Vísir


Vísir - 13.06.1962, Qupperneq 10

Vísir - 13.06.1962, Qupperneq 10
10 VISIR Miðvikudagur 13. júní 1962. Ingibjc sson 7.9. nu 5.6. 1962 „Óðum fækkar aldamótavinum“, kemur oss oft í hug, oss, sem munum aldamótaárin öllu betur en síðustu 20 til 30 árin. Og það er ekki sársaukalaust að verða þess var hvað íljótt þeir hálfgleymast, sem flestir íslendingar könnuðust vel við um 1900. „Manst þú nokk- uð eftir Hannesi Þorsteinssyni?“ spurði miðaldra maður mig nýlega. Hann var nýbúinn að lesa ævisögu hans, og þótti bókin góð. Ég svar- aði: „Hann var fjárhaldsmaður minn öll Latínuskólaár mín, og ég borðaði miðdegisverð á heimili hans. fyrsta skólaárið mitt“. Hver var eiginlega ''ifía Jóhannsd.“, heyrði ég unga stúlku spyrja á Hvítabands fundi fyrir löngu. Um það spurði enginn, held ég, þegar Ólafía var að stofna Hvítabandið. — Enn eru nokkrar gamlar konur á Elliheimilinu Grund, sem segja stundum við mig: „Konan yðar reyndist mér vel þegar ég átti bágt“. En það líður brátt að þeim tíma að fólk fer að spyrja: „Hver var hún eiginlega þessi Guðrún Lárusdóttir?" Allt þetta og annað svipað rifj- ast upp fyrir mér, þegar ég frétti um andlát Ingibjargar Ólafsson 5. þ. m., sama daginn og biskup íslands tilkynnti blöðunum, að prinsessa Despina Karadja hefði af- hent sér 50 þús. kr. að gjöf og stofnað með því fé minningarsjóð Ingibjargar. Á sá sjóður að styrkja íslenzkar stúlkur, sem eru að und- irbúa sig til kristllegrar starfsemi, og þar á meðal kvenstúdenta, sem ætla sér að verða prestar. — Væntanlega hefir það vakið eftir- tekt að þetta er í fyrsta sinn sem prinsessa stofnar sjóð á íslandi, og þetta mun vera fyrsti sjóður Norðurlanda til styrktar væntan- legum kvenprestum. Því mun margur spyrja: „Hver i Þorsteinsdóttur Briem ekkju sr. Eggerts Ó. Briem prests á Höskulds stöðum. Frú Ragnhildur var óvenju lega þroskuð trúkona, og miklu opinskárri um trú sína en þá var Despina Karadja. er þessi Ingibjörg Ólafsson og þessi prinsessa?“ Ingibjörg er fædd á Másstöðum í Vatnsdal 7. 9. 1886. Foreldrar hennar voru Jón Ólafsson, síðar bóndi á Mýrarlóni í Kræklinga- hlíð, og kona hans Guðrún Ólafs- dóctir, ættuð úr Svartárdal. Eftir aidamótin fluttist hún til Reykja- vikur og bjó þá hjá frú Ragnhildi Ingibjörg Ó:..: on. almennt. Varð trú hennar til mik- illar blessunar fyrir Ingibjörgu, og mér er nær að halda að frú Ragnhildur hafi styrkt hana fjár- hagslega til að sækja hvern skól- ann eftir annað innanlands og ut- an. Fátæk var hún, en námsgáfur og viljaþrek voru í bezta lagi og þegar hún kom aftur til ■ Reykja- víkur árið 1909, hafði hún sótt 2 beztu lýðháskóla Dana. Kennara- háskólann I Kaupmannahöfn og Kingsmead College í Englandi. Árin 1910-r-1912 var hún fram- kvæmdastjóri K. F. U. K. í Reykja- vík, og vildi þá þegar fara að aðgreina það frá K.F.U.M. og reisa kristilegt kvennaheimili, svipað og tíðkaðist í erlendum borgum þar sem þau félög starfa. En áhugafólk ið hafði engan áhuga á þeim að- skilnaði: Árið 1912 gaf hún út ritið: „Nokkur orð um siðferðisástandið á fslandi“, sem vakti töluverða andúð, einkum heldra fólksins í Reykjavík, því þótti þar ofmjög sneytt að sér. Þetta tvennt varð til þess að Ingibjörg tók boði K.F.U. K. í Danmörku og fór alfarin frá íslandi. — Kom tvisvar til fs- lands eftir það, en aðeins snögga ferð. Fyrst var hún 4 ár fram- kvæmdastjóri K.F.U.K. í Vejle, þá 3 ár ferðafulltrúi félagsins í Dan- mörku, árin 1919—22 aðalfram- kvæmdastjóri í Kaupmannahöfn, og síðar 8 ár ferðafulltrúi um öll Norðurlönd, en ofbauð heilsu sinni á þeim ferðalögum og varð að draga sig í hlé. Þessi upptaln. sýnir að Danir kunnu að meta starfs- krafta hennar Sérstaklega fannst gömlum vinum hennar hérlendis eftirtektarvert að henni skyldi fal- ið aðaltrúnaðarstarf K.F.U.K. í Kaupmannahöfn um það leyti, sem skilnaðarmálið vakti andúð margra Dana gegn I’slandi — en samt sendu Danir hana til Þýzkalands 1919 til að kynna sér hallærið, sem þar var þá, — og til Ameríku : 1924 til að heimsækja danska söfn- : uði. íslands gleymdist samt ekki, j en hún veitti mikla aðstoð mörg- um íslenzkum stúlkum 1 Kaup- mannahöfn — og síðar á Englandi. Hún Var í stjórn „Ðansk — ísl. Samfund 1918 — 26 og „Dansk — ísl. Kirkesag" 1919—1938, og var fulitrúi ísl. biblíufélagsins á fund- um sameinuðu biblíufélaganna. fslenzka biblíufélagið gerði hana að heiðursmeðlimi og ríkisstjórn íslands sæmdi hana með riddara- krossi. Þegar Ingibjörg var hætt ferða- lögum skrifaði hún 8 bækur eða fleiri á dönsku og ensku, og tíma ritagreinar óteljandi. Ég held Bjarmi hafi flutt þær fyrstu. Um 1930 fluttist hún alveg til Englands og átti úr því heima £ bænum Rottingdean í Sussex ásamt vinkonu sinni, prinsessunni, sem fyr er nefnd. Karadja-ættin er margra alda gömul grísk fursta- ætt, £ engum ættartengslum við konunga Grikklands. Faðir prins- essunnar var sendiherra £ Sviþjóð og kvæntist sænskri aðalskonu, svo hún er bæði grfsk og sænsk. Afi hennar var sendiherra Grikkja i Berlfn, en faðir hans var ríkis- stjóri í Valatfu og Moldavfu, sem nú heita einu nafni Rúmenía. Despina Karadja hefir starfað að K.F.U.K. málum á Englandi um langt skeið. Hún var fulltrúi það- an á alþjóðafundi þeirra félaga í Búdapest árið 1928, þar sem við hjónin kynntumst henni. — Og ég man að Ingibjörg skrifaði mér einu sinni frá Rottingdean: „Vin- kona mín er, eins og oftar í fyrir- lestrarferð“. Um Ingibjörgu skrifaði prinsess an mér í vetur sem leið: „Ég get aldrei þakkað Guði sem skyldi, að hann gaf mér aðra eins vinkonu og Ingibjörg er. Það j hefir verið mér ósegjanleg bless- un að fá að vera í sambýli við hana dag eftir dag og ár eftir ár. Hún hefir stöðugt sýnt mér hvernig kristið samfélagslíf með Guði á að vera og getur orðið. Með hverju ári vex virðing mín, aðdáun, þakklæti og vinátta í hennar garð“. Ingibjörg var sí og æ að skrifast á við vini sína fjær og nær. Ég man að Tilcher biskup f Sindney í Ástralfu skrifaði mér einu sinni: „Ætli I. Olafsson sé veik, ég hefi ekki fengið bréf frá henni í 2 mán- uði?“ Seinustu 2 árin gat hún hvorki lesið né skrifað, og um síð ustu páska fór hún alveg í rúmið. En hjúkrunin var ágæt. „Ég hélt í hendina á henni síðasta sólar- hringinn, en nú er hún með Kristi, sem er miklu betra", skrifaði prins essan mér 7. þ.m. Sigurbjörn Á. Gíslason. Rofrelknir — Framh. af 4. síðu. uð við vísinda- eða tæknirann- sóknir hér á landi? — Já, til þess hafa þær verið notaðar nokkuð, segir Helgi Sig urðsson. Einkum hafa þær unn- ið verk fyrir raforkumálastjórn- ina, þar sem allar vatnamæling- ar eru færðar inn á gataspjöld. Þá er búið að gata í spjöld allar veðurfarsathuganir hér á landi frá fyrstu tíð og er það talið mjög hagkvænn við veðurspár að hafa slíkar gamlar veðurlýs- ingar aðgeng" .gar. Er það fram tíðardraumur veðurfræðinga að gefa veðurspár út með rafreikn- um, Rafreiknar eru notaðir feiki- lega mikið erlendis við alls kyns rannsóknir. Þeir hafa t.d. flýtt um mörg ár framförum á sviði kjarnorkuvísinda og nú gegna þeir mikilvægu hlutverki við geimrannsókir, því að án þeirra gætu vísindamenninir lítið unn- ið úr þeim upplýsingum sem þeir fá úr mælitækjum gervi- tunglanna. Það er nú annars svo komið, að það er hægt að beita stærð- fræðilegum reglum við flest fyr- irbæri í mannlegu lífi. Hugsum okkur t.d. fyrirtæki sem vill setja nýja vöru ámarkað. Það lætur framkvæma markaðskönn un, sem rafreiknirinn er fljótur að vinna úr. Eða t.d. við að fá sem ódýrasta blöndun á skepnu- fóðri, sem innihaldi þó nægilega mikið af næringarefnum, þar sem hægt er að velja milli margra misjafnra tegunda í blönduna. Slíkt gæti tekið mik- inn tíma að reikna út, en það verk er unnið fljótt og vel með rafreikni. JOafreiknirinn sem nú er vænt- anlegur hingað er fyrst og fremst ætlaður til reiknings- halds, segir Otto Michelsen. Hann getur að vísu nokkuð komið að gagni við vísindalegar rannsóknir, en þó væri nauðsyn legt að fá hingað annan raf- reikni, einhverja gerð, sem sér- staklega er ætluð til vísinda- legra útreikninga, hann þyrfti þá ekki að vera eins hraðvirk- ur í útskrift, en hefði stærri geymslur til að geyma marghátt aðar upplýsingar. Nú er það vit- að að háskólar út um allan heim leggja megináherzlu á að fá slík tæki og líta á þau sem und- irstöðu alls rannsóknarstarfs. Skýrsluvélar þær sem við höf um nú þegar, hafa orðið m. a. nauðsynleg hjálpartæki við rann sóknir Stefáns Aðalsteinssonar á kynblöndun sauðfjár til að fá fram fínni ull og nú er verið að gata spjöld í ræktunartil- raunum á korni. Við tilkomu raf reiknis aukast möguleikarnir enn, en til þess að góðum ár- angri verði náð væri það mikil- vægt að fá vísindalegan raf- reikni. Verkefnin eru mjög mik- il, jafnvel á sviði sálfræði og erfðafræði. Það gæti jafnvel komið til mála að hægt væri að skipuleggja fiskveiðar á grund- velli útreikninga úr rafreiknum. Við höfum svo fáa sérfræð- inga í vísindum og tækni, að það væri mikilsvert ef hægt væri að létta á þeim við út- reikninga úr rannsóknum þeirra, svo þeir gætu tekið fleiri verkefni fyrir og unnið betur og nákvæmar úr tilraunum sínum. Þess vegna gæti ég varla hugs að mér neitt meira framfaramál fyrir Háskóla okkar og yfirleitt vísindin segir Helgi Sigvalda- son, en áð þau fengju slíkan vísindalegan rafreikni. Verði það eklji gert er og hætt við að við drögumst aftur úr öðrum þjóðum. Samfara því sem raf- reiknum fjölg; verða nú stöð- ugt meiri framfarir á sviði þess- arar tækni, aðallega í merkja- máli þvi sem notað er í við þá, sem auðveldar þá mjög í notk- un. SfáStsfeHsmeMBi — Framh. af 7. síðu. sér í lagi að sjá meðal kjör- dæmisráðsmanna hinn aldna þingskörung Pétur Ottesen, bónda á Ytra-Hólmi, sem sat fundinn. Formaður flokksins flutti ýtarlega ræðu um stjórn- málaviðhorfið. Iíom hann víða við, ræddi sveitarstjórnarkosn- íngarnar í síðasta mánuði og úrslit þeirra, vék að kaupgjalds málunum, talaði um efnahags- málastefnu ríkisstjórnarinnar og árangur hennar og kom inn á hin þýðingarmestu mál, svo sem stóriðju á íslandi, fram- kvæmdaáætlun ríkisstjórnarinn- ar og efnahagsbandalag Evrópu. Var góður rómur gerður af ræðu formanns og fögnuðu fundarmenn mjög komu hans á stofnfund kjördæmisráðsins. Síðan tóku til máls Jón Árna son, alþingismaður, Sigurður Ágústsson, alþingismaður, Pét- ur Ottesen, fyrrv. alþingismað- ur, Ásgeir Pétursson, sýslumað- ur í Borgarnesi og Halldór Finnsson, oddviti Grafarnesi. Fundurinn sendi fyrrv. for- manni Sjálfstæðisflokksins ,Ólafi Thors, forsætisráðherra, kveðj- ur og árnaðaróskir. í fundarlok ávarpaði formað- ur kjördæmisráðsins, Hinrik Jónsson, sýslumaður, fundinn. Þakkaði hann traust það, sem sér og meðstjórnarmönnum sín am væri sýnt með því að fela þeim stjórn kjördæmisráðsins og mælti hvatningarorð til fund armanna og hét á þá að vinna að eflingu flokksstarfseminnar í kjördæminu. Að lokum tók fundarstjóri, Guðmundur Jónsson, skóla- stjóri, til máls. Kvað hann skýrt hafa komið fram, að fundar- menn væru ákveðnir í því að treysta hið nýja skipulag flokks ins og efla starfsemi hans sem mest í kjördæminu. Þakkaði hann formanni flokksins og framkvæmdastjóra fyrir kom- una, svo og öllum kjördæmis- ráðsmönnum og sleit síðan fundi. Brutust inn í sumurbústuð Aðfaranótt hvítasunnudags brut- ust þrír piltar inn í sumarbústað sem Júlíus Schopka ræðismaður á gegnt Stíflisdal. Piltamir voru hand knir kvöldið eftir og fiuttir til Reykjavíkur. Piltar þessir voru á leið úr Reykjavík og höfðu farið Kjósar- skarðsveg, en á leiðinni bilaði bif- reið þeirra og héldu þeir úr þvi för sinni áfram gangandi. Komu þeir um nóttina 'ð húsi, sem þeir hugðu vera eyðibýli, enda var þarna búið áður fyrr, en Júlíus Schopka keypti síðan húsið og hefur notað það fyrir sumárbústað undanfarið. ■'arna brutu piltarnir rúðu, skriðu inn u. gluggann og sváfu það sem eftir var nætur Inni f húsinu náðu þeir í niðursoðin matvæli, sem þeir gerðu sér gott af, ennfremur hagnýttu þeir sér ilmvötn eftir beztu getu til að „lykta“ sem bezt. Loks tóku þeir haglabyssu húseigandans og skutu úr henni nokkrum skotum, m. a. á rúðu í útihúsi og brutu hana. Ekki stálu þeir samt byssunni heldur skiluðu henni á sinn stað aftur. Á sunnudaginn sáu þeir hross í haga, en þau voru frá bænum Fellsenda. Náðu þeir hrossunum og hugðust fá sér reiðtúr, en urðu þá mannaferða varir og hættu við útreiðar. Héldu þeir síðdegis heim að Stíflisdal, en höfðu þá þau ölvunarlæti í frammi að heimilis- fólkið taldi ástæðu til að beiðast hjálpai lögreglu og fóru lögreglu- þjónar frá Þingvöllum á staðinn og handtóku piltana. Auk innbrots cg þjófnaðar niunu pil.ar þessir verða kærðir fyrir ölv un við akstur.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.