Vísir - 18.06.1962, Page 16

Vísir - 18.06.1962, Page 16
) VISIR Mánudagur 18. júní 1962. S8GLUFJARÐAR- SKARÐ LOKAST Siglufjarðarskarð er lokað, vegna þess að tvær jarðýtur standa nú bilaðar á veginum og bæði er að ekki verður unnið við að moka Skarðið meðan þær eru bilaðar og svo hitt að þær stöðva umferð með an þær standa þannig fastar á veg- inum. Þessi lokun Skarðsins kemur sér mjög illa fyrir Siglfirðinga og er þess m.a. getið að 30-40 bílar bíði sunnan Skarðsins eftir þvi að i komast yfir, þar á meðal fjórir stór ! ir vöruflutningabílar. Skarðið lokaðist fyrst í snjókomu á aðfaranótt föstudagsins en ýtan ruddi það fljótlega. Þá féll lítil skriða í Hraunadal og fór ýtan að lagfæra veginn þar, sem einnig tókst fljótlega. En þegar ýtan var aftur á leiðinni upp í Skarð, bilaði hún á veginum og varð ekki hagg- að. Hefur vegurinn verið lokaður síðan á föstudag. Mynd þessi var tekin að lokinni uppsögn Verzlunarskólans, af nýstúdentum og skólastjóra. Talið frá vinstri í fremri röð: Ellen Úlfarsdóttir, Guðrún Kristín Magnúsdóttir, Hólmfríður Ólafsdóttir, Katrín Jónsdóttir, Jón Gíslason skólastjóri, Ingibjörg Haralds dótíir, Hildigunnur Gunnarsdóttir, Margrét Helgadóttir, Björg Eysteinsdóttir. Aftari röð: Skúli Þorvaldsson, Sigurður Guð- mundsson, Baldur Hermannsson, Einar Matthíasson, Björgúlfur Guðmundsson, Valdimar Guðnason, Ólafur Geirsson. 17 Verzlunarskólastúden tar \ / / Sfðan var önnur ýta send af stað til hjálpar hinni biluðu ýtu, en hún bilaði einnig. Það versta við þessa lokun vegarins er ,að snjórinn í Skarðinu er tiltölulega | lítiil og hefði verið auðvelt að halda því opnu, ef þessar bilanir á tækjunum hefu ekki orðið. Fréttaritari Vísis á Sigluf. segir, ag vegarlokunin komi sér ákaflega illa fyrir Siglfirðinga. Á þessum tíma er verið að undirbúa síldar- vertíðina og því þörf mikilla flutn- inga á birgðum til bæjarins Enn- fremur hefðu margir bæjarbúa vilj- að nota þennan tíma til að fara í sumarfrí, meðan síldarvertíð er ei hafin, því að ekki er um nein frí að ræða eftir að síldin fer að berast á land. Á Iaugardag klukkan tvö fóru fram skólaslit í Verzlunarskóla ís- skírteini sín við það tækifæri. Út- lands og voru nýstúdentum afhent skrifaðast úr skólanum 17 stúdent- ar að þessu sinni, 8 stúlkur og 9 piltar. Þetta er í átjánda skipti, sem stúdentar eru útskrifaðir úr skól- anum, en nú var að ljúka 57. náms- ári skólans. Hafa alls verið útskrif- aðir 320 'stúdentar frá skólanum. Jón Gíslason afhenti stúdentum skírteini sín. Hæ?tu einkun á stúd- entsprófi, 6,39 hlaut Ingibjörg Haraldsdóttir og Katrín Jónsdóttir. Næst hæsta einkunn var 6,91 og hlaut hana Guðrún Kristín Magnús- dóttir sem tók próf utanskóla. Þriðju hæstu einkunn, 6,85 hlaut Hólmfríður Ólafsdóttir. Viðstaddir athöfnina voru margir af eldri nemendum skólans. Talaði Theodór Georgsson fyrir hönd 15 ára stúdenta. Ræddi hann sérstak- lega hin sterku tengsl nemenda við skólann. Af hálfu 10 ára stúdenta talaði síra Ólafur Skúlason. Jón Gíslason, skólastjóri kvaddi stúdentana með ræðu. SggfSj hspn meðal annars að þeir væru miklir gæfumenn að vaxa úr grasi á mestu framfaraöld þjóðarinnar, enda biðu þeirra ótal verkefni. Minntist hann á, að gleðilegt væri hversu miklu auðveldara væri nú fyrir flesta að verðlaun frá skólanum. Fyrir um- ganga í skóla en verið hefði. Miklir sjónarstörf í bekknum hlaut Baldur andlegir hæfileikar þyrftu því ekki j Sveinsson bókaverðlaun. að fara til einskis, vegna skorts á ! menntun. Skólastjóri sagði að alltaf j yrði það afl andans, sem úrslitum réði. Lærdómur án anda er eins og j steingervingur. Efni er fyrir hendi, en lífsþróttinn vantar. Lauk skólastjóri máli sínu með því að óska hinum nýju sfúdentum þgss að þeir mættu verða sjálfum sér og skólanum til sóma í fram- tíðinni og landi og þjóð dugmiklir synir og dætur. Stúlkurnar fjórar sem fengu hæstu einkunnir, hlutu allar bóka- Tvö bílslys í Vesturbænum Á fimmta tímanum í nótt varð bifreiðarslys á Mýrargötu, er bif- reið var ekið á ljósastaur. Talið er að bifreiðinni hafi verið ekið allhratt, en ekki kvaðst öku- maður geta gert sér grein fyrir ó- happinu nema ef vera kynni að stýrisútbúnaður bifreiðarinnar hafi bilað. í bifreiðinni voru 6 manns að ökumanni meðtöldum, fjórir piltar og tvær stúlkur. Piltarnir skrám- uðust allir eitthvað, en stúlkurnar meiddust meira og voru fluttar í slysavarðstofuna til athugunar og aðgerðar. varð á þar í nótt stálu tveir piltar bifreiðinni R-12808, en óku henni nokkru síðar á hús vestur á Bræðra- borgarstíg. Báðir þjófamir slösuðust, enda gefur hin brotna rúða til kynna að það hefur ekki verið neitt smáræðis höfuðhögg sem annar þeirra befur hlotið. Lögreglan handsamaði þá báða. (Ljósm. Magnús Frímannsson). Annað bifreiðarslys Bræðraborgarstíg í nótt, en hittist svo á, að þeir sem í bifreið- inni voru höfðu nokkru áður stolið hennj. Lentu þeir í árekstti við húsið á Bræðraborgarstígnum og meiddust báðir eitthvað. Þar náði lögreglan þeim og tók þá í vörzlu sína. Fyrir síðustu helgi skýrði Vísir frá því að frá s.l. áramótum og til þess tíma hafi nær helmingi fleiri menn verið teknir fyrir ölvun við akstur heldur en á sama tíma í fyrra. Um síðustu helgi bættist á- litlegur hópur í þenna flokk, því frá því á laugardagsmorgun og þar til t nótt voru hvorki fleiri né tærri en 10 ökumenn færðir til blóð- töku vegna gruns' um ölvun við akstur. Mun það vera nær eins- dæmi að jafnmargir menn hafi ver- ið teknir fyrir þessar sakir um eina helgi. Fyrir góða frammistöðu í dönsku, hlaut Hólmfríður Ólafsdóttir og Ingibjörg Haraldsdóttir bókaverð- laun frá Dansk-íslenzka félaginu. Katrín Jónsdóttir og Guðrún Kristín Magnúsdóttir hlutu verð- Framh. á 2. síðu. Þrjár skriður Seyðisfirði í morgun. Á Iaugar- daginn féllu enn þrjár skriður hér norðan megin í firðinum, en á föstudaginn höfðu verið hér all- mikil skriðuföll. Nú er komið í ljós að alls hafa bændur misst 20 kindur í skrið- unum og létust 5 í einni þeirra. Siðustu dagana hefur ekki rignt neitt að ráði, en veður verið frem- ur kalt og súld í lofti. Ef miklar rigningar hefðu verið er hætt við að skriðuföllin hefðu orðið enn meiri. Undirbúningi undir sildina er nú að verða lokið og leggja menn síðustu hönd að verki á söltunar- stöðvunum. Síidarbátarnir eru þess albúnir að leggja úr höfn strax og samið verður um kaup og kjör. Norðmenn I mikiiii síld Þær fréttir bárust í morgun ifrá Siglufirði, að norski síld- i veiðiflotinn væri kominn í mikla isíld norðaustur af Kolbeinsey. j í illviðrinu sem staðið hefur síð- I ustu daga hafa norsku skipin llegið undir Kolbeinsey, en fóru já stúfana í gær þegar veður 5 batnaði. Fyrsía kastið sem norskt skip fékk var 1100 tunnur, enS nú er allíir floti þeirra um 130® — 140 skip kominn f mikla síld| fyrir norðaustan Kolbeinsey og® er veiði góð. Þetta ásamt spádómum De- volds og fleiri sérfræðinga bendir til þess að mikil sfld verði við Norðurland í sumar.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.