Vísir - 18.06.1962, Blaðsíða 7
Mánudagur 18. júní 1962.
ViSIR
ar i
íóaustu
Vísir hefur átt viStal
við Pétur Thorsteinsson
ambassador. Hann hefur
að undanförnu verið
ambassador Islands í
Bonn, Vestur-Þýzka-
iandi, en fluttist þaðan
frá Moskvu, þar sem
hann starfaði allmörg ár,
fyrst sem sendiráðsritari
og síðar sem ambassa-
dor. Hann er fyrir
skömmu kominn hingað
til lands ásamt fjöl-
skyldu sinni og fer inn-
an tíðar til Parísar og
verður þar ambassador
iíslands.
Ég bað ambassadorinn að
segja stuttlega frá starfsferli
sínum í utanríkisþjónustunni.
Fyrst til
Moskvu ’44.
— Ég hóf starf í utanríkis-
þjónustunni, svaraði hann, í
júní 1944 c_ fór til Moskvu í
júli sama 'ár. Var ég skipaður
sendiráðsritari þar, en Pétur
Benediktsson var þá sendiherra
íslands þar, en fluttist síðan
til Parísar, og var ég því lengst
af einn við sendiráðið í Moskvu
fram á síðari hluta árs 1947.
Þá kom ég heim og tók við
störfum í utanríkisráðuneytinu.
Ég starfaði lengst gf við við-
skiptadeild ráðuneytisins og var
yfirmaður hennar seinustu árin,
sem ég var heima. Vorið
1953 var ég svo sendur
til Moskvu sem formaður samn-
inganefndar um viðskipti ís-
lands og Sovétríkjanna, en þau
höfðu legið niðri frá 1947 Voru
þá gerðir miklir viðskiptasamn-
ingar við Sovétríkin. Sama ár, í
október, fór ég þangað sem
sendiherra, en sendiráðsskrif-
stofan þar hafði þá verið lokuð
frá 1951, en þennan tíma Var
Helgi r. Briem sendiherra i
Stokkhólmi jafnframt sendih.1
Islands hjá Sovétríkjunum.
í ársbyrjun 1961 var ég skipað-
ur ambassador í Bonn, og flutt-
ist þangað síðar í þeim mánuði.
Ég bað ambassadorinn að
segja nokkuð frá dvöl sinni og
kynnum í Sovétríkjunum.
Eftir
dauða Stalins.
— Ég kom til Moskvu
skömmu eftir dauða Stalins
(1953), Þetta voru breytinga-
tímar. Ég hafði, eins og
sjá má af þvf, sem ég áður
sagði, verið 3 ár í Moskvu á
Stalinstímanum — og hafði því
allgóð skilyrði til samanburðar.
Ég get sagt það, að upp úr
1953 fór ástandið að lagast að
ýmsu leyti, lífsafkoma almenn-
ings fór oatnandi og allt varð
nokkru frjálsiegra.
— Hverjir mörkuðu hina
J frjálslyndari stefnu?
— Það er :unnara en frá
þurfi að segja í hverra höndum
forustan var fyrst eftir dauða
Stalins. Malenkov varð forsæt-
isráðherra, en stutt, þar næst
Bulganin, sem féll í ónáð 1957
ásamt nokkrum leiðtogum öðr-
um, Malenkov, Molotov og
ICaganovitsj o. fl., en Nikita
Krúsév var aðalritari Komm-
únistaflokksins og raunverulega
valdamesti maður landsins, og
almennt talið, að hann hafi átt
mestan þátt í að marka hina
frjálslyndari stefnu.
Landbúnaðarmálin.
— Eftir fréttum að dæma í
vestrænum löndum hefur verið
um mikla erfiðleika að ræða í
landbúnaði Sovétríkjanna, höf-
uðatvinnuvegi þjóðarinnar
— Landbúnaðarmálin hafa
verið með erfiðustu vandamál-
um sovétstjórnarinnar. Skömmu
eftir dauða Stalins var opinber-
lega viðurkennt, að framleiðsl-
an í ýmsum aðalgreinum land-
bún., væri ekki meiri en fyrir
fyrri heimsstyrjöld og voru.
gerðar margvíslegar ráöstafan-
ir til þess að auka framleiðsl-
una, og hefur það tekist að
nokk. leyti, en ekki nándar
nærri nóg, miðað við ’:röfurnar
Áhugi fyrir listum er mikill og
almennur og setur það sinn blæ
á fólkið, landsmenn alla, og líf
þess.
— Veit almenningur í Sovét-
ríkjunum nokkuð að ráði um
ísland?
— Sannast að segja furðu
mikið, og kann það að stafa að
nokkru af því, að fremur lítið
er birt um aðrar þjóðir í Sov-
étríkjunum, en áhuginn mikill
og það, sem birt er verður
mönnum minnisstætt, og vita
því jafnvel meira um ísland en
almenningur i öðrum löndum,
þar sem ætla mætti að menn
vissu talsvert um land okkar
og þjóð.
Vestur-I -kaland eitt
bezta viðskiptalandið.
— Þá væri gaman að heyra
eitthvað frá dvalartíma yðar í
Vestur-Þýzkalandi.
— Mér hefur fallið vel að
vera þar og ':tórathyglisvert að
kynnast hinni miklu viðreisn,
sem þar hefur átt sér stað. Sam
skipti Islendinge og Vestur-
Þjóðverj.i eru mikil og vaxandi.
Vestur-Þýzkaland er nú orðið
eitt mesta viðskiptaland ís-
lands.
Þegar minnst er á samskipti
um bætta lífsafkomu og fjölg-
un þjóðarinnar. Ibúatala Sovét-
ríkjanna er nú talin 220 mill-
jónir og með tilliti til þjóðar-
búskaparins eru erfiðleikarnir
mestir á sviði landbúnaðarins.
— Og er stefnan í iandbún-
aðarmáium enn óbreytt?
— Stefnan er sú, að halda
fast við núverandi skipulag,
samyrkjubú og ríkisbúskap —
og færist í það horf að auka
stórrekstur í búskap á vegum
ríkisins, þ. e. að hafa stór bú,
sem rekin eru sem verksmiðjur,
þar sem verkafólkið hefur fast-
an vinnutima og fast kaup. I
Kazhakstan, þar sem fram-
kvæmd eru -.stórfelld áform á
sviði Iandbúnaðarins, er að
mestu leyti um ríkisbúskap að
ræða, en ríkisbúum fer einnig
fjölgandi annarsstaðar í land-
inu. Þó eru samyrkjubúin enn í
yfirgnæfandi meirihluta.
— Viljið þér segja nokkuð
um þátt fólksins í, að frjáls-
lyndi hefur aukist, mennta-
manna og alls almennings?
Menntun.
— Menntun er mjög vax-
andi, og nær það bæði til al-
mennrar og æðri menntunar og
það hefur vafalaust ýtt undir
kröfur um bætt kjör og aukið
frelsi.
— Hvernig hefur yður fallið
við Rússa?
— Mér hefur fallið mjög vel
við þá sem einstaklinga. Þeir
eiga bæði til mikla alvörugefni
rg mikið glaðlyndi, skipta fljótt
skapi, örir f 'und, glaðir í vina-
hópi og margir mjög skemmtil.
íslendinga og Þjóðverja ber að
minna á hve mikill fjöldi fs-
Ienzkra námsmanna sækir til
V.-Þ. Þar munu nú vera um 150
ísl. námsmenn við æðri skóla.
Nokkrar íslenzkar fjölskyldur
eiga heima í V.-Þ. og allmargar
þýzkar konur eru giftar á ís-
landi. Öllu þessu er tengt ærið
starf fyrir sendiráðið í Bonn.
Meðan ég starfaði þar varð
ég allsstaðar var mikils vel-
vilja í garð íslarids og íslend-
inga.
Bonn.
— Bonn mun vera mjög vax-
andi borg?
— Já, hún var lítill háskóla-
bær, er hún varð setur ríkis-
stjórnarinnar. íbúatalan er um
170.000, en mikið af því fólki
sem starfar þar verður að búa
annarsstaðar, í nágrannabæjum
eða uppi í sveit. Ég get nefnt
sem dæmi, að ambassadorar eru
um 90 í 3onn, en 35 — 40 þeirra
búa í Bad Godesberg, sem er 70
þúsund íbúa þær, f nágrenn-
inu, og 15 — 20 búa í Köln og
nokkrir uppi í sveit.
— Hve fjölmennt er starfslið
sendiráðsins í Bonn?
— Magnús Vignir Magnús-
son ambassador í Stokkhólmi,
og nú hefur tekið við starfinu,
hefur sér við hönd Pítur Egg-
erz sendiráðunaut, og svo starf-
ar þar skirfstofustúlka, Áslaug
Skúladé’tir. Starfsliðið er því
'tt, en verkefni jafnan mikil
Eins og fram hefur Komið i
rabbi okkar var starfstfmi minn
f Bonn fremur skammur, or
hefði ég sannast að segja gjarn-
an viljað vera Iengur í Vestur-
Þýzkalandi, en í utanríkisþjón-
ustunni má alltaf gera ráð fyr-
ir tilfærslum.
Til Parísar.
— Og nú liggur Ieiðin brátt
til Parísar?
— Já, ég tek þar við af Hans
Andersen, sem hefur - verið
skipaður ambassador í Stokk-
hólmi. Ég verð ambassador ís-
Iands hjá frönsku stjórninni,
Norður-Atlantshafsbandalaginu,
Efnahagssamvinnustofnuninni i
Parfs og væntanlega einnig
hjá Efnahagsbandalagi Evrópu
í Brtissel. Jafnframt mun ég á-
fram verða sendiherra fslands í
Júgoslavíu, eins og meðan ég
var í Bonn, og væntanlega
einnig ambassador í Belgíu.
Þrír drengir.
Pétur Thorsteinsson og kona
hans, frú Oddný, sem er upp-
eldisdpttir Björgúlfs heitins
Stefánssonar kaupmanns, eiga
3 drengi á aldrinum 2 — 6 ára.
— Við hugsum gott til að
búa í París, þeirir fögru og
frægu borg, sem við höfum
bæði nokkur kynni af, þótt
ekki höfum við búið þar.
„Vandamál allra
diplómatar“.
Bar nú lítils háttar á góma
það, sem Pétur Thorsteinsson
kallaði „vandamál allra diplo-
mata“, þegar börn þeirra
hefja skólagöngu, en þeim hætt
til að verða rótarlaus, ef til-
færslur eru tíðar.
— Drengirnir okkar tala vit-
anl, ísl. og voru jafnframt farnir
að tala rússnesku, þegar við
fórum frá Moskvu, og þýzku
þegar við fóru frá Bonn, en
týna þfessari þekklngu sinni
vafalaust niður, sökum þess
hve ungir þeir eru. Nú liggur
fyrir þeim að fara í franskan
skóla. Við höfum reynt að ráða
fram úr „vandamáli diplomat-
anna", með því að tala íslenzku
á heimilinu, og hafa íslenzkar,.
stúlkur, o, ráðið þær að
minnsta kosti til eins árs, en
sumar verið Iengur hjá okkur,
Þetta er vitanlega dýrt vegná
ferðakostnaðarins, en við telj-
um það mikilvægt, að hafa
þennan hátt á barnanna vegna,
og framtíðar þeirra vegna, e,r
þau væntanlega síðar meir fara
i skóla hér heima.
Hér Iauk viðtalinu, sem ég
þakka fyrir balðsins hönd.
A. Th.
Emhætisprófum lokið
Embættispróf í guðfræði:
Bernharður Guðmundsson
Ingólfur Guðmundsson.
Embættispróf i læknisfræði:
Egill A. Jacobsen
Guðjón Sigurbjörnsson
Halldór Halldórsson
Inger Idsöe
Jóhannes Bergsveinsson
Leifur Jónsson
Ólafur Gunnlaugsson
Ólafur Jónsson
Páll G. Ásmundsson
Sverris Ó. Georgsson
í lögfræði:
Bragi Steinsson
Gunnar Hannesson
Heimir Hannesson
Jóhannes J. L. Helgason
Jón Ægir Ólafsson
Jónas A. Aðalsteinsson
Ragnar Aðalsteinsson
Kandídatspróf í viðskiptafræðum:
Björg Gunnlaugsdóttir
Einar Sigurðsson
Gunnár Þói Hólmsteinsson
Oddur Sigurðssor,
Próf , íslenzku fyrir erlenda
stúdenta:
Jóhann H. W. Poulsen ,
Framh. á 9. síðu.