Vísir - 18.06.1962, Blaðsíða 9
Mánudagur* 18. júní 1962.
VISIR
55
Þagnið, dægurþras og rígur
u
Ræða forsætisráðherra Ólafs Thors af svölum Alhingishússins í gær
TV"OKKRUM sinnum hefir sá
' heiður fallið mér í skaut að
ávarpa þjóðina héðan af svölum
Alþingishússins á lýðveldisdegin-
um.
Ég hefi þá ævinlega talið mér
skylt og verið það ljúft að minn-
ast mannsins, sem svo háan sess
skipar í hugum íslendinga, að þeg
ar lýðveldið var endurreist, var
þessi sjálfri sér sundurþykka þjóð
öll á einu máli um það að velja
til þess hátíðlega og helga atburð
ar fæðingardag hans. Án efa hefir
það hent mig eins og marga aðra
á slíkri hátíðarstundu, þegar gleði
og fögnuður og þakklæti ríkir í
sérhverju íslenzku hjarta yfir end-
urheimt sjálfstæðis og fulls frels-
is, að taka djúpt í árinni og spara
Jóni Sigurðssyni ekki lofið. Mönn-
um er þá eðlilega minnisstæðara,
að foringinn var mikill maður en
hitt, að hann var mennskur mað-
ur. En auðvitað vita þó allir, sem
kynnt hafa sér sögu hans, t.d. les-
ið ævisögu hans eftir dr. Pál Egg-
ert Ólason, að hann var ekki goð-
um borinn ,ekki algóður og alvit-
ur, heldur góður og vitur. 1 þess-
um efnum breytir það engu, þótt
lögð hafði verið rækt við að draga
fremur en dr. Páll Eggert Ólason
gerði fram í dagsljósið eitthvað,
er talið kann að verða Jóni Sig-
urðssyni til hnjóðs. Það breytir
engu, sem máli skiptir þeirri mynd
Jóns Sigurðssonar, sem geymd er
og geymast mun í hugum allra ís-
Iendinga, er þekkja ævistarf hans.
Hans verður ævinlega minnst með
þakklæti og virðingu.
©
gf einhver spyrði mig, hvað mér
fyndist mestu varða í íslenzku
þjóðlífi í dag, myndi mér nokkur
vandi á höndum, en þó svara með
því að taka mér í munn orð eins
hins mikilhæfasta höfðingja, er
þetta land hefir byggt. Ég vildi
ávarpa þjóðina, en ekki sízt þá,
sem lengi árs sitja innan veggja
Alþingishússins, með þessum orð-
um:
„Þagnið, dægurþras og rígur“,
— en þau eru, svo sem margir
vita, upphaf hins stórbrotna og
kröftuga og fagra kvæðis Hannes-
ar Hafstein á 100 ára afmæli Jóns
Sigurðssonar.
Hannes Hafstein vissi mæta vel,
að „dægurþras og rígur“ var og
hafði lengst af verið mikill böl-
valdur í þjóðlífi íslendinga, og þá
ekki sízt á sviði stjórnmálanna.
Hann á þó að sjálfsögðu ekki við
það, að menn hætti að skýra mál-
geti allir verið sammála, ekki við j
það, að menn hætti að skýra mál- 1
stað sinn, rökræða ,sækja og verja ;
vígin, deila, jafnvel deila á. Þetta i
er fylgifiskur, höfuðeinkenni lýð-
ræðisins.
Það, sem Hannes Hafstein á við,
er, að málefnin gleymist ekki fyr-
ir ádeilunum ,að menn hætti að
láta tilganginn helga meðalið, að
menn séu vandir að málflutningi
sínum, temji sér að hafa það, sem
sannara reynist, láti aldrei góð
mál gjalda málflytjanda, heldur
fagni því að mega ljá góðu máli
lið, hvort heldur er að samherji
eða andstæðingur er flytjandi þess.
En þagni dægurþras og rígur
verður margur vandinn okkar Is-
lendinga auðleystari, þvi má
treysta. Hitt er jafnvíst, að sá
vandi að þagga niður í dægurþrasi
og rfg er ekki auðleystur. Ég veit,
að á íslandi tekst aldrei að senda
sundurlyndisfjandann út á sextugt
djúp, aldrei að kefla þras og ríg
meðan íslendingar byggja þetta
land.
En ég veit líka, að hægt er að
lækka rödd sundurlyndis. Æskileg
ast væri, að leiðtogar þjóðarinnar
stýrðu förinni, en öruggast og end-
ingarbezt er, ef almenningur gerir
það, en það sem á veltur er, að
annar hvor aðilinn hefjist handa.
Það nægir.
•
Camfara því sem íslendingar
^ þurfa að læra að umgangast
hver annan með siðsemi og góð-
vild, er þeim rík nauðsyn að temja
sér rétta háttu í samskiptum við
aðrar þjóðir, en enn skortir mik-
ið á að vel sé í þeim efnum. Nefni
ég þar til sem dæmi landhelgina
og handritin.
í landhelgismálinu vörðum við
og sóttum rétt mál. Réttur okkar
var að minni hyggju lagalegur, en
einkum þó siðferðislegur, þ.e.a.s.
réttur lítillar inenningarþjóðar til
að lifa frjáls og öðrum óháð i landi
sínu. Sérhver Islendingur hlaut þvf
að berjast fyrir sigrinum til þraut-
ar. En samt sem áður má með
sanni segja, að við gerðum okkur
of lítið far um að skilja þá erfið-
leika, sem gagnaðilar áttu við að
etja og þá staðreynd, að þeir urðu
að sýna mikinn þroska og réttlætis
kennd til þess að uppfylla óskir
okkar og þarfir.
Okkur til málsbóta er, að flestir
Islendingar munu nú í hjarta sínu
viðurkenna, að aðrir, og þá ekki
sízt höfuðandstæðingurinn í þess-
ari hagsmunadeilu, Bretar, sýndu
okkur að lokum fulla sanngirni og
uxu sjálfir af málinu.
•
'C’kki skorti heldur kröfuhörku
okkar og einhliða sjónarmið í
handritadeilunni við Dani fremur
en ella.
Skal ég ekki rekja þá sögu, enda
flestum kunn. En ekki get ég stillt
mig um að segja hér smásögu. I
febrúarmánuði 1960 var ég stadd-
ur í skrifstofu Kampmanns for-
sætisráðherra í Kaupmannahöfn á-
samt Guðmundi I. Guðmundssyni,
utanríkisráðherra, og nokkrum
dönskum ráðherrum. Ég sagði þá
í spaugi við Kampmann, forsætis-
ráðherra, að skrifstofa hans væri
stærri og betri en mín. Bezt væri
að við skiptum á skrifstofum og
störfum. „Því ekki það“, sagði
forsætisráðherrann. Rétt á eftir
bætti hann við: „Nei, það tjáir
ekki, því að þá fá Islendingar eng-
in handrit".
Nú er Kampmann fyndinn mað-.
ur og skemmtilegur og ef til vill
lá engin dýpri merking að baki
þessara orða. En þau hafa þó oft
vakið hjá mér þessa spurningu:
Myndu íslenzk stjórnarvöld, hver
sem þau væru, hafa haft það rétta
hugarfar, drengskap og manndóm,
til þess að taka á sig stórkostleg
óþægindi baráttu og andúð margra
mætra manna, til þess að geta
skilað Dönum dýrgripum, sem við
teldum lögmæta eign Islendinga,
eingöngu vegna þess að Danir
ættu siðferðiskröfur til þeirra?
Það er þetta ,sem flestir helztu
forystumenn Dana hafa gert til að
þóknast okkur.
Þetta er mönnum hollt að hug-
leiða.
Þeim skilst þá betur, að við er-
um svo einsýnir ,að voði gæti af
stalað værum við eitt af mestu
herveldum heimsins, en ekki smá-
þjóð á hjara veraldar.
•
sjálfsögðu er okkur mikil
nauðsyn að alda fast á málum
okkar og forðast talhlýðni og und-
irgefni ekki síður en stífni og
hroka. En þó er hóf bezt í þessum
efnum sem öðrum og -ekki höld- ,
um við til langframa vinsældum
og virðingu annarra þjóða, ef við
heimtum allt af þeim, en látum
þær jafnan ganga bónleiðar til
búðar á okkar fund. Ber okkur að
skilja, að ósk okkar og krafa á að
vera sú að fá að lifa þrátt fyrir
smæðina, en ekki af smæðinni, og
að allar vonir mannkynsins um að
forðast tortýmingu gereyðingar-
styrjaldar byggjast einmitt á því,
að þjóðernishrokinn verði lægður
og að sérhver þjóð leitist við að
mega vænta, að þáttaskil séu haf-
in í kjarabaráttunni á Islandi,
stefnt sé burt frá fyrri ára yfir-
skynssigrum yfir í jafnar, tryggar
og raunhæfar kjarabætur. Mætti
það þá vera mikið gleðiefni öllum
þeim ,sem að þessari stefnu hafa
Ólafur Thors forsætisráðherra
skilja óskir og þarfir annarra þjóða
og vilji uppfylla þær eftir getu.
@
Tjegar ég ávarpaði þjóðina á lýð-
" veldisdeginum f fyrra, gat ég
þess, að nú hefðu „þeir atburðir
gerzt í þjóðlífi okkar, sem mikill
vandi er að ráða fram úr“. Leyndi
ég því ekki, að ég hefði af þeim
áhyggjur þungar. Átti ég að sjálf
sögðú við kaupdeilurnar og verk-
föllin og þóttist sjá fyrir, hvað af
myndi hljótast. 'Éeyndin varð því
miður sú, að ég hafði verið alltof
sannspár. Er sú saga væntanlega
engum úr minni liðin, óhugnanleg
eins og hún var, og þá ekki sízt
lokaþátturinn, gengisfallið, sem þó
úr þvi sem komið var, var að mínu
viti eina úrræðið og því haldbetra
sem fyrr var til þess gripið.
•
Unn hafa gerzt á þessu sviði
miklir og merkir viðburðir. Á
ég þar við kauphækkanirnar, sem
urðu á Akureyri f vor samtímis
þvi sem Dagsbrún og atvinnurek-
endur i Reykjavík hófu samnings
umleitanir. Skal ég ekki neita þvi,
að teija verður nokkra óvissu á,
hvort efnahagskerfiö stenzt áorðn
ar kauphækkanir, án þess að grípa
þurfi til vaxtahækkana, lánsfjár-
skerðinga eða annarra svipaðra
ráðstafana til varnar gegn verð-
bólgu. Vona ég þó í lengstu lög,
að svo reynijt.
Að þessu sinni er vikið af
glæfrabraut undanfarinna ára og
kröfugerðin nú, miðuð við það,
sem a.m.k. nokkrar vonir standa
til að leiði til raunhæfra kjara-
bóta Eiga nú allir mikið í húfi um,
að sú verði reyndin og ættu þá að
unnið og hana markað og raunar
þjóðinni allri.
Nú nýverið hafa að sönnu þeir,
sem meira béra úr býtum krafizt
og fengið meiri kauphækkanir en
þeir lægst launuðu og verður að
játa, að það varpar skugga á þess
ar vonir. Er þó að sjá hvað setur,
vona hið bezta, þar til hið verra
reynist, en taka síðan réttilega
því, sem að höndum ber.
Á ég enga ósk heitari í þessum
efnum en að vel rætist úr, en vara
þó við of mikilli bjartsýni, því hér
eru að verki dögmál, sem ekki
verða umflúin, þótt samhugur og
góðvilji ráði alltaf miklu. En hvað
sem öðru líður bendir nú margt
til þess, að reynslan hafi nú sann-
fært menn um, að i kjarabarátt-
unni er sígandi lukka bezt, og að
það er ekki krónutala, heldur kaup
máttur tímakaupsins sem gildir.
Er þá skammt í fullan skilning á
því, að kauphækkanir umfram
gjaldþol framleiðslunnar eru böl
en ekki bót. Eftir það miðast bar-
áttan við það eitt ,að hlutur laun
bega verði sem mestur innan þess,
sem auðið er að gjalda. og mun
þá hefjast nýtt og merkt tímabil í
efnahagssögu íslendinga.
Ber nú aílri bióðinni, að samein-
ast i að stuðla að bvi, að þær von
ir sem við þessa nýju stefnu eru
tengdar, megi rætast, öllum til
heilla og farsældar.
Of mikil bjartsýni væri að ætla,
að þessi nýja stefna hljóti alira
fylgi. Þeir verða gegn henni, sem
setja annarleg sjónarmið ofar kjara
bótum, og einnig ýmsir fleiri, sem
ekki hafa brotið málið til mergj-
ar.
Hér kemur þá til sögu góðvild
manna, sem telja, að náunginn
hafi of lítið að bíta og brenna og
óska því kauphækkana öllum til
handa, en átta sig ekki á þeirri
staðreynd, að þar er til ills unnið
nema að framleiðslan geti staðið
undir hækkuninni, og kenna svo
harðýðgi eða skilningsleysi stjórn
arvaldanna um.
Þessar raddir þagna aldrei og
eiga heldur aldrei að þagna. Svelt
ur sitjandi kráka. Sá, sem ekki
ber sig eftir björginni, þarf varla
að búast við að verða mataður.
Hitt er svo jafn nauðsynlegt, að
ekki sé orðið við kröfum umfram
getuna, því það leiðir til ófarnað-
ar eins.
•
TTm það má svo að sjálfsögðu
' alltaf deila, hvort menn beri
nóg úr býtum. Það fer eftir því við
hvað er miðað. Sé miðað við feð-
ur og mæður, lifum við kóngalífi,
en ef miðað er við syni og dætur
vonumst við öll eftir betri kjör-
um þeim til handa. En ekki verð-
um við hungurmorða meðan við
höfum efni á að kaupa vínföng og
kræsingar á knæpum Reykjavíkur
fyrir 2 milljónir í hver vikulok, eða
feiðast til útlanda í erindisleysu í
tugþúsundatali árlega, svo eitt-
hvað sé nefnt.
•
N* með þakklæti ber að játa, að
1 hér er almenn velmegun, svo al
menn að leitun mun að slíku með-
al annarra þjóða. Samt sem áður
er ekki búið að útrýma allri fá-
tækt, en fyrr má ekki linna sókn-
inni. Auk þess sem vinnudagur
margra er alltof langur, húsakost-
ur lélegur o.s.frv. Fyrir þvi ber að
halda áfram á braut velmegunar
og bættra lífskjara með öllum
þeim hraða, sem aðstæður leyfa
og hafa menn nú uppi miklar fyr-
irætlanir um að hagnýta f því
skyni orkuna í elfum landsins og
iðrum jarðar. Er þess að vænta, að
um það verði gott samstarf manna
og flokka.
Takist þetta og takist að efla
samhug og einingu, blasir björt
framtíð við íslenzku þjóðinni.
Látum okkur minnast ættjarðar-
innar og biðja henni og bornum
hennar blessunar.
Heill forsetanum og fósturjörð-
inni.
ísland lifi.
Luku prófi
Framh. af 7. síðu.
B.A.-próf:
Ásdís Kristjánsdóttir
Ásgrímur Pálsson
Auður Gestsdóttir
Gunnar Ásgeirsson
Bergljót Gyða Helgadóttir
Guttormur Sigurbjarnarson
Kristin Ólafsdóttir Kaaber
Sigríður Sveinsdóttir
Skúli Jón Sigurðsson
Þórarinn Andresson
Þórarinn Guðmundsson
Fyrri hluta próf
í verkfræði:
Birgir Ágústsson
Benedikt E. Guðmundsson
Sigurður Þórðarson
Þorbergur Þorbergsson
Þráinn Karlsson
Einn kandídatanna, Páll G. Ás-
mundsson cand. med., hlaut ágætis
einkunn, 14,51.
/