Vísir - 18.06.1962, Blaðsíða 2
VISIR
Sextugur í dag:
l
Dr. HelgiP. Bríem
í dag er dr. Helgi P. Briem sendi-
herra sextugur. Hann hefur um
langt árabil starfað í utanríkisþjón
ustu íslendinga og gegnt fjöl-
mörgum trúnaðarstörfum fyrir
land og þjóð, bæði hér heima og
erlendis, En auk óvenju umfangs-
mikilla embættisstarfa hefir dr.
Helgi einnig verið mikilvirkur rit-
höfundur og manna fróðastur um
sögu lands og þjóðar, en doktors-
rit hans fjallaði um sögu þjóðar-
innar í upphafi síðustu aldar.
Helgi P. Briem fæddist á Akur-
eyri 18. júnl 1902. Hann varð stúd-
ent 1921 og lauk hagfræðiprófi frá
Kaupmannahafnarháskóla 1928. ___
Skattstjóri í Reykjavík var hann
skipaður í ársbirjun 1929 og síðan
bankastjóri Útvegsbankans 1930.
Árið 1932 hóf Helgi sendiráðs-
störf erlendis er hann hefir gegnt
alla tíð síðan. Fór hann þá til
Spánar, Portúgal og Ítalíu sem fiski
fulltrúi. Síðan starfaði hann sem
sendiráðunautur um árabil við
sendiráð Dana, bæði í Madrid og
Berlín og var meðlimur fjölmargra
verzlunar og samninganefnda er-
lendis. Aðalræðismaður íslands í
New York var hann skipaður 1942.
Skólaslif —
Frh. at 16. ~:ðu:
laun frá franska sendiráðinu, fyrir
frábæra frammistöðu í frönsku.
Þýzka sendiráðið veitti Katrinu,
Jónsdóttur, Ingibjörgu Haralds-
dóttur og Ellen Úlfarsdóttur verð-
laun fyrir góða kunnáttu í þýzku.
Félagið Anglia veitti Baldri Sveins-
syni bókaverðlaun, fyrir frábæran
árangur í enksu.
Á ársprófi fimmta bekkjar, hlaut
Jónas Blöndal einkunnina 7,13 og
var hæstur. Fékk hann bókaverð-
laun frá skólanum.
I
Iþróftir
Framh. af 5. síðu.
Stangarstökk.
Valbjörn Þorláksson, ÍR, 4.00.
Valgarður Sigurðsson, ÍR, 3.70.
Kúluvarp.
Gunnar Huseby, KR, 15.50.
Guðm. Hermannsson, KR, 15.40.
Jón Pétursson, KR, 14.18.
Kringlukast.
Hallgrímur Jónsson, Á, 45.92.
Gunnar Fluseby, KR, 44.52.
Friðrik Guðmundsson, KR, 43.62.
Dr. Helgi P. Briem.
Sendiherra £ Svlþjóð og Finnlandi
varð hann 1950 og einnig sendi-
herra i Sovétrikjunum til 1953. Var
hann jafnframt skipaður sendiherra
í íran, ísrael og Júgóslaviu á þessu
árabili. Sendiherra I Bonn varð
Helgi 1955 og gegndi því starfi
þar til hann kom heim á siðasta
ári. Var honum veitt lausn árið
1961 frá ambassadors- og sendi-
herrastöðum erlendis og jafnframt
skipaður sendiherra í þjónustu
ráðuneytisins með búsetu hér
heima. Hefir Helgi nú með hönd-
um umfangsmikil rit og útgáfustörf
fyrir utanríkisráðuneytið. Vinnur
hann að útgáfu samninga íslands
við erlend ríki og er það frumverk
hér á landi og hið mikilsverðasta.
Auk sendiherrastarfsins hefir dr.
Helgi fengizt mikið við ritstörf.
Doktorsritgerð hans fjallaði um
veldi Jörundar, og hét Byltingm
1809. Bók hans um Suðurlönd ei
mörgum kunn, en auk þess liggur
fjöldi greina og ritgerða komið frá
penna Helga.
Dr. Helgi P. Briem er kvæntur
enskri konu frú Doris Briem og
eiga þau einá dóttur barna.
Núna fyrir helgina fannst minka
bæli í Siglufirði. Vgr það maður,
sem var að huga að kindum í
Staðarhólslandi gegnt Siglufjarðar
kaupstað, sem varð var við læðu
og yrðling. Tókst honum að drepa
yrðlinginn en læðan slapp. Mink-
ur hefur aðeins fundizt einu sinni
i Siglufirði, fyrir tveimur árum i
Hólsdal. Hefur nú verið kallað á
minkabana að koma og reyna að
eyða dýrunum.
Prestastefnan
Prestastefna verður sett á morg-
un og mun hún standa þar til á
föstudag. Á miðvikudaginn verður
haldinn á ÞingvöIIum aðalfundur
Prestafélags Islands. Á prestastefn-
unni verða haldin mörg erindi og
umræður fara fram.
Á morgun, þriðjudag kl. 10,30
verður messa í Dómkirkjunni og
prédikar þar biskup Kaupmanna-
hafnar dr. theol Westergaard Mad-
sen en fyrir altari verða sr. Pétur
Sigurgeirsson og sr. Arngrímur
Jónsson.
Prestastefnan verður síðan sett
með bænargerð í kapellu Háskól-
ans kl. 2. Þá flytur biskup ávarp
og yfirlit i hátíðasal. Erindi flytja
sr. Eiríkur J. Eiríksson og Þórarinn
Þórarinsson skólastjóri um kristna
lýðmenntun og loks verður sýnd
kvikmyndin „Höfuðtrúarbrögð
heims“.
Meðal fundarstarfa á fimmtudag
má nefna' erindi sem Kaupmanna-
hafnarbiskup flytur, ávarp og
skýrsla söngmálastjóra þjóðkirkj-
unnar og erindi sr. Jóns Bjarmans
„Hvað hef ég lært vestan hafs“.
Þjófnaður
Nokkur innbrot voru framin í
Reykjavík um helgina og töluverð-
ar aðgerðlr hafðar í framml til að
komast yfir verðmæti, en árangur-
inn ekki a ðsama skapi.
Eitt þessara innbrota var i bif-
reiðaverkstæðið Bifreiðastilling á
Ægissiðu. Þar var stór rúða brot-
in, sjávarmegin við húsið og farið
þar inn. Inni í húsinu komst þjóf-
urinn í kynni við borð-peninga-
kassa og taldi víst að þar myndi
vera fengst að leita. Réðist hann
á kassann af mikilli heipt qg. með
rniklu bramtíoi'ti,'“ encíga '" gnægð
verkfæra úr vé'MstæWíriu 'iil að at-
hafna sig með. Fór það líka svo að
kassinn beið ósigur í viðureign-
inni, en eftirtekjan varð rýr, því
í kassanum var ekki annað geymt
en nótur og kvittanir og fáeinar
krónur í skiptimynt. Þar stal þjóf-
urinn einnig tveim tékkheftum, en
öðru ekki svo séð yrði.
í Vélsmiðjunni Járn í Súðavogi
26 var borðkassa stolið með þvi
sem £ honum var, en það voru
reikningar og skjöl og eitthvað af
peningum.
Þá var brotizt inn í Innkaupa-
samband bóksala í Brautarholti 16
og rótað allmikið, sýnilega £ leit
að verðmætum, hver ekki fyrir-
fundust nema ein skjalamappa,
full af skjölum en tóm af pen-
ingum. Ekki kærði þjófurinn sig
um gagnslausa pappira og hvolfdi
þess vegna úr töskunni á gólfið
áður en hann stal henni. Þarna
hafði verið brotin stór rúða til að
komast inn.
Loks var brotizt inn í Timbur-
verzlun Árna Jónssonar á Lauga-
vegi 148. Allt og sumt sem þar
hafðist upp úr krafsinu voru tveir
kúlupennar.
Þióðhófíð —
Framh. af 1. slðu.
VIÐFANGSEFNI
ÆSKUNNAR.
Þar nefndi hann m.a. hvort
veita bæri sérfræðiþekkingu meiri
viðurkeriningu en gert hefur verið,
ekki af tilliti til hvers einstaklings
heldur af tilliti til þjóðfélagsins.
Unga fólkið verður einnig að á-
kveða hve mildum hluta þjóðar-
teknanna á að verja til félagsmála
og trygginga.
Þá benti hann á það, að við verð
utn alltaf að spara hluta þess sem
aflast til að geta varið þvl til nýrra
tækja og tryggja þannig aukningu
framleiðslunnar.
Þá vék borgarstjóri að efnahags
samvinnu við aðrar þjóðir. Hann
sagði að Hfskjörin yrðu ekki bætt
nema við litum á okkur sem jafn-
ingja annarra þjóa og færðum okk
ur £ nyt efnahagssamvinnu við
þær.
Hann mínntist þess að nú eru
aldarafmæli tveggja raunastunda £
sögu þjóðarinnar, Gamla sáttmála
1262 og einvaldsyfirlýsingarinnar
£ Kópavogi 1662.
Borgarstjóri lagði að lokum á-
herzlu á það, að æskan yrði að á-
kveða hvort hún vildi einangruh
og hlutleysi eða hluttöku og sam-
stöðu með öðrum þjóðum.
DANSAÐ AÐ VENJU.
Að ræðu borgarstjóra lokinni
fóru fram ýmis skemmtiatriði. Og
siðan liófst dansinn. Eins og að
venju léku hljómsveitir á þremur
stöðum I miðbænum. í Lækjargötu
lék hljómsveit Guðmundar Finn-
bogasonar gömlu dansana og
Hulda Emilsdóttir söng. I Aðal-
stræti, eða við Vesturver, lék
Úúdó og hljómsveitir Svavars
Gests og Björns R. Einarssonar á
Lækjartorgi. Söngvarar voru Stef
án Jónsson, Ragnar Bjarnason og
Helena Eyjólfsdóttir. Þaðan stjórn
aði Guðmundur Jónsson dansinum
og fjörinu. Ekki var þátttakan
£ dansinum mikil framan af, og
var þá helzt að kraftur væri i hon
um í Lækjargötunni, þar sem þeir
gömlu voru allsráðandi.
Geysilegur mannfjöldi hafði
hinsvegar safnazt saman á götun-
um, og er það mál manna, að sjald
an hafi jafn margt verið þar saip-
ankomið. Mest var um unglinga,
hvitir kollar stúdenta settu og svip
sinn á fjöldann. Ölvun var ekki
mikil en þó nokkuð meiri en verið
hefur, einkum meðal unglinga.
HÁÍÍÐAHÖLDIN TIL SÓMA.
■ Öll var borgin fánum prýdd og
Mánudagur 18. júní 1962,
með hátlðasvip. Sölutjöldin voru
nokkuð færri en áður, en settu
að venju skemmtilegan blæ á dag-
inn. Veitingahúsin sem opin voru»
£ gærkvöldi voru allflest yfirfull.,
í heild fóru hátíðahöldin hið bezta
fram og voru borgarbúum og und-
irbúningsaðilum til sóma.
Tllbúnir —
Framh. af 1. sISu.
urinn ,sagði fréttaritarinn, Sigurð-
ur Vigfússon, ef góðviðri helzt, —
og ég gæti bezt trúað, að talsverð
ur síldarafli hefði komið á land
f vikunni sem leið, ef búið hefði
verið að semja. -
Annarsstaðar þar sem Vfsir hef-
ur til frétt, eru margir bátar til-
búnir að fara norður strax og kall-
ið kemur, en aðrir fljótlega.
ÚTFLUTNINGUR.
Vinnslu bræðslusfldar á Akra-
nes lauk um hádegi sl. laugardag.
Verið er að skipa út 350 Iestum
síldarmjöls f norskt skip og 100
lestir beinamjöls biða útflutnings,
og kemur annað norskt skip £ dag
og tekur það.t
DRAGNÓTAVEIÐAR.
Fyrstu trillubátarnir fóru út i
gær og komu inn £ morgun með
2-3 lestir af kola. Veiðarnar voru
leyfðar frá 15. þessa mánaðar. Er
þetta góður afli og verðið gott,
mismunandi eftir flokkum, en kol-
inn er flokkaður £ 3 flokka.
HUMARVEIÐARNAR.
ganga vel, en nokkur töf verið
þó £ norðanáttinni. Þær stunda
fjórir bátar sem áður var getið.
17. JÚNÍ
Hátiðahöldin hófust á íþrótta-
vellinum kl. 2 með ræðuhöldum,
söng og hornablæstri. Barnadans-
leikur var kl. 4—7 £ hótelinu og
svo var dansað til kl. 2 á tveimur
stöðum.
JAZZ JAZZ
SILFURTUNGLIÐ
J AZZ
I KVÖLD KL. 9.
SILFURTUNGLIÐ.
J AZZ
KEPPA Á LAUGARDALSVELLINUM I KVÖLD OG HEFST LEIKURÍNN KL. 8,30.
Dómari Haukur Óskarsson.
, Verð aðgöngumiða:
Stúka kr. 50,00
Stæði kr. 35,00.
Barnamiðar 10,00
TEKST TILRAUNALANDSUÐUNU AÐ SIGRA TÉKKNESKA OLYMPÍULIÐIÐ