Vísir


Vísir - 18.06.1962, Qupperneq 10

Vísir - 18.06.1962, Qupperneq 10
10 V'ISIR Mánudagur 18. júní 1962. ' ' v " v.-v.V, ' ,//. ; ■ iniHnii lii w -■ í 4 ■ fp i ■ i .■ WmíwáM ■ einn- Rósmundur Arnason. ryrsta skifti Heim Fyrir dyrum úti í Hrafnistu, frá vinstri: Þrennir bræður. Eiríkur og Eggert Bjarnasynir, Freyr | og Heimir Thorgrímsson, Júlíus og Ari Jónssynir. Þrennir bræður Myndin af bræðrunum hér að ofan var tekin fyrir helgina, þ?g ar Vestur-íslendingarnir, sem hér eru í hópferð, heimsóttu Hrafnistu dvalarheimili aldraðra sjómanna. Fimm af sex á mynd- inni eru Vesturíslendingar. Ef talið er frá vinstri, þá er Eiríkur Bjarnason bóndi úr Nýja íslandi Kristín Johnsson og ekki komið til gamla íslands síðan hann fluttist vestur fyrir 42 árum með konu sinni Stein- unni Gísladóttur, sem enn er á lífi, en var svo l^sburða, að hún treysti sér ekki með Eiríki í þessa ferð nú. Eiríkur er frá Glaumbæ í Skagafirði og Stein- unn af Skagaströnd. Eiríkur kvað þau hafa verið á hrak- hólum fyrstu tíu árin, sem þau voru vestra, en þá gat hann keypt jörðina Reyki í Nýja ís- landi og búið þar síðan. Daginn áður en myndin að ofan var tek in, hafði Eiríkur einmitt heim- sótt Hrafnistu, því að þar býr nú bróðir hans, sem stendur við hliðina á honum á myndinni, Eggert, 74 ára, ári eldri en Ei- ríkur. Eggert stundaði sjóinn, var síðast í millilandasiglingum á Skaftfellingi á stríðsárunum. 1 miðið standa bræðurnir Fréyr og Heimir Thorgrfmsson, sem fluttust 10 og 12 ára gamlir af íslandi fyrir 43 árum. Faðir þeirra var séra Adam Thorgríms son, prestur meðal Vestur-ls- lendinga nokkur ár, er dó frem- ur ungur maður. Freyr er banka útibússtjóri, en Heimir stjórnar ráðsfulltrúi í Kanada. Næst kem ur í röðinni Júlíus Jónsson, er varð samferða Frey og Heimi vestur um haf 1919. Júlíus dvaldist nokkur ár í Vatna- byggðum í Kanada, við landbún aðarstörf, kom þá heim og hefir verið hér síðan. Árið eftir að Júlíus fór vestur, hélt Ari bróðir hans á eftir honum. Hann lengst af í Vatnabyggðum, ig í Manitoba, kringum Winni- pegvatnið og víðar. Hann dvald ist vestra um 40 ár, fluttist heim í fyrra. Hann stendur yzt til hægri á myndinni. Hjónin Ella og Myndin er af þeim hjónun- um EIlu og Rósmundi Árnasyni. Tíðindamaðurinn hafði fyrst tal af frúnni ,sem kvaðst vera fædd vestra, og vera nú að koma hingað í fyrsta sinn, en maður sinn væri fæddur fyrir norðan og brugðið sér heim tvívegis eftir að vestur kom. Þau hjónin eiga búgarð nálægt Elfros, í Saskatchewanfylki, sem er eitt af sléttufylkjunum svonefndu, vestan Manitoba, milli þess og Albertafylkis. — Rósmundur kvaðst vera fæddur í Kristnesi. Það var árið 1933, sem hann fór vestur yfir haf — í 13 manna hóp, og var einn í hópn- um Adam Þorgrímsson frá Nesi í Aðaldal, kunnur maður, en tveir synir hans eru þátttak- endur í ferð Vestur-íslending- anna nú. ■—■ Já, sagði Rós- mundur, sem er maður fjörleg- ur og léttur í lund, 13 hefur alltaf verið mín happatala. Við fórum sem sé 13. maí 1913 og komum til Winnipeg þann þrettánda júní og hingað kom- um við nú þrettánda júní. Bæði voru hjónin hin ánægðustu yfir öllu. Þau munu dveljast fyrir norðan mestan tímann sem þau eru hér, á æskuslóðum Rós- mundar. Ótrúlegar framfarir — Ilér hafa orðið alveg ó- trúlegar framfarlr, en það er eitt sem ekki hefur breytzt, það er gamla íslenzka gestrisnin. Þið hafið flest það sem við höfum og sumt sem við höfum ekki, eins og t.d. heita vatnið, sagði Vigfús Anderson vigtar- stjóri frá North Bumaby. bisii Jonsson Skáld og ritstjóri Tók 1000 myndir á Islandi í hópnum er kona Kristín Johnsson að nafni, búsett í Winnipeg og kvænt íslenzkum manni, Guðniundi Johnsson hárskera og eiga þau eina dóttur. Kristín er mjög áhuga- samur ljósmyndari og í kaffi- boðinu í gær var hún alltaf með myndavélina á lofti. — Ég hef mjög mikinn áhuga á ljósmyndum og hef mynda- vélina með mér hvert sem ég fer. Ég fékk áhuga á Ijósmynd- um, þegar ég var átján ára gömul og hefur hann aukizt með hverju árinu. Niður í kjall- ara heima hef ég herbergi með fullkomnum tækjum, þar sem ég vinn við myndirnar mínar. Annars hef ég alltaf verið list hneigð. Hef gaman af að mála myndir og allar myndirnar í íbúðinni okkar eru málaðar eft- ir mig, svo hef ég steypt mikið myndir í eir og kennt það í fimm ár. Ég tek upp á öllu, einu sinni bjó ég t.d. til mynd úr fiskhreistri og beinum með þvl að líma það á svartan flóka, og nú ætla ég að hafa með mér íslenzkan harðfisk út. Einnig hef ég haldið margar opinberar Ijósmyndasýningar og sýnt á þeim m. a. margar íslenzkar myndir. — Hefurðu komið til Islands áður? — Já, fyrir fimm árum síð- an, þá tók ég á 35 filmur eða um þúsund myndir. — Hvað fannst þér skemmti- legast að mynda í ferðinni í dag? — Þvottalaugarnar og höfn- ina. — Ætlarðu að dveljast hér lengi? — 1 sjö vikur, ég er með frænku minni Mrs. Soffíu Fo- wer og búum við hjá frænda okkar Filipusi Guðmundssyni. Myndin er af einum kunnasta Ianda okkar vestan hafs, Gísla Jónss., ritstjóra Tímarits Þjóð- ræknisfélags íslendinga í Vest- urheimi. Hann hefur verið rit- stjóri þess allt frá árinu 1940 og eru í því margar og merkar ritgerðir eftir hann sjálfan, auk margs annars efnis, sem það hefur flutt við hans forsjá og handleiðslu. Gisli er skáld gott sem kunnugt er. Gísli er fæddur á Jökuldal, og er æskustöðvarn- ar bar á góma í stuttu viðtali, minntist hann þeírra tíma, er 16 bæir voru í Jökuldalsheiði, en enginn nú. Gísli fluttist vest- ur um haf 1903. Kona hans, sem hann missti fyritj mörgum árum, var Guðrún Finnsdóttir skáldkona. Gísli kom hingað 1927 og 1952, og nú er þessi aldni og virðulegi öldungur kominn enn einu sinni heim til „gamla landsins", þar sem hug- ur hans hefur löngum dvaliö Hann kvaðst kominn til þess að lyfta sér upp og vera glaðui yfir að hafa fengið tækifæri til þess að koma heim enn einu sinni. Óráðið kvað hann hve- nær hann færi vestur aftur. Með honum er kona hans Mrs. V. Anderson, og eiga þau tíu börn. — Ertu fæddur hér, Vigfús? — Já, ég er fæddur á Húsa- vík í Loðmundarfirði árið 1890, en vestur fór ég með foreldrum mínum árið 1900. — Hefurðu komið til íslands síðan? — Nei, ekki áður, en hef alltaf haft brennandi löngun til að koma, svo við drifum okk- ur núna, hjónakornin. — Hvernig kanntu við þig hér. Mrs. Anderson? Framh á bls. 5. Vigfús Anderson og kona hans.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.