Ameríku. Áður hafði 1 félagið haldið uppi flugferð- , um, en ekki eftir fastri áætl- un. Til flugsins voru í fyrstu notaðar tvær Skymaster-flug- vélar Loftleiða, Hekla og Geysir. Síðan hefur Loftleið- um vaxið mjög fislcur um hrygg og á það nú margar DC-6 flugvélar, sem hafa við- komu hér á hverjum degi og oft á dag á leið sinni austur vestur um haf. MM—uwumaiCtsiBraiafKrrt--

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.